Morgunblaðið - 04.06.2018, Qupperneq 4
ÚRSLIT SVEITARSTJÓRNARKOSNINGA 20184
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2018
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
595 1000 . heimsferdir.is
Beint flug
til Trieste
23 kg taska
og 10 kg
handfarangur
innifalið í verði
Börnin fljúga frítt með
Heimsferðum í júní
til Króatíu og Ítalíu
Brottfarir:
8., 18. og 29. júní
SVIÐSLJÓS
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Líklegt er að línur meirihluta og
minnihluta verði orðnar skýrar í
flestum stærri sveitarfélögum lands-
ins um miðja viku. Meirihlutar voru
myndaðir á tveimur stöðum í gær.
Í Kópavogi, næstfjölmennasta
sveitarfélagi landsins, eru enn ekki
hafnar formlegar stjórnarmyndunar-
viðræður. Ástæðan eru skiptar skoð-
anir meðal sjálfstæðismanna um
hvort hefja eigi viðræður við Fram-
sóknarflokk eða halda áfram sam-
starfi við Bjarta framtíð sem bauð nú
fram með Viðreisn.
Í Reykjavík tóku oddvitar Sam-
fylkingar, Viðreisnar, Pírata og
Vinstri grænna sér frí yfir helgina í
viðræðum um meirihlutasamstarf.
Fundað verður að nýju í Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti klukkan níu í
dag. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, odd-
viti Viðreisnar, sagði í samtali við
mbl.is í gær að ekkert hefði verið
rætt um það hver yrði næsti borgar-
stjóri Reykjavíkur.
Nýr meirihluti í Borgarbyggð
Meirihluti var myndaður í Borg-
arbyggð í gær eftir að Sjálfstæðis-
flokkur, Samfylking og Vinstri græn
náðu saman. Ráðgert er að málefna-
samningur milli flokkanna verði und-
irritaður í upphafi vikunnar verði
ekki gerðar alvarlegar athugasemdir
við hann. Sjálfstæðisflokkur, Sam-
fylking og Vinstri græn hafa fimm
fulltrúa af níu í sveitarstjórn Borg-
arbyggðar. Gengið er út frá því að
Gunnlaugur Júlíusson, núverandi
sveitarstjóri, verði áfram. Einnig var
myndaður nýr meirihluti á Akranesi
eins og greint er frá hér á síðunni.
Málefnasamningur Vinstri grænna
og Sjálfstæðisflokks í Mosfellsbæ
verður lagður fyrir stofnanir flokk-
anna til samþykktar eða synjunar
síðdegis í dag. Haraldur Sverrisson,
bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðis-
manna, býst ekki við því að nokkur
ágreiningur verði um samninginn hjá
sínu fólki, flokkarnir hafi um árabil
átt gott samstarf.
Auglýst í Fjarðabyggð
Myndun meirihluta Fjarðalistans
og Framsóknar og óháðra í Fjarða-
byggð er á lokastigi að sögn Eydísar
Ásbjörnsdóttur, oddvita Fjarðalist-
ans. Ráðgert er að málefnasamning-
ur liggi fyrir í vikunni, en flokkarnir
hafa sammælst um að staða bæjar-
stjóra verði auglýst til umsóknar.
Framsóknarflokkur og Sjálf-
stæðisflokkur eiga í formlegum við-
ræðum um myndun meirihluta á Ísa-
firði. Flokkarnir gerðu hlé á
fundahöldum yfir helgina, en ráðgert
er að niðurstaða fáist í vikunni.
Framsóknarmenn gerðu kröfu um að
bæjarstjóri yrði ópólitískur. Góður
gangur er í viðræðunum að sögn
Marzellíusar Sveinbjörnssonar, odd-
vita Framsóknarflokksins. Hann
segir að áherslur flokkanna í kosn-
ingabaráttunni hafi enda verið líkar.
Viðræður að nýju í Grindavík
Sjálfstæðisflokkur og óháðir og
Framsóknarflokkur funduðu á
Fljótsdalshéraði um helgina og hafa
viðræðurnar gengið vel, að sögn Stef-
áns Boga Sveinssonar, oddvita fram-
sóknarmanna. Líklegt er að botn fá-
ist í þær um miðja viku. Áður höfðu
sjálfstæðismenn og Héraðslisti reynt
að mynda meirihluta, en þær viðræð-
ur sigldu í strand. Að sögn Stefáns
Boga hefur annað ekki komið fram í
viðræðunum en að Björn Ingimars-
son, ópólitískur bæjarstjóri, sitji
áfram. Ekkert hefur þó verið endan-
lega ákveðið í þeim efnum.
