Morgunblaðið - 04.06.2018, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2018
✝ Filippía Guð-rún Krist-
insdóttir fæddist í
Hrísey 19. júní
1951. Hún lést á
dvalarheimilinu
Lögmannshlíð 28.
maí 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Elín Árna-
dóttir, f. 13.9.
1926, d. 1.3. 2017,
og Kristinn Frí-
mann Jakobsson, f. 1.11. 1921,
d. 22.2. 1994. Systkini Guð-
rúnar eru: Jakob, f. 1945, d.
2010, Árni, f. 1946, Steinunn,
f. 1949, d. 2016, Þórdís, f.
1954, Kristinn, f. 1957, Svan-
ur, f. 1961, og Örn, f. 1964.
Guðrún giftist Gunnari
Kristdórssyni, f. 23.1. 1950.
Þau skildu 1987. Börn þeirra
eru: 1) Elín Dögg, f. 22.10.
1974, dóttir hennar er Kristín
Lind Arnþórsdóttir, f. 10.12.
2005, sambýlismaður Elínar er
Valmar Väljaots, f. 22.4. 1967.
2) Kristdór Þór, f. 2.8. 1979,
eiginkona hans er Ásgerður
Halldórsdóttir, f. 23.9. 1984,
börn þeirra eru Bóel Birna, f.
19.5. 2007, Karen Tara, f. 7.6.
2009, Sóley Sara, f. 25.11.
2013, og Gunnar Aron, f. 8.3.
2016.
Guðrún ólst upp í Hrísey.
Hún lauk fullnaðarprófi frá
barnaskóla Hríseyjar árið
1964, þar á eftir stundaði hún
nám á Núpi í Dýrafirði og
lauk gagnfræðaprófi frá
Héraðsskólanum á
Núpi árið 1968.
Eftir það vann
hún um tíma sem
matreiðslukona í
Hreðavatnsskála í
Hrútafirði. Þaðan
lá leiðin til Am-
eríku á vit ævin-
týranna þar sem
hún var au pair í
eitt ár. Eftir að
hún kom heim
starfaði hún meðal annars í
matvörubúðinni í Grænumýri,
en lauk svo sjúkraliðanámi frá
Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri haustið 1974. Að
námi loknu vann Guðrún á
sjúkrahúsinu á Akureyri og
síðar í kjörbúð KEA í Sunnu-
hlíð, með hléum þar sem hún
var heimavinnandi með ung
börn sín. Guðrún fluttist í
Kristnesþorp eftir að þau
Gunnar skildu árið 1987. Þá
starfaði hún á Kristnesspítala
allt til þess tíma að hún þurfti
að hætta vinnu sökum vöðva-
sjúkdóms. Á þeim tíma sem
hún vann þar fluttist hún aft-
ur til Akureyrar og bjó í
Smárahlíð frá 1997 til ársins
2005, þegar hún flutti í Mela-
teig. Hinn 2. ágúst 2014 flutti
hún á dvalarheimilið Lög-
mannshlíð og bjó þar til ævi-
loka.
Útför Guðrúnar verður gerð
frá Glerárkirkju í dag, 4. júní
2018, og hefst athöfnin klukk-
an 10.30.
Elsku mamma. Loksins ertu
frjáls til að hlaupa um og njóta.
Veikur líkaminn hefur verið
skilinn eftir í hvíld.
Þú varst alltaf með allt á
hreinu og skipulagt, meira að
segja undir það síðasta. Þú
ákvaðst að það væri kominn tími
til að kveðja og fljótlega varstu
farin.
Í gegnum tíðina hefur þú allt-
af gert þér far um að gleðjast
yfir litlu hlutunum, vera æðru-
laus, þrautseig og með for-
gangsröðina á hreinu. Þú settir
okkur börnin þín alltaf í fyrsta
sætið og hugsaðir um sjálfa þig
seinna.
Við ætlum að reyna að gera
eins og þú sagðir; vera glöð og
brosa, dvelja ekki of lengi í
sorginni, hugsa um og muna all-
ar góðu stundirnar og halda
veislu!
Elín Dögg, Kristdór
og fjölskyldur.
Filippía Guðrún
Kristinsdóttir
✝ Kristín Hall-dóra Kristjáns-
dóttir fæddist 8.
janúar 1922 á
Grísatungu í
Borgarfirði. Hún
lést á Hrafnistu
Hafnarfirði 24. maí
2018.
