Morgunblaðið - 04.06.2018, Page 27

Morgunblaðið - 04.06.2018, Page 27
fái alltaf farsælan endi. „Samhliða því að semja söguna fyrir þennan eina leik eru við að skapa allan heiminn þar sem hún gerist, með það fyrir augum að leikurinn verði aðeins sá fyrsti í seríu leikja sem Garpur Enn eru nokkur ár eftir af þróun leiksins. Söguhetjan er djörf ung kona sem kann að slást. Geiflur Með því að skanna andlit og svipbrigði leikaranna má gæða söguhetjur leiksins lífi. byggja á sama grunni. Einn starfs- maður hefur gagngert það hlutverk að stýra heimssköpuninni, og ákveða hvers konar skrímsli og furðuverur lifa þar, og jafnvel hvort og hvernig galdrar virka. Annar starfsmaður vinnur síðan innan þessarar umgjarðar til að gera handritið að sjálfum leiknum.“ The Darken sýnir vel hversu þró- að og kröftugt listform og frá- sagnartæki tölvuleikir eru orðnir. Að verkinu koma ekki bara forrit- arar heldur þjálfaðir leikarar, þrí- víddarlistafólk, sverðfimiþjálfarar, búningahönnuðir, handritshöfundar og meira að segja hárgreiðslufólk. Friðrik segir tölvuleiki hafa tekið út mikinn þroska á síðustu áratugum og einföld afþreying og skotleikir séu að víkja fyrir leikjum sem bjóða upp á upplifun sem hrífur spilarann með sér. „Það verður að muna hvað tölvuleikir eru nýtilkomnir, og að það tekur tíma fyrir alla nýja miðla að þroskast og þróast; Pac-Man kom út sama ár og önnur Stjörnu- stríðs-myndin var frumsýnd í kvik- myndahúsum. Er það raunar ekki fyrr en núna fyrst að leikjaiðnaður- inn er kominn það langt að við get- um, með tiltölulega litlum tilkostn- aði, notað tölvuleiki til að segja djúpar sögur sem gerast í stórum og flóknum heimum.“ Þræðir Hárgreiðslufólk er fengið til að laga hárið til fyrir skönnun. Ekta? Tölvuteikning af neðri hluta trés sem skannað var á Íslandi. Auk þess að beita mikilli útsjónarsemi við gerð The Darken hafa starfs- menn Myrkurs þróað betri leikjaupplifun sem þeir vonast til að muni auð- velda fólki að gleyma sér í ævintýrinu. „Leikir af þessum toga, þar sem söguhetjan hefur áhrif á atburða- rásina, eru oft útfærðir með þeim hætti að leikurinn stoppar með reglu- legu millibili þegar spilarinn ákveður hvað hann gerir næst, t.d. hvernig hann svarar í samtölum við persónurnar í leiknum,“ útskýrir Friðrik. „Það sem við viljum gera er að láta ákvarðanatökuna eiga sér stað í rauntíma og brjóta ekki upp framvindu sögunnar. Frekar en að nota nk. „samræðu- tré“ sem spilarinn þarf að þræða sig í gegnum höfum við hannað leikinn þannig að leikmaðurinn getur á einfaldan hátt gefið það í skyn hvernig honum er innanbrjósts svo að leikurinn sér fyrir þá ákvörðun sem hann vill taka. Hann þarf ekki að taka eina ákvörðun í einu, og velja að gera A, B eða C, heldur vindur sögunni fram án þess að stoppa.“ Hnökralaus framvinda NÁLGAST SAMTÖL OG ÁKVARÐANIR MEÐ ÖÐRUM HÆTTI MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2018 Ekkert varð úr því að nýir með- limir væru teknir inn í Sænsku akademíuna (SA) fyrir sumarfrí SA líkt og Göran Malmqvist, framkvæmdastjóri SA, hafði boð- að í síðasta mánuði. