Morgunblaðið - 16.06.2018, Síða 39
bands íslenskra kvikmyndafram-
leiðenda 1980-91. Hann hlaut
heiðursverðlaun í leikritasamkeppni
LR 1973 fyrir Sögu af sjónum, fékk
Gullbjöllu Sænsku kvikmyndaaka-
demíunnar fyrir Óðal feðranna 1981,
og 1984 var hann heiðraður sem leik-
stjóri ársins í Svíþjóð af Sænsku
kvikmyndaakademíunni fyrir kvik-
myndina Hrafninn flýgur. Kvik-
myndin Í skugga hrafnsins var út-
nefnd til Evrópsku kvikmyndaverð-
launanna Felix fyrir besta leik í
aðalkvenhlutverki og aukakarl-
hlutverki, myndin hlaut Prix jury
special-verðlaunin í Valencienne í
Frakklandi. Þá voru myndirnar
Hrafninn flýgur, Hin helgu vé og
Myrkrahöfðinginn valdar til sýn-
ingar á aðaldagskrá Berlínarhátíð-
arinnar, og Hin helgu vé hlaut gull-
og silfurverðlaun á kvikmyndahátíð-
inni í Troia í Portúgal. Þá hlaut
Hrafn hin árlegu kvikmyndaverðlaun
kaþólskra kvikmyndagagnrýnenda,
OCIC 1994 og NDR-Fönderpris
Optimus 1994. Honum var boðið sæti
í Evrópsku kvikmyndaakademíunni
1995, fyrstum Íslendinga. Hann hef-
ur hlotið fjölda annarra viðurkenn-
inga, m.a. Smekkleysuverðlaunin
1988 og heiðursverðlaun Eddunnar
2011.
Hvað er þér efst í huga þegar þú
lítur um öxl, yfir lífshlaupið?
„Ég hef alltaf verið á hlaupum og
stundum á harðahlaupum. En nú er
ég farinn að kasta mæðinni og fer
bara fetið."
Fjölskylda
Kona Hrafns var Edda Kristjáns-
dóttir, f. 8.1. 1950. Þau skildu. Hún er
dóttir Kristjáns Einarssonar, f.
11.12. 1899, d. 10.7. 1985, rafvirkja-
meistara, og k.h., Margrétar Ein-
þórsdóttur (Sigurðardóttur), f. 16.10.
1913, d. 7.9. 1979, húsmóður.
Börn Hrafns og Eddu eru Kristján
Þórður, f. 1.12. 1968, rithöfundur og
skáld í Reykjavík, kona hans er Mel-
korka Tekla Ólafsdóttir, dóttir þeirra
Thea Snæfríður; Tinna, f. 24.8. 1976,
leikkona í Reykjavík, en maður henn-
ar er Sveinn Geirsson leikari, tví-
burasynir þeirra Starkaður Máni og
Jökull Þór; Sól, f. 2.5 1981, grafískur
hönnuður, maður hennar er Sigurður
Einarsson, dóttir þeirra Sunna Ís-
gerður, og Örk, f. 8.7. 1994, veit-
ingakona. Sonur Hrafns og Yusmillu
Guerra Tores frá Kúbu er Aron
Daniel Hrafnsson Guerra, f. 12.7.
2004. Hrafn á einnig son með núver-
andi sambýliskonu sinni frá Kúbu,
Yairu Duribe Azharez, og heitir hann
Anton Ariel Armand Hrafnsson Du-
ribe, f. 3.5. 2013.
Systkini Hrafns eru Þorvaldur, f.
16.7. 1950, stærðfræðingur; Snædís,
f. 14.5. 1952, lögfræðingur, og Tinna,
f. 18.6. 1954, fyrrverandi þjóðleik-
hússtjóri. Maður Tinnu er Egill
Ólafsson tónlistarmaður, meðal
barna þeirra Ólafur Egilsson leik-
stjóri/rithöfundur, og Gunnlaugur,
ballettdansari við Konunglegu óp-
eruna í Stokkhólmi.
Hálfsystir samfeðra: Júlía Mar-
grét Alexandersdóttir, f. 21.4. 1977,
blaðamaður á Morgunblaðinu.
Foreldrar Hrafns: Gunnlaugur
Einar Þórðarson, f. 14.4. 1919, d.
20.5. 1998, dr. jur, hrl. og forsetarit-
ari í tíð Sveins Björnssonar, og Her-
dís Þorvaldsdóttir, f. 15.10. 1923,
leikkona og náttúruverndarfröm-
uður.
Hrafn
Gunnlaugsson
Halldóra Sigurðardóttir
bróðurdóttir Jóns, föður Guttorms
J. Guttormssonar skálds í Kanada
Jón Jónsson Þveræingur
hreppstj. á Þverá í Laxárdal
María Víðis Jónsdóttir
húsfr. í Hafnarfirði
Þorvaldur Tómas Bjarnason
bóksali í Hafnarfirði
Herdís Þorvaldsdóttir
leikkona og
náttúruverndarfrömuður
Herdís Nikulásdóttir
húsfr. á Höfn, frá Nýlendu í Leirhöfn
Bjarni Tómasson
form. á Klöpp í Höfnum
Dóra Þorvaldsdóttir húsfr. í Kópavogi
Agnar Þórðarson rithöfundur
Benedikt Jónsson b. og bókavörður á
Auðnum og stofnandi Kaupf. Þingeyinga
Þorvaldur Sigurður Þorvaldsson
fv. skipulagsstj. Reykjavíkurborgar
Úlfar Þórðarson augnlæknir og borgarfulltr.
