Morgunblaðið - 06.06.2018, Síða 14

Morgunblaðið - 06.06.2018, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2018 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég er fyrst og fremst mjög þakk- lát. Mér finnst þetta tilefni til að setja fókus á það hversu grósku- mikið og fjölbreytt íslenskt safna- starf er,“ segir Inga Jónsdóttir, safnstjóri Listasafns Árnesinga, en safnið hlaut í gær Íslensku safna- verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Það var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem afhenti verðlaunin. Íslensku safnaverðlaunin eru veitt annað hvert ár safni sem þykir skara fram úr. Það eru Íslandsdeild Alþjóðaráðs safna og Félag ís- lenskra safna og safnmanna sem standa saman að verðlaununum. Þetta árið voru þrjú söfn tilnefnd til verðlaunanna. Ásamt Listasafni Árnesinga voru Grasagarðurinn í Reykjavík og rannsóknarsetur Þjóðminjasafns Íslands tilnefnd. Listasafn Árnesinga er í Hvera- gerði en safnið er sameiginlegt listasafn sveitarfélaganna átta í Ár- nessýslu. Á safninu eru settar upp innlendar og erlendar sýningar sem endurspegla menningararfleifð Ár- nessýslu og mótun hennar í dag. Þjónum heimafólki Í samtali við Morgunblaðið sagði Inga að hún teldi að verðlaunin hefðu mikla þýðingu fyrir safnið. „Þau eru hvatning til að gera enn betur. Þeim fylgja peningaverðlaun og aukið fjármagn er alltaf ákveð- inn drifkraftur til góðra verka ef rétt er á spöðunum haldið.“ Þetta er önnur viðurkenningin sem Listasafni Árnesinga hlotnast á skömmum tíma. Lesendur tímarits- ins Reykjavík Grapevine völdu safnið eitt hið besta á landinu utan höfuðborgarinnar í árlegu uppgjöri. „Já, þetta er ánægjulegt. Túr- istar hafa tekið eftir safninu og við höfum fengið jákvæð viðbrögð frá þeim líka. En mér þykir afar vænt um það að viðbrögð heimamanna hafa aukist. Við erum fyrst og fremst að þjóna þeim. Við bjóðum gesti velkomna á svæðið en þjónum heimafólki,“ segir Inga. Sóknarfæri í ferðamennsku Gestum á Listasafni Árnesinga hefur fjölgað síðustu ár. „Íslend- ingar eru ennþá fleiri en útlend- ingar þrátt fyrir ferðamanna- strauminn. Við höfum sóknarfæri að ná í fleiri ferðamenn en við erum fáliðuð og það er takmarkað hvað maður nær að vinna í kynningar- málum.“ Aðspurð segist hún líta svo á að safnið sé fyrir alla. „Já, hvort tveggja heimafólk og gesti. Við lít- um bæði inn á við og út á við. Við reynum að vera víðsýn en rækta ræturnar líka.“ Grunnur var lagður að Listasafni Árnesinga árið 1963 og það er elsta listasafn utan höfuðborgarinnar. Inga tók við sem safnstjóri árið 2007 af „góðum fyrirrennurum“ eins og hún segir sjálf. Inga segir margt hafa breyst á þessum rúma áratug en sömu áherslur hafi þó verið í sýningarhaldinu. „Safnið breytist eins og annað í samfélaginu. Það hefur smám sam- an fengið meiri athygli. Áherslan hefur alltaf verið á að sýna teng- ingu við heimasvæðið en líka sam- starf við önnur söfn og erlenda að- ila, margs konar samstarf. Áherslurnar eru fyrst og fremst að setja upp vandaðar sýningar og eiga í samtali við gesti um hvað er í gangi.“ Hvatning til að gera enn betur  Listasafn Árnesinga hlaut Íslensku safnaverðlaunin í gær  Safnastarf á Íslandi er gróskumikið og fjölbreytt, segir Inga Jónsdóttir safnstjóri  Elsta listasafn landsins utan höfuðborgarinnar Morgunblaðið/Valli Heiður Inga Jónsdóttir, safnstjóri Listasafns Árnesinga, var að vonum ánægð með að safnið hlyti Íslensku safnaverðlaunin í ár við athöfn á Bessastöðum. Morgunblaðið/Valli Íslensku safnaverðlaunin Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt fulltrúum safnanna þriggja sem hlutu tilnefningu til verðlaunanna í ár. Á annan tug erinda og umsagna hafa borist um frumvarp atvinnuvega- nefndar Alþingis um endurreikning veiðigjalds 2018. Í erindi sínu mót- mælir Alþýðusamband Íslands harð- lega fyrirhugaðri lækkun veiðigjalda enda sé verið að létta eðlilegu endur- gjaldi fyrir afnot af þjóðarauðlind af nokkrum af best stöddu fyrirtækjum landsins, eins og segir í athugasemd- unum. Erfiðleika sem minni útgerðir glími við þurfi að leysa á annan hátt og ekki sé hægt að nota vanda þeirra til að rökstyðja almenna lækkun veiðigjalda. „Það er ljóst að sú leið sem farin er við ákvörðun veiðigjalda er fjarri því að vera skilvirk. Þegar vel hefur gengið í sjávarútvegi hafa lækkanir verið rökstuddar með því að horfur séu slæmar fram í tímann, og þegar staðan þrengist eru þau aftur lækk- uð með sömu rökum. Málsmeðferð gagnrýnd ASÍ hefur ítrekað gagnrýnt það að veik rekstrarstaða smárra útgerða sé notuð til að lækka veiðigjöld á best settu fyrirtæki landsins. „Fisk- veiðistjórnunarkerfið hefur skapað hagræðingu, aukið framleiðni og skapað gríðarlegan arð. Á móti hefur kerfið haft neikvæð áhrif á margar byggðir, og því algjör grunnforsenda að stjórnmálamenn tryggi að þjóðin fái hlutdeild í þeim auðlindaarði sem til verður,“ segir í erindi ASÍ. Þá er málsmeðferðin af hálfu meirihluta atvinnuveganefndar gagnrýnd. Frumvarpið hafi verið lagt fram 30. maí. Umsagnarbeiðnir hafi verið sendar út 31. maí sl. og umsagnarfrestur veittur til 1. júní. Þá veki sérstaka athygli að umsagn- arbeiðnir hafi einungis verið sendar á tíu aðila. Þar á meðal hafi engin samtök launafólks verið, hvorki Al- þýðusamband Íslands né stéttar- félög starfsfólks í greininni, þ.m.t. Sjómannasamband Íslands. aij@mbl.is ASÍ gagnrýnir frum- varp um veiðigjöld  Eðlilegu endurgjaldi létt af nokkrum af best stöddu fyrirtækjum landsins Morgunblaðið/Sigurður Bogi Frá Grindavík Bátar við bryggju.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.