Morgunblaðið - 06.06.2018, Síða 12

Morgunblaðið - 06.06.2018, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2018 Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reykdælir Þeir heita allir Jóhannes Reykdal; frá vinstri talið útsendingarstjóri, blaðamaður og fyrrverandi skóla- meistari. Þeir standa hér við styttuna af forföður sínum sem er á fallegum stað við Hamarskotslæk í Hafnarfirði. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is V ið stífluna á Hamars- kotslæk í Hafnarfirði var á dögunum af- hjúpuð stytta af braut- ryðjandanum og at- hafnamanninum Jóhannesi J. Reykdal. Það var einmitt við Læk- inn og að frumkvæði Jóhannesar sem fyrsta virkjunin á Íslandi var reist en hún var gangsett 12. desem- ber 1904 og framleiddi rafmagn sem dugði fyrir til að lýsa fimmtán íbúð- arhús, fjögur götuljós og trésmiðju Jóhannesar. Mikil eftirspurn var eftir raf- magni virkjunarinnar og fór Jóhann- es því aftur af stað, fékk vatnsrétt- indi ofar í læknum og reisti á eigin spýtur rafstöð á Hörðuvöllum. Sú rafstöð tók til starfa haustið 1906 og var að afli 37 kW, sem fullnægði allri eftirspurn eftir rafmagni í Hafnar- firði. Var hún fyrsta sjálfstæða raf- stöðin á Íslandi. Ellefu árum síðar, það er 1917, reisti Jóhannes enn aðra virkjun sem er ofar í læknum. Þar með hafði teningum verið kastað og rafvæðing Íslands var hafin. Virkjunin við lækinn var svo endurbyggð á árunum 2007–2008 og kallast nú Reykdalsvirkjun. Endur- byggingin náði til endurgerðar miðl- unarlóns, stíflu og aðveitustokks, auk þess sem byggt var nýtt að- veituhús sem hýsir hverfil og rafal í undirgöngum brúar yfir Lækjar- götu. Var Reykdalsvirkjun formlega endurræst snemma árs 2008 og er uppsett afl hennar 9 Kw. Gjöf til Hafnarfjarðarbæjar Styttan af Jóhannesi Reykdal, sem er eftir Ragnhildi Stefánsdóttur arkitekt, var gjöf til Hafnarfjarðar- bæjar frá Reykdalsvirkjun ses. Það voru Björn Ingi Sveinsson, verk- fræðingur og formaður félagsins, og Jóhannes Einarsson Reykdal, fv. skólameistari Iðnskólans í Hafn- arfirði og dóttursonur Jóhannesar J. Reykdal sem afhentu bænum gjöf- ina. Sjálfseignarstofnunin Reykdals- virkjun ses var sett á laggirnar um mitt ár 2008 gagngert með það að markmiði að halda nafni frum- kvöðulsins á lofti. Festi rætur syðra Jóhannes J. Reykdal fæddist að Vallarkoti í Reykjadal í Suður- Þingeyjarsýslu 18. janúar 1874. Á Akureyri hóf hann trésmíðanám og fjórum árum síðar sigldi hann til Kaupmannahafnar til frekara tré- smíðanáms. Eftir þriggja ára nám þar flutti hann heim til Íslands með það í huga að setjast að norðan heiða. Á leið sinni hitti hann þó unga konu, Þórunni Böðvarsdóttur, sem hann svo kvæntist og festi rætur í Hafnarfirði og bjó þar til dánar- dægurs árið 1946. Þrír afkomendur og allir nafnar komu saman á dögunum við stytt- una, það er Jóhannes Einarsson Reykdal sem fyrr er nefndur, Jó- hannes Reykdal blaðamaður og son- ur hans Jóhannes Reykdal, útsend- ingarstjóri RÚV. Sá síðastnefndi er langafabarn og réttum 100 árum yngri en frumkvöðullinn. „Að sjá þessa styttu af afa mín- um og nafna hér er mér mikið ánægjuefni. Ég