Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.06.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.06.2018, Blaðsíða 21
kannski ekki að njóta hennar alveg þegar mað- ur sér hana í fyrsta sinn því ég var svo mikið að hugsa um praktíska hluti,“ segir María Thelma og brosir. Hvernig er að leika á móti svona stórstjörnu eins og Mads? „Hann mætir manni á jafningjagrundvelli og er mjög danskur og jarðbundinn. Hann er rosa- lega skemmtilegur, skilningsríkur og það var mjög gott að vinna með honum. Hann er enn með leikarahjartað og er ekki að missa sig í hroka. Við sóttum mjög mikið í hvort annað hvað varðar handritið og eyddum miklum tíma í að undirbúa okkur og til að missa ekki sjónar á því sem við vorum að gera. Á sama tíma voru aðstæðurnar svo erfiðar að maður þurfti að vera seigur til að komast í gegnum þetta, en þetta var góð reynsla. Það hefði verið auðvelt að missa sig í pirring, og þá meina ég ekki út í hvort annað heldur vegna erfiðra aðstæðna sem við vorum í. Okkur var alltaf kalt og það var alltaf blautt. Alltaf rok. Maður var alltaf með snjó í andlitinu. Þannig að þetta var rosa töff á þennan hátt og ég held að kuldinn geti dregið það versta fram í manni. Þetta voru ekki lúxustökur! Á einum tímapunkti sagði Mads: „Þetta er erfiðasta verkefni sem ég hef tekið þátt í“. Og ég sagði: „Þetta er fyrsta verkefni sem ég hef tekið þátt í!““ segir hún og skelli- hlær. „Þannig að þetta er viðmiðið mitt núna. Ég var í útitökum í gær fyrir auglýsingaherferð og það var alveg kalt en ekkert miðað við Arctic! Viðmiðið er svo hátt, nú get ég hvað sem er. Þetta var ótrúlega krefjandi og mikilvægt að standa með sjálfum sér í gegnum allt ferlið.“ Hvað er minnisstæðast úr tökunum? „Það var svo hvasst eitt sinn að hurðin á bílnum fauk upp og beyglaðist öll. Við Mads, sem sat í aftursætinu, reyndum bæði að loka en hurðin var orðin skökk og hjarirnar gáfu sig en við náðum loks að loka einhvern veginn,“ segir hún. „Svo var voru fullt af fallegum og fyndnum augnablikum. Það var ótrúlegt hvað við gátum fundið samleið og vorum akkeri hvort annars í þessum aðstæðum. Ég man eftir einu ógleym- anlegu augnabliki. Það var einn daginn algjört logn og allt þakið í snjó. Við vorum að borða há- degismat þar sem við sátum á risastórum snjó- skafli. Ég var í risastórri úlpu, snjóbuxum og stígvélum. Og Mads sat þarna með mér og allt frábæra tökuliðið og það glitraði á snjóinn og það var svo ótrúlega fallegt. Þetta var svona augnablik þegar maður hugsar að maður vildi ekki vera neins staðar annars staðar.“ Leikhúsið er hættulegra Hvernig var það að vera á rauða dreglinum í Cannes? „Það var ótrúlegt að vera þarna, svo súrreal- ískt. Ég var svo stolt af öllum þeim sem komu að myndinni. Það sem stóð upp úr hjá mér var að sjá allt íslenska tökuliðið þarna, á Cannes, stærstu og flottustu listahátíð í heimi. Við Ís- lendingar erum komnir þangað, mjög langa leið. Við eigum svo harðgert og flott fólk í þess- um bransa. Allir manns draumar og öll manns markmið eiga alveg séns.“ María Thelma segir að hugsanlega geti kvik- myndahlutverkið opnað dyr að öðrum stórum hlutverkum. „Maður veit aldrei. Það eru breyttir tímar hér á landi, í gamla daga var bara hægt að fá hlutverk í leikhúsunum en núna er svo mikil gróska í kvikmyndum og sjónvarpsseríum. Ég er eiginlega búin að vera meira í sjónvarpi en í leikhúsinu.“ Hvort er skemmtilegra? „Það er hættulegra að vera í leikhúsi, maður þarf að negla þetta í hvert skipti. Og gera það mörg kvöld í röð. En í bíómyndum og sjónvarp- inu er þetta nánari leikur.“ Þú endar kannski í bíómynd með Brad Pitt? „Það er ekkert verið að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur,“ segir hún og skellihlær. „Annars er það svo fyndið, að um leið og ég plana eitthvað langt fram í tímann er eins og að lífið loki á það og beini mér í einhverja allt aðra og betri átt.“ Hún segir að líklega sé næst á döfinni að fara á fleiri kvikmyndahátíðir með Arctic. „Við viss- um ekki að myndin ætti að fara á Cannes, við sóttum um og svo biðum við eftir svari. Ég var í Kambódíu þegar ég frétti það og þurfti grín- laust að drífa mig heim. Ég var að hlusta á beina útsendingu í símanum mínum þegar til- kynnt var hvaða myndir kæmust inn. Ég var þarna ógeðslega sveitt og öll út í moskítóbiti og var að hlusta á þetta inni í einhverjum kofa. Svo heyrði ég að þeir nefndu Arctic og það var mik- ið fagnaðarefni.“ Í sumar hyggst María Thelma dvelja í Lond- on um skeið að ræða við umboðsmenn sem vilja hitta hana í kjölfarið á leik hennar í Arctic. „Ég veit ekki hvað kemur út úr því en ég verð þarna í nokkrar vikur. Í haust tekur svo við undirbúningur og æfingaferli fyrir einleik- inn.“ Að taka meira pláss María Thelma er reynslunni ríkari eftir Arctic og segist hafa lært heilmikið. „Mér leið stundum eins og það væri stutt í það að gefast upp en það skiptir svo miklu máli að halda áfram og ekki afsaka vinnuna sína, á einn eða annan hátt. Þrautseigjan er mikilvæg. Það getur enginn vegið og metið vinnuna þína nema þú sjálfur. Maður á ekki að taka minna pláss en maður þarf; taktu bara meira pláss. Stattu með þér. Það er nefnilega algengt hjá ungum leikkonum að afsaka sig og bakka út í staðinn fyrir að fagna sér og sinni vinnu því það er enginn að fara að vinna vinnuna fyrir þig. Þetta var svo erfitt og gott ferli að ég ætla bara að fagna því.“ Mads Mikkelsen, María Thelma og hinn brasilíski leikstjóri kvikmyndarinnar Arctic, Joe Penna, stilla sér upp í myndatöku í Cannes í síðasta mánuði. ’Hér á Íslandi getur maðurfarið í Íslendingabók og þjóð-skrá og skoðað allt sitt ættartré.En í Asíu, þegar maður fæðist inn í lægstu stéttirnar, ertu ekkert skráður og það er svolítið eins og þú sért ekki til. Það er svo súr- realískt að hugsa til þess að hinn helmingurinn af mér er þaðan. Á þessari gömlu fjölskyldumynd má sjá Maríu Thelmu í fangi föður síns, Smára Þrastar Sig- urðssonar, og systur hennar, Apríl Hörpu, í fangi móðurinnar, Völu Rúnar Tuankrathok. María Thelma segir það hafa verið súrrealískt að upplifa það að fara til Cannes. Hún segist fyrst og fremst vera stolt af öllu því frábæra fólki sem kom að kvikmyndinni Arctic. Í sumar fer hún til Lond- on að tala við umboðsmenn sem vilja hitta hana eftir að hafa séð hana leika í Arctic. 10.6. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.