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Á seinasta fundi SA fyrir sumarfrí, sem haldinn var sl. fimmtudag, ákváðu þeir tíu með- limir sem eftir eru að bíða með að velja nýja meðlimi þar til síðar á árinu. „Það verður enginn valinn inn, en við höldum áfram að ræða þá sem koma til greina,“ segir And- ers Olsson, starfandi ritari SA, í samtali við sænsku fréttaveituna TT og tekur fram að huga þurfi vel að því að allt sé gert í sam- ræmi við stofnsáttmála og reglur SA. Um miðjan síðasta mánuð lýsti Malmqvist því yfir að nýir með- limir yrðu valdir inn fyrir maílok. Viku síðar sendu Sara Danius, Peter Englund og Kjell Espmark frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau sögðust reiðubúin að snúa aftur til starfa hjá SA með því skilyrði að Horace Engdahl hætti störfum hjá SA, en Engdahl lét um miðjan apríl hafa eftir sér að Danius væri versti ritari og talsmaður SA frá stofnun hennar árið 1786. Yfirlýsing þremenninganna leiddi til heitra deilna um hvernig bæri að túlka stofnsáttmála SA og hvort þeir tíu meðlimir SA sem eftir eru gætu valið inn nýja með- limi án stuðnings þremenning- anna. Stuttu síðar staðfesti Marg- areta Thorgren, upplýsingafulltrúi sænsku hirðarinnar, að SA bæri að fara eftir núgildandi reglum, en samkvæmt þeim „þarf atkvæði 12 meðlima til að velja inn nýja meðlimi. Það eru engin áform uppi um að breyta reglum SA frekar“, segir Thorgren, en í maí- byrjun breytti Karl XVI. Gústaf Svíakonungur stofnsáttmála SA með konunglegri tilskipun á þá leið að meðlimirnir 18 sem skipa SA væru ekki lengur skipaðir ævilangt heldur gætu hætt hjá SA að eigin ósk. Lars Heikensten, stjórnandi Nóbelsstofnunarinnar, hefur hvatt meðlimi SA til að gæta fyllsta trúnaðar og íhuga hvort störf þeirra séu „Sænsku akademíunni og Nóbelsverðlaununum til gleði“ eða hvort „betra væri að þau stigju til hliðar“. Undir venjuleg- um kringumstæðum fundar SA ekki yfir sumartímann, en í ljósi aðstæðna er fastlega búist við því að sumarið verði nýtt til að vinna að lausn á krísunni innan SA. Í samtali við TT segist Olsson munu vinna áfram að lausn máls- ins á næstu vikum áður en hann tekur sér sumarfrí. Eins og fjallað hefur verið ítar- lega um í Morgunblaðinu á síð- ustu vikum má rekja það ófremdarástand sem nú ríkir inn- an SA, sem ár hvert veitir Nóbelsverðlaunin, til ásakana þess efnis að Jean-Claude Arn- ault, eiginmaður Katarinu Frost- enson (sem valin var inn í SA 1992 og sat þar til um miðjan aprílmánuð), hafi í nokkra áratugi áreitt fjölda kvenna kynferðislega, ítrekað lekið nafni komandi Nóbelsverðlaunahafa og átt óeðli- leg fjárhagsleg tengsl við SA, sem styrkti m.a. bókmenntaklúbbinn Forum sem Arnault og Frosten- son ráku um langt árabil. Ósætti var innan SA um hvernig taka ætti á málinu og í kjölfarið hættu alls sex meðlimir, en áður höfðu hætt tveir meðlimir vegna ann- arra ástæðna. silja@mbl.is Engir nýir með- limir fyrir sumarið AFP Forsvari Anders Olsson, starfandi ritari Sænsku akademíunnar. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Mið 6/6 kl. 20:00 49. s Fös 8/6 kl. 20:00 51. s Sun 10/6 kl. 20:00 Lokas. Fim 7/6 kl. 20:00 50. s Lau 9/6 kl. 20:00 52. s Allra síðustu sýningar! Elly (Stóra sviðið) Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Fös 8/6 kl. 20:30 Lokas. Tilnefnd til sex Grímuverðlauna. Allra síðustu sýningar. Slá í gegn (Stóra sviðið) Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn Sun 10/6 kl. 19:30 34.sýn Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Svartalogn (Stóra sviðið) Fös 8/6 kl. 19:30 10.sýn Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.