Morgunblaðið - 16.06.2018, Síða 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2018
Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is
Traka 21 lyklaskápurinn skráir hver hefur lykla fyrirtækisins undir
höndum hverju sinni. Skápurinn opnast og afhendir lykil aðeins
þeim sem hefur leyfi til þess. Þetta sparar utanumhald og eykur
öryggi. Lyklar tapast miklu síður og kostnaður vegna þess lækkar.
HVER ER MEÐ
LYKILINN?
Verð: 179.000 kr.
Áfallegum júnídegi þegar lóan syngur og sólin skín er gamanað huga að því smáa og sérstaka í tungumálinu okkar. Bú-andi í Skaftafellssýslu er nærtækt að segja frá því sem þarer að finna.
Mállýskur í Skaftafellssýslu eru að menn bera fram hv í upphafi
orða og einhljóð í orðum þar sem aðrir landsmenn bera fram tvíhljóð.
Það er best að skýra þetta með nokkrum dæmum.
Bæjarnafnið Hvammur
er til víða um land og oftast
borðið fram „kvammur“ en í
Skaftafellssýslu segja
margir „hvammur“ með hv,
eins og það er skrifað.
Sama á við um spurn-
arfornöfnin sem flestir
landsmenn bera fram með
kv framburði en Skaftfell-
ingar nota hv framburð. Hv
framburðurinn er til víðar á
Suðurlandi en lítilsháttar
munur á framburði eftir
sveitum og fjölskyldum.
Um miðja síðustu öld þótti
þessi framburður svo fal-
legur að útvarpsmenn til-
einkuðu sér hann hvaðan af
landinu sem þeir voru. Nú
heyrist varla nokkur maður
nota þennan framburð í
fjölmiðlum og í Skaftafells-
sýslu fækkar þeim sem
segja Hvammur með hv.
Önnur mállýska er einhljóðaframburðurinn. Skaftfellingar segja
Bragi með löngu a hljóði, Logi með o, lagi með a en ekki Brægi, Loji
og læji. Þegar hljóð eru borin fram á þennan hátt hljómar málið að-
eins öðruvísi og hvet ég alla til að leggja við eyrun hitti þeir Skaft-
felling á förnum vegi. Gaman væri líka að vita hvort fólk sem er alið
upp fyrir austan heldur þessum framburði þegar það flytur í aðra
landshluta.
Eitt skemmtilegt einkenni á máli hér í Skaftafellssýslu er að menn
segja stökka og slökka og sleppa þar v sem flestir landsmenn bera
fram í þessum orðum. Þetta er þó það fágætt að ég veit ekki hvort
það er hægt að tala um mállýsku.
Þegar hér er mistur í lofti af mold og jökulleir sem fýkur um í
þurru veðri segja menn að það sé mikið mor. Eftir Grímsvatnagosið
2011 sást askan koma yfir í þykkum bólstra og kalla sumir það mor-
bálk. Þetta er lýsandi orð fyrir það hvernig askan kemur yfir eins og
bálkur eða veggur sem er skýringin á því orði í orðabók.
Sunnan heiða borða menn grjúpán en slík vara heitir bjúga í versl-
unum og sperðill fyrir norðan. Orðið grjúpán á sennilega ekki eftir að
halda velli nema einhver kjötvinnsla taki sig til og útbúi grjúpán og
merki umbúðirnar með þessu nafni.
Landslag er ólíkt eftir landshlutum og eðlilegt að orðaforði mótist
af því. Paldrar er skemmtilegt orð sem lýsir lágum stöllum í brekk-
um sem má sjá neðan við svarta móbergshamrana á Síðunni. Sker
eru víða til á Íslandi og eru flest nærri sjó eða úti í sjó. Í Skaftafells-
sýslu eru örnefni sem enda á -sker eins og Mörtungusker, Krókasker
og Sæmundarsker en þessi örnefni eru lengst inni í landi.
Sögnina að bambra heyrði ég nýlega og merkir hún að ráfa um eða
staulast stefnulaust. Þykir mér við hæfi að tileinka mér þetta orð,
ljúka máli mínu og bambra út í góða veðrið.
Að bambra um í blíðunni
Tungutak
Lilja Magnúsdóttir
Foss á Síðu Paldrar er orð sem lýstir
lágum stöllum í brekkum.
Þeim fækkar stöðugt sem muna eftir sér áÞingvöllum 17. júní 1944. Það er lífsinsgangur og honum verður ekki snúið við engetur verið að sjálfstæðisbarátta þessarar
litlu þjóðar sé að gleymast?
Sá dagur var eftirminnilegur þeim sem þar voru
fyrir margra hluta sakir. Fyrir þann, sem þá var sex
ára, og hér skrifar, aðallega vegna rigningar og um-
ferðaröngþveitis á heimleið. En næstu árin voru síð-
ustu kynslóðir Íslendinga, sem fæddust inn í danskt
konungsríki, uppfræddar um þá sögu. Þar er minn-
isstæðust innblásin kennsla Þórhalls Vilmundarsonar
í Íslandssögu í Menntaskólanum í Reykjavík.
