Morgunblaðið - 16.06.2018, Síða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2018
✝ Ásdís Valdi-marsdóttir
fæddist 9. septem-
ber 1933 í Hafnar-
firði. Hún lést á St.
Fransiskusspítala í
Stykkishólmi 7. júní
2018.
Foreldrar Ásdís-
ar voru Valdimar
Össurarson frá
Kollsvík, f. 1896, d.
1956, og Jóna
Bjarney Jónsdóttir frá Auðkúlu í
Arnarfirði, f. 11. október 1896, d.
1985.
Hálfsystkini Ásdísar í móður-
ætt voru Sverrir, f. 1920, d. 2001,
Bjarney Jóna, f. 1922, d. 2004, og
Helga Bogey, f. 1924, d. 1990. Al-
systkini Ásdísar eru Valdimar, f.
1935, og Anna Margrét, f. 1938.
Árið 1958 giftist Ásdís Þor-
varði Jóhanni Lárussyni, skip-
stjóra í Grundarfirði. Hann var
frá Krossnesi í Eyrarsveit, f.
1938, d. 2001. Þau byggðu hús
sitt á Hlíðarvegi 21 í Grundar-
firði og ráku útgerð í samvinnu
við Guðmund Jóhannesson og
konu hans, Jóhönnu Pálmadótt-
ur. Ásdís og Þorvarður slitu sam-
vistum 1978. Nokkrum árum síð-
ar flutti Ásdís til Reykjavíkur þar
sem hún starfaði lengst af sem
saumakona. Ásdís fluttist aftur
til Grundarfjarðar árið 2005.
Börn Ásdísar voru sjö.
1) Kolbrún Sjöfn f. 1951, sam-
býlismaður Ólafur F. Magnússon,
eiginkona Sjöfn Sverrisdóttir f.
1964. Börn þeirra eru Hlynur f.
1987, eiginkona María Ósk Ólafs-
dóttir f. 1982, synir þeirra eru
Ólafur Geir f. 2012 og Vilhjálmur
Freyr f. 2014.
Hafdís Dröfn f. 1991, unnusti
Kristof Van den Berghe f. 1978,
dóttir þeirra er Emma Van den
Berghe f. 2015. Gréta f. 1997.
6) Sævör f. 1964, eiginmaður
Einar Guðmundsson f. 1959.
Börn þeirra eru Sævarður f.
1986, unnusta Þóranna Hrönn
Þórsdóttir f. 1985, sonur þeirra
er Bjarki Valdimar f. 2015. Jó-
hannes Fannar f. 1989, unnusta
Berglind Marteinsdóttir f. 1986.
Valdimar f. 5. 1991, d. 2009.
Jón Þór f. 1993, unnusti Jón
Bjarni Óskarsson f. 1995. Snædís
Ólafía f. 1995.
7) Jón Bjarni f. 1967, eigin-
kona Anna Dóra Markúsdóttir f.
1965.
Börn þeirra eru Saga f. 1991,
Þorvarður f. 14. 1992 og Sól f. 29.
2009. Stjúpsonur Jóns er Markús
Ingi Karlsson f. 1986, unnusta
Elsa Fanney Grétarsdóttir f.
1979, börn þeirra Benjamín Æsir
f. 2013 og Hilmir Hrafn f. 2015.
Stjúpsynir Markúsar eru Hafþór
Orri Harðarson f. 1997, sonur
hans Róbert Aron f. 2015, og
Gabriel Berg Rúnarsson f. 2006.
Útför Ásdísar fer fram frá
Grundarfjarðarkirkju í dag, 16.
júní 2018, og hefst athöfnin
klukkan 11.
f. 1952.
Börn Kolbrúnar
eru Ásdís f. 1972,
eiginmaður Stefán
Þórðarson f. 1973.
Börn Ásdísar eru
Kristinn Aron f.
1993, Gunnar Valdi-
mar f. 1997, unn-
usta Ásdís Birta Al-
exandersdóttir f.