Sjálfstæðisflokkur og Fram-
sóknarflokkur tóku upp viðræður í
Grindavík í síðustu viku eftir að
Framsókn gekk út úr viðræðum við
Rödd unga fólksins, Miðflokkinn og
Samfylkinguna. Hlé var gert á fund-
um yfir helgina. Hjálmar Hallgríms-
son, oddviti sjálfstæðismanna, vonast
til þess að niðurstaða verði ljós á
morgun. „Ég sé ekkert í þessu sem
hindrar að við náum saman,“ segir
hann.
Eitt ágreiningsmálanna eru
bæjarstjóramál í Grindavík, en sjálf-
stæðismenn vilja halda í núverandi
bæjarstjóra, Fannar Jónasson, sem
ráðinn var í janúar 2017. Fram-
sóknarmenn vilja aftur á móti aug-
lýsa stöðu bæjarstjóra fyrir hvert
kjörtímabil.
Jákvæð gagnvart Kristjáni Þór
Líklegt er að Kristján Þór
Magnússon, sveitarstjóri í Norður-
þingi, verði það áfram. Sjálfstæðis-
menn gerðu kröfu um það í viðræðum
sínum við Samfylkingu og VG og hafa
sveitarstjórnarfulltrúar síðarnefndu
flokkanna verið jákvæðir gagnvart
hugmyndinni. Góður gangur er í við-
ræðunum að sögn Silju Jóhannes-
dóttur, oddvita Samfylkingar, og ráð-
gert er að niðurstaða samtalsins liggi
fyrir um miðja viku. Aðspurð segir
hún að engin stór ágreiningsmál séu
til staðar í viðræðunum.
Skammt komið í Rangárþingi
Sjálfstæðismenn og J-listi ræða
myndun meirihluta í nýstofnuðu
sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs.
Áður höfðu sjálfstæðismenn rætt við
H-lista. Ráðgert er að niðurstaða við-
ræðnanna liggi fyrir um miðja viku.
Flokkarnir eru sammála um að
bæjarstjóri verði ópólitískur.
Sjálfstæðismenn og L-listi óháðra í
Rangárþingi eystra eiga í viðræðum
um myndun meirihluta, en samtalið
er mjög skammt á veg komið.
Sjálfstæðismenn kærðu á laugar-
daginn niðurstöðu sveitarstjórnar-
kosninganna í Vestmannaeyjum, en
þar hafa H-listinn og Eyjalistinn
myndað meirihluta. Tekur kæran til
fjögurra utankjörfundaratkvæða
sem yfirkjörstjórn úrskurðaði ógild
og myndbirtingar á samfélagsmiðl-
um af atkvæði einstaklings. Telur
Sjálfstæðisflokkurinn að atkvæðin
fimm kunni að geta breytt úrslitum
kosninganna.
Sjálfstæðismenn og Framsókn ræða víða saman Skoðanaskipti í Kópavogi
Ljósmynd/Skessuhorn/MM
Undirritun Nýr meirihluti á Akranesi. F.v. Bára Daðadóttir og Gerður J. Jóhannsdóttir, Samfylkingu, og Ragnar
Sæmundsson, Framsókn. Sitjandi: Valgarður Lyngdal Jónsson, Samfylkingu, og Elsa Lára Arnardóttir, Framsókn.
Línur í sveitarstjórnum
verða ljósar um miðja viku
Samfylking og Framsóknarflokkur
og frjálsir náðu í gær saman um
myndun meirihluta í bæjarstjórn á
Akranesi. Var málefnasamningur
undirritaður í kjölfar fundarhalda
flokkanna hvors um sig í gærkvöldi.
Samfylking fékk þrjá fulltrúa kjörna
og Framsókn tvo í níu manna bæj-
arstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn
missti hreinan meirihluta sinn frá
því í kosningunum 2014 og fékk
fjóra fulltrúa kjörna.
Greiða niður skuldirnar
Valgarður Lyngdal Jónsson, odd-
viti Samfylkingarinnar, segir að
Sævar Freyr Þráinsson verði áfram
bæjarstjóri. Samhljómur var um
þetta hjá flokkunum tveimur.
„Ég held það sé einróma ánægja
með hann sem bæjarstjóra. Þar er-
um við með mann sem er mjög
reyndur og sjóað-
ur í atvinnulífinu.
