Morgunblaðið - 04.06.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.06.2018, Blaðsíða 29
Ḿeð stafinn að vopni Prótókollmeistari risaeðlanna gnæfði yfir Iðnó. Skelfilegar skepnur fóru um götur miðborgarinnar í upphafi Listahátíðar í Reykjavík MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2018 SAMSTARFSAÐILI HVAR SEM ÞÚ ERT Hringdu í 580 7000 eða farðu á heimavorn.is ICQC 2018-20 Urmull Risaeðlurnar virtust gera sig líklegar til að þiggja risavaxið brauð við Tjörnina. Algleymi Fremstur í flokki fór mannlegur leiðtogi, sem þó virtist af öðrum heimi. Hersing Lækjargata var undirlögð af undarlegum skepnum. Vígalegur Foringi forynjanna vísaði veginn af einurð. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson » Listahátíð í Reykjavík var settvið hátíðlega athöfn í Hafnarhúsi í fyrradag og var um leið opnuð sýningin Einskismannsland en hún stendur nú yfir í tveimur húsum Listasafns Reykja- víkur, Hafnarhúsi og Kjarvalsstöðum. Mariachi- kvennasveitin Flor de Toloache lék fyrir gesti og bandaríski fiðlu- leikarinn Gaelynn Lea. Í miðborg- inni heilluðu forsögulegar skepnur gesti, nánar tiltekið var það verk hollenska götuleikhópsins Close- Act Theatre, Saurus. Skepnurnar hafa hingað til verið taldar útdauð- ar, þær stærstu sem lifað hafa á jörðinni, en hafa nú snúið aftur til 21. aldarinnar, eins og lýst er á vef hátíðarinnar. Ekki var þó að sjá að vegfarendur óttuðust þær. Hvergi bangnir Verðir laganna voru tiltölulega rólegir þótt risaeðlurnar gæfu þeim takmarkað rými.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.