Foreldrar Krist-
ínar Halldóru voru
Kristján Guð-
mundsson bóndi á
Fáskrúðarbakka, f. 16. nóv-
ember 1892, d. 1. febrúar 1961,
og Veronika Narfadóttir húsfrú
á Fáskrúðarbakka, f. 1. janúar
1899, d. 30. apríl 1985.
Kristín Halldóra var elst 10
systkina en tvö eru enn á lífi,
Gunnar, f. 4. desember 1936, og
Jóhann, f. 29. apríl 1943. Önnur
systkini sem eru látin: Guð-
mundur, f. 5. júní 1924, d. 4. febr-
úar 2015, Narfi Sigurður, f. 8.
apríl 1926, d. 8. júlí 2012, Þur-
íður, f. 19. maí 1929, d. 5. októ-
1944, d. 8. júlí 2017, eiginkona
Sigurbjörg Kristjánsdóttir. 2)
Kristján, f. 4. maí 1947, eigin-
kona Kristín Brynjólfsdóttir. 3)
Ásmundur, f. 21. desember 1948,
eiginkona Halldóra Hermanns-
dóttir. 4) Jón Ingvar, f. 25. júlí
1958, eiginkona Halldóra Grön-
dal.
Afkomendur Kristínar Hall-
dóru eru 45.
Sambýlismaður Kristínar
Halldóru var Þórður Sigurðsson,
f. 2. september 1920, d. 6. nóvem-
ber 2006.
Kristín Halldóra ólst upp á
Grísatungu í Borgarfirði og
Akurholti á Snæfellsnesi. Fyrir
tvítugt fór hún suður til Reykja-
víkur og vann fyrir sér sem
saumakona. Fljótlega kynntist
hún Jónasi Sigurði sem var þá
nýkominn heim frá námi í Dan-
mörku og stofnuðu þau saman
gróðrarstöðina Sólvang í Foss-
vogi. Þau ráku gróðrarstöðina til
ársins 1968. Þá keyptu þau
blómabúðina Dögg og störfuðu
þau bæði hjónin við hana. Kristín
Halldóra hélt áfram rekstrinum í
nokkur ár eftir að Jónas lést.
Útför Kristínar Halldóru
verður frá Fossvogskirkju í dag,
4. júní 2018, og hefst klukkan 15.
ber 2016, Guð-
bjartur, f. 26.
febrúar 1932, d. 18.
mars 1992, Oddný, f.
2. feb. 1935, d. 2. apr-
íl 2009, Sigurvin, f. 4.
des. 1936, d. 22. júní
2007, Sigríður Jó-
hanna, f. 11. desem-
ber 1939, d. 2. febr-
úar 1943.
Árið 1942 giftist
Kristín Halldóra
Jónasi Sigurði Jónssyni, skrúð-
garðyrkjumeistara og versl-
unarmanni, f. 9. júlí 1917, d. 30.
maí 1987. Foreldrar Jónasar
voru Jón Jónasson bóndi, f. 11.
september 1893, d. 8. nóvember
1918, og Ingveldur Jónsdóttir
húsfrú, f. 3. september 1894, d.
14. nóvember 1918, frá Vestra-
Miðfelli í Hvalfirði. Bæði létust
úr spænsku veikinni með viku
millibili.
Börn Kristínar Halldóru og
Jónasar eru: 1) Magnús, f. 15. júlí
Elsku amma.
Þú varst einstök fyrirmynd.
Svo lífsglöð, dugleg og sjálf-
stæð.
Einstök handverkskona
varstu og lagðir mikla ást og
metnað í verk þín en af mikilli
hógværð.
Alltaf var gott að koma til þín
og skynja alla þá orku og lífskraft
sem geislaði af þér.
Þú sást lífið í lausnum og lést
ekkert stoppa þig í því sem þú
ætlaðir þér.
Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys,
hnígur að ægi gullið röðulblys.
Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd,
og báran kveður vögguljóð við
fjarðarströnd.
Ég er þreyttur, ég er þreyttur,
og ég þrái svefnsins fró.
Kom, draumanótt, með fangið fullt af
friði og ró.
Syngdu mig inn í svefninn ljúfi blær.
Sorgmæddu hjarta er hvíldin jafnan vær.
Draumgyðja ljúfa, ljá mér vinarhönd,
og leið mig um þín töfraglæstu friðarlönd.
Ég er þreyttur, ég er þreyttur,
og ég þrái svefnsins fró.
Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði
og ró.
(Jón frá Ljárskógum)
Elsku amma, takk fyrir allt.
Kristín Halldóra.
Kristín Halldóra
Kristjánsdóttir
✝ Ásgeir Gíslasonfæddist í
Reykjavík 22. febr-
úar 1931. Hann lést
á Hrafnistu í Hafn-
arfirði 12. maí 2018.
