Morgunblaðið - 16.06.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.06.2018, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2018 VIÐTAL Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi, segir að sá gífurlegi áhugi sem heimspressan sýni íslenska landsliðinu, íslenskum stuðningsmönnum í Rússlandi og heima á Íslandi og Íslandi sé „ómet- anleg og jákvæð landkynning“. „Þetta er ótrú- lega spennandi og nú er þetta að bresta á. Það rík- ir mikil til- hlökkun, stolt og gleði hjá okkur þessa dagana. Áhugi Rússa á liðinu okkar er geysilega mikill, en ekki síður á ís- lenska stuðnings- mannaliðinu. Ég hef sagt að þjóðhá- tíðin okkar Íslendinga sé komin til Moskvu. Það er mikilvægt að allir Íslendingar sem koma til þess að styðja strákana okkar komi vel fram og fylgi reglum, því Rússar munu líta á hvern og einn Íslending hér sem sendiherra Íslands,“ sagði Berglind í samtali við Morgunblaðið í gær. Hún segir að í raun sé dag- skráin sem tengist þátttöku Íslend- inga á HM þegar hafin. „Í dag (í gær innskot blm.) er Ævar Benediktsson rithöfundur (Ævar vísindamaður) í tvígang að lesa upp og spjalla við áheyrendur í bókasafni erlendra bókmennta. Svo eru stórtónleikar í kvöld, þar sem Emilíana Torrini og The Colorists stíga á svið fyrir tón- listarblaðamenn, -gagnrýnendur og aðra stóra aðila í tónlistarlífinu hér í Rússlandi,“ sagði Berglind. Berglind segir stemninguna í Moskvu vera frábæra. „Borgin er komin í knattspyrnugír. Ég var við- stödd opnunarleikinn í gær og svo fékk ég mér göngutúr um miðbæ Moskvu í gærkvöld og var þá aug- ljóst að knattspyrnuáhugamenn frá öllum heimshornum eru mættir til Moskvu,“ sagði Berglind. Hún segist ekki hafa hitt marga Íslendinga enn sem komið er, því annirnar í sendiráðinu séu mjög miklar vegna ýmiss konar undirbún- ings. Mikið sé hringt í sendiráðið, ekki síst eftir að tekist hafi að út- vega sérstakan „fan zone“ fyrir ís- lensku stuðningsmennina. „Það er einn stór „fan zone“ fyrir alla, en við fórum fram á það við borgaryfirvöld að fá sér „fan zone“ á góðum stað, og við því var orðið. Þetta er afskaplega ánægjulegt fyr- ir okkur. Um er að ræða glænýjan og glæsilegan garð sem heitir Za- ryadye, á móti Kreml, þar sem áður var stærsta hótel í heimi,“ segir sendiherrann, afar ánægð með þá niðurstöðu að Íslandi hafi verið út- hlutað þessum garði, þar sem upphitunardagskrá fer fram í dag fyrir leik og hefst kl. 11 að Moskvu- tíma. Tólfan verður í öndvegi „Okkar aðstaða í garðinum er þar sem eru upphækkuð sæti, svona eins og í leikhúsi og þarna munu bræð- urnir Friðrik Dór og Jónsi troða upp í fyrramálið, ásamt Erpi Eyvind- arsyni. Tólfan verður þarna í önd- vegi og stýrir húinu. Auk þess eru alls konar sýningar og veitingahús í garðinum og því hægt að skoða margt, og ég held að þessi uppá- koma okkar í fyrramálið verði hval- reki fyrir íslensku stuðningsmenn- ina, ekki síst þá sem stoppa stutt í Mosvku og fara aftur heim til Ís- lands að morgni 17. júní, daginn eftir leikinn gegn Argentínu,“ sagði Berglind. Aðspurð nánar út í áhuga heims- pressunnar á strákunum okkar og íslenskum stuðningsmönnum, sagði Berglind: „Ég nefni sem dæmi að okkur var tilkynnt af forsvars- mönnum garðsins að margir af stærstu fjölmiðlum heims ætli að koma í garðinn í fyrramálið. Sér- staklega hafi fjölmiðlar spurt um hvenær húið og klappið verði!“ seg- ir Berglind og hlær við. Berglind segir að meðal fjölmiðla sem boðað hafa komu sína í garðinn Zaryadye á Íslandsdagskrána séu fjölmiðlar eins og BBC World Ser- vice, Guardian, New York Times, Financial Times og Reuters. Þá hafi áhugi rússneskra miðla verið mikill. Fram kom í gær að Guðni Jó- hannesson, forseti Íslands, fer ekki til Rússlands, ekki frekar en ráð- herrar ríkisstjórnar Íslands, en Eliza Reid, forsetfrú muni verða á leiknum á morgun. Berglind var spurð hvort forsetafrúin myndi gegna einhverju opinberu hlut- verki: „Mér skilst að forsetafrúin sé hér í einkaheimsókn ásamt sonum þeirra hjóna,“ sagði Berglind. Heimspressan verður í garðinum  Gríðarlegur áhugi helstu fjölmiðla heims á íslenska landsliðinu og íslensku stuðningsmönnunum  Sendiherra Íslands í Moskvu segir um ómetanlega landkynningu að ræða fyrir okkur Íslendinga Morgunblaðið/Eggert Rauða torgið Berglind segir að Moskva sé komin í knattspyrnugír og fólk frá öllum heimshornum sé mætt til leiks. Berglind Ásgeirsdóttir Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is • Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Einnig getum við úvegað startara og alternatora í allskonar smávélar frá Ameríku Rafstilling ehf er sérhæft verkstæði í alternator og startaraviðgerðum. Við höfum áratuga reynslu í viðgerðum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Verkstæðið er með öll nauðsynleg tæki og tól til þessara verka. Allir viðgerðir hlutir eru prófaðir í prufubekk til að tryggja að allt sé í lagi. Þeim er einnig skilað hreinum og máluðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.