Morgunblaðið - 04.06.2018, Síða 18

Morgunblaðið - 04.06.2018, Síða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2018 ✝ BorghildurEmilsdóttir fæddist 12. júní 1938 í Hamarseli Geithellnahreppi í Suður-Múlasýslu. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Sól- vangi í Hafnarfirði 25. maí 2018. Foreldrar Borg- hildar voru Emil Karlsson sjómað- ur, f. 12.4. 1911, d. 27.3. 1963, og Guðný Aðalheiður Magn- úsdóttir húsfreyja, f. 17.7. 1915, d. 13.12. 1994. Borghildur var elst fjögurra systkina, þau eru Fjóla Emils- dóttir, f. 1939, Magnús Em- ilsson, f. 1942, og Karen Em- ilsdóttir, f. 1945. Borghildur giftist Sigurði Einarssyni 5.12. 1959, þau skildu, Borghildur og Sig- urður eignuðust þrjú börn, býlismaður Hildar er Samúel Ágúst Samúelsson og eiga þau eina dóttur, Ölbu Berg- lindi. 2) Hafdís, sambýlismaður hennar er Reynir Freysson og eiga þau tvo syni, Mikael Aron og Ares Frey. Helga og Óðinn eiga þrjú börn saman. 3) Sædís Eva, hún á tvær dæt- ur, Elektru Lind og Aþenu Lind. 4) Linda, hún á einn son, Hilmar Erik. 5) Hannes Marvin. Sigrún, hún á einn son, Kristófer Karl. Eftirlifandi eiginmaður Borghildar er Sigurður Þór- arinsson. Borghildur ólst upp á Djúpavogi en flutti til Reykja- víkur 1953 og var vinnukona hjá Marteini Einarssyni og fjölskyldu í eitt ár. Eftir það fór hún að vinna hjá Belgja- gerðinni en lengst af starfaði hún hjá Samvinnutryggingum sem varð svo VÍS en hún lauk störfum þar 2008, en hóf störf hjá Verði 2008 og vann þar til 2011. Útför Borghildar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 4. júní 2018, klukkan 13. þau eru Emil, sölumaður, f. 1959, kvæntur Guðnýju Lóu Oddsdóttur, börn Emils af fyrra sambandi eru 1) Árni Elvar, hans sambýliskona er Anna Lára Karls- dóttir og börn þeirra eru Reginn Freyr, Hera Björg og Freyja Líf. 2) Hera Björg, f. 29.12. 1984, d. 19.12. 1988. 3) Salný Björg, sambýlismaður hennar er Jóhann Jökull. Börn Guðnýjar Lóu eru Sylvía Rún og Aníta Rún, saman eiga Em- il og Guðný Lóa 4) Aron Hann- es, f. 17. mars 1997. Helga, f. 1960, gift Óðni Þór Hallgrímssyni, börn Helgu af fyrra sambandi eru 1) Hildur en hún á eina dóttur af fyrra sambandi, Söru Lind, sam- Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Sigurður Þórarinsson. Elsku mamma, nú ertu geng- in á braut inn í eilífðina, sem er sorglegt en samt líkn fyrir þig. Þú varst föst í alzheimersjúk- dómnum, sem er ekki góður, en okkur fannst þú þekkja flest okkar alveg undir það síðasta. Það er svo margt að minnast á frá langri ævi, þú varst alltaf hress og skemmtileg kona, tókst öllu með léttúð og það kom fyrir að þú hreinlega piss- aðir niður í orðsins fyllstu af hlátrasköllum og þá var hlegið enn hærra og meira. Þú gladdist yfir barnabörn- um þínum og svo langömmu- börnum sem eru orðin stór og fallegur hópur. En lífið getur stundum verið bæði dramatískt og sorglegt og þú fékkst alveg þinn skerf af sorgum og sigrum. Þótt þú værir gleðigjafi varstu dul með tilfinningar þínar og varst ekk- ert að bera byrðar þínar á torg fyrir aðra þannig að við systk- inin þurftum stundum að geta í eyðurnar hvernig þér leið. En svona er lífið, þú varst al- gjör