Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.06.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.06.2018, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.6. 2018 VETTVANGUR Einhvern veginn held ég að það sé ekki botnlauststuð að vera kvæntur stjórnmálamanni. Þá er égekki bara að tala um allar fjarvistirnar, símtölin á öllum tímum sólarhrings, fríin sem fokkast upp út af einhverjum stormi í vatnsglasi og það allt, heldur meira svona hvernig og hvort fólk í ólíkum stéttum tekur vinnuna og menninguna sem henni fylgir með sér heim. Maður á ekkert endilega á hættu að vera í stanslausum tannsteinshreinsunum þótt maður sé giftur tannlækni og ég hef heyrt að rafvirkjar séu lítið í að gera við heima hjá sér. Ég hef samt sem áður ástæðu til að ætla að maður sé ekki jafnöruggur í sambúð með stjórnmála- manni. Og af hverju er ég að velta þessu fyrir mér? Jú, kon- an mín var spurð að því í viðtali um síðustu helgi hvort hún ætlaði ekki að fara í framboð. Þetta er reyndar spurning sem hún hefur fengið skrilljón sinnum, en sem betur fer held ég að hún geri sér ágætlega grein fyrir því hvernig lögmálið um framboð og eftirspurn virkar í stjórnmálum: Það er bara eftirspurn eftir fólki þangað til það fer í framboð. Þessi ágæta eiginkona mín hefur unnið við stjórnmál í nokkur ár og mér finnst ég taka eftir ákveðinni breyt- ingu á henni. Nú ætla ég ekki að alhæfa neitt en stund- um finnst mér eins og ég sé staddur í miðjum þingloka- samningum, það stefni allt í tóma vitleysu og einhvern veginn eigi ég á hættu að sitja uppi með allskonar hluti sem ég vissi ekki einu sinni að ég bæri ábyrgð á. Sennilega er best að taka dæmi. Einu sinni hringdi hún í mig og sagði að bíllinn væri bilaður. Það væri ómögulegt að snúa lyklinum og það væri alveg sama hvað hún gerði. Ég yrði bara að gjöra- svovel að koma og sækja hana og skutla henni í vinn- una. Nokkrum mínútum síðar hringdi hún aftur og þá var aðeins annar tónn í henni: S: Ég kom bílnum í gang. L: Hvernig? S: Æ, bara... Það var smá vesen með lyklana. L: Hvernig þá? S: (Nokkuð löng þögn) Ég var með lyklana að hinum bílnum. L: Ha? S: AF HVERJU ERU LYKLAKIPPURNAR ALVEG EINS? Þetta er nefnilega tækni stjórnmálamanna. Að snúa vörn í sókn. Þetta var semsagt mér að kenna fyrir að hafa ekki aðgreint lyklakippurnar betur. Svo fengum við okkur annan bíl, rafmagnsbíl þar sem maður þarf ekki einu sinni að snúa lykli. Þá hélt ég að þessi vandamál væru úr sögunni. Þegar við erum búin að eiga hann í nokkra daga kem- ur símtal: S: Bíllinn er eitthvað bilaður. L: Hvernig þá? S: Það er ekki hægt að setja í bakkgír og ekki hægt að snúa stýrinu. L. (Eftir nokkrar hugmyndir að lausnum) Ertu viss um að hann sé í gangi? S: (Löng þögn). HVERNIG Á MAÐUR AÐ VITA ÞAÐ? ÞAÐ HEYRIST EKKERT Í ÞESSUM BÍL. Þetta er annað ráð stjórnmálamanna. Ytri aðstæðum var um að kenna. Ekki misskilja mig. Stjórnmálamenn eru vænsta fólk. Og þótt það sé áskorun að búa með konu sem er utan við sig og með athyglisbrest á háu stigi, gerir það dag- inn í það minnsta stundum dálítið meira spennandi. Ég held svo bara í vonina um að verða aldrei maki stjórn- málamanns. Ekki mér að kenna Logi Bergmann logi@mbl.is Á meðan ég man ’Nú ætla ég ekki að alhæfa neitt en stundum finnst mér eins og ég séstaddur í miðjum þinglokasamningum, það stefni allt í tóma vitleysuog einhvern veginn eigi ég á hættu að sitja uppi með allskonar hluti sem égvissi ekki einu sinni að ég bæri ábyrgð á. Póstboxin vinsæl Æ fleiri kjósa að nálgast sendingar í gegnum póstbox Póstsins en fjöldi skráðra notenda hjá Póstinum sem nota svokölluð póstbox er í fyrsta sinn kominn yfir tuttugu þúsund. Dópsala í líkamsrækt? Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, lagði fram frumvarp til laga um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum. Meirihluti velferðarnefndar Alþingis vill að kannað verði hvort unnt sé að svipta líkamsræktarstöðvar starfsleyfi komi í ljós að sala frammistöðubætandi efna og lyfja hafi farið fram innan veggja þeirra. Tveir milljarðar í skilagjald Alls voru greiddir rúmlega tveir milljarðar í skilagjald á umbúðum drykkja í fyrra en slíkum umbúðum, hvort sem þær eru úr plasti, áli eða gleri, hefur fjölgað hratt síð- ustu ár. Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar, segir að aukin velmegun og straumur ferðamanna eigi þátt í þessum breytingum auk þess sem neysluvenjur geti verið að breytast og fólk drekki nú frekar úr minni einingum en þeim stærri. Friðsæla Ísland Ísland er enn friðsælasta ríki heims samkvæmt Global Peace-vísitölunni en Ísland hefur verið á toppi listans allt frá upphafi mælinga árið 2008. Morgunblaðið/Hari VIKAN SEM LEIÐ UMMÆLI VIKUNNAR ’„Mér finnst þetta alveg galinhugmynd. Þú getur allt einssagt að ef einhver sé að díla meðdóp inni á veitingastað þá eigi að loka veitingastaðnum. Þú getur ekki látið einn mann bera ábyrgð fyrir annan.“ Björn Leifsson, eigandi World Class, um frumvarp sem gæti leitt til sviptingar starfsleyfis líkamsræktarstöðva. Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Veldu betri málningu PALLAOLÍA • Allround olían er efnisrík gæðaolía sem endist lengur • Margir fallegir litir* * Litur á palli EJLINGE Með sjálfbærni að leiðarljósi Finnsk innanhússhönnun 02.03–02.09.2018 www.norraenahusid.is Innblásið af Aalto Hvað er í bíó? mbl.is/bio Að nema brott líffæri Frá og með 1. janúar 2019 er öllum sjálf- ráða Íslendingum ætlað að við læknis- meðferð megi nema brott líffæri eða lífræn efni úr líkama einstaklings, þar sem hann hefur hvorki lýst sig andvígan því, né sé það talið brjóta í bága við vilja hans. Hins vegar geta allir skráð sig andvíga á vef landlæknis. Það var framsóknarþingfólkið Silja Dögg Gunnarsdóttir og Willum Þór Þórsson sem lögðu fram frum- varp þessa efnis sem var samþykkt á Alþingi í vikunni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.