Morgunblaðið - 04.06.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2018
Ég sleit krossbönd
og fór í fimm
liðþófaaðgerðir.
Samt hljóp ég
hálft maraþon
í sumar verkjalaust.
Jóhann Gunnarsson – sölustjóri hjá Pennanum
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Yfir fimm hundruð íþróttaskópör söfnuðust í góðgerðar-
og fjölskylduhlaupinu „Skór til Afríku“ sem haldið var af
SOS Barnaþorpunum á Íslandi í samstarfi við miðla Ár-
vakurs á laugardaginn. Þátttökugjaldið var eitt vel með
farið íþróttaskópar og verða skórnir sendir til barna og
unglinga í Nígeríu.
„Okkur þótti það tilvalið því Ísland og Nígería eru
saman í riðli á HM í fótbolta í júní og það eru fjögur SOS
Barnaþorp í Nígeríu. Það eru 320 einstaklingar í 46 fjöl-
skyldum í þessum þorpum en miklu fleiri njóta aðstoðar
okkar í gegnum sérstaka fjölskyldueflingu samtakanna.
Þessir skór munu því koma að góðum notum,“ er haft
eftir Hans Steinari Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa SOS
Barnaþorpanna á Íslandi, á vef þeirra.
Hindrunarhlaupið var þriggja og hálfs kílómetra leið í
kringum Rauðavatn. Hundruð barna og fullorðinna tóku
þátt og ýmist hlupu eða gengu.
Forsetafrúin, Eliza Reid, var ásamt börnum sínum í
fyrsta ráshópi og komu þau fyrst í mark, en Eliza er einn
af velgjörðarsendiherrum SOS Barnaþorpanna á Ís-
landi. SOS Barnaþorpin eru stærstu einkareknu barna-
hjálparsamtök heims.
Yfir 500 íþróttaskópör til barna í Nígeríu
Reynslan af kostnaðargreiningu heil-
brigðisþjónustu hins opinbera er
almennt góð. Þetta kemur fram í svari
heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þing-
mannsins Hönnu Katrínar Friðriksson
á Alþingi um aðferðir við kostnaðar-
greiningar, hvaða þjónustuþættir hafi
verið greindir og
hver reynslan hafi
verið af notkun
greiningar.
Í svari Svandísar
Svavarsdóttur heil-
brigðisráðherra
kemur fram að nýtt
fjármögnunarkerfi
fyrir heilsugæslu-
stöðvar á höfuð-
borgarsvæðinu tók
gildi í ársbyrjun
2017. Landspítali og Sjúkratryggingar
Íslands hafi gert samning um fram-
leiðslutengda fjármögnun Landspítala.
Samningurinn byggist á DRG-flokkun-
arkerfi en Landspítalinn hafi frá árinu
2003 notað það til að halda utan um
klíníska framleiðslu og kostnað í starf-
seminni.
Ennfremur segir að í gildi sé ramma-
samningur milli Sjúkratrygginga Ís-
lands og hjúkrunarheimila um rekstur
og þjónustu þeirra sem taki til þjón-
ustu í hjúkrunar- og dvalarrýmum á
hjúkrunarheimila án fastra fjárveit-
inga. Greiðslur til heimilanna taki mið
af RAI-hjúkrunarþyngdarstuðli en á
sínum tíma hafi verið gerð kostnaðar-
greining á rekstri hjúkrunarheimila og
taki daggjaldið mið af henni.
Í svari ráðherra segir að upplýsing-
ar um kostnað við einstök verk,
rekstrarkostnað starfseininga og
hjúkrunarheimila séu sóttar í gagna-
grunn stofnana. Þjónusta heilsugæslu-
stöðva á höfuðborgarsvæðinu hafi ver-
ið kostnaðargreind á grundvelli gagna
frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis-
ins. Hjá Landspítala hafi framleiðslu-
kostnaður verið greindur með DRG-
flokkunarkerfi og reiknað verð fyrir
hvert verk. Reiknað daggjald hjúkrun-
arheimila taki mið af upplýsingum um
rekstrarkostnað hjúkrunarheimila og
hjúkrunarþyngd íbúa samkvæmt RAI-
mati.
Í undirbúningi sé að nota samskonar
líkan og á höfuðborgarsvæðinu við
dreifingu fjárveitinga til heilbrigðis-
stofnana á landsbyggðinni. Laga þurfi
þó líkanið að aðstæðum.
