Morgunblaðið - 06.06.2018, Page 2

Morgunblaðið - 06.06.2018, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2018 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Síðasti fundur fráfarandi borgarstjórnar í Reykjavík fór fram í gær. Á myndinni má sjá Dag B. Eggertsson og Líf Magneudóttur sem bæði munu sitja áfram. Í pontu er Halldór Hall- dórsson, Sjálfstæðisflokki, en þetta var síðasti fundur hans í borgarstjórn. Átta borgarfulltrúar af fimmtán kvöddu sviðið í gær en 16 nýir taka sæti innan tíðar. Viðræður um nýjan meirihluta standa enn yfir. Tímamót í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær Morgunblaðið/Valli Átta borgarfulltrúar sátu sinn síðasta fund Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir að framkvæmd laga um vinnumarkaðs- aðgerðir verði breytt þannig að ein- staklingar sem flytja hingað til lands en fá bótagreiðslur sínar alfarið úr al- mannatryggingakerfi annars EES- lands eigi sama rétt til vinnusamn- inga öryrkja og aðrir lífeyrisþegar hér á landi sem fá greiðslur úr ís- lenska almannatryggingakerfinu. „Það er búið að ganga frá því við Vinnumálastofnun, eftir fundahöld milli ráðuneytisins og Vinnumála- stofnunar, að svona atvik eiga ekki að geta endurtekið sig og það þarf ekki að gera neinar reglugerðar- eða laga- breytingar,“ sagði Ásmundur Einar í samtali við Morgunblaðið í gær. Fram kom í frétt í Morgunblaðinu í síðustu viku að íslenskur ungur mað- ur með fötlun hefði ekki rétt til ör- orkulífeyris á Íslandi, því hann bjó á barnsaldri með foreldrum sínum í Svíþjóð. Hann er með örorkulífeyri frá Svíþjóð. Jafnframt kom fram í fréttinni að ungi maðurinn hefði ekki rétt til atvinnu með stuðningi á Ís- landi og því væru hann og foreldrar hans flutt á nýjan leik til Svíþjóðar. Ásmundur Einar sagði að ef menn væru á bótum í öðru EES-landi ættu þeir að geta farið í atvinnu með stuðningi hér á landi. „Því miður komast færri að en vilja í atvinnu með stuðningi og þessi ungi maður sem um ræðir, sem er á örorku- lífeyri frá Svíþjóð, þyrfti því að fara í röðina eins og aðrir. En hann á að vera jafnsettur öðrum hvað það snertir,“ sagði ráðherra. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu- málastofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að svo fremi sem vinnusamningur kæmist á, hvað varð- ar einstaklinga sem fá bætur frá öðr- um EES-löndum, þá endurgreiddi Vinnumálastofnun fyrirtækjum sem réðu starfsfólk með stuðningi Vinnu- málastofnunar ákveðið hlutfall laun- anna. Á heimasíðu Vinnumálastofnunar birtist svohljóðandi frétt í gær: „Að gefnu tilefni vill Vinnumálastofnun láta þess getið að almannatrygginga- ákvæði EES-samningsins taka aðeins til nánar tiltekinna lögbundinna bóta almannatrygginga en ekki til fé- lagslegrar aðstoðar eða stuðnings. Það er hins vegar eðlilegt að líta svo á að örorkulífeyrir sem greiddur er t.d. á Norðurlöndunum hafi sömu réttaráhrif og íslenskur örorkulífeyr- ir, í þeim tilvikum að lífeyrisgreiðslur skipta máli varðandi veitingu þjón- ustu. Er þá horft til þess að þegar um er að ræða bætur er falla undir efnislegt gildissvið almannatryggingaákvæða EES-samningsins gildir sú regla að ef almannatryggingabætur og aðrar tekjur hafa tiltekin réttaráhrif sam- kvæmt löggjöf í einu EES-ríki, þá hafa jafngildar bætur skv. löggjöf annars EES-ríkis eða tekjur sem afl- að er í öðru EES-ríki sömu áhrif.