Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.06.2018, Qupperneq 35
10.6. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35
BÓKSALA 30. MAÍ-5. JÚNÍ
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 OfurhetjuvíddinÆvar Þór Benediktsson
2 StormfuglarEinar Kárason
3 Ævintýraeyjan TenerifeSnæfríður Ingadóttir
4 111Spessi
5 Independent PeopleHalldór Laxness
6 Tólf lífsreglurJordan Peterson
7 261 dagurKristborg Bóel
8 Marrið í stiganumEva Björg Ægisdóttir
9 KapítólaEmma D.E.N. Southworth
10 Lífsnautnin frjóaAnne B. Ragde
1 OfurhetjuvíddinÆvar Þór Benediktsson
2
Handbók fyrir ofurhetjur
Annar hluti – rauða gríman
Elias/Agnes Vahlund
3
Risasyrpa – sniðugar
uppfinningar
Walt Disney
4 Ísland á HMGunnar Helgason
5 VillinornLene Kaaberbøl
6
Þegar ég verð stór ætla
ég að spila með íslenska
landsliðinu
Gemma Cary
7 Alein úti í snjónumHolly Webb
8 Hvolpasveitin – litabók
9
Stóra bókin um
Hvolpasveitina
Mary Tillworth
10 Herramenn – pakki 2
Allar bækur
Barnabækur
Ég hef verið að glugga í nokkrar
bækur undanfarið. Ein þeirra er
bókin skemmtilega eftir Kristínu
Aðalsteins-
dóttur, Inn-
bær. Húsin
og fólkið,
en hún er
full af
myndum,
fróðleik og
sögum um gömlu húsin og fólkið í
innbænum á Ak-
ureyri. Önnur heit-
ir Turning to one
another, eftir Marg-
aret J. Wheatley.
Hún fjallar um
hvernig einlægar
samræður og það
að tala um sín hjartans mál gefur
okkur hugrekki til að hafa jákvæð
áhrif á samfélagið og þar með
heiminn. Loks langar mig að nefna
áhugaverða bók sem ég er að lesa
þessa dagana, Resili-
ency. What we have
learned, eftir Bonnie
Benard. Hún fjallar
um hve mikilvægt
það er börnum og
unglingum að fá stuðning við að
þróa með sér seiglu og dugandi út-
hald til að geta leyst ýmis verkefni í
lífinu. Jákvæðar fyrirmyndir skipta
þar miklu máli.
ÉG ER AÐ LESA
Kristín S.
Bjarnadóttir
Kristín er hjúkrunarfræðingur í
Heimahlynningu á Akureyri.
Fáir hafa kafað eins djúpt ímannssálina eða verið jafnóvægnir í greiningu sinni á
henni og Fjodor Dostojevskí, segir
Gunnar Þorri Pétursson, sem þýtt
hefur Hina smánuðu og svívirtu.
Sagan kom fyrst út í Rússlandi árið
1861 en birtist nýlega á íslensku.
„Við erum öll smánuð og svívirt á
lífsleiðinni, ekki einu sinni Frels-
arinn komst hjá því, en þegar við er-
um smánuð og svívirt kemur okkar
innri maður í ljós, sem og for-
vitnilegar tilfinningar á borð við
gremju, kvalarlosta og sært stolt.
Ég held að enginn höfundur hafi ver-
ið jafn góður að lýsa særðu stolti og
Dostojevskí,“ segir þýðandinn.
Mikil áskorun
Gunnar Þorri nám rússnesku og
bókmenntafræði en Hinir smánuðu
og svívirtu er fyrsta skáldsagan sem
hann íslenskar.
Ingibjörg heitin Haraldsdóttir hóf
þýðingu sögunnar en varð snemma
að hverfa frá verkinu vegna veik-
inda. „Ingibjörg fól mér að taka við
keflinu og það þótti mér mikill
heiður,“ segir Gunnar Þorri.
Hann vann þrjú ár að þýðingunni.
„Það var ákveðin kúnst að vera trúr
hennar þýðingarstíl en um leið ryðja
Dostojevskí-þýðingum nýja braut.
