Morgunblaðið - 16.06.2018, Side 32

Morgunblaðið - 16.06.2018, Side 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2018 Að setjast niður og skrifa minning- argrein um Trausta er þyngra en tárum taki. Maður sem hefur verið mér samferða í gegnum lífið öll mín fullorðinsár. Hann var ekki bara mágur og minn besti vinur, hann var líka besti frændi barnanna minna og „pabbi tvö“ eins og Herdís dóttir mín komst að orði. Samband bræðranna var ein- stakt, það sá ég strax þegar ég kom inn í fjölskylduna fyrir 45 árum síðan. Ebbi leitaði til bróð- ur síns með alla hluti enda var ekkert sem Trausti gerði ekki fyrir bróður sinn. Frá því að við Ebbi stofnuð- um fjölskyldu mætti telja þær ferðir þar sem Trausti og Björk voru ekki ferðafélagar okkar. Árið 1980 byggðum við Ebbi sumarbústað í Öndverðarnesi og nutum samveru við þau bæði sumar og vetur. Fyrst í okkar bústað og síðar þeirra eftir að þau festu kaup á bústað í ná- grenni við okkur. Í Öndverðarnesi kynntumst við golfíþróttinni og þegar fyrsta golfsettið var keypt var því skipt bróðurlega á milli okk- ar fjögurra. Golfið átti brátt hug okkar allan og efldi það enn frekar vináttuböndin. Hvorki var golfferð erlendis ákveðin né golfhringur í Öndverðarnesi eða Keili bókaður án þess að kanna fyrst hug Trausta og Bjarkar til þess. Fyrstu golfferðirnar á er- lendri grundu voru farnar til Skotlands með golfvinahópnum. Síðar var haldið suður á bóginn til Suður-Evrópu og Tyrklands. Þegar Trausti varð sextugur buðum við honum í afmælisferð Trausti Rúnar Hallsteinsson ✝ Trausti RúnarHallsteinsson fæddist 30. septem- ber 1947. Hann lést 6. júní 2018. Útför Trausta fór fram 15. júní 2018. til Flórída. Þangað höfum við farið saman árlega, enda frábært að sameina golf- og verslunar- ferðir. Ekki er hægt að segja að kaupgleðin hafi hel- tekið Trausta utan ferða í Edwin Watts. Alltaf kom hann þó með í „mollin“, þó ekki væri nema til þess að gleðja mágkonu sína. Árið 1982 keyptu bræðurnir fokhelt tvíbýlishús í Kópavogi. Einhverjir höfðu á orði að svona nábýli gæti verið óheppilegt. Það gerði hins vegar ekkert nema styrkja böndin. Sam- heldnin var ætíð í fyrirrúmi og þess nutu Steini, Vignir, Gummi og Herdís í hvívetna. Í gegnum árin höfum við Ebbi verið nokkuð framkvæmdaglöð bæði hvað varðar endurbætur eða nýframkvæmdir á húsnæði okkar. Ekki var mágur minn alltaf sammála um nauðsyn þessara framkvæmda en alltaf var hann mættur fyrstur manna til að leggja hönd á plóg, jafnvel þótt verkefnin væru næg heima fyrir. Mér dettur í hug máltækið „lengi má manninn reyna“. Að fylgjast með Trausta heyja hvert veikindastríðið á fætur öðru var sárt en jafnframt aðdá- unarvert að upplifa æðruleysið hans gagnvart veikindunum. Trausti greindist fyrst með krabbamein árið 1986. Hann átti þó alltaf góð ár á milli. Við viss- um að þessi síðasta barátta yrði óvenju hörð en vorum samt full bjartsýni enda var engan bilbug að finna hjá Trausta. Elsku Björk, það var aðdáun- arvert að fylgjast með styrk þín- um í þessum erfiðu veikindum. Mikið var Trausti lánsamur að eiga þig að og þú hann. Við leiðarlok er ljúft að horfa til baka og minnast samveru- stunda, vináttu og hlýju. Öll eigum við ótal