Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.06.2018, Side 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.06.2018, Side 25
10.6. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 „Við erum með kór- eskan „street food“- stað með smá „L.A. fusion““, segir Atli Snær, sem rekur stað- inn Kore. „Þessi matur hefur alltaf heillað. Ég starf- aði á Agern hjá Gunn- ari Karli Gíslasyni í New York og á nótt- unni eftir vakt þar þræddum við svona staði í Kóreuhverfinu og þar vaknaði þessi hugmynd,“ segir Atli Snær. „Þetta eru afgerandi brögð með L.A. tvisti, t.d. setjum við þetta í takó.“ Kórea með tvisti Grænir og svartir fiskbitar „Við erum með fisk og franskar með nýrri nálgun, undir japönskum áhrifum, borinn fram í netakúlum,“ segir Hörður Jónasson, einn eiganda Fusion Fish & Chips. „Einn vinsælasti rétturinn heitir Fish & Chips tríó, en þá fær maður mismunandi deig utan um fiskinn. Einn bitinn er grænn, litaður með wasabi og annar er svartur litaður með smokk- fiskbleki.“ „Hugmyndin var að vera með freyðivínsbar og sjávarrétti. Við erum að- allega með kalda sjávarrétti sem við setjum saman á platta,“ segir Dagbjört Haf- liðadóttir, einn eigenda Lax. „Við erum með freyði- vínið á krana og viljum koma með smá lúxus inn í daglegt líf Íslendinga. Þetta hefur verið draumur minn í mörg ár þannig að ég hætti í vinnunni sem lögfræðingur í banka og opnaði þennan stað,“ segir hún. „Sjávarréttaplattinn er langvinsælastur.“ Fiskur og freyðivín „Hugmyndin er að vera með ljúffeng vín, annars vegar frá Búrgúndarhéraði í Frakklandi og hins vegar náttúruvínin, sem eru ýmist frá Frakklandi eða Ítal- íu,“ segir Arnar Bjarnason, sem stendur vaktina hjá Micro Roast Vínbar. Hann segir það vera kost að geta keypt sér glas af eðalvíni en ekki er nauðsyn- legt að kaupa heila flösku. Með víninu er hægt að narta í osta frá Búrinu en hægt er að kaupa osta- og salamibakka. „Við seljum hér líka íslenska bjóra á dælu, eingöngu ís- lenskan kraftbjór frá íslenskum brugg- urum. Svo seljum við gott kaffi og brauð frá Brauð og co.,“ segir Arnar. Eðalvín í glösum Humar- lokan slær í gegn Rabbar Barinn heitir staður sem var opnaður fyrst á Hlemmi en er nú einnig kom- inn á Granda. Starfsmaðurinn Ólafur Kári Ragnarsson segir þau elska mathallir og eru þau því afar ánægð að hafa opnað á Mathöll Granda. „Við bjóðum upp á súpur og samlokur en uppáhalds- rétturinn er humar- og beikonlokan. Hún selst eins og heitar lummur. Við bjóð- um líka upp á grænmeti í lausasölu sem selst mjög vel enda allt íslenskt beint frá bónda,“ segir hann. 500 g lax, skorinn í þunna 1 cm teninga 2 saxaðir rauðir chilli 2 smátt saxaðir skallottulaukar 2 msk. repjuolía 1 saxað búnt af kóríander 4 límónur, börkur og safinn 1 mangó, skorinn í litla bita salt og pipar Hrærið öllu saman og látið fiskinn „eldast“ í límónusafanum í a.m.k. 30 mínútur áður en borið er fram. Laxa-ceviche Humar- og beikonloka 1 súrdeigsbolla frá Brauð og co lúka klettasalat 3 sneiðar tómatar 2-3 sneiðar steikt beikon nokkrir góðir bitar steiktur humar basilmajónes Smyrjið hvorn helming með basilmajónesi. Setjið hráefnin ofan á og grillið í borðgrilli.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.