Morgunblaðið - 16.06.2018, Qupperneq 11
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Það er ekki á hverjum degi sem ís-
lensk lið leika í Moskvu og aðeins
einu sinni hefur Ísland skorað í
landsleik karla í knattspyrnu í borg-
inni. Það gerði Þórsarinn og Akur-
eyringurinn Halldór Áskelsson fyrir
29 árum er leikið var gegn firna-
sterku liði Sovétríkjanna á Lenín-
leikvanginum 31. maí 1989. Markið
kom eftir langt innkast og Halldór
er ekki frá því að sú gamla uppskrift
gæti gagnast Íslendingum vel í
leiknum gegn Argentínu í Moskvu í
dag.
„Löngu innköstin hafa oft reynst
Íslendingum vel og því ekki í dag?“
segir Halldór. „Markið í Moskvu
kom eftir langt innkast frá Óla
Þórðar, sem grýtti boltanum inn
fyrir vítateigshornið. Atli Eðvalds
fleytti boltanum aftur fyrir sig á
fjærstöngina þar sem ég og Siggi
Jóns vorum. Sem betur fer náði
Siggi ekki boltanum, hann féll vel
fyrir mig og ég smurði hann upp í
þaknetið með vinstri. Það dugði í
óvænt jafntefli.“
Eitt besta lið í heimi
Leikurinn var liður í undankeppn-
inni fyrir heimsmeistaramótið 1990
og höfðu Rússar ekki fengið á sig
mark í 15 HM-leikjum á heimavelli
frá því að Grikkir skoruðu gegn
þeim 1965. Frá þeim tíma höfðu
Sovétmenn leikið 15 leiki og skorað í
þeim 40 mörk. Úrslitin urðu 1:1 og
stigið sem Ísland tók var það fyrsta
sem Rússar misstu síðan í undan-
keppninni fyrir HM 1958 í Svíþjóð
er þeir fyrst tóku þátt í keppninni.
Um 60 þúsund áhorfendur voru á
vellinum, sumir segja 80 þúsund, og
komu úrslitin mjög á óvart. Rússar
voru silfurlið frá Evrópumótinu
1988 og meðal leikmanna þeirra má
nefna Kuznetsov, Zavarov, Belanov
og Dasayev í markinu. Liðið var á
þessum tíma talið eitt þriggja bestu
liða í heimi og það átti að vera létt
verk að sigra litla liðið frá Íslandi.
En í fótbolta fer ekki allt eins og
sérfræðingarnir reikna með!
Allt annað sett á stopp
Halldór segist bíða spenntur eftir
leiknum við Argentínu í dag og um
miðjan dag verði allt annað sett á
stopp. „Við Þórsarar eigum góðan
fulltrúa í íslenska liðinu og munum
sérstaklega fylgjast með Aroni
fyrirliða og vonum að hann spili.
Birkir var oft með pabba sínum sem
lítill strákur í klefanum hjá okkur
Þórsurum, en endaði svo í KA.
Við eigum því okkar menn þarna,
en fyrst og fremt er maður ótrúlega
stoltur af öllum strákunum og að
þeir skuli vera á þessum stað. Jafn-
tefli í leiknum yrði sigur fyrir okkur,
en væntingarnar eru stundum
óraunhæfar því við erum orðin svo
góðu vön,“ segir Halldór.
Erum með stórt hjarta
Eins og sjá má á meðfylgjandi úr-
klippu úr Morgunblaðinu 1989 var
Halldór ánægður með markið í
Moskvu. Atli Eðvaldsson fyrirliði
talaði meðal annars um að Ísland
ætti nú möguleika á að komast í
lokakeppni heimsmeistaramótsins.
Sú von varð þó ekki að veruleika
fyrr en nú í Moskvu.
„Það sem gerði gæfumuninn var
að við erum með stórt hjarta þar
sem þeir hafa breiðan brjóstkassa,“
er haft eftir Atla í Morgunblaðinu.
Markið í Moskvu - upp-
skrift sem gæti virkað
Halldór Áskelsson segist ótrúlega stoltur af strákunum
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Fótbolti Vinnufélagarnir hjá dk-hugbúnaði hafa eflaust talað um knatt-
spyrnu í hádegismat á Greifanum í gær. Halldór Áskelsson er lengst hægri,
en aðrir eru f.v. Magnús Björnsson, Brynjar Tryggvason og Egill Áskelsson.
Morgunblaðið Ítarlega var fjallað um leikinn á íþróttasíðum 1. júní 1989.
11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2018
Kringlunni 4c – Sími 568 4900
Ný sending af
gallabuxum frá
MARC LAUGE
Glæsilegur fatnaður
fyrir allar konur
KJÓLL/TÚNIKA
6.995.-
Líka til í svörtu
St. s-xxl
SÍÐ SKYRTA
10.995.-
St. s-xxl
Opið kl. 11-16 í dag
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Kr. 13.900 • Str. 36-46
Gallabuxur
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Áfram ísland
20-40%
afsláttur
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Skoðið LAXDAL.is/yfirhafnir
Skipholti 29b • S. 551 4422
FLOTTAR
SUMAR
YFIRHAFNIR
20%
AFSLÁTTUR
Matur
SMARTLAND
MÖRTUMARÍU
Viðburðir