Morgunblaðið - 16.06.2018, Síða 25

Morgunblaðið - 16.06.2018, Síða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2018 Hvatning Air Iceland Connect hefur merkt þrjár flugvélar með HÚH! og eina með Áfram Ísland í tilefni af HM. Árni Sæberg Hafrannsóknastofn- un kynnti á dögunum úttekt á ástandi fiski- stofna við Ísland og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár, sem hefst 1. september. Þetta gengur í daglegu tali undir heitinu „veiði- ráðgjöf Hafró“. Henn- ar er beðið með nokk- urri eftirvæntingu, enda sjávarútvegur ein helsta undirstaða efnahagslegrar velsældar þjóðarinnar. Lífríki sjáv- ar skiptir okkur Íslendinga því meira máli en flestar aðrar þjóðir. Almennt má segja að niðurstöð- urnar í úttekt Hafró séu nokkuð já- kvæðar. Ýmsir mikilvægir fiski- stofnar eru í ágætis standi en aðrir stofnar koma ekki eins vel út. Við mat á því hvernig nýtingu á þeim verði best háttað leikur Hafrann- sóknastofnun lykilhlutverk og einn- ig þeir sem auðlindina nýta; íslensk- ur sjávarútvegur. Samstarf útgerða og Hafró hefur í áranna rás skilað verðmætum upplýsingum um ástand fiskistofna og aðstæður í hafinu. Við rannsóknir á hafi úti veltur mikið á þeim tækjabúnaði sem Hafró hefur til um- ráða, skip þar með tal- in. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson er „nýja“ skipið í flota Hafró, en það kom til landsins um mitt ár 2000 og nálgast því tugina tvo. Á þeim tíma hefur æði margt gerst, bæði í hafinu sjálfu og ekki síður hefur ný kyn- slóð rannsóknartækja komið til sög- unnar sem nauðsynlegt er að ráða yfir við nútíma hafrannsóknir. Forstjóri Hafró sendi á vordög- um minnisblað til atvinnuvega- nefndar Alþingis í framhaldi af fundi um fjármálaáætlun rík- isstjórnarinnar. Þar bendir forstjór- inn réttilega á að tekist hafi að gera nýtingu á helstu fiskistofnum sjálf- bæra, en nú verði að huga að rann- sóknum á breytingum í hafinu og grunnrannsóknum á lífríki „...til að skilja betur vistkerfi þess [hafsins] og hvað ræður afkomu helstu nytja- stofna“. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórn- arflokkanna stendur: „Hafrann- sóknir gegna lykilhlutverki fyrir sjálfbæra auðlindanýtingu og þær þarf að efla.“ Ekki er annað að sjá en hugur forstjóra Hafró og for- ystumanna þjóðarinnar standi til hins sama. Svo virðist þó ekki vera í reynd og er það miður. Raunar var fullyrt árið 2013 að nýtt rannsókn- arskip væri við sjónarrönd og byggðist sú fyrirætlan á niðurstöðu nefndar frá árinu 2010. Tímans hjól veltur hins vegar fram og ekkert verður yngra með árunum. Rann- sóknarskipið Bjarni Sæmundsson er komið að fótum fram, einangrað með asbesti og tímaspursmál hve- nær einfaldlega þarf að leggja því fyrir fullt og fast. Nýtt sambærilegt skip kostar um 3,5 milljarða króna. Á þeim tíma sem Árni Frið- riksson hefur þjónað hafrann- sóknum hefur verið flutt út sjáv- arfang fyrir um 3.500 milljarða króna. Nýtt sambærilegt hafrann- sóknarskip kostar innan við 5 millj- arða króna, eða 1/700 af þessu út- flutningsverðmæti. Þegar einnig er haft í huga að á undanförnum tíu árum hefur sjávarútvegurinn greitt um 60 milljarða króna í veiðigjald, sem meðal annars er ætlað að standa undir hafrannsóknum, þá virðist einboðið að hefja nú þegar – og þó fyrr hefði verið – undirbúning að kaupum á nýju skipi, einu eða fleiri. Segir svo í 2. gr. laga um veiðigjöld: „Veiðigjöld eru lögð á í þeim tilgangi að mæta kostnaði rík- isins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og fisk- vinnslu ...“. Þótt ekki sé með sann- girni hægt að segja að veiðigjald sé markaður tekjustofn, það er að segja, að gjaldið eigi eingöngu að nota til ákveðinna hluta, þá fer það nú býsna nærri. Þjóð sem reisir lífsafkomu sína að verulegu leyti á sjávarútvegi og litið er til á alþjóðlegum vettvangi, þeg- ar málefni hafsins eru annars vegar, getur ekki verið þekkt að því að halda úti gömlum og úreltum rann- sóknarskipum. Það verður að hefja endurnýjun á skipakosti Hafró svo hægt sé að sinna hafrannsóknum þannig að sæmilegur bragur sé á. Eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur » Á þeim tíma sem Árni Friðriksson hefur þjónað hafrann- sóknum hefur verið flutt út sjávarfang fyrir um 3.500 milljarða króna. Nýtt sambærilegt haf- rannsóknarskip kostar innan við 5 milljarða króna, eða 1/700 af þessu útflutnings- verðmæti. Heiðrún Lind Marteinsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Ráðgjöf og rannsóknarskip „Það er kveikt á sjónvarpinu. Má ekki bjóða þér upp að horfa?