Morgunblaðið - 04.06.2018, Síða 17

Morgunblaðið - 04.06.2018, Síða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2018 Kristinn Magnússon Innlifun Kassabílarall var haldið á Ingólfstorgi á dögunum. Gula liðið gaf allt í kappaksturinn en lét þó ekki kappið bera fegurðina ofurliði. Þrálátur vandi við stefnumótun hjá ríkinu er að enginn raunhæf- ur skilningur er á því hvaða aðstæður verða til staðar í framtíðinni. Við getum gert okkar besta til að segja fyrir um framtíðina, en oft- ast tekst okkur í besta falli að segja fyrir um nútímann: við sjáum ekki hvað getur orðið, þannig að við búumst bara við að framtíðin verði alveg eins nema öðruvísi. Þannig horfir fólk á bíla og hugs- ar um sjálfkeyrandi bíla, en gengur ekki skrefinu lengra og spyr um hvaða annars konar farkostir gætu orðið til. Fólk horfir á vélmenni og hugsar um hraðari vél- menni af svipaðri stærð sem gera svip- aða hluti, frekar en til dæmis örvélmenni sem sjást varla með berum augum, sem vinna saman í þúsundatali að því að leysa verkefni. En flestar breyt- ingar framtíðarinnar eru torskiljanlegar í dag. Snjallsamningar, kjötrækt, djúplærdóm- ur, vendikennsla, grátt gums, rafmyntir og flygildi eru allt orð sem voru alfarið óþekkt fyrir örfáum árum, en flest þeirra eru komin í daglegt tal í dag, og þau sem eftir eru munu eflaust valda meiri heilabrotum á komandi árum. Það er nauðsynlegt að Ísland dragist ekki aftur úr öðrum ríkjum við að nýta okkur þessar tækninýj- ungar, skilja nytsemi þeirra fyrir samfélagið okkar og hagkerfið, og jafnframt að skilja hætturnar sem fylgja því að rangt sé farið að. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra hefur talað mikið fyrir gam- alli hugmynd Pírata um að stofna framtíðarnefnd á Alþingi til að reyna að spá aðeins betur um fram- tíðina, og búa þar með til vettvang fyrir þingið til að bregðast hraðar við fyrirsjáanlegum breytingum sem kunna að þarfnast lagabreyt- inga eða í það minnsta skilnings hjá stjórnkerfi Íslands. Það verður frá- bært skref að stofna framtíðar- nefndina, og má það varla bíða – ekki gerir framtíðin það. Sem dæmi um viðfangsefni sem ættu að vera ofarlega á baugi hjá nefndinni gæti ég nefnt spurningar um hver beri lagalega ábyrgð á af- leiðingum ákvarðana gervigreindar. Er það rekstraraðili gervigreindar- innar, er það framleiðandinn, er það kannski gervigreindin sjálf? Eða í líftækni, hvort sem það er í fiskeldi í sjókví eða ræktun fiskikjöts í Petri-skál, hvaða varúðarreglur þarf að viðhafa til að koma í veg fyrir mengunarslys tengt losun erfðabreytts lífmassa út í náttúr- una? Eða hvernig tryggjum við áframhaldandi getu íslenskra stjórnvalda til að framfylgja ís- lenskum lögum gagnvart því sem gerist á Íslandi, ef fleira og fleira er gert í gegnum jafnvel órekjanlega milliliðun á netinu? Það eru engin góð svör við þess- um og mörgum öðrum stórum spurningum ennþá og Ísland hefur nú þegar dregist aftur úr mörgum löndum sem fóru að glíma við þessi viðfangsefni fyrir löngu. R. Buckminster Fuller sagði að „við eigum að vera arkitektar fram- tíðarinnar, en ekki fórnarlömb hennar“. Við verðum að hanna framtíð sem hentar Íslandi, og við megum ekki láta eins og framtíðin komi ekki ef við hunsum hana bara. Tækifærið til að setja Ísland á rétta sporið gagnvart framtíðinni er núna. Nýtum það vel. Eftir Smára McCarthy » Ísland verður að taka sér leiðandi stöðu í mótun framtíðar- innar – ný framtíðar- nefnd þingsins er skref í rétta átt. Smári McCarthy Höfundur er þingmaður Pírata. smarim@althingi.is Hönnum framtíð sem hentar Íslandi Samkeppnishæfni er eitt af þessum mikil- vægu hugtökum en engu að síður er merk- ing þess oft á reiki. Skilgreiningarnar á samkeppnishæfni eru enda misjafnar en eiga þó það sameiginlegt að vera mælikvarði fram- leiðni eða getu landa til að skapa verðmæti: Getu fólks og fyrir- tækja til að skapa gæðavörur og -þjónustu. Mikil samkeppnishæfni er nauðsynlegt hráefni í þjóðarkökuna enda hafa nær engin ríki háa lands- framleiðslu en laka samkeppnis- hæfni. Það sem meira er, þá helst mikil samkeppnishæfni einnig í hendur við það sem ekki verður met- ið til fjár. Samkeppnishæfni er forsenda félagslegra framfara Gott dæmi um það er vísitala fé- lagslegra framfara (SPI). Sú vísitala var sköpuð vegna þess að efnahags- legir mælikvarðar segja ekki alla söguna um raunveruleg lífskjör og lífsgæði. SPI tekur því ekki til neinna fjárhagslegra mælikvarða. Þess í stað notar vísitalan mælikvarða á borð við aðgengi að hreinu