Morgunblaðið - 04.06.2018, Qupperneq 32
MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 155. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Lít á þetta sem uppsagnarbréf
2. Þýskir ferðamenn vöknuðu við ...
3. Kveiktu í heimilum og ...
4. Ísbjörn brýst inn á hótel
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Tónverkið Reykjavík GPS verður
flutt á Listahátíð í Reykjavík í dag kl.
12 við Hallgrímskirkju. Verkið er eftir
bræðurna Úlf og Halldór Eldjárn og
semur Úlfur tónlistina en Halldór for-
ritar. Verkinu er lýst sem óði til mið-
borgarinnar í Reykjavík í fortíð, nútíð
og framtíð og er tónlistin tengd við
ákveðin GPS-hnit í miðbænum þann-
ig að fólk heyrir hana breytast á rölti
sínu um bæinn. „Tónverkið er eins og
falið landslag, ósýnileg borg í borg-
inni, sem bíður þess að vera könnuð,“
segir um verkið á vef hátíðarinnar en
til að njóta tónverksins þarf snjall-
síma, góð heyrnartól og skó. Frá og
með deginum í dag er verkið opið og
öllum aðgengilegt á rvkgps.com
Bræðurnir hafa áður gert gagn-
virkt tónverk ásamt Sigurði Oddssyni
sem nefnist Strengjakvartettinn
endalausi.
Morgunblaðið/Eggert
„Tónverkið er eins
og falið landslag“
Bandaríski fiðluleikarinn Gaelynn
Lea heldur tónleika í Tjarnarbíói í
kvöld kl. 20. Lea hóf að leika á fiðlu
fyrir 20 árum þegar hugvitssamur
tónlistarkennari hjálpaði henni að til-
einka sér tækni sem hentaði líkams-
byggingu hennar, en Lea kemur fram í
rafmagnshjólastól og heldur á fiðlunni
eins og örsmáu sellói. Hún býr til lúpp-
ur úr ryþmum og laglínum sem eiga
sér sígildan uppruna og býr þannig til
sinfóníska kakófóníu sem spannar vítt
svið en er um leið innilega djúphugul,
eins og segir á vef Listahátíðar í
Reykjavík en tónleikarnir eru á dag-
skrá hennar. Lea mun
koma fram með
gítarleikaranum Al
Church.
Heldur á fiðlunni eins
og örsmáu sellói
Á þriðjudag Hæg breytileg átt eða hafgola og skýjað með
köflum. Hiti 10 til 17 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg átt, víða bjart með köflum og hiti 10 til
18 stig, svalast á Vestfjörðum.
VEÐUR
Spennan magnast í Pepsi-
deild karla í knattspyrnu en
7. umferð deildarinnar hófst
í gær með þremur leikjum.
Stjarnan gerði góða ferð í
Kópavoginn og hrósaði 1:0
sigri. KA-menn hrukku loks í
gang og unnu öruggan 4:1
sigur á móti Víkingi og á
Hásteinsvelli unnu Eyja-
menn góðan 2:0 sigur gegn
KR-ingum. Umferðinni lýkur
í kvöld með þremur leikjum.
»4-5
Spennan magnast
í Pepsi-deild karla
„Fólk fer ekki að örvænta þó að
þessi leikur hafi tapast, það eru
svona 3-4 vikur síðan flestir spiluðu
og liðið var að koma saman að æfa
og það á eftir að fínpússa,“ sagði
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH,
þegar hann var beðinn um að meta
leik íslenska landsliðsins í leiknum
við Norðmenn. »1
Fólk fer ekkert
að örvænta
„Við þurfum að vinna áfram og hver
og einn leikmaður þarf að taka næsta
skref í sumar og næsta haust svo að
landsliðið verði enn betra. Ef við
höldum rétt á spöðunum getum við
farið að keppa um að komast á EM
2020,“ sagði Axel Stefánsson, þjálf-
ari kvennalandsliðsins í handbolta,
eftir lokaleikinn í undankeppni
Evrópumótsins. »6
Stefnir á að vera
með á EM 2020
ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Þetta er viðurkenning á lífsstarf-
inu sem byrjaði á trillu norður á
Ströndum þar sem ég er fæddur og
uppalinn,“ segir Ágúst Guðmunds-
son, vélstjóri í Vestmannaeyjum
sem heiðraður var á sjómannadag-
inn sem haldinn var í Eyjum í gær.
