Morgunblaðið - 21.06.2018, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2018FRÉTTIR
SVEIGJANLEGOGLIPUR
INNHEIMTUÞJÓNUSTA
Hafðu samband, við leysum málin með þér!
Laugavegur 182, 105 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is
jakkafatajoga.is
ÁNÆGJA EFLING
AFKÖST
Það mun eflaust koma Sæmundi
Sæmundssyni vel í forstjórastarf-
inu hjá Borgun að búa að mikilli
þekkingu á sviði forritunar og
tækni. Greiðslumiðlunarheim-
urinn þróast með ógnarhraða og
fyrirtækið þarf stöðugt að laga sig
að nýjustu lausnum í hörðu sam-
keppnisumhverfi.
Hverjar eru helstu áskoranirnar
í rekstrinum þessi misserin?
Greiðslukorta- og greiðslumiðl-
unargeirinn er í mikilli gerjun og
miklar breytingar framundan.
Mestu áskoranirnar eru að gera
fyrirtækið í stakk búið að vera
leiðandi í þessum breytingum og
takast á við nýja tækni og breytt
viðskiptalíkön. Það er einmitt
þessi staða sem gerir Borgun svo
áhugavert fyrirtæki og heiminn
sem við lifum í gríðarlega spenn-
andi.
Hver var síðasta ráðstefnan
sem þú sóttir?
Síðasta ráðstefnan var á vegum
OpenWay, sem er framleiðandi
grunnhugbúnaðarlausnar sem
Borgun notar. Þetta var mjög góð
ráðstefna þar sem mér gafst tæki-
færi til að hitta marga viðskipta-
vini fyrirtækisins og stjórnendur
þess og um leið að hlýða á mjög
áhugaverðar reynslusögur og
fyrirlestra þar sem skyggnst var
inn í framtíðina.
Hvaða hugsuður hefur haft
mest áhrif á hvernig þú starfar?
Ég hef í gegnum árin reynt að
tileinka mér það besta sem verður
á vegi mínum á hverjum tíma og
það á einnig við um bækur og fólk.
Engin ein bók eða manneskja hef-
ur mótað mig sérstaklega hvað
þetta varðar. Ég hef að auki verið
svo heppinn að fá að starfa með
mjög hæfileikaríkum ein-
staklingum í gegnum tíðina og
margir þeirra hafa mótað mig
verulega og sú mótun er að sjálf-
sögðu enn í gangi. Upp úr stendur
að heiðarleiki og réttsýni skiptir
mestu máli í öllu starfi.
Hvernig heldurðu þekkingu
þinni við?
Maður lærir eitthvað nýtt á
hverjum degi, ekki síst með því að
hlusta á þá sem eru samferða
manni í leik og störfum. Ég sæki
svo námskeið og les mikið.
Hugsarðu vel um líkamann?
Já, ég reyni það. Ég spila bad-
minton og stunda hlaup. Svo er
skotveiði mikið áhugamál og henni
fylgir oftar en ekki góð útivera og
hreyfing. Síðan er góður svefn al-
gjört lykilatriði.
Hvert væri draumastarfið ef þú
þyrftir að finna þér nýjan
starfa?
Fátt er skemmtilegra og meira
gefandi en að vinna með fólki. Ég
er ekki frá því að ég myndi vilja
einbeita mér enn meira að því og
þá kemur sér vel að hafa útskrifast
í vor sem markþjálfi (executive
coach) frá Háskólanum í Reykja-
vík. Ég ákvað að bæta við mig
þessari menntun eftir að hafa nýtt
mér markþjálfun með góðum ár-
angri og sá markþjálfun sem tæki-
færi til að efla mig sem stjórn-
anda. Ég held að það gæti verið
mjög gaman að prófa að vinna sem
markþjálfi.
Hvað myndirðu læra ef þú feng-
ir að bæta við þig nýrri gráðu?
Ætli ég myndi ekki horfa til
náms sem gerði mig hæfari í að
skilja og greina mannlegt eðli, sem
er svo skemmtilega marg-
breytilegt og óútreiknanlegt.
Stjórnun snýst um fólk og hvernig
hægt er að hjálpa því að þroskast
og dafna. Það er endalaust hægt
að bæta við sig þekkingu til að
verða betri stjórnandi.
Hvaða kosti og galla sérðu við
rekstrarumhverfið?
Kostirnir eru að greiðslumiðlun
er mjög tæknidrifið umhverfi, þar
sem hraði og breytingar eru mikl-
ar. Ég þrífst best í slíku umhverfi.
Ég er lítið fyrir að skilgreina galla,
þeir eru alla jafna bara verkefni
sem þarf að leysa.
Hvað gerirðu til að fá orku og
innblástur í starfi?