Það er mikill
styrkur fyrir
bæjarfélagið að
hafa slíkan mann
sem bæjarstjóra,“
segir hann.
Spurður um
helstu mál flokk-
anna, svarar Val-
garður að stefnt
sé að því að greiða niður skuldir
bæjarins svo hægt verði að bjóða
íbúum frekari þjónustu.
„Bæði við og Framsóknarflokkur-
inn lögðum áherslu á fjölskylduvænt
samfélag og velferðarmálin í kosn-
ingabaráttunni. Þar liggur áherslan
í málefnasamningnum,“ segir Val-
garður.
„Við ætlum að halda áfram að
styrkja rekstur bæjarins og ná
skuldastöðunni niður. Við viljum
halda áfram þeirri vinnu sem lögð
hefur verið í það síðustu tvö kjör-
tímabil. Í stað þess að eyða pen-
ingum í fjármagnskostnað, þá viljum
við ná skuldastöðunni niður og nýta
skattfé íbúa til að bæta þjónustu við
þá,“ segir hann.
Atvinnumál í brennidepli
Aðspurður segir hann að útsvars-
hækkun sé ekki á dagskrá. „Við er-
um ekki að fara að auka álögur á
bæjarbúa. Það er alveg á hreinu.“
Þá nefnir Valgarður að atvinnu-
málin séu ofarlega í huga hins nýja
meirihluta. „Við leggjum mikla
áherslu á atvinnumálin. Við höfum
ákveðnar áætlanir um að vinna
markvisst að þeim og taka þau föst-
um tökum,“ segir hann. jbe@mbl.is
Nýr meirihluti myndaður
á Akranesi í gærkvöldi
Fjölskyldu-, velferðar- og atvinnumál verða í forgrunni
Valgarður Lyngdal
Jónsson
„Það er hlutverk
mitt sem oddvita
að sætta sjónar-
mið. Ég mun
leggja mikið upp
úr því að það ná-
ist sátt um næstu
skref, hver svo
sem þau kunna að
vera, en það verð-
ur erfitt að ná
sátt um áfram-
haldandi samstarf við BF-Viðreisn,“
sagði Ármann Kr. Ólafsson, bæjar-
stjóri Kópavogs og oddviti Sjálf-
stæðisflokks, í samtali við mbl.is í
gærkvöldi.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir, for-
maður bæjarráðs Kópavogs og odd-
viti BF-Viðreisnar, sagði í þættinum
Sprengisandi í gær að hún liti svo á
að hún hefði fengið uppsagnarbréf
frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi.
Líklegast færi flokkurinn í meiri-
hlutasamstarf með Framsókn.
Bæjarfulltrúarnir stigu fram
Bæjarfulltrúarnir Margrét Frið-
riksdóttir, Karen Halldórsdóttir og
Guðmundur Gísli Geirdal sendu frá
sér yfirlýsingu í gærkvöldi. Í yfirlýs-
ingunni segjast þau bera fullt traust
til Ármanns. Algjör eining sé í bæj-
arstjórnarhópnum um að Ármann
hafi óskorað umboð til meirihluta-
viðræðna í Kópavogi.
Þó er tekið fram að það sé rétt
sem komið hafi fram í fréttum, að
þau hafi efasemdir um samstarf við
BF-Viðreisn. Með samstarfi flokk-
anna tveggja hafi forsendur breyst
að þeirra mati og á undanförnum
dögum hafi samskiptin á kjörtíma-
bilinu því verið endurmetin.
Telur sátt vera að myndast
Spurður út í ummæli Theódóru
sagðist Ármann telja eðlilegast að
bæjarfulltrúarnir svöruðu fyrir sig.
„Mér fannst samstarfið við Theó-
dóru og Bjarta framtíð vera gott á
síðasta kjörtímabili. Það voru marg-
ir góðir hlutir sem komust í höfn.
Hvað okkur varðar þá ríkti mikið
traust á milli þessara tveggja odd-
vita,“ sagði Ármann.
Spurður hvort búið væri að lægja
öldurnar í Kópavogi sagði Ármann
að ljóslega væri sátt að myndast.
„Þegar þú ert með flokk með þetta
marga bæjarfulltrúa er ljóst að sjón-
armiðin geta orðið mörg og ég þarf
að taka tillit til þeirra sem oddviti.“
Telur sátt
vera að
myndast
Ármann Kr.
Ólafsson
Sjálfstæðisflokkur
ræddi málin í gær