Áskell Snorrason
tónskáld áAkureyri
Sverrir Þórðarson blaðam.
Snorri Jónsson b. á Þverá og stofnandi Kaupf. Þingeyinga
Jóhann
Skaptason
sýslum. á
Patreks-
firði og á
Húsavík
Hörður Þórðarson sparisjóðsstj.
Jón J. Víðis landmælingamaður
Bergljót Sigurðar-
dóttir húsfr. í Litla-
gerði í Dalsmynni,
S-Þing., síðarAkureyri
María Þorvaldsdóttir leikkona og
píanóleikari, lengst af í LosAngeles
Þóra Sigurðardóttir
Egyptalandsfari
Þóra Þorvaldsdóttir húsfr. í Rvík
Unnur Benediktsdóttir
Bjarklind (Hulda skáldkona)
Sara Hermann Kaaber
frá Suður-Jótlandi, af frönskum húgenottaættum
Jens Ludvig Joachim Kaaber
frkvstj. í Kaupm.höfn, náfrændi
Ludvigs Kaaber bankastj.
Ellen Johanne Kaaber
húsfr. í Rvík
Þórður Sveinsson
yfirlæknir á Kleppi
Steinunn Þórðardóttir
húsfr., af Guðlaugsstaðaætt
Sveinn Pétursson
b. á Geithömrum, af Harðabóndaætt, bróðursonur Kristjáns, afa Jónas-
ar Kristjánssonar læknis, afa Jónasar Kristjánssonar fyrrv. ritstj. DV
Úr frændgarði Hrafns Gunnlaugssonar
Gunnlaugur Einar Þórðarson
dr. jur, hrl. og forsetaritari
Sveins Björnssonar
ÍSLENDINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2018
Emil Thoroddsen fæddist íKeflavík 16.6. 1898, sonurÞórðar Thoroddsen, lækn-
is og alþm., og k.h., Önnu Guð-
johnsen. Systkini Emils voru Þor-
valdur, forstjóri, píanóleikari og
einn stofnenda Tónlistarfélags
Reykjavíkur, og Kristín Katrín,
móðir Þorvalds Steingrímssonar
fiðluleikara. Bróðir Þórðar var
Skúli, afi Skúla Halldórssonar tón-
skálds. Þórður var sonur Jóns
Thoroddsen skálds, bróður Jó-
hönnu, langömmu tónskáldanna
Sigurðar Þórðarsonar og Jóns
Leifs, og Bjarna Böðvarssonar
hljómsveitarstjóra, föður Ragga
Bjarna. Anna var systir Kristjönu,
móður Jóns, kórstjóra Fóst-
bræðra; systir Mörtu, ömmu Jór-
unnar Viðar tónskálds. Anna var
dóttir Péturs Guðjohnsen, dó-
morganista og kórstjóra sem oft
er nefndur tónlistarfaðir Reykja-
víkur.
Emil lærði á píanó hjá móður
sinni og Kristrúnu Benediktsson,
lauk stúdentsprófum 1917, cand.
phil.-prófi í listasögu við Kaup-
mannahafnarháskóla 1918, lærði
málaralist hjá Ásgrími Jónssyni
og síðar í Kaupmannahöfn en
myndir eftir hann voru þá sýndar
í Charlottenborg. Þá stundaði
hann tónlistarnám í Leipzig og
Dresden 1920-24. Eftir það dvaldi
hann í Reykjavík.
Emil varð brátt helsti píanóleik-
ari í Reykjavík, aðalpíanóleikari
Ríkisútvarpsins og menning-
arritdómari Morgunblaðsins um
langt árabil. Hann var afburða-
maður sem tónskáld, píanóleikari,
listmálari, leikritahöfundur og
gagnrýnandi. Tónverk hans munu
þó halda nafni hans á lofti sem
eins fremsta tónskálds þjóðar-
innar. Meðal tónverka hans eru
Alþingishátíðarkantata, 1930; Ís-
lands Hrafnistumenn, 1939; Hver
á sér fegra föðurland, frumflutt á
lýðsveldishátíðinni á Þingvöllum
1944 og lögin í Pilti og stúlku.
Emil lést í Reykjavík 7.7. 1944.