Foreldrar hans
voru Gísli Sigurðs-
son, f. 1. apríl 1896 á
Yrpuhóli í Villinga-
holtshreppi, d. 24.
ágúst 1978, og Katr-
ín Kolbeinsdóttir, f.
18. ágúst 1897 í Hlíð
í Grafningi, d. 6. maí 1982. Syst-
kini hans voru Ásdís, f. 1928, d.
1931, Alexía Margrét, f. 1932, d.
2017, Kolbeinn, f. 1935, og Páll, f.
1935, d. 2011.
Ásgeir kvæntist árið 1979
Arnfríði Mathiesen sem var fædd
í Hafnarfirði 12. júlí 1931. Hún
lést árið 1996. Foreldrar Arn-
fríðar voru Svava
Guðrún Mathiesen
húsmóðir og Guð-
mundur Sigurðsson,
vélstjóri. Arnfríður
átti fimm börn með
fyrri eiginmanni sín-
um Jóni Halldórssyni
sem lést árið 1978.
Ásgeir lauk
barnaskólaprófi frá
Austurbæjarskóla og
prófi í trésmíði frá
Iðnskólanum í
Reykjavík. Ásgeir starfaði á tré-
smíðaverkstæðinu Rauðará,
starfrækti eigið trésmíðaverk-
stæði í félagi með öðrum smiðum,
en starfaði lengst af á trésmíða-
verkstæði Reykjavíkurborgar.
Úför hans fer fram frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 4.
júní 2018, klukkan 15.
Ásgeir móðurbróðir minn hef-
ur nú kvatt þennan heim eftir 87
ár. Ég man fyrst eftir Ásgeiri
þegar ég var í heimsókn hjá
ömmu og afa í Miðtúninu. Ásgeir
kom oft í heimsókn í hádeginu,
borðaði hádegismat, hlustaði á
fréttir og sneri svo aftur til vinnu.
Ásgeir var rólegur maður og aldr-
ei man ég eftir að hann hafi hækk-
að röddina af nokkru tilefni. Ás-
geir byrjaði ungur að smíða, tók
m.a. þátt í að byggja sumarhús við
Álftavatn sumarið 1945. Þetta hús
stendur enn og hefur verið notað
af fjölskyldunni í yfir 70 ár. Ás-
geir kom oft að Álftavatni á sumr-
in og var m.a. faglegur ráðgjafi
þegar foreldrar mínir byggðu sitt
hús um 1970.
Ásgeir gekk í Iðnskólann í
Reykjavík, sem þá var við Tjörn-
ina, og lauk prófi í trésmíði. Hann
starfrækti verkstæði ásamt öðr-
um trésmiðum, en réð sig svo á
trésmíðaverkstæði Reykjavíkur-
borgar, þar sem hann vann
lengstan hluta starfsævinnar.
Verkefni Ásgeirs voru gjarnan
viðhalds- eða endurbyggingar-
verkefni. Sem dæmi má nefna
endurbyggingu Viðeyjarstofu og
húsa sem flutt voru í Árbæjar-
safn. Ásgeir starfaði einnig við
byggingaeftirlit þegar verið var
að reisa seinni áfanga Laxárdals-
virkjunar.
Ásgeir kvæntist Arnfríði
Mathiesen árið 1979 og bjuggu
þau lengst af í Hafnarfirði. Áttu
þau mörg góð ár saman, en Arn-
fríður féll frá um aldur fram árið
1996. Arnfríður var ekkja, en einu
barna hennar, Sigurði, sem var á
sama aldri og ég, hafði ég kynnst í
gegnum öflugt félagslíf ung-
menna á stöðinni í Hafnarfirði á
áttunda áratugnum.
Eftir að Ásgeir hætti störfum
hóf hann aftur að koma austur að
Álftavatni og tók virkan þátt í
endurbótum á húsinu frá 1945
með bræðrum sínum Páli og Kol-
beini. Voru m.a. innréttuð nútíma
þægindi sem ekki var gert ráð
fyrir í upphafi, pallur var endur-
nýjaður, geymsla smíðuð og hlið
endurnýjað.
Ásgeir flutti á Hrafnistu í
Hafnarfirði vorið 2008. Honum
líkaði dvölin vel og tók virkan þátt
í félagsstarfinu. Hann seldi harð-
fisk í nokkur ár til íbúa á Hrafn-
istu og reyndar líka til gesta. Á
Hrafnistu byrjaði Ásgeir að mála
myndir og eru mörg góð listaverk
til eftir hann. Það var alltaf gam-
an að heimsækja Ásgeir og hann
spurði frétta af fjölskyldunni og
hvernig hefði verið fyrir austan.