nagli, hrikalega dugleg og rösk með allt sem þú tókst þér fyrir hendur; ef þú varst búin að ákveða eitthvað varð því ekki haggað, dæmið yrði klár- að. Þú varst meira með eldri barnabörnin en þau yngri og hjálpaðir okkur þegar við vor- um að basla við að eiga salt í grautinn og erum við þér æv- inlega þakklát fyrir. Þú fluttir inn á Sólvang 9. janúar á þessu ári og hrakaði þér mjög hratt. Eiga þessar yndislegu konur sem þar starfa miklar þakkir skildar. Að kvöldi 25. maí síðastliðins voru tvær stúlkur með þig á milli sín og ætluðu að labba nokkur skref áður en þú færir að hátta. Þegar kallið kom, þá í orðsins fyllstu, labbaðir þú inn í eilífðina og efumst við ekki um að þeir sem farnir eru hafi tekið á móti þér opnum örmum. Þetta verður skrítið því við áttum bara eina mömmu. Við höldum minningum um þig á lofti og þar er af nógu að taka. Elsku mamma, takk fyrir allt og allt. Þín elskandi börn, Emil, Helga, Sigrún og fjölskyldur. Elsku amma mín, mikið finnst mér skrítið að þú sért farin, ég hélt einhvern veginn að það kæmi ekki að þessari kveðjustund þó svo að ég hafi vitað betur. Mig langar að þakka þér fyrir allt sem þú kenndir mér enda varstu ein sú duglegasta kona sem ég hef á ævinni kynnst og svo sterk og góð fyrirmynd. Fyrir það verð ég alltaf þakklát og hef tekið með mér út í lífið. Ég man ekki eftir að hafa komið heim til þín og séð eins og eitt rykkorn, þú varst því- líkur snyrtipinni og með allt í röð og reglu alla tíð. Ekki má gleyma að þú bakaðir heimsins bestu ömmukökur sem heita í raun mömmukökur en ég hef alltaf kallað ömmukökur því þínar voru það. Ein jólin kom ég til þín og þú gafst mér ömmukökur með heim í nesti og þeim kökum pakkaði ég vel inn og faldi inni í fataskáp svo ég fengi að eiga þær ein í friði, svo góðar voru þær. Öll jólin sem við vorum sam- an og fengum aspassúpuna þína sem enginn gat gert eins og þú, ferðin til Færeyja sem við höf- um svo oft hlegið að, gullhring- urinn sem ég fann úti og búið var að keyra yfir og þú fékkst mig til að láta þig hafa hann og gerðir úr honum svo fallegan hring, afmælissímtölin frá þér og bara endalaust af yndisleg- um minningum, elsku amma mín, sem ylja mér um ókomna tíð og kalla fram bros. Mikið sem ég er þakklát fyrir að hafa hitt þig þegar ég kom til landsins í apríl og á sú minn- ing eftir að ylja mér lengi. Ég veit að þú ert komin á betri stað og bíður okkar hinna þangað til næst þegar við hitt- umst og fáum okkur kaffi, smá- kökur og hlæjum saman. Bless elsku amma. Æ, amma, hvar ertu? Æ, ansaðu mér. Því ég er að gráta og kalla eftir þér. Fórstu út úr bænum eða fórstu út á haf? Eða fórstu til Jesú í sælunnar stað? (Höf. ók.) Hildur. Elsku amma mín, mikið á ég eftir að sakna þín, ég trúi varla að þú sért farin. Þú varst alltaf svo hlý og góð og alltaf til stað- ar fyrir mig. Þú hringdir svo oft í mig bara til að spjalla um dag- inn og veginn og það þótti mér alltaf vænt um. Þegar ég kom til þín fékk ég alltaf rúgbrauð og síld því það fannst okkur svo gott. Það var alltaf nóg til í ís- skápnum hjá þér. Þegar ég kom og gisti bröll- uðum við ýmislegt saman. Það var alltaf stutt í hláturinn hjá þér og við áttum skemmtilega