Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.06.2018, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.06.2018, Side 16
NÁTTÚRAN 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.6. 2018 „Margt hefur breyst,“ segir Tómas, „og þörfin fyrir stóriðju hefur minnkað frá því að Hvalárvirkjun kom fyrst til umræðu.“ Það eru ekki bara fossarnir sem heilla á Ströndum, heldur ekki síður fjöll á borð við Glissu, Töflu og Örk- ina, að mati félaganna. Bæði fyrir göngufólk og fjallaskíði. Þá séu Drangaskörð skammt þar undan, svo fátt eitt sé nefnt. Bendir á rangfærslur Í deilu eins og þeirri sem nú stend- ur um Hvalárvirkjun segir Tómas mikilvægt að réttar upplýsingar séu bornar á borð fyrir almenning. Eins og hann rekur í aðsendri grein í Morgunblaðinu 31. maí síðastliðinn hefur því ekki alltaf verið að heilsa hjá fylgjendum virkjunarinnar. „Annar af tveimur landeigendum sem selt hafa vatnsréttindi sín fyrir háar fjárhæðir verði af virkjun, tal- ar niður sínar eigin æskustöðvar og blaðafulltrúi framkvæmdaaðilans, Vesturverks, tekur enn dýpra í ár- inni og segir svæðið óspennandi og ljótt og aðeins aðgengilegt með góðu móti einn mánuð á ári. Sem er beinlínis rangt,“ segir Tómas í greininni. Rangfærslurnar eru fleiri, að dómi Tómasar. „... staðreyndavillur sem því miður hefur reynst erfitt að vinda ofan af og margir Vestfirð- ingar virðast trúa. Þetta staðfestir nýlegt viðtal í Morgunblaðinu við Ásgeir Margeirsson, forstjóra HS Orku, undir fyrirsögninni: Vestur- Verk í meirihlutaeigu Íslendinga. Þarna reyna fyrirtækin að þvo af sér þá staðreynd að útlendingar ráði ríkjum í þeim – og að erlendir aðilar séu að fjárfesta í íslenskum náttúru- auðæfum með hagnað en ekki vel- ferð Vestfirðinga að leiðarljósi.“ Enn alvarlegri, að áliti Tómasar, eru fullyrðingar HS Orku og Vesturverks um að með virkjuninni muni afhendingaröryggi rafmagns á Vestfjörðum batna stórlega. „Allir eru sammála um að afhendingar- öryggi rafmagns á Vestfjörðum er ófullnægjandi, ekki síst út í botn- langa kerfisins á Ísafirði og í Bol- ungarvík. Vandamálið liggur þó fyrst og fremst í dreifkerfinu, þ.e. rafmagnslínunum, fremur en að það vanti rafmagn. Enda er það svo að Orkubú Vestfjarða býður raforku- notendum um land allt að kaupa raf- magn þaðan. Töluvert er til af um- framorku á Íslandi, t.d. frá Blöndu- virkjun og Kárahnjúkum, og væri nær að bæta dreifkerfið á Vest- fjörðum til að koma því til notenda. Einnig þarf að leggja af tengigjald sem Vestfirðingar greiða fyrir teng- ingu við Landsnetið.“ Í samtali okkar segir Tómas mál- flutning sem þennan á vafasömu sið- ferðislegu plani. Hæpið sé að fyrir- tæki sem ekki eru með starfsemi í hreppnum beiti sér með þessum hætti. „Það er reyndar áberandi að flestir sem tjá sig um virkjunina hafa ekki komið þarna sjálfir og tala því af takmarkaðri þekkingu.“ Náttúruunnendur að upplagi Náttúruáhugi Ólafs og Tómasar er ekki nýr af nálinni. Faðir þess síðar- nefnda var jarðfræðingur og ferðað- ist sonurinn með honum vítt og breitt um landið frá blautu barns- beini, ekki síst um hálendið, sem faðirinn þekkti eins og lófann á sér. Ólafur var minna á hálendinu í bernsku en var á hinn bóginn send- ur í sveit með kaupfélagsbílnum á vorin. „Mér leið ákaflega vel í sveit- inni, þar sem ég drakk í mig náttúr- una, eins og hún gerist best og ætl- aði alltaf að verða kúabóndi. Ég saknaði náttúrunnar mest meðan ég var ytra í námi,“ segir Ólafur. „Besta náttúruverndin er að fara með fólk út í náttúruna,“ segir Tómas Guðbjartsson.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.