vatni, barna- dauða, aðgengi að hús- næði á viðráðanlegu verði, glæpatíðni, lífs- líkur, sjálfsmorðstíðni, jafnrétti, fordóma í garð hinsegin fólks og innflytjenda og svo mætti lengi telja. Staðreyndin er sú að það er samband á milli samkeppnishæfni og mikilla félagslegra framfara. Nær ekkert ríki í heiminum hefur litla samkeppnishæfni og miklar fé- lagslegar framfarir. Af efstu 20 ríkj- unum í samkeppnishæfni IMD eru 17 einnig á topp 20 lista yfir félagslegar framfarir. Sömu sögu má rekja þegar kemur að hamingjuvísitölunni sam- kvæmt „World Happiness Report“. Þó að orsakasamhengið geti verið í báðar áttir sýnir reynslan að án sam- keppnishæfs atvinnulífs er ómögu- legt að byggja upp viðunandi lífskjör. Lakari samkeppnishæfni Íslands er ógn við lífskjör Meðal annars af þessum ástæðum er það áhyggjuefni þegar niður- stöður úttektar IMD háskólans á samkeppnishæfni 63 ríkja árið 2018 eru þær að Ísland fellur um fjögur sæti á milli ára. Ísland er metið 24. samkeppnishæfasta landið í úttekt- inni og lækkar í fyrsta sinn síðan árið 2013. Til samanburðar eru allar frændþjóðir okkar á Norðurlönd- unum talsvert ofar á listanum. Lækkun um fjögur sæti þýðir hvorki að félagsleg réttindi séu að grotna niður né að glundroði sé í samfélaginu. Það þýðir hins vegar að í samanburði við önnur ríki erum við að standa okkur verr en fyrir ári. Aukin samkeppnishæfni er lang- hlaup og við verðum því að marka okkur langtímastefnu. Án þess eru líkur á því að til lengri tíma litið mun- um við ekki standa okkur eins vel þegar kemur að félagslegum fram- förum og lífskjörum og önnur ríki. Það skiptir máli í samkeppni um hæfileikaríkt fólk og öflug fyrirtæki. Staðreyndin er sú að samkeppn- ishæfni er samofin þeim réttindum sem við viljum tryggja og því sam- félagi sem við viljum byggja. Allt helst þetta í hendur. Að varðveita samkeppnishæfni er ekki nóg – aukum hana Í mínum huga er því ekki annað í boði en að setja samkeppnishæfni á oddinn og marka okkur langtíma- stefnu til þess að efla hana. Við þurf- um að hafa kjark til þess að taka erfið en mikilvæg skref. Við þurfum til dæmis að horfast í augu við það að heimurinn fer sífellt minnkandi með bættum fjarskiptum og samgöngum. Það hefur ekki síst áhrif á fyrirtækin í landinu þar sem markaðir eru sífellt að verða alþjóðlegri. Samkeppnin er því í auknum mæli þvert á landa- mæri, sem er til góðs fyrir neyt- endur, en íslensk fyrirtæki verða þó að hafa svigrúm til þess að stækka og auka hagkvæmni sína svo þau geti keppt við erlend fyrirtæki. Hingað til hafa samkeppnisyfirvöld gert lítið úr þessum miklu en augljósu áhrifum. Að sama skapi þurfum við að tryggja samkeppnishæft fjármögn- unarumhverfi en það þýðir mark- vissa sókn í alþjóðlegt áhættufjár- magn til þess að fjármagna nýsköpun og þróunarstarfsemi auk þess sem nauðsynlegt er að fylgja eftir endur- skoðun peningastefnunnar, afnema bankaskatt sem eykur vaxtabyrði einstaklinga og fyrirtækja og klára afnám hafta. Síðast en ekki síst geta umbætur á menntakerfinu ekki setið lengur á hakanum. Bæði þarf að sækja fram þegar kemur að grunnfærni á borð við læsi en einnig þarf að tryggja að menntakerfið geti mætt þörfum nýrra tíma. Sú kunnátta sem at- vinnulífið þarfnast er að taka breyt- ingum og mun halda áfram að þróast. Vel menntuð þjóð er grunnstoð verð- mætasköpunar og við þurfum að tryggja að hún verði það einnig í framtíðinni. Menntakerfið þarf að vera í stakk búið til þess að geta kennt þá færni sem mun koma til með að vera hvað verðmætust eftir áratug. Við þurfum nýjar lausnir í menntamálum og höfum ekki efni á að vera hrædd við að hugsa út fyrir rammann hjálpi það til við að mæta áskorunum. Þar liggur beinast við að íhuga af alvöru hvort aukið frelsi og sjálfstæði skóla, kennara og nem- enda geti verið lykilþáttur. Samkeppnishæfni er hags- munamál allra landsmanna Oft er látið sem svo að fyrirtækin og fólkið í landinu eigi í baráttu, að velgengni annars sé á kostnað hins. Fyrir mér er ekkert fjær sanni því eins og rannsóknir og mælingar gefa svo sterklega til kynna haldast lífs- gæði og rekstrarumhverfi fyrirtækja hönd í hönd. Stöndum vörð um hag okkar allra og vinnum að aukinni samkeppnishæfni. Samkeppnishæf lífskjör Eftir Katrínu Olgu Jóhannesdóttur » Í mínum huga er því ekki annað í boði en að setja samkeppnis- hæfni á oddinn og marka okkur langtíma- stefnu til þess að efla hana. Katrín Olga Jóhannesdóttir Höfundur er formaður Viðskiptaráðs Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.