tíma saman sem ég mun aldrei gleyma, minning þín lifir í hjarta mér og ég mun aldrei gleyma þér. Hvíldu í friði, elsku amma. Kristófer Karl. Elskuleg systir mín hún Borghildur eða Bodda eins og hún var alltaf kölluð af fjöl- skyldu og vinum lést á Hjúkr- unarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði 25. maí sl. en hún greindist með alzheimer fyrir nokkrum árum. Bodda fæddist í Hamarsseli í Hamarsfirði á heimili afa okkar og ömmu og bjó þar fyrsta árið en flutti svo með foreldrum sínum á Djúpa- vog og bjuggu þau fyrsta árið í Framtíð sem nú er Hótel Fram- tíð á Djúpavogi, þar fæddist Fjóla systir okkar, síðan flutti fjölskyldan í Rjóður á Djúpa- vogi og þar fæddumst við Magnús. Hún ólst upp við gott atlæti á Djúpavogi, var í sveit á sumrin í Hamarsseli og seinna var hún einnig hjá ömmu okkar á Hofi í Álftafirði. Boddu þótti afskaplega vænt um alla þessa staði og talaði oft um það. Þegar Bodda var 15 ára fór hún til Reykjavíkur og var fyrsta árið í vist hjá Marteini Ein- arssyni kaupmanni á Laugavegi 31, hún vann svo í Belgjagerð- inni, en lengst af vann hún hjá Samvinnutryggingum sem seinna varð svo VÍS. Þegar hún hætti þar vegna aldurs var henni boðin vinna hjá Verði tryggingafélagi og var hún þar í nokkur ár. Bodda vann líka í Blómavali í Sigtúni og Blóma- höllinni í Kópavogi, enda vann hún aukavinnu í mörg ár, alls staðar sem hún vann var hún vel liðin enda harðdugleg og heiðarleg. Bodda var mikil hannyrðakona, saumaði út, prjónaði og saumaði á börnin sín, einnig málaði hún marga fallega hluti á postulín, hún var með eindæmum vandvirk við allt sem hún gerði. Það var gott að leita til hennar og kom mað- ur ekki að tómum kofunum hjá henni. Bodda systir var ná- granni minn til margra ára en við bjuggum í Seljahverfi í Breiðholti, og var hún daglegur gestur hjá mér, það var alltaf gaman að fá hana í heimsókn enda hafði hún góða nærveru. Eitt sinn kom Bodda með okkur hjónum austur í Álftafjörð að sækja yngri son okkar í sveitina og ekki vildi betur til en svo að gat kom á bensíntankinn og máttum við eyða heilli nótt í Borghildur Emilsdóttir ✝ Helga fæddist áAkureyri 15. ágúst 1940. Hún lést á Dvalar- heimilinu Kirkju- hvoli, Hvolsvelli, 5. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Magnússon frá Gil- haga í Lýtings- staðahreppi, hann var í Gilhaga, fremribyggð, 1901, síðar verka- maður í Reykjavík 1945, f. 18. júní 1885, d. 13. febrúar 1961, og Anna Jósefsdóttir frá Áshildar- holti í Staðarhreppi, f. 16. apríl 1897, d. 30. apríl 1985. Húsfreyja á Sauðárkróki 1930. Heimili: Steinsstaðir í Lýtingsstaða- hreppi, húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast búsett í Reykjavík. Bróðir Helgu var Indriði Guð- mundur Þorsteinsson, fæddur í Gilhaga, Lýtingsstaðahreppi, skagfirskur rithöfundur og síðar ritstjóri. Síðast búsettur í Hvera- gerði, f. 18. apríl 1926, d. 3. sept- ember 2000. Annar hálfbróðir Helgu og sammæðra var Arnaldur Valfoss freyju frá Grjóteyri í Andakíl. Helga og Hjörtur bjuggu að Varmalandi í Borgarfirði og síð- ar í Hveragerði en þaðan lá leið þeirra svo að Flúðum í Hruna- mannahrepp. Þau skildu síðan. Saman áttu þau þrjú börn og þau eru: 1) Jón Þorsteinn Hjartarson, f. 19. maí 1962 á Akranesi, búsettur í Kópavogi og giftur Sigrúnu Láru Hauks- dóttur og eiga þau einn son. 2) Óskar Aðalsteinn Hjartarson, f. 27. maí 1963 á Akranesi, búsett- ur á Hallormsstað, í sambúð með Hrefnu Egilsdóttur. Óskar á eina dóttur. 