minningar um einstakan gleðigjafa sem lifa munu með okkur um ókomin ár. Blessuð sé minning Trausta Hallsteinssonar. Guðrún (Gunna mágkona). Elsku Trausti minn. Nú ert þú farinn frá okkur og engin orð fá því lýst hversu mikið ég sakna þín. Minningarnar eru margar enda ólst ég upp í nábýli við þig og átti í miklu samneyti við þig alla mína bernsku bæði á Hlíð- arveginum og sumarbústaðnum í Öndverðarnesi. Þú varst alltaf að stjana og dekra við mig enda var ég stelpan þín líka. Ég var svo heppin að eiga eiginlega tvo pabba. Þú hefur alltaf reynst mér vel og ég vildi að ég hefði náð að segja þér að ég kallaði þig pabba númer tvö, bara svona til að sýna þér hversu 110% vænt mér þótti um þig. Ég vona samt að þú hafir áttað þig á því þegar ég skírði son minn Guðmund Trausta í höfuðið á þér og pabba, mönnunum sem mér þótti vænst um. Þegar ég hugsa til þín kemur minningin um „kossinn“ fyrst upp í huga minn. Í hvert skipti sem við hittumst þá bentir þú á kinnina sem þýddi, „ ég vil koss á kinnina vinan“. Það skipti ekki máli hversu ung eða gömul ég var, koss á kinn vildir þú fá og hann fékkstu að sjálfsögðu með glöðu geði frá mér. Enda var ekkert sem hefði ekki viljað gera fyrir þig. Það var stundum óþægilegt að biðja þig um aðstoð og þá sér- staklega þegar kom að bílavand- ræðum mínum. Ef ég ætlaði að reyna að fá að greiða fyrir bíla- viðgerð þá bentir þú bara á kinnina og ekki orð um það meir. Ég hef lært það í gegnum árin að þú ert þrjóskur og því sem þú ákveður verður ekki breytt. Ég get líka verið þrjósk og man eitt sinn að ég fékk pabba í lið með mér svo þú fengir greiðslu fyrir aðstoð auk kossins góða. Þú hefur kennt mér svo ótal margt í gegnum lífið. Það að þú hafir nú kvatt okkur í síðasta sinn minnir okkur á að lífið er núna og við eigum að njóta þess á meðan við getum. Elsku Björk, Steini Ingi og Vignir, mínar dýpstu samúðar- kveðjur til ykkar allra. Herdís Guðmundsdóttir. Elsku Trausti, okkur langar að þakka þér fyrir að hafa tekið okkur inn í fjölskylduna þína strax frá fyrstu kynnum. Við munum minnast þín með bros á vör, því eftir sitja yndislegar minningar um frábæran mann. Umhyggja, kærleikur og húmor eru orðin sem okkur detta fyrst í hug þegar við hugsum til þín. Við erum þakklát fyrir þann góða tíma sem við fengum með þér og kveðjum þig með sökn- uði. Helgar stjörnur, háreist fjöll, himininn og sæinn, líka norðurljósin öll og ljúfa vestanblæinn og allt sem fagurt augað sér á ævilöngum vegi bið ég kveðju að bera þér bæði á nótt og degi. (Páll Ólafsson) Nína og Þorbjörn Egill. Minn kæri vinur Trausti Rún- ar Hallsteinsson er látinn. Vin- átta okkar hófst fljótlega eftir að hann flutti í bæinn ofan af Akranesi. Svo vel vildi til að hann hafði fengið vinnu hjá sama vinnuveitanda og ég. Mér er það minnisstætt þegar hann mætti fyrsta daginn til vinnu, okkur var tjáð að það væri að bætast nýr maður í hópinn sem héti Trausti. Þá varð einum að orði: „Þetta er stórt nafn, von- andi stendur hann undir því.