2000, Daníel Breki
f. 2000 og Alexand-
er Nói f. 2010.
Þorvarður Jóhann f. 1975, eig-
inkona Árný Hlín Hilmarsdóttir
f. 1974. Börn Þorvarðar eru Kol-
brún Harpa f. 2002 og Hilmar f.
2010 og stjúpdóttir hans er Hlín
Björnsdóttir f. 2001.
2) Valdimar f. 1958, d. 1989.
Börn hans eru Svanur Þór f.
1975, dóttir hans Heiðrún Hel-
ena f. 2011, Ólöf Hugrún f. 1982,
unnusti Hjörtur Örn Eysteinsson
f. 1982 og Valdimar f. 1989.
3) Lárus Guðbjartur f. 1959,
eiginkona Pia Bertelsen f. 1962.
Börn þeirra eru Anna María f.
1984, unnusti Ingvard Larsen f.
1984, synir þeirra eru Kristoffer
Larus f. 2011 og Kristian Larus
f. 2015. Jóhann f. 1988.
4) Jóhannes Guðjón f. 1961,
eiginkona Kolbrún Reynisdóttir
f. 1964. Synir þeirra eru Lýður
Valgeir f. 1988, Hinrik f. 1992,
unnusta Björg Árnadóttir f.
1993, og Sæþór f. 1996.
5) Sigurður Ólafur f. 1963,
Elsku amma Ásdís. Þá ert þú
horfin frá okkur, amma mín, sem
hefðir orðið 85 ára í september.
Fjölskyldan var þér allt og þú
varst svo ánægð að vera innan um
okkur öll. Þú varst stolt af öllum
barnahópnum þínum, mundir af-
mælisdaga allra og skrifaðir fal-
legustu afmælis- og jólakort, sem
hægt var að fá. Ávallt varstu með
opinn faðm, tilbúin að knúsa okk-
ur þétt og innilega. Minningar úr
æsku eru margar, til dæmis man
ég að þegar þú breiddir yfir mig
fyrir svefninn þá var mér pakkað
með þvílíkri list inní sængina að
það hvarflaði ekki að mér að fara
framúr eftir það. Við höfum ekki
langt að sækja púkaskapinn, því
þú varst alltaf að sprella og hlát-
urmildin leyndi sér ekki. Þú varst
bindindismanneskja og þannig
góð fyrirmynd fyrir alla. Þú varst
þeim gáfum gædd að geta saumað
og teiknað á undraverðan hátt og
ófá handavinnan sem ég fékk
hjálp með frá þér. Það hvað þú
varst boðin og búin að aðstoða mig
með strákana þegar þeir voru litlir
er mér svo óendanlega dýrmætt.
Elsku amma, ég er þakklát fyr-
ir þær stundir sem við áttum sam-
an. Þín verður sárt saknað, minn-
ingar um þig lifa áfram með
okkur.
Ég kveð ömmu með bæninni
sem hún las fyrir mig þegar ég var
lítil:
Vertu yfir og allt um kring,
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Amma mín, ég elska þig og bið
góðan Guð að geyma þig, eins og
þú sagðir svo fallega sjálf þegar
þú signdir yfir okkur á kvöldin
fyrir svefninn.
Ásdís Jónsdóttir.
Elsku amma Ásdís.
Fyrsta minningin sem kemur
upp í huga okkar þegar við hugs-
um til baka eru heimsóknirnar til
þín á Lindargötunni og þar á eftir
í Ljósheimum og að sjálfsögðu
þau skipti sem þú passaðir okkur.
Minnisstæðast er dótið sem þú
áttir og við lékum okkur mikið
með, dúkkan Anna Lísa og öll
bollastellin og sullið í kringum
þau. Þér þótti við nú oft fara ansi
harkalega með dótið, en þú neit-
aðir okkur aldrei um neitt og það
breyttist ekkert eftir að börnin
okkar fóru að koma í heimsókn til
þín. Það var alltaf svo gott að
koma til þín, þú varst alltaf svo hlý
og góð, og áttir alltaf til bestu
knúsin.