3) Sigríður Anna Hjartardóttir, f. 26. júlí 1964 á Akranesi. Á þrjár dætur með fyrrverandi sambýlingi sínum, Sigurbirni Gestssyni, en fyrir átti hún eina dóttur og á hún eitt barnabarn. Býr í Reykjavík. Helga átti síðan barn með Bjarna Eiríki Sigurðssyni. 4) Arna Þöll Bjarnadóttir, f. 16 apr- íl 1966 í Reykjavík. Gift Baldri Þór Sigurðssyni og eiga þau þrjá stráka. Þau eru búsett á Hvols- velli. Eftir að Helga giftist fór hún ung að kenna og hefur kennt víða um land alla tíð síðan og má segja að það hafi átt hug hennar allan. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Er hún nú jarðsett við hlið föður síns og bróður í Goðdalakirkju. Jónsson, fæddur á Ytra-Vatni í Lýt- ingsstaðahreppi í Skagafirði 19. sept- ember 1919, d. 10. mars 1948. Var á Sauðárkróki 1930. Heimili: Steins- staðir, Lýtingst.hr., Skagafirði. Blaða- maður í Reykjavík. Hinn hálfbróðir- inn var Þorbergur Þorsteinsson og samfeðra, f. 2 október 1908, d. 20 maí 1989, vinnumaður á Mælifelli, Mæli- fellssókn, Skagafirði. Bóndi á Sauðá, Borgarhreppi, síðar verkamaður. Síðast búsettur á Sauðárkróki. Helga stundaði nám í Laug- arnesskóla sem barn og ungling- ur og síðar lá leið hennar í Kvennaskólann. Helga giftist Hirti Jónssyni, kennara og skólastjóra frá Akranesi, f. 4 desember 1931, sonur hjónanna Jóns Magnúsar Kristjánssonar, bíóstjóra í Bíó- höllinni á Akranesi, frá Skerð- ingsstöðum í Reykhólasveit, og Sigríðar Hjartardóttur, hús- Daginn áður en þú kvaddir þennan heim hafði ég gripið tíma- ritið Womankind úti í bókabúð hér í Englandi til að lesa. Blaðið virtist vera tileinkað kvenrétt- indabaráttunni á Íslandi. Þarna var grein um það þegar íslenskar konur gengu út af vinnustað sin- um í þúsundatali 1975 til að sýna fram á hve stórt og mikilvægt framlag þeirra til þjóðfélagsins væri. Þarna var líka viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur. Ein af fyrstu minningunum sem ég á um þig er þegar þú tókst mig með á stuðningsfund Vigdísar fyrir for- setakosningarnar 1980 en þú varst áköf stuðningsmanneskja hennar. Þessar frásagnir af ykk- ur kvenréttindakonum 7. áratug- arins og síðar hafa orðið til þess að víða um heim trúir fólk því að í dag sitji konur alfarið við völd á Íslandi. Ég veit ekki hvar þú varst þennan októberdag 1975 en með afstöðu og framgöngu þinni sýndir þú okkur hinum fordæmi um að við konur allar getum hvað sem við ætlum okkur. Á þessum tíma varst þú skólastjóri í Flúða- skóla, einstæð móðir með fjögur ung börn. Þú tókst þig svo upp og fluttir alla fjölskylduna í annan landshluta til að taka við nýju skólastjórastarfi. Það var þá sem við kynntumst er þú og faðir minn urðuð „kærustupar“. Þú varst listræn og hafðir ánægju af að hanna, skipuleggja og framkvæma. Þessi ár sem þú varst á Hjaltastöðum var mörgu komið í verk. Nýbyggingin á efri hæðinni var kláruð og lóðinni í kringum húsið var