“ spurði bisk- upsfrúin í Visby á Gotlandi kvöld eitt í júní fyrir tveimur ár- um. Ég var stödd þar á norrænum bisk- upafundi og leikur Íslands og Englands stóð yfir og var sýnd- ur í sænska sjón- varpinu. Ég afþakkaði hið góða boð því ég hafði ekki ró í mér til að fylgjast með leiknum. Svo unnu Íslendingar leikinn eins og kunnugt er og allir biskupar Norðurlandanna klöppuðu og hrópuðu húið sem þeir voru bún- ir að læra. Nú erum við allir Ís- lendingar sögðu þeir. Ég horfði svo á leikinn þegar ég kom heim og dáðist að þessum snillingum og hugsaði til foreldra þeirra og fjölskyldu sem höfðu stutt þá frá því þeir voru litlir drengir. Hjálpað þeim að safna dósum og selja harðfisk og lakkrís, lagt snemma af stað yfir heiðar, keyrt firði út og inn, skutlað á flugvöllinn, sofið á hörðum gólf- um skóla og félagsheimila, allt til að hjálpa þeim að gera það sem þeim fannst skemmtilegast, að spila fótbolta, og efla þá fé- lagslega til að vera færari um að takast á við áskoranir lífsins og eignast vini fyrir lífstíð. Og nú eru þeir aftur á faralds- fæti, strákarnir okkar, og er för- inni heitið alla leið til Rússlands. Þjóðin fylgist stolt með og sam- hugurinn sem í liði þeirra býr yf- irfærist á þjóðina alla og gleðin brýst út þegar vel gengur. Þjóð- in hefur margsinnis sýnt að hún kann að standa saman á stundum gleði og sorgar. Þá erum við sem einn maður og finnum til samlíð- unar með samferðafólki okkar. Ég var á þjóðhátíðarsamkomu í Mountain í Norður-Dakóta-ríki fyrir nokkrum árum. Þar var saman komið fólk af íslenskum ættum og að vanda var þjóðsöng- urinn sunginn, Ó, Guð vors lands, ó lands vors Guð. Mér varð starsýnt á gamla konu á tí- ræðisaldri sem var með íslenskt blóð í æðum þótt aldrei hafi hún búið á Íslandi. Hún söng með skæru sópranröddinni sinni þjóðsönginn af mik- illi innlifun og hafði lagt hönd sína á brjóstið. Úr andliti hennar skein hlýja og gleði, stolt og virðing. Önnur kona sagði mér að hún væri hundrað pró- sent Íslendingur þó að hún væri fædd og uppalin þar vestur frá. Við eigum fallegt og gjöfult land og það sem mikils er vert, við erum sjálfstæð þjóð í friðsömu landi. Þó að við séum fámenn á mælikvarða heimsins erum við nógu öflug til að eiga eitt besta fótboltalið í heimi. Þó að við séum fámenn þjóð eigum við nóg til að gefa. Við getum ver- ið þakklát fyrir að fá að búa hér og stolt af því að vera Íslend- ingar. Þau sem fyrr voru uppi lögðu hart að sér þegar þau unnu að því að á Íslandi væri fullvalda ríki og síðar lýðveldi. „Vitið þið ekki að þeir sem keppa á íþróttavelli hlaupa að sönnu allir en einn fær sig- urlaunin? Hlaupið þannig að þið fáið sigurlaun. Sérhver sem tek- ur þátt í kappleikjum leggur hart að sér. Þeir sem keppa gera það til þess að hljóta forgengilegan sigursveig en við óforgengilegan. Þess vegna hleyp ég ekki stefnu- laust. Ég berst eins og hnefa- leikamaður sem engin vindhögg slær. Ég aga líkama minn og geri hann að þræli mínum til þess að ég, sem hef prédikað fyrir öðr- um, skuli ekki reynast óhæfur,“ segir Páll postuli í fyrra bréfi sínu til Korintumanna. Ég óska strákunum okkar góðs gengis í Rússlandi og lands- mönnum öllum nær og fjær gleði- legrar hátíðar 17. júní. Eftir Agnesi M. Sigurðardóttur »Þó að við séum fá- menn á mæli- kvarða heimsins erum við nógu öflug til að eiga eitt besta fótbolta- lið í heimi. Þó að við séum fámenn þjóð eig- um við nóg til að gefa. Agnes M. Sigurðardóttir Höfundur er biskup Íslands. Fyrirmyndir sjálf- stæðrar þjóðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.