Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.06.2018, Page 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.06.2018, Page 8
VETTVANGUR 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.6. 2018 Frá örófi alda hefur grein afólífutré verið tákn um frið.Svo var með forn-Grikkjum og síðar Rómverjum. Með kristninni verður framhald á og all- ar götur fram á okkar dag hefur ólífuviðargreinin birst í málara- og höggmyndalist sem friðartákn. Kóngar og keisarar, sem vildu láta líta á sig sem friðflytjendur tóku sér ólífuviðargrein í hönd þegar þeir sátu fyrir hjá listamönnum, sem höfðu það hlutverk að gera minningu þeirra ódauðlega. Varla þarf þó að minna á að mis- jafn sauður er í mörgu fé eins og dæmin sanna fyrr og síðar. Og eitt átakanlegasta dæmið um misnotk- un á friðartákninu er hernaður Er- dogans, Tyrklandsforseta, í Afrin. Heitið vísar til borgar og héraðs sem er hluti af sjálfsstjórnarsvæði Kúrda í norðanverðu Sýrlandi. Inn- rás tyrkneska hersins í Afrin hófst 20. janúar síðastliðinn, með tilheyr- andi morðum, limlestingum, nauðg- unum og pyntingum auk þess sem byggingar og minnismerki, sem ekki eru í anda hinna drottnandi ofbeldisherja, voru jöfnuð við jörðu. Þegar seig á seinni hluta mars- mánaðar var svo komið að tyrk- neski herinn og „frjálsi sýrlenski herinn“ höfðu náð Afrinborg og fjölmennustu byggðakjörn- unum á svæðinu á sitt vald. Sam- stundis hófust grimmilegar þjóðernishreins- anir. Fullyrt er að mörg hundr- uð þúsund manns séu nú á vergangi á þessu svæði og hafi margir leitað til fjalla. Kúrdum, kristnum mönnum og gyðingum er meinað að snúa aftur til heimila sinna en í þeirra stað hefur svokölluðum jihadistum, hryðjuverkamönnum af sauðahúsi ISIS, verið fenginn samastaður á heimilum þeirra. Þetta eru félagar í „frjálsa sýrlenska hernum“ sem hrakist hafa undan stjórnarher As- sads á síðustu vikum en fá nú verk- efni sem böðlar Erdogans í þjóð- ernishreinsunum hans í vestan- verðum Kúrdahéruðunum, sem liggja að Tyrklandi. Í lok síðasta mánaðar var ég við- staddur vitnaleiðslur þegar stríðs- glæpadómstóllinn í París, sem starfað hefur í anda Bertrands Russells allar götur frá sjöunda áratug síðustu aldar, rannsakaði hvort fyrir því væru óyggjandi sannanir að tyrknesk stjórnvöld væru sek um stórfellda stríðsglæpi og mannréttindabrot á hendur Kúrdum. Niðurstaðan var afger- andi og í þessa veru. Úrskurðurinn var kunngerður í salarkynnum Evrópuþingsins í Brussel en í tengslum við þann atburð átti ég viðræður við Kúrda frá Afrin sem lýstu örvæntingu sinni vegna þess sem þar væri nú að gerast: „Ef heimurinn vaknar ekki og stöðvar ofbeldið nú þegar, þá verður það of seint,“ sagði þetta fólk, sem fylgist með atburðarásinni frá degi til dags. Það sagði jihadistana hafi myrt eða fangelsað alla þá sem barist höfðu undir merkjum YPG, varnar- sveita Kúrda í norðanverðu Sýr- landi, jafnt konur sem karla. Konur urðu sem kunnugt er þekktar fyrir vasklega framgöngu í vörnum Kúrda í stríðinu við ISIS á síð- ustu árum. Hin- ir nýju herrar hefðu nú gert þeim að afhenda herbúninga sína og þær síðan látnar klæðast með svipuðum hætti og gerist hjá öfgafyllstu trúarofstækis- mönnum í Sádi- Arabíu og í fjallahéruðum Afganist- ans. „Og allt þetta lætur NATÓ viðgangast!“ Það er rétt hjá þessu örvænting- arfulla fólki frá Afrin að Tyrkland er í NATÓ og það er líka rétt ályktað að þar er flest gert, eða látið viðgangast, í góðum göngu- takti – allra. En hlýtur það svo að vera? Þarf ekki að heyrast meira en ámátlegt hvísl um að Íslendingar séu ekki alls kostar sáttir? Þarf ekki að tala hátt og skýrt þegar við verðum vitni að þjóðernishreinsunum, fjöldamorðum, pyntingum og mannréttindabrotum, svo viðbjóðs- legum að þau flokkast sem glæpir gegn mannkyni? Á virkilega að láta nægja að gráta yfir þessu seinna þegar við lesum um svívirðuna í sögubókum framtíðarinnar? Þá munu þessir at- burðir fá þunga dóma og eflaust líka þeir sem þögðu yfir ofbeldinu – hernaðaraðgerð sem í tyrkneska stjórnarráðinu gengur undir vinnu- heitinu „Ólífuviðargreinin“. Ólífuviðargreinin ’Kóngar og keisarar,sem vildu láta líta ásig sem friðflytjendurtóku sér ólífuviðargrein í hönd þegar þeir sátu fyrir hjá listamönnum, sem höfðu það hlutverk að gera minningu þeirra ódauðlega. Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is AFP Sjónvarpsmaðurinn og leikarinn Felix Bergsson miðlaði í vikunni skoðunum sínum um tónlistar- myndband tónlistarmannsins Child- ish Gambinu, This Is America, sem hefur farið sem eldur um sinu net- heima síðan það kom út í maí. „At- hygli mín var vakin á þessu mynd- bandi og ég get bara eiginlega ekki hætt að horfa. Segið svo að popp- tónlist, nútímadans og pólitík eigi ekki saman! Þetta er hreint og klárt snilldarverk og það er eiginlega hægt að lesa endalaust í þetta listaverk. Dansinn - hvað þýðir hann? Með- ferð skotvopna - hvaða þýðingu hef- ur það? Ofbeldið - hvaða þýðingu hefur það? Hvítan í augum svarta mannsins - hvaða meining er þar á ferðinni? Maðurinn á hestinum - börnin með símana - bílarnir - kór- inn... - hvað þýðir þetta alltsaman?! ótrúlegt stöff,“ segir Felix á Face- book-síðu sinni. Veðrið hefur ekki verið með besta móti það sem af er að sumri, en staðfest- ingu á því fékk leikkonan Saga Garðarsdóttir úr óvæntri átt. „Amma mín er ekki veðurat- hugunarstöð en hún er 93 ára og hún segir að þetta sé annað leið- inlegasta sumar sem hún hefur lif- að,“ birti Saga á Twitter. „Síðasti Velferðarráðsfundurinn hjá Reykjavíkur- borg í ár. Ekki mun ég sakna þessa fólks. Það er hvert öðru ófríðara. Og þessi í skrýtnu strigaskónum þarna hinu- megin, ég skil hann ekki,“ skrifar Börkur Gunnarsson, varaborg- arfulltrúi og rithöfundur, á Facebo- ok-síðu sína. AF NETINU Helga Mogensen Kristin Sigfríður Garðarsdóttir Vagg og velta Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17 SCREEN- OG RÚLLUGARDÍNUR Henta vel þar sem sól er mikil en þú vilt geta séð út Láttu sólina ekki trufla þig Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Íslensk framleiðsla eftir máli Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18 alnabaer.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.