Morgunblaðið - 04.06.2018, Side 6

Morgunblaðið - 04.06.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2018 Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrirVOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Það var falleg stund þegar nemendur í Klettaskóla í Reykjavík leiddu lands- liðsmenn Íslands og Noregs inn á Laugardalsvöll í vináttuleik þjóðanna á laugardag. Gabríel Nói Stefánsson, einn nem- endanna, og Stefán Geir Þorvaldsson, faðir hans, ræddu við Morgunblaðið í gær um þessa gleðistund sem var um leið stórt og krefjandi verkefni fyrir marga af krökkunum. Gabríel Nói, sem er smáhöfði, fékk að leiða norska landsliðsmanninn Iver Fossum inn á völlinn. Í fötlun Gabríels felst að heil- inn fær ekki nægt rými til að þroskast eðlilega. Gabríel Nói er því með hreyfi- þroskaröskun, skerta greind og mál- þroskaröskun. Af þeim sökum tjáir hann sig að miklu leyti með táknum. Mikill undirbúningur að baki Í upphafi myndsímtals birtist Gabrí- el Nói kampakátur, klæddur í íslenska landsliðsbúninginn sem allir krakk- arnir fengu gefins frá KSÍ. Hann læt- ur í ljós mikla ánægju með gjöfina og Stefán Geir segir að væntanlega verði búningurinn mikið notaður. Í uppá- haldi er líka myndbrot RÚV af nem- endunum á Laugardalsvelli. „Við erum búin að horfa á þetta nokkrum sinnum frá því í gær,“ segir Stefán Geir og hlær. Krakkarnir fengu að hitta leikmenn íslenska landsliðsins nokkrum dögum fyrir leikinn á laugardag. „Landsliðs- fyrirliðinn heilsaði upp á þau og síðan vildi svo skemmtilega til að þegar við keyptum kók handa Gabríel skömmu síðar, þá var andlitið á landsliðsfyrir- liðanum á flöskunni. Það var mikil ánægja með það,“ segir Stefán Geir. „Það er heldur ekkert slæmt þegar landsliðsþjálfarinn heilsar upp á mann og gefur manni spaðafimmu.“ Gabríel Nói sýnir blaðamanni blað með teiknuðum myndum í tímaröð. Á því eru teiknaðar myndir af ís- lenska og norska fánanum, höndum sem leiðast og auðvitað myndræn framsetning á Víkingaklappinu sem er fastur liður á landsleikjum. „Það var búið að æfa dálítið stíft til að venja þau við,“ segir Stefán Geir og nefnir að fátt hafi verið rætt síðustu vikur annað en þetta. „Þetta var mikil upplifun fyrir hann og krakkana alla. Fyrir okkur foreldrana var síðan ótrúlega ánægjulegt að sjá hvað honum leið vel þarna. Þegar hann kom út veifaði hann og það voru engin vandamál þannig séð,“ segir Stefán. Hann nefnir að sérstaklega vel hafi verið staðið að undirbúningnum og færir hann KSÍ og landsliðs- mönnunum þakkir fyrir. „Þeir voru vel undirbúnir og meðvitaðir um það hvað þeir væru að fara út í,“ segir Stefán Geir. Ljósmynd/HAG Öruggur Gabríel Nói veifaði öruggur þegar hann gekk inn á völlinn. Hann er mikill stuðningsmaður landsliðsins. Krakkarnir í Klettaskóla himinlifandi á vellinum  Landsliðið og KSÍ hafa staðið mjög vel að undirbúningnum Áskorun Aðstæður á vellinum voru óvanalegar og verkefnið því ærið. DAGAR Í FYRSTA LEIK ÍSLANDS12 Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Þrátt fyrir að unnið sé að því að fjölga legurýmum á bráðamóttökunni vegna lokunar hjartagáttar Landspítalans í sumar mun sú fjölgun ekki duga. Þetta segir Anna Sigrún Baldursdóttir, að- stoðarmaður forstjóra Landspítalans. Hjartagáttinni verður lokað 5. júlí og hún opnuð að nýju 3. ágúst. Sjúklingar munu eiga þess kost að leita til bráða- móttöku í Fossvogi í staðinn. Fleiri sjúklingar á sumrin Anna telur álag á hjartagáttinni jafnvel meira á sumrin en á veturna. ,,Það gefur að skilja að vegna ferða- mannastraumsins er fleira fólk á land- inu yfir sumartímann og álagið eykst hér eins og annars staðar. Margt full- orðið fólk kemur til landsins með skemmtiferðaskipunum. Það fólk þarf oft á þjónustu hjartagáttarinnar að halda.“ Á Landspítalanum var allra leiða leitað til að halda deildinni opinni, að sögn Önnu. ,,Þetta var eina mögulega niður- staðan. Hún er langt frá því að vera staða sem við óskuðum okkur.