Fjölskyldan á jörð í Hrísey í
Eyjafirði, þar sem við erum með
æðarrækt og skógrækt. Þangað
sæki ég orku og innblástur, enda
að mínu mati fallegasti staður á Ís-
landi sem ég er tengdur órjúfan-
legum böndum. Ég fæ einfaldlega
aldrei nóg af því að vera í Hrísey.
Hvaða lögum myndirðu breyta
ef þú værir einráður í einn dag?
Þetta er erfið spurning. Ælti ég
myndi ekki breyta lögum um
mannanöfn og mannanafnanefnd.
Fólk á hreinlega að fá að heita það
sem það vill og hið opinbera á ekki
að skipta sér af því.
SVIPMYND Sæmundur Sæmundsson, forstjóri Borgunar
Fær aldrei nóg af
því að vera í Hrísey
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
„Ég er lítið fyrir að skilgreina galla, þeir eru alla jafna bara verkefni sem þarf að leysa,“ segir Sæmundur.
ÁHUGAMÁLIÐ
Ef illa gengur að smala vinnufélög-
unum í fótboltaleik úti á næsta túni
hjálpar kannski að segja þeim að von
sé á alveg sérstökum bolta. Almenn-
ingur getur keypt sama Adidas-
bolta og notaður er á HM í Rúss-
landi og kostar ekki nema 129 dali.
Boltinn hefur fengið nafnið Tel-
star18 og er hönnunin innblásin af
fyrstu svörtu og hvítu Telstar-
boltunum sem Adidas hannaði fyrir
HM í Mexíkó 1970 með það fyrir
augum að gera bolta sem auðvelt
væri fyrir áhorfendur að sjá á sjón-
varpsskjám þess tíma.
Í dag eru allir komnir með lita-
sjónvörp sem sýna hvert smáatriði á
vellinum, en áfram eru boltarnir
hvítir og svartir.
Boltinn er gerður úr strendingum
sem hafa verið bræddir saman frek-
ar en saumaðir og fyrir vikið er yfir-
borðið sléttara og vatnsheldara, og
auðveldar knattspyrnukempunum á
vinnustaðnum að sparka af meiri ná-
kvæmni.
Boltinn er líka sá fyrsti sem er bú-
inn tölvukubbi sem leyfir eigand-
anum, ef hann notar þar til gerðan
skynjara á snjallsímanum sínum, að
opna fyrir aðgang að sérstöku fót-
boltaforriti. ai@mbl.is
Hinn eini sanni
heimsmeistarabolti
Yfirborðið á að auka nákvæmnina.
NÁM: Stúdent frá Verzlunarskóla Íslands 1982; próf frá Tölvuhá-
skóla Verzlunarskóla Íslands 1989; tölvunarfræði frá University
of Texas at Austin 1993; The Executive Program, Darden Bus-
iness School, University of Virginia 2005; stjórnendamarkþjálfi,
Háskólinn í Reykjavík, 2018.
STÖRF: Haukar hf., forritari og síðar framkvæmdastjóri, 1982-
1988; Hjarni hf., hugbúnaðarsérfræðingur, 1989-1991; Tölvu-
miðstöð sparisjóðanna, hugbúnaðarsérfræðingur, 1994-1999;
Teris (áður Tölvumiðstöð sparisjóðanna), forstjóri, 1999-2011;
Sjóvá-Almennar tryggingar hf., framkvæmdastjóri rekstrar-
sviðs, 2011-2017; Borgun hf., forstjóri, frá 2018.
ÁHUGAMÁL: Skotveiði, skíði, badminton, útivera í íslenskri
náttúru.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Giftur Margréti Völu Kristjánsdóttur, dós-
ent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Þrír synir, tvær tengda-
dætur og sex mánaða sonardóttir sem ég sé ekki sólina fyrir.
HIN HLIÐIN
TÆKNIN
Þó svo að víða megi finna stafrænar
merkingar við hillur verslana hafa
stafrænir merkimiðar á vörum ekki
sést fyrr en nú. Um er að ræða
tækni sem þróuð var af suðurkór-
eska fyrirtækinu Solu-M og þótti
hönnunin svo vel heppnuð að hún
hlaut Red Dot-hönnunarverðlaunin.
Eins og sjá má á myndinni er gert
ráð fyrir plássi fyrir vörumerki
framleiðanda en þar fyrir neðan er
lítill rafpappírsskjár sem tengist
þráðlaust við tölvukerfi verslunar-
innar. Má með nokkrum músar-
Tæknivæddur merki-
miði fyrir nútímabúðir
Merkimiðinn
tengist þráð-
laust við netið.
smellum má breyta verði vörunnar í
einni verslun, eða í öllum verslunum
um allan heim. ai@mbl.is