Æska samtímans hefur tilhneigingu til að líta svo á
að allt sé þetta löngu liðin tíð. En er það svo?
Fyrir skömmu rifjaði ég upp með dætrum mínum,
að þær hefðu ungar að árum heilsað upp á eldri konu,
sem hefði sem unglingur dvalið á heimili dr. Valtýs
Guðmundssonar í Kaupmannahöfn. Það var Anna,
móðir Matthíasar Johannessen. Þar var ein af mið-
stöðvum sjálfstæðisbaráttunnar á 19. öld. Það er
stundum stutt á milli kynslóða.
Í stórmerkri ræðu, sem Bjarni
heitinn Benediktsson, síðar formað-
ur Sjálfstæðisflokksins og forsætis-
ráðherra, flutti á landsfundi flokks-
ins á Þingvöllum 18. júní 1943,
ræddi hann um fullveldið 1918, sem við minnumst á
þessu ári og sagði:
„En sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar að þessu leyti
lauk með sigri 1918, segja sumir. Vissulega má til
sanns vegar færa að þá hafi ánauð hennar verið lokið.
En var fullt stjórnskipulegt frelsi hennar þar með
fengið? Var verkefni hinnar eiginlegu sjálfstæðisbar-
áttu þar með úr sögunni?
Mundi sá bóndi telja sig að fullu frjálsan, sem að
vísu mætti ákveða sjálfum sér og heimafólki sínu
reglur til að fara eftir, en þyrfti þó að leita samþykkis
óðalsbónda á fjarlægri jörð til þess að fyrirmælin
hefðu nokkra þýðingu? Ef hann mætti ekki hafa
skipti við nágranna sína, nema fyrir milligöngu óðals-
bóndans eða öllu heldur vinnumanna hans, yrði að
hafa einhvern þessara vinnumanna með í förinni, ef
hann skryppi í kaupstað, og engin þessara viðskipta
hefðu lögformlegt gildi, nema óðalsbóndinn sam-
þykkti? Ef hann að vísu mætti hafa eigin hund til að
reka úr túninu, en hefði þó, til þess að víst væri, að
fjárreksturinn færi fram eftir öllum listarinnar
reglum, jafnframt sérstaklega vaninn hund frá óðals-
bóndanum til túngæzlunnar? Og mundi bóndi telja
þann eignarrétt á jörð sinni mikils virði, sem því skil-
yrði væri háður, að þrjátíu menn aðrir mættu hafa af
henni öll hin sömu not og sjálfur hann?
Slíku frelsi mundi enginn íslenzkur bóndi una til
lengdar. Auðvitað þættu honum þessi kjör betri en al-
ger ánauð, en honum mundi þykja það furðulegt ef
honum væri sagt, að nú væri frelsisbaráttu hans lok-
ið. Og honum mundi þykja það óþörf spurning, ef
hann væri að því spurður, hvort hann vildi ekki una
þessum kjörum sínum enn um sinn, þegar sá tími
væri kominn að hann ætti rétt á algeru frelsi.
En aðstaða íslenzku þjóðarinnar er eftir sam-
bandslögunum einmitt hin sama og bónda þess, sem
nú var lýst.“
Fyrir nokkrum dögum samþykkti Alþingi persónu-
verndarlöggjöf, sem kom í heilu lagi frá Brussel og
stjórnvöld hér töldu að þeim bæri að samþykkja skv.
samningi okkar um EES. En þótt EES-samningurinn
skipti vissulega máli er það þó enn svo, að stjórn-
arskrá lýðveldisins Íslands er fremri þeim samningi.
Tveir aðilar vöktu athygli á því að þessi umrædda
persónuverndarlöggjöf kynni að fela í sér framsal
valds, sem væri brot á stjórnarskrá. Annar var Arn-
aldur Hjartarson, aðjúnkt við lagadeild Háskóla Ís-
lands, sem færði rök að því í grein hér í Morg-
unblaðinu, að um væri að ræða
framsal bæði framkvæmdavalds og
dómsvalds. Hinn var laganefnd
Lögmannafélags Íslands, sem skv.
fréttum gerði athugasemdir vegna
stjórnarskrárinnar í umsögn til
þingnefndar.
Þrátt fyrir rökstuddar athugasemdir hafði Alþingi
þær að engu og samþykkti á methraða með litlum
umræðum í þingsal umrædda persónuverndarlöggjöf
frá Brussel.
Getur verið að Brussel hafi tekið að sér hlutverk
óðalsbóndans, sem Bjarni heitinn Benediktsson talaði
um á Þingvöllum hinn 18. júní árið 1943, fyrir 75 ár-
um?