Ásgeir var ótrúlega minnugur og
þó líkaminn hafi verið farinn að
gefa eftir voru hugsun og minni
fullkomin fram á hinsta dag.
Megi minning Ásgeirs lifa.
Haukur Þór Haraldsson.
Ásgeir Gíslason
Með Sveinbirni
Dagfinnssyni er
genginn einn besti
vinur pabba og fjöl-
skyldunnar. Þeir gengu saman
veginn til manns, traustir félagar í
glöðum vinahópi.
Þegar Sveinbjörn heimsótti
okkur vestur í Söðulsholt varð all-
ur annar bragur á hlutunum.
Hann fór í fótbolta með okkur
Hlyni, skutlaði sér eins og topp-
markmaður, sem hann var. Spurði
okkur eldri bræðurna tíðinda úr
búrekstrinum eins og við stjórn-
uðum honum sjálfir. Fylgdist af
áhuga með þroska yngri systkin-
anna. Járnaði hest einn og óstudd-
ur, það hafði ég aldrei séð. Við
gerðum það alltaf með látum,
bundum snörvul á verstu klárana.
Ég hafði alltaf kviðið járningum,
þangað til Sveinbjörn kenndi okk-
ur lagið. Lipur og léttur gekk
hann að klárnum og talaði við
hann, brá fjöl undir fót, hrossið
var „sem lamb“. Þetta var eitt-
hvað nýtt.
Sveinbjörn
Dagfinnsson
✝ SveinbjörnDagfinnsson
fæddist 16. júlí
1927. Hann lést 16.
maí 2018.
Sveinbjörn var
jarðsunginn 1. júní
2018.
Seinna þegar ég
komst á fullorðinsár
vorum við sund-
félagar, ekkert nema
brosið og gleðin að
hittast. Spurt tíðinda
og hvatt til allra
góðra verka. Þegar
ég starfaði hjá
Reykjavíkurborg
um tíma var hann
vakinn og sofinn yfir
velferð mála, lagði
mér oft gott til. Það var skemmti-
leg tilviljun og þó ef til vill ekki, að
þegar ég fékk mitt núverandi starf
var fyrsti maður til að hringja í
mig og óska mér til hamingju
Sveinbjörn Dagfinnsson. Og ég
var staddur á hlaðinu í Söðulsholti
í heimsókn þar vestra. Það þótti
honum gaman.
Þegar Sveinbjörn kvaddi Dollý
sína í apríl var sem lífsviljinn færi
þverrandi. Hlýr svipur var að
dofna.
Samúðarkveðjur fylgja frá
mömmu og systkinum mínum til
fjölskyldu Sveinbjarnar.
Kæri Sveinbjörn, hvíl þú í friði.
Þórólfur Árnason.
Látinn er góður kunningi,
Sveinbjörn Dagfinnsson, fv. ráðu-
neytisstjóri og náttúrunnandi við
Þingvallavatn sem víðar.
Við áttum oft gott spjalla um
umhverfið við vatnið fagra, nátt-
úru landsins og fleira.
Það var skemmtilegt og fróð-
legt að heyra Sveinbjörn lýsa hin-
um ýmsu sérkennum í marg-
brotnu og tignarlegu landslagi
Íslands sem hann hafði upplifað
ríkulega í ferðum sínum víða um
land.
Hann var jafnframt næmur að
koma auga á margbreytileg lit-
brigði í gróðri landsins við hinar
ýmsu aðstæður, eftir tíðarfari,
árstíðum og fleira.
Fuglalífið var honum hugleikið
við Þingvallavatn sem víðar.
Hann unni mjög umhverfinu
við Þingvallavatn, mannlífinu sem
öðru, en þar átti hann sinn unaðs-
reit í ára tugi ásamt fjölskyldunni.
Það er sjónarsviptir að Svein-
birni af svæðinu.
Með virðingu og þökk kveð ég
góðan kunningja við vatnið fagur-
bláa.
Megi Guð vernda Sveinbjörn
og minningu hans.
Við fjallavötnin fagurblá
er friður, tign og ró.
Í flötinn mæna fjöllin há
með fannir, klappir, skóg.
Þar líða álftir langt í geim
með ljúfum söngva klið,
og lindir ótal ljóða glatt
í ljósrar næturfrið.
(Hulda.)
Samúðarkveðjur til fjölskyld-
unnar og vina.
