Morgunblaðið - 21.06.2018, Qupperneq 1
Sæmundur Sæmundsson, forstjóri Borgunar, segir
greiðslukort og greiðslumiðlun í gerjun
og miklar breytingar fram undan.
MIKLAR BREYTINGAR FRAM UNDANSTÆRSTI VIÐBURÐURINN
HM-fótboltann má tengja við símann í gegnum tölvukubb. 4
Unnið í samvinnu við
EURAM 2018 er stærsti viðburðurinn
sem tengist viðskiptafræði sem haldinn
hefur verið hér á landi. 7
VIÐSKIPTA
4
FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton
endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir
viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant
Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.
Tjón útflytjenda algeng
Í niðurstöðum skýrslu um tjón útflytjenda í
viðskiptum sínum við erlenda aðila kemur fram
að rétt rúmlega helmingur liðlega 40 fyrir-
tækja sem svöruðu spurningalista Íslandsstofu
hefur lent í einhvers konar svikum eða van-
efndum í útflutningsstarfsemi sinni. Tiltölulega
fá dæmi eru þó um svik en oftast var um van-
efndir að ræða tengdar gjaldþrotum viðskipta-
vina.
Bent er á það í skýrslunni að engin stofnun
hér á landi hafi það verkefni að greiðslutryggja
útflutning. Ísak Kári Kárason, höfundur
skýrslunnar, segir þetta koma á óvart, sé litið
til annarra norrænna landa til samanburðar.
„Öll hin norrænu löndin eru með risastórar
stofnanir með allt að hundrað starfsmenn sem
sjá um að greiðslutryggja sína útflytjendur.
Þetta gefur þeim ákveðið forskot. Það er þó til
starfsemi sem heitir Tryggingadeild útflutn-
ings, sem á að vera starfandi stofnun, en hefur
ekki verið virk um árabil. Hún hvarf í rauninni
bara.“
Lítil vitneskja um kostnað
Í annarri skýrslu sem Íslandsstofa gaf út
samhliða hinni kemur fram að fyrirtæki í út-
flutningi hafi litla vitneskju um kostnað sem
fylgir millifærslum til erlendra viðskiptavina.
Aðspurður af hverju ráðist var í gerð þess-
ara skýrslna segir Ingólfur Sveinsson, fjár-
málastjóri Íslandsstofu, að stofnunin hafi fund-
ið það á eigin skinni að millifærslukostnaður
geti verið óvenju hár. „Kostnaður við að borga
erlenda reikninga getur verið mjög hár. Maður
getur t.d. þurft að borga 30 dollara í kostnað
við reikning sem hljóðaði einungis upp á 100
dollara.“
Í skýrslunni kemur fram að banka- og milli-
færslukostnaður útflutningsfyrirtækja er að
meðaltali í kringum 0,1% af heildarveltu. Sá
fyrirvari er þó settur í skýrsluna að einungis
sjö fyrirtæki svöruðu spurningalista Íslands-
stofu um millifærslukostnað sinn. Ingólfur seg-
ir helstu skýringuna fyrir því vera þá, að fyrir-
tækin séu almennt ekki nógu meðvituð um
þennan kostnað og að sum þeirra líti á þennan
kostnað sem sjálfsagðan hlut sem fylgdi því að
starfa í útflutningsstarfsemi.
Íslandsstofa komst einnig að þeirri nið-
urstöðu að fjártækni væri lítið notuð af íslensk-
um fyrirtækjum við millifærslur. Fjártæknin
er þó líkleg til að ryðja sér til rúms á næstu
árum með komu PSD2-löggjafarinnar, sem
mun gera þriðja aðila kleift að fá aðgang að
upplýsingum viðskiptavina bankanna, með
þeirra samþykki.
Steingrímur Eyjólfsson
steingrimur@mbl.is
Meira en helmingur útflutnings-
fyrirtækja segist hafa lent í svikum og
vanefndum í viðskiptum sínum við
erlenda aðila, samkvæmt nýrri könn-
un sem Íslandsstofa hefur gert.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Útflutningsfyrirtæki lenda í ýmiss konar svikum
og vanefndum sem oftast tengjast gjaldþrotum.
Úrvalsvísitalan
EUR/ISK
1.900
1.800
1.700
1.600
1.500
1.400
21.12.‘17
21.12.‘17
20.6.‘18
20.6.‘18
1.613,17
1.769,46
130
125
120
115
110
125,5
126,25
„Upphafleg fjárfesting var 230
milljarðar króna og því eru árlegar
afskriftir svo miklar að félagið nær
aldrei að skila hagnaði til að það
fari að borga tekjuskatt. Margir
hafa viljað halda því fram að félagið
muni aldrei borga tekjuskatt hér á
landi, en ég tel líklegt að það hefjist
snemma á næsta áratug miðað við
sömu rekstrarforsendur,“ segir
Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri
Alcoa-Fjarðaáls, í viðtali í opnu Við-
skiptaMoggans.
Hann bendir þó á að það verði
mikil verðmæti eftir í landinu í
formi opinberra gjalda, launa,
kaupa á vörum og þjónustu og sam-
félagsstyrkja. „Á síðasta ári nam
þetta um 29 milljörðum króna eða
um 36% af tekjum,“ segir Magnús
en Alcoa Fjarðaál flutti út vörur
fyrir 81 milljarð króna á
síðasta ári.
Styttist í greiðslu tekjuskatts
Magnús segir mikil verðmæti vegna
starfsemi Alcoa verða eftir á Íslandi.
Miðað við óbreyttar rekstr-
arforsendur má áætla að
íslensk starfsemi Alcoa fari
að greiða tekjuskatt í upp-
hafi næsta áratugar.
8
Oft er mikið í húfi hjá sprota-
fyrirtækjum og þá er freist-
andi að ýkja og jafnvel blekkja
til þess að ná
markmiðum fram.
Ekki trúa öllu
sem nýju neti
10
Lufthansa kann að leika tveim
skjöldum þegar það lýsir yfir
áhuga á Norwegian og gerir
um leið yfirtöku
keppinautar dýrari.
Lex: Refskákin
um Norwegian
11