Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2017, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 01.10.2017, Blaðsíða 48
448 LÆKNAblaðið 2017/103 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Álag á starfsfólki í heilbrigðisþjónustu var heiti á málþingi sem fram fór 9. sept- ember á Hótel Reykjavík Natura. Þetta er fjóða stóra málþingið sem Forvarnir og Streituskólinn halda á þremur árum og er hluti af forvarnastarfi skólans. Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir og stofnandi skólans, er ánægður með góða þátttöku og uppbyggilegar umræður sem fram fóru á málþinginu. Fyrirlesararnir hafi nálgast efnið fræðilega og jákvætt og viljað leita þekkingar og lausna á ástandi sem víða ríkir á vinnustöðum í heilbrigðisþjónustu. 70 manns mættu á málþingið sem stýrt var af Högna Óskarssyni geðlækni. Fyrir- lesarar auk Ólafs og Ragnheiðar Guðfinnu Guðnadóttur, M.S. í vinnusálfræði hjá Forvarna- og streituskólanum, voru þær dr. Agneta Lindegård-Andersen aðstoðar- prófessor og Susanne Ellbin sálfræðingur, báðar starfandi í Gautaborg. Einnig stýrðu Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir, Elín K. Guðmundsdóttir og Erna Stefánsdóttir málstofum en þær starfa allar hjá Forvörn- um. Faglegt og jákvætt „Í málþingum okkar höfum við haft mark- hópa og núna var komið að heilbrigðis- starfsfólki. Við vitum það sjálf að það er gríðarlegt álag á fólk í þessum geira og oft vantar skilning og stuðning. Það er mikilvægt að geta beitt forvörnum áður en farið er að finna fyrir vanlíðan og áður en veikindi koma fram af völdu streitu,“ segir Ólafur. „Það er of seint að beita forvörnum þegar veikindi hafa komið fram. Þá þarf meðferðar við. Óttinn við að sjúkdóms- gera of mikið má ekki verða til að hindra forvarnir eða viðeigandi meðferð.“ Ólafur segir að góður hópur hafi komið á málþingið, víðs vegar að úr heilbrigðiskerfinu. Fólk sem hafi áhrif á mannauðsmál og aðstæður á vinnustöð- um. „Við fundum fyrir miklum áhuga frá stjórnendum stóru heilbrigðisstofnananna. Það hvetur okkur áfram því það þarf að vekja athygli á þessu. Það er alveg ljóst frá löndunum í kringum okkur að það er gríðarlega mikill kostnaður sem fylgir heilsutapi sem kemur í kjölfar langvinnrar og sjúklegrar streitu.“ Einnig hafi verið góð stemning og fólk náð að stilla saman strengi, sem Ólafur segir að sé mjög mik- ilvægt. „Þarna voru erindi um almenn áhrif streitu á heilsu og heila og einnig um vinnuvernd og streitu í starfi. Þá fjölluðu erlendir sérfræðingar í streitu um mik- ilvægi hreyfingar og niðurstöður nýrra rannsókna á streitutengdum heilsubresti. Einnig um sálfræðilega meðferð og endur- hæfingu við sjúklegri streitu.“ Áhættumat er lögbundið „Mér fannst þau sem sátu þingið nálgast efnið fræðilega og jákvætt og vilja leita lausna og þekkingar úr þeim rannsókn- um sem gerðar hafa verið og úr reynslu annarra, meðal annars frá öðrum löndum. Gera þarf meira til að styðja starfsfólk í heilbrigðisþjónustu og bjóða upp á hand- leiðslu og stuðning,“ segir Ólafur. Þá hefðu margir haft áhuga á samfélagslega áhættumatinu. Hjá Forvörnum hefur verið þróuð aðferð til að meta líðan á vinnustað án þess að fram komi hvaða einstaklingur er til mats. Matinu fylgir líka fræðsla og úrvinnsla. „Það kom fólki á óvart að slíkt mat er lögbundið í dag samkvæmt vinnu- verndarlögum og á flestum vinnustöðum hérlendis hefur það ekki verið gert.“ Aðspurður segir Ólafur að þátttakend- ur á málþinginu hefðu verið nokkuð góður þverskurður af heilbrigðisstarfsfólki; fólk af gólfinu, stjórnendur og úr öllum hornum heilbrigðisþjónustunnar víða um land. „Við fréttum líka að þeir sem komust ekki en höfðu áhuga voru starfsmenn heilsugæslu og starfsfólk í einkageiranum. Það voru fleiri frá Landspítalanum og öldrunar- stofnunum. Það var erfitt fyrir fólk að vera heilan dag frá vinnu í fræðslu og þá getur maður líka spurt sig hvort ekki sé nauðsyn- legt að það sé svigrúm til þess að geta sótt fræðslu sem þessa. Lausnin liggur ekki í meiri peningum eða meiri tíma, heldur í því að líta á streitu sem hluta af lífinu og starfinu og bregðast við því. Hver og einn er ábyrgur fyrir eigin líðan en þeir sem ráða meiru um starfsumhverfi hafa auð- vitað meiri ábyrgð. Því er áhugi þeirra sem hafa með starfsmannamál að gera gríðar- lega mikilvægur.“ Vaktavinna veldur aukaaálagi Ólafur segir hvíld vera mikilvægt vopn gegn streitu, ekki bara utan vinnu heldur líka á vinnutíma. Margir hafi samið af sér kaffi- og matartíma og komist jafn- vel ekki í mat vegna álags eða séu undir miklu álagi og þurfi að taka of margar vaktir. „Það kom líka fram á málþinginu að það er miklvægt að beita markvissum forvörnum hjá þeim sem vinna á nótt- unni því vitað er að það er aukaálag bæði líkamlega og andlega að vera á vöktum. Víða erlendis þar sem forvarnavinna er skipulögð eru slikir áhættuhópar undir sérstöku heilbrigðiseftirliti samkvæmt vinnuverndarlögum. Þetta virðist aftur á móti ekki vera í bígerð hér á landi enn sem komið er.“ MÁLÞING UM ÁLAG Á STARFSFÓLKI Í HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU „Heilsutap er margfalt dýrara en forvarnir“ – segir Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir ■ ■ ■ Olga Björt Þórðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.