Og hvernig má það vera að forystusveit þess flokks,
sem óumdeilanlega hafði algera forystu í lokakafla
sjálfstæðisbaráttu íslenzku þjóðarinnar, hafi haft þær
athugasemdir um stjórnarskrárbrot að engu, sem
fram komu?
EES-samningurinn er ekki heilagur. Hann hentaði
hagsmunum þjóðarinnar á þeim tíma, sem hann var
gerður og í því formi, sem hann þá var. Síðan hefur
samstarf Evrópuþjóða þróast og nú er svo komið að
Evrópa sjálf er í slíku uppnámi að fregnir herma, að
Angela Merkel, kanslari Þýzkalands, sé meira með
hugann við friðarsamninga í Augsburg, sem gerðir
voru 1555 og reyndust undanfari 30 ára stríðsins á
meginlandi, en flest annað af ótta við að sagan kunni
að vera að endurtaka sig.
Það er hægt að krefjast breytinga á EES og það er
líka hægt að segja þeim samningi upp.
Á Þingvöllum fyrir 75 árum talaði Bjarni heitinn
um „undanhaldsmenn“ þeirra tíma.
Getur verið að undanhaldsmenn okkar tíma séu
þeir sem hörfa skref af skrefi undan ásókn Brussel?
Hvað ætla þeir að gera með orkumálapakka ESB í
haust?
Ætla þeir að opna leiðina fyrir yfirráð Brussel yfir
þeirri auðlind, sem felst í orku fallvatnanna?
Er sjálfstæðisbaráttan að gleymast?
Um „undanhaldsmenn“
okkar tíma
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Ég tók þátt í ráðstefnu Evrópu-samtaka íhaldsmanna og um-
bótasinna, ACRE, í Bakú í Aserba-
ídsjan 8.-9. júní 2018, og lék mér
forvitni á að heimsækja landið, sem
liggur við Kaspíahaf og er auðugt að
olíu. Bersýnilega er einhverju af
olíutekjunum varið í innviði, sem eru
mjög nútímalegir. Þótt gamli
borgarhlutinn í Bakú sé vel varð-
veittur, rísa glæsilegir skýjakljúfar
umhverfis hann. Lýðræði í landinu
er ekki hafið yfir gagnrýni, en orðið
hafa þar örar framfarir og Aserba-
ídsjan er það múslimaríki, sem virð-
ist hafa mestan áhuga á góðum sam-
skiptum við Vesturlönd. Landið
stendur á mörkum Evrópu og Asíu
og hefur verið óralengi í byggð. Það
á í hörðum deilum við grannríkið
Armeníu um héraðið Nagorno-
Karabak, sem liggur í Aserbaídsjan,
en er að nokkru leyti byggt Armen-
um. Aserar tala mál, sem er svo líkt
tyrknesku að þeir eiga ekki í neinum
erfiðleikum með að tala við Tyrki.
Á málstofu um menntamál benti
ég á, að menntun væri ekki hið sama
og skólaganga og að það væri ekk-
ert náttúrulögmál, að ríki ræki
skóla, þótt það yrði að sjá um, að all-
ir nytu skólagöngu. Í barna- og ung-
lingaskólum ætti aðallega að kenna
þau vinnubrögð, sem að gagni
kæmu í lífsbaráttunni, lestur, skrift,
reikning og færni í meðferð gagna,
og þau gildi, sem sameinuðu þjóð-
ina, þjóðtunguna og þjóðarsöguna.
Þegar lengra kæmi, ætti líka að
leggja áherslu á þá almennu mennt-
un, sem Þjóðverjar kalla „Bildung“
og felst í þekkingu á öðrum tímum
og öðrum stöðum. Þekking væri
vissulega eftirsóknarverð í sjálfri
sér og ekki aðeins vegna notagildis.
Vísindin væru frjáls samkeppni hug-
mynda.
Ég lét í ljós áhyggjur af þróuninni
í vestrænum háskólum, þar sem
vinstri sinnar hefðu víða náð und-
irtökum og vildu breyta þessari
frjálsu samkeppni hugmynda í
skipulagða hugmyndaframleiðslu
gegn kapítalisma og „feðraveldi“
undir merkjum pólitísks rétttrún-
aðar. Allir ættu að skilgreinast af
hópum og vera einhvers konar fórn-
arlömb. Ekki væri minnst á þann
möguleika, að einstaklingarnir öxl-
uðu sjálfir ábyrgð á gerðum sínum
og kenndu ekki öðrum um, ef illa
færi, jafnframt því sem þeir nytu
þess sjálfir (en ekki skattheimtu-
menn), þegar betur færi.
Ég taldi skóla verða að koma til
skila tveimur merkilegum uppgötv-
unum Adams Smiths: Eins gróði
þarf ekki að vera annars tap, og at-
vinnulífið getur verið skipulegt án
þess að vera skipulagt.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Hvað sagði ég í Bakú?