“ Anna segir að starfsfólk Landspít- alans muni gera allt sem í þess valdi stendur til að sjúklingar finni sem minnst fyrir lokun hjartagáttarinnar. ,,Á bráðamóttökunni vinnur afar fært fólk svo það er engin hætta á að þeir sem þangað leita fái ekki góða þjón- ustu. Það verður þó mjög mikið að gera þar og það er auðvitað ekki ákjósanlegt ástand. Þessi staða er þó komin upp svo nú er ekkert annað að gera en að snúa bökum saman og láta þetta ganga upp.“ Læknum fjölgað Læknum verður fjölgað á bráðamót- tökunni til þess að bregðast við lok- uninni. ,,Við höfum fjölgað læknum á bráðamóttökunni og verðum með hjartasérfræðinga þar og deildar- lækna af hjartadeildinni. Við förum þó ekkert í felur með það að þetta er alls ekki staða sem við vildum að kæmi upp.“ Helsta ástæðan fyrir lokun hjarta- gáttarinnar er skortur á hjúkrunar- fræðingum. Hversu mörg stöðugildi vantar þangað getur Anna þó ekki sagt til um. ,,Það eru sérhæfðir hjúkrunar- fræðingar sem skortur er á. Hlutfalls- lega eru þetta ekki margir hjúkrunar- fræðingar en þó er skorturinn það mikill að við getum ekki haldið hjarta- gáttinni opinni þennan mánuð. Hjúkr- unarfræðingar vaxa ekki á trjánum, það hefur sýnt sig og sannað.“ Öllum verður sinnt Þrátt fyrir skort á legurýmum og hjúkrunarfræðingum verður fólki ekki vísað frá. ,,Við sinnum þeim sem koma til okkar. Það er alveg á hreinu,“, segir Anna, sem ítrekar að staðan sé mjög óheppileg. Bráðamóttakan verður þétt setin Morgunblaðið/Árni Sæberg Landspítalinn Starfsfólk bráðamóttökunnar mun hafa í nógu að snúast í sumar þegar Hjartagáttinni verður lokað í mánuð frá og með 7. júlí.  Fjölgun legurýma á bráðamóttöku dugar skammt  Hjartagátt lokað vegna skorts á sérhæfðum hjúkrunarfræðingum  Erlendir ferðamenn þurfa talsvert á þjónustu hjartagáttarinnar að halda Brotist var inn hjá Ingólfi Má Ing- ólfssyni rannsóknarlögregluþjóni í fyrrinótt og tveimur reiðhjólum stol- ið úr bílskúrnum. Er þetta í annað sinn sem brotist er inn hjá Ingólfi Má á einu ári. „Hefði ég verið á bak- vakt hefði ég fengið útkall í minn eigin bíl- skúr,“ segir Ing- ólfur en bætir við að það hafi reynd- ar komið fyrir. „Eitt kvöldið var ég í útkalli, í innbroti, þegar ég kem heim og sé ljós í bílskúrnum hjá mér. Þá var búið að brjóta hurðina og vinna skemmdir. Blöndunartæki voru brotin og allt var á floti,“ segir Ing- ólfur. Þá fóru þjófarnir inn um bak- dyr og komust upp á efri hæð bíl- skúrsins. Þar geymdi Ingólfur meðal annars búslóð ömmu sinnar sem þeir grömsuðu í, en höfðu engin verð- mæti á brott með sér. Í fyrrinótt voru þjófarnir öllu bí- ræfnari og spenntu upp bílskúrs- hurðina, sem snýr gegnt gluggum í fjölbýlishúsi á móti. „Allir gluggarn- ir snúa að bílskúralengjunni, þeir eru mjög bíræfnir. Það var vand- ræðalegt að hringja í félagana í há- deginu og biðja þá um að smella myndum af þessu. Það kom líka hik á vinnufélagann þegar hann sagði mér að hafa samband við tryggingarnar,“ að sögn Ingólfs, vanalega væri hann sjálfur í því hlutverki. Uggandi innbrotsþjófar Spurður hvort þjófarnir ættu að vera sérstaklega uggandi yfir að hafa brotist inn hjá rannsóknarlög- reglumanni, skellir Ingólfur upp úr og segir lögreglu ávallt gera allt sem í sínu valdi standi til að hafa hendur í hári þjófa, sama hver eigi í hlut. „Þetta er svo persónulegt, fólki finnst það óhugnanlegt að einhver hafi verið inni á þess svæði og margir eiga erfitt með að finnast þeir öruggir. Þetta er svo mikið innbrot á persónulegt svæði.“ Ingólfur segir að innbrotsþjófa megi flokka í þrennt: Tækifæris- sinna í leit að spennu sem fremja oft skemmdarverk, fólk sem er að fjár- magna vímuefnaneyslu og loks skipulagða glæpastarfsemi. Brýnt sé að auka fjárveitingar til lögreglunn- ar vegna innbrota og mikilvægt að fjölgað verði í almennri deild lög- reglu, rannsóknardeild og hjá ákæruvaldinu. ash@mbl.is Brutust inn og stálu reiðhjólum  Lögregluþjónn var fórnarlambið Ingólfur Már Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.