Morgunblaðið - 16.06.2018, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2018
Moskva „Það fer 2:0 fyrir Ís-
land en ég læt ekki uppi
hverjir skora. Þetta verður
svipað og í Frakklandi; Ís-
land fer í átta liða úrslitin en
tapar þar fyrir Rússum.“
Hvernig fer leikur Íslands og Argentínu í Moskvu í dag?
Rúnar Gunnarsson
Reykjavík „Ég vona að við
tökum þetta en ég held samt
að þetta verði jafntefli. Ég
segi að leikurinn fari 1-1 og
Gylfi Þór Sigurðsson verður
með markið.“
Skúli Guðmundsson
Moskva „Ég spái því að leik-
urinn fari 2:1 fyrir Ísland og
Gylfi Þór og Jón Daði geri
mörkin. Ég er ekki komin til
Moskvu til að sjá landsliðið
tapa!“
Kolbrún Þrá Þórarinsdóttir
Reykjavík „Við vinnum.
Þetta verður 3-0 fyrir
Ísland. Gylfi skorar fyrsta
markið, svo Birkir Már og
Raggi Sig. með skalla, ekki
spurning.“
Ómar Þór Heiðarsson, 11 ára
Moskva „Strákarnir hafa
gefið mér fulla ástæðu til þess
að vera bjartsýnn. Ég held að
leikurinn fari 1:1 og spái því
að Ragnar Sigurðsson skori
en Higuain fyrir Argentínu.“
Einar Örn Hallgrímsson
Reykjavík „Ég held að Ís-
land vinni. Við hittum af-
greiðslukonu sem sagði okk-
ur að frændi hennar væri
númer 7. Við munum hvetja
hann og liðið áfram.“
Caryn Hanan frá Seattle
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Tólfan mætir með læti eins og allt-
af. Við verðum þarna upp undir
þrjátíu úr harðasta kjarna Tólf-
unnar sem sitjum eftir heima og
höldum uppi stemningunni,“ segir
Ingþór J. Ey-
þórsson, einn
liðsmanna Tólf-
unnar, stuðnings-
mannasveitar ís-
lenska lands-
liðsins í knatt-
spyrnu.
Ingþór og fé-
lagar hans fá það
hlutverk að
keyra upp
stemninguna í Hljómskálagarðinum
í dag. Þar verður leikur Íslands
gegn Argentínu á HM sýndur á
risaskjá og búast má við því að þús-
undir stuðningsmanna mæti á stað-
inn.
Þegar Morgunblaðið ræddi við
Ingþór í gærdag var hann einmitt
staddur í Hljómskálagarðinum að
velja réttu staðina fyrir stuðnings-
sveitina. Hann sagði að skjárinn
væri hátt uppi og því ættu allir að
sjá vel á hann. „Við í Tólfunni mæt-
um um klukkan ellefu þegar svæðið
verður opnað. Þarna verða tromm-
ur og andlitsmálning, alveg eins og
á leikdegi í Laugardalnum. Fólk
ætti að mæta tímanlega og finna
sér góð sæti. Þarna verður veit-
ingasala. Ég lofa góðri stemningu
og vona að almenningur taki þátt í
því með okkur. Þótt það sé spáð
smásúld þá viljum við blússandi
stemningu og alvörulæti.“
Breskt kvikmyndatökulið fylgir
Tólfunni eftir en það er að gera
heimildarmynd um íslenska lands-
liðið og stuðningsmenn þess.
Ingþór viðurkennir fúslega að
hann myndi gjarnan vilja vera á
vellinum í Moskvu í dag en er
ákveðinn í að gera það besta úr að-
stæðum heima. „Ég ákvað að taka
þetta heima. Ég fer á Þjóðadeildina
í staðinn. Það verður einhver að
halda uppi heiðrinum hér.“
Hvernig fer leikurinn?
„Ég held að við tökum þetta, 2-1.
