Morgunblaðið - 04.06.2018, Side 14

Morgunblaðið - 04.06.2018, Side 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2018 Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | gardsapotek.is | appotek.is Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Einkarekið apótek Nú einnig netapótek: Appotek.is 4. júní 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 104.03 104.53 104.28 Sterlingspund 138.6 139.28 138.94 Kanadadalur 80.25 80.73 80.49 Dönsk króna 16.355 16.451 16.403 Norsk króna 12.767 12.843 12.805 Sænsk króna 11.838 11.908 11.873 Svissn. franki 105.49 106.07 105.78 Japanskt jen 0.9517 0.9573 0.9545 SDR 147.36 148.24 147.8 Evra 121.76 122.44 122.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.2118 Hrávöruverð Gull 1299.15 ($/únsa) Ál 2264.5 ($/tonn) LME Hráolía 77.37 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Framboðsfrestur til stjórnar Haga hf. rann út 1. júní og hafa sjö einstaklingar gefið kost á sér. Í tilkynningu frá Högum segir að samkvæmt gildandi sam- þykktum skuli kjósa fimm manns í stjórn á aðalfundi félagsins sem fram fer næstkomandi miðvikudag. Erna Gísladóttir, Kristín Friðgeirs- dóttir, Sigurður Arnar Sigurðsson og Stefán Árni Auðólfsson sækjast eftir áframhaldandi setu en auk þeirra vilja Davíð Harðarson, Már Wolfgang Mixa og Tryggvi Guðbjörn Benediktsson fá sæti í stjórninni. ai@mbl.is Sjö sækjast eftir sæti í stjórn Haga Umsvif Bónus og Hagkaup eru í hópi þeirra fyrirtækja sem Hagar eiga. STUTT VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Eflaust kannast flestir lesendur við það að hafa fengið óvenju marga tölvupósta að undanförnu þar sem þeir eru beðnir um að samþykkja nýja notendaskilmála og staðfesta að þeir vilji áfram vera á póstlista sendandans. Ástæðan fyrir öllum þessum póstum er GDPR, nýja evrópska persónuverndarreglu- gerðin, og segir Davíð Lúther Sig- urðarson að fyrirtæki sem hafa varið mörgum árum í að koma sér upp stórum net- fangasöfnum standi núna frammi fyrir því að fréttabréf þeirra og auglýs- ingapóstar ná til mun smærri hóps. „Ég veit um eitt tilvik þar sem fyrirtæki var með rúmlega 10.000 tölvupósta á skrá hjá sér og notaði listann einu sinni í mánuði. Eftir að hafa beðið viðtakendur að gefa upplýst samþykki sitt minnkaði listinn um tvo þriðju.“ Davíð er meðstofnandi og fram- kvæmdastjóri stafrænu auglýs- ingastofunnar Sahara og segir hann að tjónið sé samt ekki eins mikið og gæti virst í fyrstu. „Stað- reyndin er sú að þessi þriðjungur sem eftir situr er þá fólk sem hefur virkilegan áhuga á fyrirtækinu og vörum þess, og líklegt að þau við- skipti og þær tekjur sem mán- aðarlegur tölvupóstur var að skila áður hafi komið frá þessum hópi, frekar en frá hinum sem hafa ákveðið að vera ekki lengur með.“ Sahara er ung auglýsingastofa en byggir á eldri grunni. Davíð setti Sahara á laggirnar árið 2016 með félögum sínum m.a. til að styðja við rekstur framleiðslu- fyrirtækisins Silent sem Davíð stofnaði með öðrum hópi fólks árið 2009. Silent og Sahara sameinuðust fyrr á þessu ári undir nafni þess síðarnefnda og býður í dag upp á heildstæðar lausnir á sviði staf- rænnar markaðssetningar. Geta auglýst í öllum miðlum þegar vel árar Óhætt er að segja að stafrænt markaðsstarf íslenskra fyrirtækja hafi tekið út mikinn þroska á undanförnum árum. Greinileg breyting átti sér stað í hruninu þegar margir auglýsendur færðu sig frá hefðbundnum miðlum og út á netið þar sem þeir gátu fengið töluverðan sýnileika fyrir pening- inn og bæði mælt og rakið árangur herferða sinna jafnóðum. Davíð segir að eftir því sem efnahagslífið hefur braggast hafi hefðbundnu miðlarnir fengið meira vægi, en þó ekki á kostnað stafrænu miðlanna. „Auglýsendur sem áður þurftu að halda að sér höndum og höfðu jafn- vel ekki bolmagn til að auglýsa í sjónvarpi, útvarpi eða í blöðunum eru núna duglegir að auglýsa í öll- um tegundum miðla og hafa komið auga á að það er hægt að láta þessa ólíku miðla virka mjög vel saman.