Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.06.2018, Page 29
tala flestir reiprennandi ensku. Þeir
útskýrðu fyrir okkur eftir stutt
spjall að við ættum eftir að skemmta
okkur vel en að eyjan væri líklega
ekki besti staðurinn til að upplifa
hefðbundna menningu Filippseyja.
Það er líklega rétt enda er mikill
ferðamannabragur yfir öllu, en
stundum er ágætt að njóta þess, eins
og félagi minn komst að orði, „að
hafa það næs á skýlunni“. Okkur
þótti til að mynda ekki leiðinlegt að
stökkva af klettum í sjóinn eða heilsa
upp á gullfiskana í hjálmaköfun.
Úrvalið af afþreyingu að degi til er
nánast endalaust, hvort sem fólk
sækist eftir afslöppun eða adrenal-
íni. Á kvöldin sátum við svo á strönd-
inni og nutum kvöldmatar í kringum
elddansara, villiketti og tónlistar-
menn sem voru misjafnlega sjálf-
umglaðir. Filippseyskur matur get-
ur verið æðislega góður, en það
getur verið gott að vanda valið á
veitingastöðum. Ef farið er út fyrir
strandlengjuna má líka finna fram-
andi menningarkima á borð við al-
vöru hanaat sem við ákváðum að
sleppa af ýmsum ástæðum.
Ferðinni lauk á hápunkti þar sem
við kófsveittir Íslendingar fórum í
fínu fötin og mættum í fallega (en
óloftræsta) kirkju til að horfa á vini
okkar ganga í það heilaga. Eftir fal-
lega athöfn að kaþólskum sið var
brúðhjónunum fylgt út á strönd þar
sem var boðið upp á kvöldmat og
ógleymanleg veisluhöld langt fram á
nótt. Það var erfitt að kveðja sólina
og fara heim í slabbið, en nú veit
maður hvar hún felur sig á veturna.
Vendinum kastað til að
ákvarða næstu brúði.
Auðþekkjanlegur fararskjóturinn var merktur Fróninu.
Elddansarar eru algeng sjón á Boracay.
Neistarnir fljúga, í eiginlegri og óeiginlegri merkingu.
Hvítbúin hjónin klædd í stíl við ströndina.
10.6. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is
Stóll 38.000
Stóll 38.000
Borð 27.000
Borð 27.000
Sessa 4.500
SÍGILDIR SUNNUDAGAR
Fyrsta flokks
kammertónlist
Sígildir sunnudagar eru klassísk
tónleikaröð þar sem boðið er upp
á fjölbreytt úrval kammertónleika.
Sunnudaga
kl. 17:00 í Hörpu
Forseti Filippseyja, Robert Du-
terte, tilkynnti í apríl að Bo-
racay yrði lokuð ferðamönnum
í sex mánuði til að sporna gegn
frekari umhverfisskaða. Du-
terte gagnrýndi íbúa eyjunnar
fyrir óðfýsi í uppbyggingu ferða-
mennskunnar án tillits til inn-
viða á borð við vatns- og skólp-
hreinsistöðvar, en til dæmis
höfðu einhverjir tekið upp á því
að sturta skólpinu beint í sjóinn
gegn regluverkinu. Umhverf-
isráðuneyti hafði óskað eftir
lokun til eins árs en ákvörðun
var tekin um helming þess
tíma.
Þúsundir íbúa Boracay vinna
við ferðamennsku og tengdar
greinar og fannst mörgum
gengið allt of langt. Aðrar radd-
ir, flestar utan eyjunnar, lýsa yfir
fögnuði yfir því að loksins verði
aðhafst eitthvað í umhverfis-
málum á eyjunni.
Lokunin átti sér stað 26. apríl
þegar hundruð vopnbúinna her-
og lögreglumanna lentu á eyj-
unni, í sýningarskyni frekar en
af nauðsyn.
Hermenn troða baðströnd við ferðamannalokun Boracay.
AFP
Lokað í paradís
ÁGANGUR FERÐAÞJÓNUSTUNNAR