náði ekki að kynnast honum því hann féll frá þegar ég var tveggja ára, en í áranna rás hef ég fræðst betur um líf hans og störf og hversu fjölhæfur og framsækinn hann var,“ segir Jóhannes Reykdal blaðamaður og heldur áfram: „Afi minn var greinilega frum- kvöðull frá unga aldri, bæði á sviði iðnaðar og framkvæmda. Var fram- sækinn í landbúnaði og fljótur að til- einka sér tækni við störf á því sviði. Sömuleiðis framsýnn að hagnýta sér dráttarvélar til vinnu við jarðrækt og slátt og eins var hann einn þeirra fyrstu til að setja upp mjaltakerfi í fjós. En fyrst og fremst verður hans minnst fyrir þá framsýni að beisla vatnsaflið til raforkuframleiðslu eins og við sjáum á þessum stað. Á ferð- um mínum um landið í áratugi varð ég þess einnig var hve mikilsvirtur hann var fyrir störf sín. Og þegar ég kom á bæi og sagði til nafns fékk ég til baka sögur og ummæli um þenn- an merka afa minn og nafna. Það þótti mér vænt um.“ Fjölhæfur og framsækinn Stytta af Jóhannesi Reykdal við Hamarskotslæk í Hafnarfirði var afhjúpuð fyrir skemmstu. Jóhannes var frumkvöðull í rafvæðingu Íslands fyrir um öld og var maður sem markaði spor. Afl Reykdalsvirkjun var endurbyggð fyrir um áratug. Túrbínan er í glerhúsi undir brú yfir Lækjargötu í Firðinum og getur framleitt allt að 9 Kw. Frá stíflu er vatni veitt að virkjunni í tréstokknum sem hér sést. „Við viljum byggja brú til betra lífs og ná árangri með því að sjá að- stæðurnar í broslegu ljósi,“ segir Þórunn Ósk Sölvadóttir, fram- kvæmdastjóri Klúbbsins Geysis. Kynningarátaki á vegunum klúbbsins var í gær hleypt af stokkunum en yfirskrift þess er Geðheilsa er líka heilsa. Inntak þess er að vekja at- hygli á því að fólki eru ekki endilega allir vegir færir þótt líkamleg heilsa sé góð. Geðræn veikindi takmarka á ýmsa lund getu fólks til að fara út í lífið, þó að margir hafi líka með hjálp Geysis komist á beinu brautina. Batamiðuð nálgun og valdefling er kjölfestan í starfi klúbbsins sem að- stoðar fólk aftur út á vinnumark- aðinn. Auglýsingar frá Klúbbnum Geysi fóru í loftið í gær og eru sýndar á samfélagsmiðlum. Þær eru unnar af auglýsingastofunni Hvíta húsinu og sáu þau Sigtryggur Magnason og Rósa Hund Kristjánsdóttir um hug- myndavinnuna. „Við komum upp með þá nálgun að bera saman and- leg veikindi og líkamleg áföll. Við komum nefnilega mjög ólíkt fram við þá sem eru til dæmis slasaðir og þá sem eiga við andleg vandamál að stríða, svo sem þunglyndi, kvíða og slíkt. Við vildum undirstrika að þegar maður er veikur andlega þá á maður að leita sér aðstoðar; alveg eins og að maður læknast ekki af innvortis blæðingum með því að hugsa já- kvætt,“ segir Sigtryggur. Hjá Hvíta húsinu útfærðu Dóra Jóhannsdóttir og Oddur Júlíusson efnið í hand- ritum og Ágúst Bent, þaulreyndur leikstjóri, var í leikstjórastólnum við gerð auglýsinga sem Guðmund Þór Kárason framleiddi. Geðheilsa er líka heilsa, segir Geysisfólk Bati, bros og brú til betra lífs Morgunblaðið/Sigurður Bogi Átak Fólk frá Geysi og Hvíta húsinu kynnti verkefnið fyrir fjölmiðlum í gær. 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.