Morgunblaðið - 06.06.2018, Qupperneq 6
ÚRSLIT SVEITARSTJÓRNARKOSNINGA 20186
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2018
Hágæða
umhverfisvænar
hreinsivörur
fyrir bílinn þinn
Glansandi
flottur
Fást í betri byggingavöruverslunum, matvöruverslunum og bensínstöðvum.
Málefnasamningur Sjálfstæðis-
flokks, Vinstri grænna og Samfylk-
ingar og óháðra í Borgarbyggð var
undirritaður í gær. Viðræður flokk-
anna gengu greiðlega og að sögn
oddvita flokkanna komu engin
ágreiningsmál upp.
Meðal helstu áherslna nýrrar
sveitarstjórnar verður bætt þjón-
usta og búsetuskilyrði í Borgar-
byggð auk uppbyggingar mikil-
vægra innviða og mannauðs. Þá vilja
flokkarnir að gengið verði sem fyrst
til samninga um áframhaldandi sam-
starf við Gunnlaug Júlíusson, núver-
andi sveitarstjóra Borgarbyggðar.
Búið er að skipta helstu verkefnum á
milli flokkanna en málefnasamning-
urinn verður lagður fyrir á fyrsta
fundi nýkjörinnar sveitarstjórnar.
aronthordur@mbl.is
Viðræður gengu greiðlega
Meirihluti Málefnasamningur nýrrar sveitarstjórnar í Borgarbyggð var
undirritaður í gær. Viðræður flokkanna þriggja gengu hratt og vel.
Nýr meirihluti
í Borgarbyggð
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn og
óháðir í Hafnafirði hafa myndað
með sér nýjan meirihluta og skrif-
uðu undir samning þess efnis um
hádegisbilið í gær. Flokkarnir hófu
formlegar viðræður um myndun nýs
meirihluta fyirir rúmri viku, en
Sjálfstæðisflokkur hlaut fimm full-
trúa kjörna í sveitarstjórnarkosn-
ingunum og Framsóknarflokkur
einn. Meðal þess sem málefnasamn-
ingur flokkanna felur í sér er að
gerð verði stjórnsýsluúttekt til að
auka skilvirkni í stjórnkerfi bæjar-
ins og leitað verði leiða til að auka
lýðræðisvitund íbúa.
Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti
Sjálfstæðisflokks og verðandi
bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sagði að
mikill samhljómur hefði verið meðal
flokkanna og málefni eldri borgara
og barnafjölskyldna yrðu í for-
grunni. Þá mundi meirihlutinn einn-
ig leggja mikla áherslu á ábyrgan
rekstur og aðhald í útgjöldum til að
greiða niður skuldir bæjarns.
Þess utan er stefna meirihlutans
að auka systkinaafslátt af leik-
skólagjöldum, bætt starfskjör á
leikskólum, betri nýting skólahúsa
og að festa heilsueflingu eldri borg-
ara í sessi auk annarra verkefna.
Sjálfstæðisflokkur hafði áður ver-
ið í meirihluta með Bjartri framtíð
en sá flokkur bauð ekki fram í
Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosn-
ingunum. Framsóknarflokkur kem-
ur því inn í bæjarstjórnina en það
er í fyrsta skipti í 20 ár sem
flokkurinn fær mann kjörinn í
bæjarstjórn.
Morgunblaðið/Hari
Undirritun Forsvarsmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði undirrituðu málefnasamning í gær.
Nýr meirihluti myndaður í Hafnafirði
Mikil áhersla lögð á barnafjölskyld-
ur og eldri borgara í nýjum sáttmála
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Þetta eru viðræður sem meirihluti
bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks sam-
þykkti en líkt og ég hef áður sagt vil
ég halda samstarfi okkar við Bjarta
framtíð áfram,“ segir Ármann Kr.
Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs og
oddviti Sjálfstæðisflokks, um meiri-
hlutaviðræður Sjálfstæðis- og Fram-
sóknarflokks í Kópavogi. Flokkarnir
funduðu í húsnæði sjálfstæðismanna
í Hlíðarsmára klukkan sex í gær-
kvöldi, en þar var farið yfir helstu
stefnumál.
Ármann segir að starfshópur hafi
nú verið skipaður sem mun fara bet-
ur yfir áherslumál flokkanna. „Þetta
verður rætt á næstu dögum og við
höfum skipað starfshóp sem mun
fara betur í þessi helstu mál,“ segir
Ármann.
Næst hugsanlega fyrir vikulok
Birkir Jón Jónsson, Oddviti
Framsóknarflokks, segir að viðræð-
ur gærkvöldsins hafi gengið vel og
hann eigi von á niðurstöðu fyrr en
síðar. Spurður hvort möguleiki sé á
því að meirihluti verði myndaður
fyrir vikulok segir hann svo vera.
„Það er möguleiki en við höfum ekki
sett okkur nein tímamarkmið hvað
það varðar. Við ætlum okkur að
vanda til verka en það er mikill sam-
hljómur á milli flokkanna,“ segir
Birkir Jón og bætir við að hann sjái
ekkert standa í vegi fyrir því að nýr
meirihluti verði myndaður.
„Ég hef átt gott samstarf við þetta
fólk alltaf kjörtímabilið og við þekkj-
um áherslur hvert annars mjög vel,“
segir Birkir Jón.
Samningar gætu
náðst fyrir vikulok
Bæjarstjóri Kópavogs hefði kosið samstarf við BF Viðreisn
Ármann Kr.
Ólafsson
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kópavogur Líkur eru á nýjum meirihluta í Kópavogi á næstu dögum.
Birkir Jón
Jónsson
Málefnasamningur Sjálfstæðisflokks
og Vinstri-grænna í Mosfellsbæ var
undirritaður á Hlégarðstúni við Hlé-
garð um fimmleytið í gær. Meðal
stefnumála sem tæpt er á í samningn-
um eru: Fjölgun félagslegra íbúða í
samræmi við þarfir á hverjum tíma,
nægt framboð lóða til byggingar
leiguíbúða eða námsmannaíbúða án
arðsemissjónarmiða og aukið fram-
boð húsnæðis fyrir ungt fólk.
Greiðlega gekk að fá samninginn
samþykktan á fundum flokkanna að
lokinni kynningu. „Samninguinn var
samþykktur á báðum stöðum með
lófaklappi,“ segir Haraldur Sverris-
son, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæð-
isflokks í Mosfellsbæ. Bjarki Bjarna-
son, oddviti Vinstri-grænna, tók í
svipaðan streng og sagði mikinn ein-
hug hafa ríkt varðandi samstarfið.
Auk fyrrgreindra stefnumála áætla
flokkarnir að ljúka vinnu við um-
hverfisstefnu Mosfellsbæjar sem tek-
ur mið af heimsmarkmiðum Samein-
uðu þjóðanna og fjölga nemendum í
Listaskóla Mosfellsbæjar.
aronthordur@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Mosfellsbær Tryggja á aukið framboð húsnæðis fyrir ungt fólk.
Setja fjölgun
íbúða í forgang
VG fer með Sjálfstæðisflokki í Mosó