Stundum hefur verið talað um að
hann sé margradda höfundur, ég
reyni að vera trúr þeirri marg-
röddun en raddsetja um leið fyrir
tvo þýðendur.“
Gunnar Þorri segir verkefnið hafa
verið mikla áskorun en gríðarlega
skemmtilegt um leið. Að læra rúss-
nesku sé að nokkru leyti eins og
ganga í barndóm að nýju: „Maður
lærir nýtt letur, lærir því að skrifa
upp á nýtt og ég handskrifaði til
dæmis bróðurpart fyrsta uppkasts-
ins. Í næstu umferð pikkaði ég text-
ann á ritvél sem faðir minn gaf mér
og það var ekki fyrr en í lokaáfang-
anum sem ég sló textann inn á tölvu.
Þetta var mín leið til að fara frá 19.
öldinni yfir í þá 20. og svo inn í 21.
öldina.“
Bókin er skrifuð á tímamótum í lífi
rithöfundarins. „Hann skýst ungur
upp á stjörnuhimin rússneskra bók-
mennta með Fátæku fólki, sögu sem
er lítið þekkt í dag, en höndlaði ekki
frægðina, lenti í miklum vandræðum
og leiddist í neðanjarðarhópa sem
lögðu á ráðin um byltingu. Þetta var
1848, þegar uppreisnaralda skók
Evrópu, og fyrir þátttöku í leyni-
legum hring var Dostojevskí fang-
elsaður og sendur til Síberíu. Þar
var hann í mörg ár og vegna þess að
hann var fangi missti Dostojevskí öll
sín borgaralegu réttindi, þar á meðal
réttindi til að gefa út. Hann náði því
ákveðnum botni en fékk um leið al-
gjörlega nýja sýn á sjálfan sig, þjóð
sína og skáldskapinn við það að sam-
neyta glæpamönnum og alþýðu
manna í Síberíu. Þessi saga er skrif-
uð þegar hann spyrnir sér frá botn-
inum, snýr aftur til Pétursborgar og
hyggst reisa ritferil sinn úr ösku-
stónni.“
Gunnar Þorri segir það auka enn á
áhrifin að augljósir ævisögulegir
drættir séu í sögunni. Aðalsöguhetj-
an er ungur rithöfundur og minnir
lífshlaup hans mjög á það sem höf-
undurinn hafði reynt á eigin skinni.
Óhaminn og villtur
„Um þessar mundir hillir undir gull-
öldina í rússneskri skáldsagnaritun.
Lev Tolstoj er nýkominn fram á
sjónarsviðið þegar Dostojevskí
skrifar Hina smánuðu og svívirtu,
Feður og synir eftir Ívan Túrgenjev
fylgir fast á hæla hennar og á næstu
árum skrifar Dostojevskí verkin sem
tryggðu honum sæti við háborð
heimsbókmenntanna: Glæp og refs-
ingu, Fávitann, Djöflana og síðar
Karamazov-bræðurna.
Hinir smánuðu og svívirtu er eins
og upptakturinn að þessum miklu
verkum; þetta er fyrsta langa skáld-
saga Dostojevskís og eitt af því sem
gerir hana svo skemmtilega er hve
óhaminn hann er og villtur; segja má
að þarna fylgist maður með Dosto-
jevskí verða að Dostojevskí!“
Gunnar Þorri segir að lokum, að
ekkert jafnist á við rússnesku 19.
aldar skáldsöguna. „Sögusviðið er
stórt, persónugalleríið margbrotið,
dramatíkin mikil og samtölin djúp.
Hlutverk höfundarins er í senn að
skemmta og varpa fram stórum, til-
vistarlegum spurningum. Það er
ekki síst þess vegna sem Dostojevskí
á brýnt erindi við okkur enn í dag.“
Óhaminn og villtur
Skáldsaga Fjodors Dostojevskís, Hinir smánuðu og svívirtu, er komin út í
þýðingu Gunnars Þorra Péturssonar, sem segir tilvistarlegar og heimspeki-
legar spurningar höfundar ekki síður eiga erindi við fólk í dag en á 19. öld.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Gunnar Þorri Pétursson: Stórar, tilvistarlegar spurningar Fjodors Dostojevskís eiga brýnt erindi við okkur enn í dag
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Alvöru bónstöð þar sem bíllinn er
þrifinn að innan sem utan,
allt eftir þínum þörfum.
Frábær þjónusta – vönduð vinnubrögð.
Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is
Bónstöð opin virka daga frá 8-19,
Alþrif verð frá 14.500,- (lítill fólksbíll)
Bónstöð Pantið tíma í síma577 4700