“ Já, það gerði Trausti svo sann- arlega. Þarna byrjaði vinátta okkar, sem hefur staðið í fimm- tíu og fimm ár. Það var margt sem tengdi okkur, báðir í skáta- starfi sem varð til þess að það fjölgaði fljótt í vinahópnum. Þar varð til hópur sem kallaði sig „Félagana“, við félagarnir höld- um enn hópinn og hittumst til að gera eitthvað skemmtilegt sam- an. Það er margs að minnast, eins og öræfaferðanna um páska á Reó-trukknum frá Kjartani og Ingimar eða Víboninum hans Eiðs. Þarna var göslað yfir óbrúaðar árnar, sem gekk ekki alltaf áfallalaust. Sveitaballa- ferðirnar á gamla Willys-inum sem við fórum ég, þú og Eiður eftir langar vinnutarnir hjá Bæjarútgerðinni. Vinna á hjöll- unum var ævintýraleg hjá okkur þremenningunum, mætt í akk- orðsaðgerð kl. 5 að morgni og síðan farið á hjallana stundum fram á kvöld. Eftir að við stofn- uðum fjölskyldur og keyptum húsnæði þrengdist fjárhagurinn enda báðir í iðnnámi. Þá fórum við að smíða toppgrindur á Bronco-jeppa í bílskúrnum hjá foreldrum mínum í Samtúninu. Þar smíðuðum við líka yfirbygg- ingarnar á rússajeppana okkar. Minningarnar eru margar og kærar, við „Félagarnir“ og fjöl- skyldur okkar höfum gert svo margt saman í gegnum tíðina. Nú hefur verið höggvið skarð í vinahópinn. Kæri vinur, ég vil þakka þér fyrir samfylgdina, það var svo gott að eiga þig að. Mínar inni- legustu samúðarkveðjur sendi ég ykkur, elsku Björk mín, son- um og fjölskyldum. Kristján Örn og Þórunn. FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga Sími 5 @utfarir.is · www.utfarir.is· 67 9110 · utfarir Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Þorbergur Þórðarsson Elís Rúnarsson Stofnað 1990 Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJARNHEIÐUR GÍSLADÓTTIR frá Hausthúsum, Berugötu 14, Borgarnesi, lést miðvikudaginn 6. júní. Útför hennar fer fram frá Guðríðarkirkju í Grafarholti mánudaginn 18. júní klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Einars Darra 100200 fyrir ungmenni í fíkniefnavanda, reikn. nr 0354-13-200240 kt. 160370-5999. Auðbjörg Friðgeirsdóttir Úlfar Ragnarsson Þórarinn M. Friðgeirsson Ásdís H. Júlíusdóttir Arnar Þ. Friðgeirsson Guðjón Viggósson og fjölskylda ömmu og langömmubörn Elsku ættingjar og vinir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæru GUÐBJARGAR ERLU HARALDSDÓTTUR, Hólagötu 26, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja fyrir einstaka umönnun og hlýju. Viðar Einarsson Matthildur Einarsdóttir Ríkharður Zoega Guðný H. Einarsdóttir Ágúst Ómar Einarsson Einar Birgir Einarsson Guðrún Snæbjörnsdóttir Halla Einarsdóttir barnabörn og langömmubörn Ástkær faðir, tengdafaðir og afi, GUÐBJÖRN AXELSSON, Hraunvangi 1, Hafnarfirði, áður Sóltúni 7, Reykjavík, lést á Borgarspítalanum fimmtudaginn 14. júní. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 21. júní klukkan 13. Innilegar þakkir til hjúkrunarfólks fyrir einstaka umönnun. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Elísabet Guðbjörnsdóttir Axel Guðbjörnsson Björn Jónasson Ólöf Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGÞÓR HÁKONARSON, Arnarási 1, Garðabæ, lést af slysförum miðvikudaginn 13. júní. Útför verður auglýst síðar. Lilja Bragadóttir Bragi Sigþórsson Guðrún S. Hlöðversdóttir Hörður Sigþórsson Hákon Sigþórsson Kristín Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabarn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.