“ Aukið vægi stafrænnar markaðs- setningar hefur þó þýtt að auglýs- ingar á netinu eru dýrari en þær voru áður fyrr. Fleiri vilja komast að og lögmál framboðs og eftir- spurnar verður til þess að verðin hækka. Davíð segir verðin samt enn mjög hagstæð, og ódýrara að ná til íslenskra neytenda yfir netið en til neytenda í mörgum öðrum löndum. „Við höfum aðstoðað við- skiptavini okkar við herferðir er- lendis og komumst m.a. að því að Stokkhólmur er mun dýrari mark- aður en Kaupmannahöfn fyrir Facebook-smelli, og Kaupmanna- höfn dýrari en Reykjavík,“ útskýr- ir hann en bætir við að ákveðin leitarorð hafi hækkað í verði á ís- lenska markaðnum. „Auglýsingar fyrir ferðaþjónustu eru t.d. orðnar dýrari en auglýsingar fyrir aðrar vörur og þjónustu því að fleiri vilja komast að.“ Vettvangur sem breytist stöðugt Davíð segir að á sama tíma og ís- lenskt atvinnulíf hefur lært að nýta stafræna markaðssetningu þá hafi líka lærst hversu síkvikur stafræni heimurinn getur verið. Hann segir það hafa komið mörgum viðskipta- vinum á Sahara á óvart hversu mikið má fá fyrir peninginn með vel heppnaðri markaðsherferð á netinu, en árangurinn fáist ekki nema með því að vera stöðugt á tánum. „Stórar breytingar í prent-, sjónvarps- og útvarpsauglýsingum gerast með mjög löngu millibili, og nýir miðlar koma ekki inn á mark- aðinn nema endrum og sinnum, en netið breytist frá einni viku til ann- arar. Sem dæmi þá hefur sam- félagsmiðillinn Instagram verið að koma mjög sterkt inn á undanförn- um tólf mánuðum og bætt við nýrri auglýsingaleið, „Instastory“. Þeir sem ekki vita af þessari þróun gætu verið að missa af góðu og ódýru auglýsingaplássi.“ Stafrænt markaðsstarf hef- ur tekið út mikinn þroska AFP Möguleikar Gestur á sýningu skoðar gagnaukinn veruleika í gegnum Face- book. Sérstaða rafrænna miðla liggur m.a. í hvað þeir geta breyst hratt.  Það fækkaði á tölvupóstlistum fyrirtækja vegna GDPR en skaðinn er takmarkaður Davíð Lúther Sigurðarson Alexandre de Juniac, aðalritari Al- þjóðasambands flugfélaga (IATA) varaði við því á sunnudag að hvers kyns aðgerðir sem væru til þess fallnar að draga úr alþjóðaviðskipt- um gætu haft neikvæð áhrif á far- þegatölur og m.a. dregið úr eftir- spurn eftir flugi á viðskiptafarrými. Ummælin lét de Juniac falla á aðal- fundi IATA sem haldinn var í Sydney. „Þegar skorður eru settar á viðskipti, fólksflutninga eða ferðalög þýðir það að fluggeiranum gengur verr,“ sagði hann. Reuters segir að minnkuð sala á sætum á viðskiptafarrými myndi koma sér einkar illa fyrir flugfélögin enda hefur sá fargjaldaflokkur verið hvað arðbærastur fyrir fluggeirann á undanförnum árum. Deilur eins og þær sem núna eiga sér stað á milli Kína og Bandaríkjanna valdi óvissu sem fær viðskiptaferðalanga til að bíða átekta og slá ferðalögum á frest. Rekstur flugfélaga þykir hafa gengið óvenju vel undanfarin þrjú ár og óttast markaðsgreinendur að greinin kunni bráðum að lækka flug- ið, m.a. vegna hækkandi eldsneytis- verðs og vaxandi launakostnaðar. Doug Parker forstjóri American Airlines sagði á fundinum að ef olíu- verð mundi áfram haldast á svipuðu reki gæti það á endanum leitt til hærra verðs á flugmiðum og minnk- aðs sætaframboðs. Heimsmarkaðs- verð á olíu er í dag u.þ.b. 50% hærra en það var fyrir ári og hefur það þrengt að rekstri flugfélaganna. Parker kvaðst þó ekki vænta þess að verð hækki eða sætum fækki í nán- ustu framtíð en ljóst sé hvert stefni til lengri tíma litið. ai@mbl.is AFP Álag Starfsmenn undirbúa vél American Airlines fyrir brottför. Dýrari olía kann að hækka fargjöld  Vaxandi spenna í alþjóðaviðskiptum gæti dregið úr sölu á viðskiptafarrými

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.