Við gleymum aldrei öllum
vöfflukaffitímunum hjá þér eftir
að þú fluttir vestur, þó svo að þú
hafir aldrei sest niður fyrr en allir
voru búnir að borða og á leið heim,
en það var einmitt þá sem var allt-
af svo notalegt að setjast niður
með þér og spjalla. Þú varst alltaf
svo jákvæð, fordómalaus og sást
allt gott í öllum.
Þú varst alltaf ung í anda og
lést ekkert stoppa þig, við gleym-
um aldrei kaffiboðinu þegar
amma fór í splitt. Þú eltir alltaf
draumana þína og naust þess að
læra eitthvað nýtt til að gera í
höndunum, enda ein sú flinkasta í
bransanum og ófáar buxurnar
sem þú styttir fyrir okkur, svo
ekki sé talað um vettlingana og
sokkana sem þú hefur prjónað.
Við kveðjum ömmu með sorg
og söknuði, en í hjarta okkar hlýj-
um við okkur yfir dýrmætum
minningum og pössum vel upp á
þær.
Takk, amma, fyrir að auðga líf
okkar og þá mikilvægu reynslu og
viðhorf sem þú hefur kennt okkur.
Þar sem englarnir syngja sefur þú,
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni,
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Guð geymi þig.
Hlynur Sigurðsson,
Hafdís Dröfn Sigurðardóttir
og Gréta Sigurðardóttir.
Amma mín Ásdís var með ein-
dæmum jákvæð manneskja, stutt
í hláturinn og húmorinn og það
var alltaf hægt að gantast í henni
og gera góðlátlegt grín.
Amma hafði ekki mikið á milli
handanna á búskaparárum sínum
og hefur það eflaust oft verið flók-
ið að sjá fyrir barnastóðinu stóra.
Kannski var þetta að hluta til
ástæðan fyrir því að í gegnum tíð-
ina sankaði hún að sér öllu mögu-
legu og ómögulegu, þó allra helst
ýmiss konar fataefni; ströngum og
tvinnum, tölum og spottum. Allt
var þetta gull í augum ömmu, sem
var afskaplega laghent og vand-
virk saumakona.
Vandvirknin fólst þó stundum í
því að vera ákaflega lengi að hlut-
unum, eins og ég komst að þegar
ég bað hana um að sauma á mig
kjól fyrir árshátíðina mína þegar
ég var í 9. bekk í grunnskóla. Efn-
ið var fagurblátt og glansandi,
svokallað sundbolaefni eins og var
mjög móðins í kringum 1997.
Kjóllinn varð á endanum hinn
glæsilegasti, eins og hennar var
von og vísa, en var reyndar ekki
tilbúinn fyrr en síðla kvölds, dag-
inn fyrir árshátíðina.
Ég gleymi því ekki þegar
amma var að flytja úr Reykjavík
aftur vestur í Grundarfjörð. Ég
mætti í Sólheima í Reykjavík, þar
sem amma bjó, til að aðstoða við
flutningana. Þar var fyrir stór
hópur ættmenna, því þó að amma
hafi ekki endilega verið auðug í
krónum talið var hún stóreigna-
kona þegar kom að fjölskyldunni.
Það sem blasti við mér á bíla-
planinu fyrir utan fjölbýlishúsið
sem amma bjó í var búslóð sem
sennilega hefði dugað þremur fjöl-
skyldum! Ég fékk hláturskast. Vel
gekk að ganga frá og græja sendi-
bílinn en þegar á leið kom nokkuð
óvænt á daginn. Amma tilkynnti
okkur að við þyrftum eiginlega að
fara á einn annan stað. Annan
stað? Já, annan stað.
Upp úr dúrnum kom sú stað-
reynd að amma Ásdís átti nefni-
lega leynigeymslu í Bústaðahverf-
inu, hún hafði leigt bílskúr af
ágætu fólki og geymdi þar ýmis-
legt sem alls, alls ekki mátti
henda, enda voru þetta gersemar
sem skyldu allar með vestur!
