Morgunblaðið - 16.06.2018, Qupperneq 42
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2018
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Í ár verður Alþjóðlegt orgelsumar
haldið hátíðlegt í 26. sinn í Hallgríms-
kirkju. Gestum kirkjunnar gefst
tækifæri til að hlýða á fjölbreytta
orgeltónlist frá ýmsum löndum frá
16. júní til 19. ágúst en á þeim tíma
verða haldnir fernir tónleikar á viku.
„Þetta er hátíð sem á sér langa
sögu,“ segir Hörður Áskelsson, kant-
or Hallgrímskirkju og listrænn
stjórnandi orgelsumarsins. „Þetta er
26. sumarið í röð sem við höldum
þessa orgelhátíð, sem byrjaði tölu-
vert smærri í sniðunum. Þetta byrj-
aði þegar stóra, fína Klaisorgelinu
var komið fyrir í Hallgrímskirkju,
sem var í desember 1992. Fyrsta org-
elsumarið var haldið sumarið eftir.
Það varð til að erlendri fyrirmynd því
orgeltónleikaraðir á sumrin eru al-
gengar í erlendum stórkirkjum sem
ferðamenn sækja. Núna eru þetta
orðnir fernir tónleikar á viku hjá
okkur og er búið að vera þannig í níu
ár. Við erum með þrenna tónleika
þar sem orgelið er í brennidepli, á
fimmtudögum, laugardögum og
sunnudögum – hádegistónleika á
fimmtudögum og laugardögum og
svo stærri tónleika á sunnudags-
eftirmiðdögum. Með hádegistón-
leikum kammerkórsins Schola can-
torum á miðvikudögum bættust við
fjórðu tónleikarnir árið 2009. Á þeim
tónleikum er mest sungið án undir-
leiks, en stundum er stóra orgelið
líka sett í gang til að koma til móts
við óskir tónleikagesta. Fjóra daga
vikunnar er sem sé hægt að koma á
tónleika í Hallgrímskirkju yfir há-
sumarið.“
Fjölbreytni í fyrirrúmi
Aðspurður segir Hörður að ferða-
menn séu jafnan í meirihluta áheyr-
enda á tónleikunum. „Við höfum samt
alltaf haldið í þá von að Íslendingar
uppgötvi þessa tónleika. Listvina-
félag Hallgrímskirkju stendur á bak
við þessa hátíð og við erum í góðu
sambandi við okkar félagsmenn, sem
eru rúmlega 400 talsins. Þeir koma af
og til á tónleikana og taka með sér
gesti. Svo er einn og einn Íslendingur
sem sækir næstum hverja tónleika
allt sumarið. Meirihlutinn er þó
ferðamenn og þeir eru auðvitað af-
skaplega þakklátir fyrir tækifærið til
að upplifa þetta stórkostlega orgel í
svo vel hljómandi rými.“
Hörður segir Alþjóðlegt orgel-
sumar bjóða upp á hóp framúrskar-
andi organista frá mörgum löndum.
Orgeltónar í
Hallgrímskirkju
Alþjóðlegt orgelsumar hefst í 26. sinn í dag
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Þetta verður veisla fyrir skynfærin,
enda er Robert Wilson meistari sjón-
rænna áhrifa,“ segir Valgeir Sigurðs-
son, tónlistarstjóri tónleikhússýning-
arinnar Eddu sem sýnd er á Stóra
sviði Borgarleik-
hússins á Listahá-
tíð í Reykjavík á
morgun og mánu-
dag kl. 20. Um er
að ræða upp-
færslu Norska
leikhússins í Osló
í samvinnu við
Leikhúsið í Árós-
um, en Árósar
voru menning-
arborg Evrópu í
fyrra þegar uppfærslan var frum-
sýnd.
Leikstjóri er Robert Wilson sem
að vanda hannar líka útlit sýning-
arinnar og lýsingu. Jon Fosse vann
leiktextann upp úr íslensku Eddu-
kvæðunum, en dramatúrg er Carl-
Morten Amundsen og aðstoðarleik-
stjóri er Ann Christin Rommen. Tón-
listin er eftir CocoRosie og Arvo
Pärt, búninga hannar Jacques Rey-
naud og leikarar eru Henrik Rafael-
sen, Gjertrud Jynge, Sigve Bøe,
Frode Winther, Eivin Nilsen Salthe,
Marianne Krogh, Paul-Ottar Haga,
Joachim Rafaelsen, Ola G. Furuseth,
Jon Bleiklie Devik, Renate Reinsve,
Unn Vibeke Hol, og Inge Jørgensen
Dragland.
Umbar öskurköst leikstjórans
Edda er fyrsta sýningin eftir Wil-
son sem sett er upp hérlendis, en
hann er einn þekktasti leikhúsmaður
samtímans. „Þetta er því einstakt
tækifæri fyrir íslenska áhorfendur.
Fyrir þá sem séð hafa sýningar hans
erlendis og þekkja stíl hans held ég
að þetta sé skemmtileg túlkun á
Eddukvæðunum, því hans nálgun er
mjög ólík því sem við eigum að venj-
ast þegar kemur að þessum efnivið,“
segir Valgeir sem sjálfur hafði aðeins
séð Einstein on the Beach, sem Wil-
son vann í samstarfi við Philip Glass,
þegar hann þekktist boðið um að
vinna með Wilson.