Gylfi setur eitt mark og Raggi Sig.
skorar sigurmarkið eftir fyrirgjöf
Arons. Aguero potar inn einu sára-
bótarmarki.“
Morgunblaðið/Eggert
Áfram Ísland! Stuðningsmenn íslenska landsliðsins gengu um götur Moskvu í gær vel merktir og veifandi fána.
„Viljum alvörulæti“
Þrjátíu liðsmenn Tólfunnar keyra upp stemninguna í
Hljómskálagarðinum í dag Fólk mæti snemma á staðinn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hljómskálagarðurinn Undirbúningur stóð yfir í gær fyrir leikinn í dag.Ingþór J.
Eyþórsson
Risa
Risaleikur á risaskjám
» Leikur Íslands og Argentínu
verður víða sýndur á risaskjám
undir berum himni.
» Auk Hljómskálagarðsins
verður leikurinn sýndur á Ing-
ólfstorgi, á Rútstúni í Kópa-
vogi, Garðatorgi í Garðabæ og
Thorsplani í Hafnarfirði.
» Þá verður hægt að horfa á
leikinn á matarmarkaðinum
Boxinu í Skeifunni og Melavell-
inum við Sundlaug Vestur-
bæjar. Eins í Listagilinu á Akur-
eyri og á Stakkagerðistúni í
Vestmannaeyjum.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Argentínumaðurinn Robert Hugo
Blanco hittir Heimi Hallgrímsson
reglulega í tannlæknastólnum. Ro-
bert, sem hefur verið búsettur á Ís-
landi síðan 1977, segist vara sig á
því hvað hann segi við Heimi um
leik Íslands og Argentínu sem fer
fram í dag. „Ég verð að passa mig
hvað ég segi í tannlæknastólnum,
Heimir er með bor og svona,“ segir
Robert hlæjandi. Það þýðir þó ekk-
ert að segja Robert með hvaða liði
hann skuli halda. „Ég veit hvað ég
vil; jafntefli Íslands og Argentínu.“
Aðspurður hvort hann spái í raun
jafntefli liðanna tveggja segir Ro-
bert: „Maður óskar þess og trúir
bara á kraftaverk.“ Þrátt fyrir að
Robert vilji sjá jafntefli í leiknum er
hann mikill aðdáandi íslenska
landsliðsins: „Hafandi í huga frá
hve litlu landi þeir koma og hve
langt þeir hafa samt náð í þessari
vinsælustu íþrótt heims. Í mínum
huga eru landsliðsmennirnir nú
þegar hetjur og það sem kemur til
viðbótar er hreinn bónus.“
Robert er kvæntur Sólrúnu Berg-
þórsdóttur en þau hafa verið gift í
39 ár. Hjónin eru búsett í Vest-
mannaeyjum, rétt eins og Heimir
Hallgrímsson, en Hugo kennir
spænsku og ensku í Framhaldsskól-
anum í Vestmannaeyjum og hefur
bæði kennt syni Heimis og konunni
hans. Sólrún smellti mynd af Heimi
og Hugo þegar þau hjónin fóru í
skoðun til Heimis í janúar. „Ég
hafði leikinn í huga þegar ég ákvað
að taka þessa mynd, það var ekki
annað hægt en að taka mynd af
þeim saman. Það er svo einstakt að
á þessari litlu eyju séu staddir bæði
landsliðsþjálfari Íslands og Argent-
ínumaður,“ segir Sólrún.
ragnhildur@mbl.is
Ljósmynd/Sólrún Bergþórsdóttir
Félagar Sólrún gat ekki annað en smellt mynd af þeim Hugo og Heimi.
Heimir hefur ekki náð að fá Hugo til að halda alfarið með Íslandi.
Vill sjá jafntefli Ís-
lands og Argentínu
Heimir tannlæknir Argentínumanns
Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is
Stóll 38.000
Stóll 38.000
Borð 27.000
Borð 27.000
Sessa 4.500