Morgunblaðið - 04.06.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2018
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
Ekki bara jeppar
2013
- 2017
Kerruöxlar
& íhlutir
ALLT TIL
KERRUSMÍÐA
Björn Bjarnason fjallar um þáákvörðun Steingríms Ara Ara-
sonar, forstjóra Sjúkratrygginga Ís-
lands, (SÍ) að sækja ekki um á ný eftir
að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra ákvað að auglýsa stöðuna
lausa til umsóknar. Björn rifjar upp af
þessu tilefni: „Fyrir 10 árum varð
töluverður hvellur þegar beitt var
ákvæði í lögum um að auglýsa emb-
ætti lögreglustjóra á Suðurnesjum
samhliða miklum breytingum sem
gerðar voru á embættinu. Voru höfð
uppi stór orð um að-
för að þeim sem þá
sat í stöðu lögreglu-
stjórans. Stjórnsýslu-
breytingarnar voru
þó eðlileg afleiðing
breytinga á starfsemi
á Keflavíkurflugvelli
eftir brottför varn-
arliðsins.“
Björn bendir áhvernig Stein-
grímur forstjóri SÍ
svarar spurningu um
þá ákvörðun sína að
sækja ekki um á ný:
„Það sem skiptir máli
er að vilji ráðherra er augljós. Það
liggur fyrir að hann vill skipta um for-
stjóra. Ég hef kallað eftir ákveðnum
svörum og verið í samskiptum við
ráðuneytið og í framhaldi þess er það
mín niðurstaða að ég vil hætta.“
Björn hefur án efa rétt fyrir sérþegar hann segir að Svandís vilji
ekki losna við forstjórann vegna þess
að hann hafi unnið vel, heldur vegna
þess „að ráðherrann vill minnka svig-
rúm annarra en ríkisstarfsmanna til
að lækna fólk“. Forstjórinn hefur
gagnrýnt heilbrigðisráðherra fyrir að
banna SÍ að semja við aðra en ríkið
um liðskiptaaðgerðir þrátt fyrir að
fagleg og fjárhagsleg rök mæli með
slíku.
Fær heilbrigðisráðherra að rekaþessa stefnu sína áfram átölu-
laust?
Steingrímur
Ari Arason
Forstjórinn og heil-
brigðisráðherrann
STAKSTEINAR
Svandís
Svavarsdóttir
Veður víða um heim 3.6., kl. 18.00
Reykjavík 9 skýjað
Bolungarvík 11 alskýjað
Akureyri 19 skýjað
Nuuk 2 alskýjað
Þórshöfn 11 léttskýjað
Ósló 24 heiðskírt
Kaupmannahöfn 25 heiðskírt
Stokkhólmur 27 þrumuveður
Helsinki 24 heiðskírt
Lúxemborg 23 heiðskírt
Brussel 23 léttskýjað
Dublin 18 skýjað
Glasgow 18 þoka
London 23 skýjað
París 24 heiðskírt
Amsterdam 19 þoka
Hamborg 21 skýjað
Berlín 23 skýjað
Vín 26 heiðskírt
Moskva 23 heiðskírt
Algarve 20 léttskýjað
Madríd 21 þrumuveður
Barcelona 19 skýjað
Mallorca 21 léttskýjað
Róm 27 heiðskírt
Aþena 27 léttskýjað
Winnipeg 13 skýjað
Montreal 18 léttskýjað
New York 16 rigning
Chicago 21 heiðskírt
Orlando 31 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
4. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:15 23:38
ÍSAFJÖRÐUR 2:26 24:37
SIGLUFJÖRÐUR 2:06 24:23
DJÚPIVOGUR 2:34 23:19
Rannsókn stendur yfir á brotlend-
ingu flugvélar í Kinnarfjöllum, sunn-
an Skálavatns, á föstudagskvöld.
Samkvæmt upplýsingum frá Þorkeli
Ágústssyni, rannsóknarstjóra hjá
Rannsóknarnefnd samgönguslysa,
var vettvangur slyssins skoðaður að-
faranótt laugardags. Ekki þykir tíma-
bært að segja til um tildrög óhappsins
eða hvenær rannsókn muni ljúka.
„Næsta skref er að koma vélinni nið-
ur af fjallinu. Það er í höndum eig-
anda og verður væntanlega gert á
næstu dögum,“ sagði Þorkell í samtali
við Morgunblaðið.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var
kölluð út um klukkan tíu á föstudags-
kvöld. Tveir einstaklingar voru í flug-
vélinni sem brotlenti og voru þeir
fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri. Þeir
reyndust ekki slasaðir. Flugvélin
virðist lítið skemmd, þrátt fyrir að nef
hennar hafi lent í snjónum.
Í tilkynningu frá lögreglunni á
Norðurlandi eystra er slysið kallað „al-
varlegt flugatvik“. „Rannsóknarlög-
reglumenn ásamt rannsóknarnefnd
Samgöngustofu sinntu vettvangsrann-
sókn fram á nótt og voru þeir fluttir til
baka með þyrlu Landhelgisgæslunnar
um hálf tvö. Aðgerðastjórn Almanna-
varnanefndar Eyjafjarðar hætti svo
störfum um klukkutíma síðar,“ segir
þar. hdm@mbl.is
Næsta skref að flytja vélina á brott
Rannsókn stendur yfir á flugslysi í
Kinnarfjöllum Engan sakaði í slysinu
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Slys Engan sakaði í flugslysi í
Kinnarfjöllum á föstudagskvöld.
Rannsókn á
tölvustuldi úr
gagnaverum á
Suðurnesjum
stendur enn yfir.
Ólafur Helgi
Kjartansson, lög-
reglustjóri á
Suðurnesjum,
segir málið afar
flókið. Þegar
hann er spurður
að því hvers vegna rannsóknin taki
svo langan tíma segir hann ástæð-
urnar vera þær að erfitt sé að ná tali
af fólki sem tengist málinu á einn
eða annan hátt. ,,Það hefur gengið
illa að ná í þá sem við þurfum að taka
skýrslur af,“ svarar Ólafur.
Hann segist ekki geta sagt meira
um málið enn sem komið er enda
vilji hann ekki hafa áhrif á rannsókn
þess. ,,Ég get ekki tjáð mig meira
um málið fyrr en við erum búin að
fara yfir allar staðreyndir þess,
skoða skýrslurnar og reyna að raða
þessu öllu saman.“
Lögreglan sendi nýverið fyrir-
spurn til Kína vegna málsins en
hvers eðlis hún er getur Ólafur ekki
sagt að svo stöddu. Engin svör hafa
borist við fyrirspurninni.
ragnhildur@mbl.is
Ólafur Helgi
Kjartansson
Flókin
rannsókn
Illa hefur gengið
að taka skýrslur