Ómar G. Jónsson
frá Nesjavöllum.
Sigríður Björns-
dóttir, Ingibjörg
Gunnarsdóttir, María
Finnsdóttir og nú
Ingibjörg Árnadóttir
eru allar látnar, þessar höfðings-
konur er stýrðu Hjúkrunarfélagi
Íslands í fjöldamörg ár. Ég skynj-
aði það fljótt þegar ég kom þar ný
inn, og talsvert yngri, að það voru
stórveldi í hverju herbergi. Ingi-
björg var ritstjóri og hún og Sig-
ríður sáu í raun alfarið um blaðið.
Þær öfluðu auglýsinga og lásu
prófarkir, þar var Sigríður á
heimavelli en þegar kom að efnis-
öflun, viðtölum, myndatöku, um-
broti og prentun var það Ingi-
björg. Þegar litið er til baka er
ótrúlegt að tímarit hjúkrunar-
fræðinga skuli hafa komið óslitið
út síðan árið 1925. „Við eigum að
skrifa það allar,“ sögðu brautryðj-
endurnir í fyrsta tölublaðinu. Ingi-
björg vitnaði oft í þessa setningu
þegar henni fannst stéttin vera
pennalöt.
Ingibjörg fylgdist vel með og
var dugleg að taka fyrir ákveðna
málaflokka er snertu starfið og
samfélagið allt, vel studd af sinni
ritstjórn. Fjórða tölublað Hjúkr-
unar, en það hét tímaritið, árið
1982 fjallar um mál sem í dag er
gríðarlega mikilvægt, öldrun. Þar
tekur Ingibjörg fyrir í sínu rit-
stjórnarspjalli hvar við erum
stödd, hvert skuli stefnt og hvað
hafi verið gert. Í blaðinu er einnig
grein eftir Þorbjörgu Friðriks-
dóttur hjúkrunarkennara er ber
heitið „Að komast af við ellina“.
Þar vitnar Þorbjörg í kenningar
sálfræðingsins Goldarb frá árinu
1961 sem segir að til að komast vel
af við ellina þurfi góða heilsu og til
að svo sé verði þrír þættir að koma
til: Hafa góða fjárhagslega af-
Ingibjörg
Árnadóttir
✝ Ingibjörg Árna-dóttir fæddist
26. september 1935.
Hún lést 6. maí 2018.
Útför Ingibjargar
fór fram 15. maí
2018.
komu, góða menntun
og örugga félagslega
stöðu. Já, Ingibjörg
var með puttann á
púlsinum, er þetta
ekki jafngilt í dag.
Samstarf nor-
rænna hjúkrunar-
fræðinga hefur ávallt
verið okkur hér á Ís-
landi mikilvægt. Á
ritstjórnarárum Ingi-
bjargar voru ekki
bara stjórnarfundir félaganna
heldur stórt þing með hundruðum
félagsmanna. Fimmta hvert ár
kom í hlut Hjúkrunarfélags Ís-
lands að skipuleggja þá viðburði
sem stjórn samtakanna ákvað.
Ingibjörg var oft í fararbroddi við
slíka skipulagningu, og aldrei man
ég eftir að leitað hafi verið út fyrir
félagið. Gekk ótrúlega vel, og líka
skemmtiferðirnar sem boðið var
upp á.
Eitt sinn fór Ingibjörg með hóp
á Snæfellsnesið fór létt með að
vera leiðsögumaður þar. Ingi-
björg var ritstjóri tímarits hjúkr-
unarfræðinga í tæp tuttugu ár, á
tímum mikilla breytinga og ólgu,
það var því í mörgu að snúast. Eft-
ir að ritstjórastörfum lauk starfaði
hún m.a sem hjúkrunarforstjóri á
heilsugæslustöð í Ólafsvík.
Það var aldrei lognmolla kring-
um Ingibjörgu og hláturinn henn-
ar var smitandi. Hún var fagur-
keri fram í fingurgóma og mikið
fannst mér gaman að eiga við
hana gott spjall á jólafundi öld-
ungadeildarinnar okkar. Ég kveð
Ingibjörgu með orðum Herdísar
Andrésdóttur langömmusystur
minnar.
Lækkar lífdaga sól.
Löng er orðin mín ferð.
Fauk í faranda skjól,
fegin hvíldinni verð.
Guð minn, gefðu þinn frið,
gleddu’ og blessaðu þá,
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
Sendi börnum hennar og fjöl-
skyldu innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð veri minning Ingibjargar
Árnadóttur.
Sigþrúður Ingimundardóttir.