Það er eiginlega ekki hægt að
minnast ömmu án þess að nefna
að hún var best. Langbest í flest-
öllu sem hún tók sér fyrir hendur í
gegnum tíðina, hvort sem það var
handbolti, bakstur, leiklist, hann-
yrðir, að sjá langt með arnarsjón
eða tala erlend tungumál, almenn-
ur fríðleiki, söngur eða hvaðeina.
Amma var ævinlega, að eigin
mati, langsamlega langbest allra í
öllu saman.
Að vita fyrir víst að þú ert vel-
komin er dýrmætt og við vorum
ávallt velkomin til ömmu. Hún var
mikil reglumanneskja hvað varðar
áfengi og þegar við barnabörnin
eða börnin hennar grínuðumst
með að hún væri nú alltaf á
djamminu þá vorum við oftar en
ekki kölluð „púkar“ og svo hlegið
dátt.
Mér finnst það sjást best á
börnunum hennar, föðursystkin-
um mínum, hvernig lundarfarið
létta og jákvæðnin hefur leitt nið-
ur í afkomendurna. Fyrir mér
vissi það, og veit alltaf, á hlýju og
gæsku að fara vestur, að sækja
heim fólkið mitt í Grundarfirði.
Ólöf Hugrún
Valdimarsdóttir.
Mikill söknuður, en á sama tíma
mikið þakklæti kemur mér í hug
þegar ég kveð hana Ásdísi ömmu.
Ég tel mig mjög heppinn að hafa
átt Ásdísi Valdimarsdóttur sem
ömmu, því betri ömmu er varla
hægt að hugsa sér.
Ég myndi lýsa ömmu sem
hlýrri og góðri manneskju sem var
á sama tíma mjög ákveðin, sem er
nauðsynlegt þegar þú þarft að
hafa stjórn á stærðarinnar
krakkaskara. Hún sagði oft að hún
væri rík kona, og það var hún
sannarlega.
Amma átti 7 börn, mörg barna-
börn, ennþá fleiri barnabarnabörn
ásamt slatta af ská-ömmubörnum,
enda máttu allir sem vildu kalla
hana ömmu og hún var meira en til
í að vera amma þeirra allra.
Amma hafði mjög gaman af því
að segja sögur og rifja upp minn-
ingar frá gömlum tímum, sem
hentaði okkar sambandi mjög vel.
Ég hafði mjög gaman af því að
mæta í vöfflukaffi til ömmu og
borða af bestu lyst meðan ég
hlustaði á hana segja sögur af
sjálfri sér og fleirum. Sögurnar
voru langflestar jákvæðar og jafn-
vel hetjusögur af henni sjálfri.
Með aldrinum kunni ég betur og
betur að meta sögurnar hennar
ömmu og ég lærði það af ömmu að
það er betra að einblína á góðu
minningarnar.
Lífið var ekki áfallalaust hjá
ömmu, en hún lét það ekkert
stoppa sig og ákveðni hennar og
þrautseigja hjálpuðu henni í gegn-
um lífið.
Góðar minningar um yndislega
manneskju er það sem Ásdís
amma skilur eftir sig.
Jóhannes Fannar Einarsson.
Nú er hún Ásdís Valdimars-
dóttir fallin frá. Við sem ólumst
upp í Grundarfirði eftir miðja sein-
ustu öld, munum vel eftir henni
Dísu Varða. Hún var einstaklega
glæsileg kona hún Ásdís, greind,
vel lesin, lífleg og skemmtileg,
yndisleg í alla staði og síðast en
ekki síst, höfðingi heim að sækja.
Á uppvaxtarárum mínum var ég
fastagestur á Hlíðarveginum, en
við Jói sonur Ásdísar erum jafn-
aldrar og æskuvinir. Síðast þegar
ég hitti Ásdísi, þá hafði hún á orði
að fáir hefðu nú stútað jafn mörg-
um rjómatertum hjá sér á Hlíð-
arveginum eins og ég. Það var
reyndar í áttræðisafmæli hennar,
fyrir fimm árum síðan, sem haldið
var uppá í Samkomuhúsinu í
Grundarfirði, og sennilega hef ég
tekið til mín nokkrar rjómatertu-
sneiðarnar þar í viðbót.