umbylt og fal- legur skrúðgarður tók á sig mynd. Þú vannst fulla vinnu, söngst með Rökkurkórnum, ferð- aðist með karlakórnum Heimi til útlanda og tókst virkan þátt í öðru menningarlífi samfélagsins. Ég held að krökkunum þínum hafi oft fundist að það hálfa hefði verið meira en nóg. Í kringum þig var líflegt og skemmtilegt og þú sagðir óhikað þína skoðun á málefnum og komst af stað umræðum. Þú varst hagmælt og hafðir skemmtilegan frásagnarstíl og ég man vel litríkar lýsingar af at- burðum og samferðafólki þínu, stundum með dálítið dramatísku ívafi. Þú kynntir mig fyrir nýjum hugmyndum og bókmenntum og hvattir mig eins og svo marga aðra til að halda áfram í námi. Við vorum á sömu bylgjulengd. Það getur vel verið að í minningunni sjái ég þennan tíma í rósrauðum dramatískum blæ, auðvitað var lífið ekki bara dans á rósum með þrjár kynslóðir í húsinu og stund- um átta unglinga undir sama þaki. Við systkinin kynntumst þér stuttu eftir að við misstum móður okkar og þú varðst okkur traust- ur bakhjarl næstu árin. Fyrir það og kynni okkar síðan verðum við ávallt þakklát. Við þökkum þér líka fyrir fallegu minningarorðin sem þú skrifaðir um Gest. Elsku Adda, Óskar, Anna Sigga og Nonni og fjölskyldur, við systkinin vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Kær kveðja frá Sigurði, Siggu Steinu, Heiðu og Hafdísi. Guð geymi þig, elsku Helga. Sigríður Steinunn Þórólfsdóttir. Helga Sigurbjörg Þorsteinsdóttir Elsku pabbi, það er þyngra en tárum taki að skrifa þessi orð, það eru margar hugsanir sem hafa komið upp í huganum síðustu daga og nætur. Góðar minningar um góðan vin ekki síður en pabba, þær eru ófáar ferðirnar sem við fórum bílasölu- rúnt og spjölluðum um heima og geima eða þegar þú stoppaðir hjá mér í lóninu. Þú varst alltaf stórtækur og hugulsamur, sem dæmi um ára- mótin þegar við borðuðum öll saman og þú tókst það að sjálf- sögðu ekki í mál að koma tóm- hentur þannig að ég endaði með að segja að þú gætir komið með smá gos, og þegar þú mættir þá að sjálfsögðu komstu með alltof mik- ið, eða 70 lítra af gosi. Eða þegar þú komst færandi hendi til okkar og án tilefnis gafst Jónu blóm, þannig er þér best lýst, vildir gera J. Friðrik Jóhannsson ✝ Friðrik fæddist11. desember 1952. Hann lést 21. maí 2018. Útför Friðriks fór fram 1. júní 2018. allt fyrir alla, hjarta- hlýr með stórt faðm- lag. Síðast en ekki síst varstu góður afi og sýndir Fannari og Helenu einlægan áhuga og gafst þér alltaf tíma fyrir þau. Það verður skrítið að keyra Reykjanes- brautina úr vinnunni þar sem við hringd- umst iðulega á, á leiðinni heim. Og að eiga ekki lengur von á að mæta þér á Benz- anum. Að borða ekki lengur sam- an hvort sem það var á Burgern- um eða að fá þig heim í mat þar sem þú endaðir oftast hrjótandi á sófanum. Þær eru óteljandi minn- ingarnar sem ég mun hafa í hjarta mér og þær munu fleyta mér í gegnum lífið. Þér ég þakka vináttu og góðar stundir. Hlýja hönd og handleiðslu, okkar stundir saman. Bjartar minningar lifa ævina á enda. Takk fyrir allt, elsku pabbi minn. Þinn sonur, Ingi. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr. Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.