„Fólki leist ekki vel á að ég væri
að róa norður af Djúpavík á tré-
trillu með afa mínum sem var gam-
all hákarlaformaður á níræðis-
aldri,“ segir Ágúst sem lenti í
vandræðum, vegna sjósóknar, með
að finna tíma til þess að fermast.
„Ég var að róa fermingarvorið
mitt og handleggsbrotnaði. Það
þurfti að flytja mig sjóleiðina til
Hólmavíkur og þaðan með Catal-
ina-flugbáti til Reykjavíkur og ég
missti af fermingunni,“ segir Ágúst
og bætir við að presturinn hafi ekki
komið í Trékyllisvík aftur fyrr en í
lok ágúst þar sem eina leiðin til að
komast norður á Strandir var sjó-
leiðis með Skjaldbreiðinni til
Hólmavíkur og þaðan með bát yfir
á Strandirnar.
55 ára brúðkaupsafmæli
„Ég stundaði sjóinn grimmt og
var í landlegu þegar presturinn
kom. Ég fermdist einn, mamma
bar fram sparimat og svo fór ég á
sjóinn sama dag,“ segir Ágúst sem
réð sig um haustið sem kokkur á
síldveiðibát. Ágústi bauðst skips-
pláss í Eyjum 1962 sem hann þáði
með semingi. Hann réð sig sem há-
seta á Ófeig 3. hjá Grétari Skafta-
syni. Ráðningunni fylgdi gisting á
heimili Grétars að Vallargötu 4. Á
Vallargötunni kynntist Ágúst
heimasætunni Ásu Sigurjónsdóttur
og með henni fagnaði hann 55 ára
brúðkaupsafmæli síðastliðinn föstu-
dag.
„Mér finnst þetta alveg ótrúleg
þolinmæði hjá mér,“ segir Ágúst og
hlær. Ágúst fór í vélskólann í Vest-
mannaeyjum haustið 1963 og reri
sem slíkur á nokkrum skipum þar
til árið 1972 að hann fór í útgerð
með vini sínum og samstarfsfélaga
Einari Ólafssyni.
„Við keyptum Kap 2., 100 tonna
stálbát, og gerðum hann út á al-
hliða veiðar. Síðar skiptum við í
annan Kap 2., 700 tonna neta- og
nótabát.“
Árið 1987 hættu Einar og Ágúst
útgerð og sjómennsku og fóru í
fasteignaviðskipti þar til Einar lést
árið 2014. Ágúst stofnaði þá nýtt
félag en stefnir að því að setjast í
helgan stein fljótlega.
„Ég keypti mér íbúð við höfnina
og þar ætla ég að sitja við glugg-
ann í ruggustól með pípu án þess
að í henni sé tóbak og fylgjast með
bátunum koma og fara,“ segir
Ágúst.
Nýtti landlegu til að fermast
Ágúst byrjaði á
sjó með afa sem
var á níræðisaldri
Ágúst Guðmundsson á að baki
langan og farsælan feril. Hann
var orðinn háseti á trillu fyrir
fermingu með afa sínum sem þá
var á níræðisaldri. Síðar starf-
aði Ágúst sem háseti á Ófeigi 3
árið 1962 og sem háseti á Ófeigi
2 árið eftir. Hann stundaði vél-
skólanám árið 1963.
Árið 1964 var Ágúst vélstjóri
á Gídeon og árið 1966 var hann
vélstjóri á Gjafari. Næstu ár reri
hann á bátum í eigin útgerð
með Einari Ólafssyni. Árið 1972
var Ágúst vélstjóri á Kap 2.
Hann hætti í útgerð og fastri
sjómennsku árið 1987 en var við
afleysingar á sjó öðru hvoru
næstu árin þar á eftir.
Auk Ágústs var Eyjólfur Pét-
ursson skipstjóri heiðraður af
skipstjórafélaginu Verðanda og
Friðrik Alfreðsson heiðraður af
Sjómannafélaginu Jötni.
Á sjónum alla
starfsævina
SJÓMANNSFERILLINN
Sjómaður Ágúst Guðmundsson.
Heiðraður Ágúst Guðmundsson hefur sótt sjóinn frá því fyrir fermingu.
Hann var heiðraður fyrir ævistarfið á Sjómannadaginn í Vestmannaeyjum.
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson