Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2017, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 01.10.2017, Blaðsíða 44
444 LÆKNAblaðið 2017/103 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R þarf til að geta unnið það og hvað þarf til að hrinda því í framkvæmd. Við spyrj- um okkur hvað við höfum og hvað við þurfum að sækja út fyrir landsteinana. Við þurfum að gera enn betur í að nýta sérfræðiþekkingu úr heilsugæslunni til að ýta ákveðnum þáttum starfsins áfram. Við gerum okkur vel grein fyrir að í fámennu samfélagi eins og Íslandi er ekki hægt að finna alla þá sérfræðiþekkingu sem þörf er á og auk þess erum við að glíma við al- þjóðlegt vandamál, sem er samkeppni um sérfræðinga. Mikið þrek og orka fer í fjármögn- un verkefna, en mest hefur komið úr samkeppnissjóðum erlendis frá. Það er líkt og annars staðar í háskólasamfélaginu. Við höfum vissulega fengið umstalsvert fjármagn frá NIA (National Institute of Aging) í Bandaríkjunum, aðallega vegna AGES-rannsóknarinnar (Age, Gene/En- vironment Susceptibility- Reykjavík Stu- dy). Evrópusambandið hefur líka lagt fé til rannsókna hjá okkur, svo og Rannís. Auk þess höfum við haft samvinnu við lyfja- fyrirtæki um ákveðnar rannsóknir. Þegar umsvifin voru mest hjá okkur í kringum 2004 unnu yfir hundrað manns hjá okkur og það gefur auga leið að það krafðist mik- ils fjármagns. Við þurfum alltaf að hafa allar klær úti til að ná árangri. Þess vegna er mikilvægt að forgangsraða eftir bestu getu. Ég hef sérstakan áhuga á að efla ákveðna tegund rannsókna á hjartasjúkdómum sem miða að því að öðlast betri skilning á ógreind- um vísbendingum um undirliggjandi sjúkdóma. Þögult hjartadrep er gott dæmi, við erum að reyna að finna betri leið til að greina það. Fyrir hvert eitt greint hjarta- drep eru tvö ógreind og um það höfum við meðal annars skrifað í JAMA (2012). Við höfum útbúið tól sem nýtir sjálf- virkni í úrvinnslu á myndgreiningu í rannsóknarskyni. Eins erum við farin að huga að þeim möguleikum sem gervi- greind býður upp á í mati á áhættu á sjúk- dómum og áföllum en það mál er skammt á veg komið. Við höfum auðvitað sinnt erfðafræði- rannsóknum talsvert, en erfðafræðin er frekar flókin og oft þarf að finna sam- starfsaðila og stækka hópana sem eru rannsakaðir til að fá marktækar niður- stöður. Við höfum verið að vinna að rann- sóknum á arfbundnum sjúkdómum, meðal annars arfbundinni kólesterrólhækkun. Stökkbreyting í LDL-viðtakanda, það er því geni sem vinnur kólesterról úr blóði, orsakar að úrvinnslan raskast. Þetta veld- ur því að kólesteról safnast upp í blóði og það finnst við skimun. Hættan á hjarta- áfalli eykst hjá því fólki sem höndlar ekki kólesterrólmetabólismann rétt. Yngsta barn sem ég veit um að dó úr hjartaáfalli af þessum sökum var aðeins átján mánaða. En þetta er mjög sjaldgæft.“ Samvinna við aðra vísindamenn lykilatriði ,,Það má færa mörg rök fyrir því hvers vegna mikilvægt er að vinna með vísinda- mönnum annars staðar frá. Ég hef nefnt fámennið og að það þarf oft að leita út fyrir landsteinana til að stækka rannsókn- arhópinn eða finna ákveðna sérfræðiþekk- ingu. Þetta varðar allt okkar hagsmuni. En það má líka nefna að víða erlendis hafa vísindamenn aðeins aðgang að dýrarann- sóknum og frumurannsóknum en hafa ekki haft tækifæri til að vinna með gögn frá lifandi fólki. Lífssýnasafn Hjartavernd- ar geymir margar milljónir dulkóðaðra lífssýna úr um sjötíu þúsund einstakling- um. Það er mikilvægt að þessi sjóður sé aðgengilegur öllum sem geta nýtt sér hann og það þarf að tryggja að engin mikilvæg gögn séu lokuð niðri í skúffu. Þetta safn eflir íslenskar rannsóknir og styrkir há- skólaumhverfið í landinu og við reynum að skila því til baka til þjóðarinnar sem við finnum í okkar rannsóknum.“ Ekki þarf að fjölyrða um gildi þess fyrir alþjóð- legar rannsóknir að stækka þann hóp sem nýtir gögnin. Að hafa sýn til framtíðar ,,Þegar svona mikið safn upplýsinga, gagna og lífssýna er innan seilingar er mikilvægt að missa ekki sjónar á forgangs- röðinni. Þetta er eins og að ganga langan gang og á báðar hendur eru dyr á meters fresti sem liggja að mörgum spennandi viðfangsefnum. Þá er alltaf hætta á að maður festist í herbergi númer eitt. Þess vegna er svo mikilvægt að hafa sýn, vision, og vita hvað þarf til þess að börnin okkar og barnabörnin geti búið við gott heil- brigðiskerfi, því um það snýst málið. Það er svo mikil endurgjöf í hjarta- og æðasjúkdómarannsóknum að það ætti ekki að vera í boði að fá hjarta- eða æða- sjúkdóma ef þú ert fædd(ur) á seinustu þrjátíu árum. Þegar við bjuggum til áhættuþáttareikninn fyrir tíu árum voru ekki allir sannfærðir um að hann myndi skila árangri, en við höfðum sýn, héldum ótrauð áfram þrátt fyrir að við vissum ekki alveg hvernig leiðin yrði eða hvað yrði á vegi okkar. Allt þetta er hluti af því að skila til þjóðarinnar því sem þjóðin hefur tekið þátt í að gera mögulegt.“ Sú leið sem Vilmundur lýsir hefur reynst farsæl og framundan eru fleiri mikilvæg ár þar sem skýr sýn og góður grunnur síðustu fimmtíu ára opna enn nýja möguleika. Næsi fundur Öldungadeildar verður miðvikudaginn 4.október kl. 16 að Hlíðarsmára 8 4.hæð Á fundinum flytur Birna Jónsdóttir læknir erindi sem hún nefnir „Múmíur“ Fundir Öldungadeildar eru fyrsta miðvikudag hvers mánaðar og hefjast kl 16, en á undan fundi, Kl. 15.30 er boðið upp á kaffi og vínarbrauð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.