Merkir Íslendingar
Emil
Thoroddsen
Laugardagur
90 ára
Elísabet G. Hermannsdóttir
85 ára
Ingveldur Viggósdóttir
Ísak Þorbjarnarson
Jóhanna Sigurðardóttir
Sigurður R. Guðjónsson
80 ára
Aðalsteinn J. Maríusson
Ingibjörg Leifsdóttir
Valdís Árnadóttir
75 ára
Grímur Valdimarsson
Guðbjörn Þórsson
Guðmundur Sigursteinsson
Gylfi Konráðsson
Leifur Rúnar Guðjónsson
Ólafur Geir Vagnsson
Sigmundur Óli Eiríksson
70 ára
Auður G. Albertsdóttir
Brynja Sigrún Jósefsdóttir
Elín Pálsdóttir
Erlingur Óskarsson
Hrafnhildur Ester
Ormsdóttir
Ólöf Ragnarsdóttir
Pétur Theodór Pétursson
Sævar Herbertsson
60 ára
Arnþrúður Guðný
Óskarsdóttir
Bjarni Ágústsson
David Stanley Roberts
Guðjón Friðbjörn Jónsson
Guðmundur Skúlason
Inga Hanna Hannesdóttir
Jódís Hlöðversdóttir
Jóhann Gunnarsson
Kristín Kristjánsdóttir
Ólafur Nilsson
Ólöf Guðmundsdóttir
Pétur Friðriksson
Rannveig Ingvadóttir
Rósa María Salómonsdóttir
Unnur Elísa Jónsdóttir
Þórdís Leifsdóttir
Þórður Helgason
50 ára
Atli Heimir Birkisson
Árni Jón Baldursson
Bjarni Frostason
Bjarni Össurarson Rafnar
Björn Þórir Sigurðsson
Danuta Wolynska
Einar Traustason
Elín Björg Cabaluna
Guðný Jónsdóttir
Guðrún Þ. Schmidhauser
Helgi Sigurgeirsson
Ingólfur G. Vigfússon
Jón Sæmundur Auðarson
Páll Ísleifur Jónsson
Rúnar Þór Ingvarsson
40 ára
Árni Sigurjónsson
Fannar Freyr Bjarnason
Guðlaug Elfa Ragnarsdóttir
Guðrún Davíðsdóttir
Hjalti Gylfason
Marek Marcin Wiczling
María Albertsdóttir
Pálína Heiða Gunnarsdóttir
Sandra Dögg
Guðmundsdóttir
Wojciech Franciszek
Kobiela
17. júní
95 ára
Geirþrúður Hjörvar
90 ára
Hjördís Björnsdóttir
85 ára
Eva Dagbjört Þórðardóttir
Kolbrún Kristjánsdóttir
Kristín Ólafsdóttir
Kristjana Sigmundsdóttir
Tómas Njálsson
80 ára
Birna Gunnhildur
Friðriksdóttir
Daníel Jónasson
Grétar S. Kristjánsson
Guðrún Hulda
Guðmundsdóttir
Hrafn Bragason
Jón Sigurðsson
Margrét Erna
Guðmundsdóttir
Ragnheiður
Hermannsdóttir
Soffía Skarphéðinsdóttir
Þorleifur Pálsson
75 ára
Guðmunda Sigríður
Gunnlaugsd.
Ólöf Karlsdóttir
Þorsteinn Jónsson
70 ára
Aðalsteinn Pétursson
Björg B. Marisdóttir
Brynjar Rafnsson
Hildur Gunnarsdóttir
Hrafn Gunnlaugsson
Hrafnhildur Sigurðardóttir
Hrönn Ágústsdóttir
Sigríður Ásdís
Sigurðardóttir
Sigrún Kjartansdóttir
Sigurbjörn Fanndal
Sólrún Pétursdóttir
60 ára
Anna Kristín
Traustadóttir
Anne Cecilia Benassi
Atli Erlendsson
Áslaug Jónsdóttir
Borgþór Harðarson
Bryndís Valgarðsdóttir
Grettir Ingi
Guðmundsson
Helga Rúna Gústafsdóttir
Hilmar Þorkelsson
Jón Rafnsson
Kristbjörn Ólafsson
Ólafur Steinar Hauksson
Sigríður Jenný Hrafnsdóttir
Sigurður Grétarsson
50 ára
Aðalheiður Þ.
Marinósdóttir
Baldur Þór Ketilsson
Björk Birgisdóttir
Bragi Björnsson
Broddi Ægir Svavarsson
Guðjón Hafþór Ólafsson
Hólmfríður Jónsdóttir
Jósefína Harpa
Zophoníasdóttir
Magnús Freyr Hrafnsson
Ragnar Þór Reynisson
Rúnar Hermannsson
40 ára
Almar Árnason
Bragi Ragnarsson
Guðrún Edda
Hólmgrímsdóttir
Hanna Bjarnason
Litvinenko
Jamal Azagough
Aazani
Magdalena Tatiana
Krainska
Miguel Engill
Hermannsson
Ólafur Einar Hrólfsson
Óttar Örn Helgason
Rejane Santana Da Silva
Rósa Hrefna Gísladóttir
Sigurður Ólafsson
Sindri Freyr
Sigursteinsson
Til hamingju með daginn
Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is
RayBan 3016 sólgleraugu
kr. 22.900,-
Sumarið er hér
Frábært
verð á glerjum
Einfókus gler
Verð frá kr. 16.900,-
Margskipt gler
Verð frá kr. 41.900,-
Gleraugnaverslunin Eyesland býður mikið úrval af
umgjörðum á góðu verði – og þú færð frábæra þjónustu.
Verið velkomin!