Valgeir bendir á að Wilson vinni
gjarnan með gamalt handverk í leik-
húsinu, bæði í sviðshreyfingum og
sviðslausnum. „Þar gegna sviðsmenn
lykilhlutverki í að færa leikmyndina,
því hann vill að allt sé gert handvirkt
– sem er auðvitað bæði mannfrekt og
flókið. Hann er mikill nákvæmnis-
maður þannig að það má engu
skeika,“ segir Valgeir og tekur fram
að áhugavert hafi verið að kynnast
vinnuaðferðum Wilson.
„Hann er mikill einvaldur í leikhús-
inu og hefur afar gott vald á miðlinum
þegar kemur að sjónrænni útfærslu,
hvort heldur snýr að leikmynd, lýs-
ingu eða leik. Hann hefur eðlilega
ekki sama vald á tónlistinni þó hún sé
ávallt fyrirferðarmikil í sýningum
hans og keyri áfram senurnar. Hann
reiðir því sig mikið á samstarfið við
tónlistarfólk í flestum verka sinna,“
segir Valgeir og tekur fram að sam-
starf þeirra hafi ekki verið átakalaust.
„Fram að Eddu hefur Wilson ávallt
verið með lifandi tónlistarflutning í
sýningum sínum, en að þessu sinni
var tónlistin að miklu leyti tekin upp
fyrirfram þó söngurinn sé fluttur lif-
andi á sviðinu. Það gekk vægast sagt
á ýmsu, þó allt hafi smollið á end-
anum þegar við náðum gagnkvæmum
skilningi,“ segir Valgeir kíminn og
rifjar upp að það hafi hjálpað sér í
vinnuferlinu að aðeins voru um tvö ár
síðan þau Sigríður Sunna Reynis-
„Wilson meistari
sjónrænna áhrifa“
Edda í leikstjórn Roberts Wilson sýnd í Borgarleikhúsinu
Stílfærsla Joachim Rafaelsen er
Týr, Gjertrud Jynge er völva og
Unn Vibeke Hol er svikul völva.
Valgeir
Sigurðsson
Sýningin Merkilína eða Line of
Reasoning verður opnuð í Gallerí
Úthverfu í dag, laugardag. Sýn-
ingin er eftir listamanninn Sigurð
Atla Sigurðsson, sem hefur undan-
farin ár unnið ásamt Leifi Ými Eyj-
ólfssyni að verkefninu Prent & vin-
ir. Sigurður og Leifur hafa meðal
annars sýnt verk sín í Íslenskri
grafík, Listasafni Reykjavíkur,
Listasafni Íslands, Hafnarborg,
Nýlistasafninu, Myndhöggvara-
félaginu, Harbinger, í New York,
Aþenu og víðar.
Á sýningunni Merkilínu sýnir
Sigurður Atli tjöruprent sem hann
lét prenta með jarðvegsþjöppu á
Ísafirði. Þegar tjöruprentunum er
stillt upp mynda þau nokkurs konar
gangverk sem kallast á við endur-
tekningarsama uppbyggingu
hversdagslífsins. Sigurður nýtir sér
endurtekningar og tveggja orða
samtöl (t.d. „Hvað“ - „Ekkert.“) á
prentunum til þess að rannsaka
tenglin á milli orða og merkingar
þeirra. Tjöruprentin standa fyrir
tungumálið sjálft og kastljósinu er
þar með beint að daglegu háttalagi
fólksins sem nýtir sér það. Á strig-
ann er orðið „Merkilína“ prentað
með tjöru og skapast þar andstæða
á milli rökvísrar merkingar orðsins
og groddalegrar aðferðarinnar
sem notuð er til að prenta það. Á
sýningunni notar Sigurður prent-
listina til að láta tungumálið lýsa
eigin vanköntum.
Prent Eitt af verkum Sigurðar Atla, með kennimerki Prents & vina.
Tungumálaörðug-
leikar á tjöruprenti
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Heiðnar grafir í nýju ljósi
– sýning um fornleifarannsókn á Dysnesi við Eyjafjörð
Iben West og Else Ploug Isaksen – Augnhljóð í Myndasal
Nanna Bisp Büchert – Annarskonar fjölskyldumyndir á Vegg
Prýðileg reiðtygi í Bogasal
Leitin að klaustrunum í Horni
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
grunnsýning Safnahússins
Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira
Bókverk og Kveisustrengur úr Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Júlía & Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210
www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/
Opið alla daga 10-17
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið alla daga 10-17
ÝMISSA KVIKINDA LÍKI - ÍSLENSK GRAFÍK – 11.5. - 23.9.2018
ELINA BROTHERUS - LEIKREGLUR – 16.2. - 24.6.2018
FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign – 7.4.2017 - 31.12.2019
BÓKFELL Eftir Steinu í Vasulka-stofu 22.5 - 31.12 2018
SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is.
Listasafn Íslands er opið alla daga frá kl. 10-17.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
TVEIR SAMHERJAR – ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON
21.10.2017 - 7.10.2018
Opið alla daga frá kl. 13-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
Kaffistofa – heimabakað meðlæti
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR - HEIMILI LISTAMANNS OG SÝNINGAR
KORRIRÓ OG DILLIDÓ - ÞJÓÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
15.5. - 15.9.2018
Opið alla daga frá kl. 13-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is