Á kveðjustund er margs að
minnast. En eitt af því sem stend-
ur ljóslifandi í huga mér er kosn-
ingafundur í Samkomuhúsinu fyr-
ir vestan, í aðdraganda sveitar-
stjórnarkosninganna 1978.
Hún Ásdís var gallharður mál-
svari þeirra sem minna mega sín í
okkar ágæta þjóðfélagi. Þegar
kom að þessum málum, gat hún
svo sannarlega verið föst fyrir og
talaði þá tæpitungulaust. Það
gerði hún svo sannarlega þetta
kvöld svo eftir var tekið. Þarna
gustaði af frúnni, rökföst og fylgin
sér. En eftir að hafa skammað þá
sem voru við stjórn hressilega, tók
hún hlýlega utan um þá, þannig
skildu allir sáttir. Þannig var hún
Ásdís.
Nú kveðjum við þessa góðu
konu, eftir löng og yndisleg kynni.
Ég sendi innilegar samúðarkveðj-
ur til barna hennar, Kolbrúnar,
Lárusar, Jóhannesar, Sigurðar
Óla, Sævarar og Jóns Bjarna, til
tengdabarna, barnabarna og fjöl-
skyldunnar allrar, en minningin
um þessa glæsilegu og góðu konu
mun svo sannarlega lifa áfram í
hugum okkar.
Bjarni Júlíusson.
Ásdís Valdimarsdóttir
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.
Kristín IngólfsdóttirSverrir Einarsson Margrét Á. Guðjónsd. Hannes Ó. Sampsted
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
JÓNATAN ARNÓRSSON
frá Ísafirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
mánudaginn 11. júní.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 21. júní
klukkan 13.
Þóra Benediktsdóttir
Kristjana Jónatansdóttir Guðmundur Bjarnason
Valur Benedikt Jónatansson Kristín B. Aðalsteinsdóttir
Arnór Jónatansson Kristjana Ósk Hauksdóttir
Þóra Jóna Jónatansdóttir Erlingur Jón Valgarðsson
Rúnar Már Jónatansson María Níelsdóttir
og afabörn
Ástkær sonur minn, stjúpsonur, bróðir,
barnabarn og frændi,
KRISTJÁN STEINÞÓRSSON,
Gvendargeisla 19,
lést laugardaginn 9. júní.
Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju í Grafar-
holti miðvikudaginn 20. júní klukkan 14.
Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Styrktarsjóð fyrir ungmenni í fíkniefna-
vanda, reiknnr. 0354-13-200240, kt. 160370-5999.
Dagbjört Þórunn Þráinsdóttir
Fikri
Aðalheiður Rósa og fjölskylda
Guðrún Tinna
Sandra Mujiatin
Viktor Abdullah
Kristján Þór Þórisson
Þráinn Oddsson
Guðrún Guðmundsdóttir
Kristján Bergmann
Steinþór Máni
Guðný Helga
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÁRNI JÓNSSON
rafvirkjameistari,
Freyvangi 20, Hellu,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
þriðjudaginn 5. júní.
Útförin fer fram frá Oddakirkju föstudaginn 22. júní klukkan 14.
Esther Markúsdóttir
Svava Þuríður Árnadóttir
Jón Árnason
Sigurður Grétar Árnason
Sandra Árnadóttir
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar,
RÓSBJÖRG SIGRÍÐUR
ÞORFINNSDÓTTIR
frá Raufarhöfn,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn
13. júní. Útför fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 20. júní klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Gunnar Gunnarsson
Jóna Á. Jóhannsdóttir Þorfinnur Jóhannsson
Heiðar B. Jónsson Margrét R. Lýðsdóttir
Birna S. Lýðsdóttir