“ Framkvæmd laga verði breytt  Félagsmálaráðherra segir að einstaklingar á bótum frá öðru EES-landi hafi sama rétt til atvinnu með stuðningi á Íslandi og aðrir  Komist á samningur endurgreiðir Vinnumálastofnun visst hlutfall launa Ásmundur Einar Daðason Útlit er fyrir að sláttur hefjist í fyrsta lagi í næstu viku í flestum landshlutum. Ólíklegt er að upp- skera verði eins og á síðasta ári þeg- ar hún var víðast hvar sérlega góð. Á Norðurlandi er sumstaðar klaki í jörðu, ólíkt því sem var í fyrra. Ei- ríkur Loftsson, ráðunautur Ráð- gjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) á Sauðárkróki, segir líklegt að í Eyjafirði hefjist sláttur í næstu viku og í Skagafirði um miðjan mán- uð. „Það hefur ekki verið mjög hlýtt, en úrkoma annað slagið. Það hefur hins vegar ekki komið neitt nætur- frost þannig að sprettan mjatlast hægt og rólega.“ Nokkrir bændur í Eyjafirði hafa slegið háliðagras, sem er að jafnaði tímanlega tilbúið, að sögn Eiríks. „Sláttur gæti hafist mjög fljótlega ef veðrið heldur áfram eins og verið hefur undanfarna daga,“ segir Jóna Þórunn Ragnarsdóttir, ráðunautur RML á Suðurlandi. „Þetta verður mun seinna en í fyrra en ekkert hræðilegt sumar þó. Það er smávegis kal í túnum þannig að það verður lík- lega örlítið lakari uppskera,“ segir hún. Guðfinna Harpa Árnadóttir, ráðu- nautur RML á Austurlandi, segir horfur almennt góðar þrátt fyrir að kalblettir séu býsna víða. „Það lítur vel út núna með sprettu, það hefur verið milt og gott í vor og undanfarnar vikur hefur verið blíða, fyrir utan ódrýgindi sem menn hafa af þessu kali. Menn ættu samt að vera vel settir þótt það verði aðeins minni uppskera en í fyrra,“ segir hún og nefnir að jafnvel þótt engin krísa sé varðandi úrkomu myndi einn úr- komudagur ekki skemma fyrir. Snorri Þorsteinsson, ráðunautur RML á Vesturlandi, segir kalt veður og rigningu hafa sett strik í reikning- inn. „Þetta er samt fljótt að koma ef það koma góðir dagar. Helst er það þar sem er verið að rækta upp að þetta standi tæpara, t.d. í kornrækt fyrir þá sem koma því ekki nægilega snemma niður, vegna bleytu aðal- lega,“ segir hann. jbe@mbl.is Búist við lakari uppskeru  Líklega hefjast margir handa við heyskap í næstu viku Sláttur Nokkrir bændur í Eyjafirði hafa þegar slegið háliðagras. Sjötta umferð Íslandsmótsins í skák, minningarmóts um Hemma Gunn, fór fram í gær og var æsi- spennandi. Mikil spenna var í ýms- um skákum en hún var þó hvað mest í skákum Vignis Vatnars Stef- ánssonar og Héðins Steingríms- sonar. Þar virtist Héðinn vera á góðri leið með að vinna Vigni þegar hann fórnaði manni fyrir álitlega sókn. Vignir sýndi hins vegar mikla snilli þegar hann lagaði stöðuna jafnt og þétt og vann sigur á stigahæsta skákmanni landsins. Vignir er nú efstur á Unglingameistaramóti Ís- lands, sem er hluti af Íslands- mótinu. Sjöunda umferð mótsins fer fram á morgun. aronthordur@mbl.is Mikil spenna í sjöttu umferð Íslands- mótsins í skák Yfirgnæfandi meirihluti félags- manna í Félagi grunnskólakennara samþykkti nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu. Atkvæði greiddu 73% félaga á kjörskrá, 74% sögðu já og 24,45% sögðu nei. Á kjörskrá voru alls 4.689. Samningurinn gildir til 30. júní á næsta ári. Þorgerður Laufey Dið- riksdóttir, formaður FG, sagði við mbl.is í gær að niðurstaðan væri skýr skilaboð um að samningamenn brettu upp ermarnar og héldu áfram baráttunni fyrir réttlátum kjörum kennara. 74% samþykktu kjarasamning FG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.