Reynslan er
almennt góð
Kostnaðargreiningar heilbrigðisþjón-
ustu hafa gefið góða raun hér á landi
Hanna Katrín
Friðriksson
Hátíðarhöld vegna sjómannadags-
ins fóru vel fram á Húsavík um
helgina. Að þessu sinni var ákveðið
að heiðra Björgunarsveitina Garð-
ar og Vilhjálm Pálsson, sem lengi
hefur komið að björgunarmálum á
Húsavík og nágrenni, fyrir þeirra
mikilvæga starf í þágu samfélags-
ins, ekki síst sjómanna.
Aðalsteinn Árni Baldursson, for-
maður Framsýnar stéttarfélags,
flutti ávarp til heiðurs Vilhjálmi og
Björgunarsveitinni Garðari en auk
hans kom Heiðar Valur Hafliðason,
varaformaður Sjómannadeildar
Framsýnar, að heiðruninni. Þá má
geta þess að Framsýn færði Slysa-
varnadeild kvenna 100 þúsund
krónur að gjöf við þetta tækifæri.
Heiðrunin fór fram í kaffihlað-
borði sem Slysavarnadeild kvenna
stóð fyrir og var vel mætt.
Heiðraður á Húsavík
Hátíðarhöld vegna sjómannadagsins
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Heiðraður Vilhjálmur og Védís
Bjarnadóttir, eiginkona hans.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Úrval af sumarnámskeiðum fyrir
börn og ungmenni er mikið og á
heimasíðum flestra sveitarfélaga
má sjá yfirlit yfir það sem í boði
er.
Reykjavíkurborg heldur úti frí-
stundavefnum fristund.is. Þar er
að finna upplýsingar um öll félög,
samtök og fyrirtæki sem skráð
hafa þjónustu sína á vefinn og
bjóða upp á félags- og tómstunda-
starf fyrir börn og ungmenni í
Reykjavík og nágrannasveitar-
félögunum.
Yfir 250 tilboð eru á vefnum um
námskeið, smiðjur, íþróttir og
annað tómstundastarf. Misjafnt er
fyrir hvaða aldurshópa nám-
skeiðin eru, hversu lengi þau
standa og hvort og þá hvaða
kostnaður fylgir þátttöku.
Ekki frístundakort á sumrin
Verð á tómstundaúrræðum er
nánast jafn fjölbreytt og þau úr-
ræði sem í boði eru og getur verið
kostnaðarsamt fyrir foreldra að
greiða fyrir afþreyingu og gæslu
fyrir börnin á sumrin. Hjá
Reykjavíkurborg og í Kópavogi er
ekki hægt að nota frístundakort í
sumartómstundir. Sigrún Svein-
björnsdóttir, hjá skóla- og frí-
stundasviði, segir að hugmyndin á
bak við frístundakort sé að hvetja
börn til þess stunda tómstunda-
iðju yfir lengri tíma og því sé sett
það skilyrði að tómstund standi
yfir í 10 vikur að lágmarki.
Bókasöfn og Kött Grá Pjé
Bókasöfnin í Reykjavík bjóða
upp á ókeypis smiðjur og afþrey-
ingu þar sem meðal annars er
hægt að fá aðstoð við að skrifa
sögu, setja upp leikrit, fræðast
um mannfræði „á krakkamáli“ og
fræðast um rapp og tónlist hjá
Kött Grá Pjé.
Í Kópavogi er hægt að fara á
reiðnámskeið og taka þátt í götu-
leikhúsi. Ísfirskum börnum bjóð-
ast m.a. íþrótta- og leikjanám-
skeið auk siglingakennslu og í
Reykjanesbæ er hægt að læra á
fiðlu.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sumar Börn í Hrísey leika sér í blíð-
unni. Gott úrval námskeiða er í boði.
Fiðla, rapp og mann-
fræði fyrir krakka
Mikið úrval af sumarnámskeiðum
Dægradvöl
Þetta er ókeypis:
» Mannfræði á krakkamáli
» Leikjanámskeið Hjálpræðis-
hersins
» Brúðubíllinn
Lengri námskeið
sem greiða þarf fyrir:
» Fjölgreinaskólinn í tvær vik-
ur með hádegismat kr. 25.000
» Kramhúsið ein vika kr.
28.800
» Taflfélag Reykjavíkur hálfur
dagur í viku kr. 8.500 heill dag-
ur kr. 13.500
» Siglinganámskeið 3 daga í
viku í 11 vikur, 30.000 kr.
» Íþrótta- og leikjanámskeið
HSV á Ísafirði 1 vika 6.000 kr,
3 vikur kr. 15.000
» Útilífsnámskeið hjá skátum
1 vika 15.000 kr.