Morgunblaðið - 06.06.2018, Síða 19

Morgunblaðið - 06.06.2018, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2018 Í fluggír Á góðviðrisdegi er tilvalið að njóta menningar og skemmtunar við Árbæjarsafn. Yngsta kynslóðin fylgdist hugfangin með trúði á vegum Brúðubílsins taka flugið. Kristinn Magnússon Íslendingum hefur tekist það sem fáum þjóðum hefur auðnast: Gert sjávarútveg að arðbærri atvinnugrein, sem nýtir auðlindir með sjálfbærum hætti. Þeir tímar eru að baki þegar útgerð og fisk- vinnsla voru eins og þurfalingar sem voru háðir duttlungum yf- irvaldsins. Haldið við hungurmörk en á lífi með millifærslum úr op- inberum og hálfopinberum sjóðum og gengisfellingum. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því að stjórn efnahags- mála snérist ekki síst um að við- halda rotnu kerfi millifærslna og tryggja rekstur óhagkvæms sjávar- útvegs, þar sem auðlindum var só- að. Almenningur greiddi brúsann. Launahækkanir voru étnar upp með gengisfellingum og óðaverð- bólgu. Skussarnir fengu skjól til að halda áfram að gera út en útsjónar- sömum dugnaðarforkum var haldið niðri. Kostnaðurinn var verri lífs- kjör launafólks, veikara efnahagslíf og lakara velferðarkerfi. Gengisfelling, gengissig og geng- isbreyting voru fastir liðir í lífi okk- ar Íslendinga. Til að „lina þján- ingar“ almennings töldu stjórnmálamenn fara betur á því að tala um gengisaðlögun en gengis- fellingu. Í óreiðu efnahagsmála var gripið til þeirra ráða að loka gjald- eyrisdeildum bankanna. Enginn skyldi fá gjaldeyri á meðan gengið væri „leiðrétt“. Op- inber umræða hring- aðist um deilur um hvort gengið ætti að lækka um 10, 15 eða jafnvel 20%. Erf- iðleikum í útgerð og fiskvinnslu var velt yf- ir á almenning og önn- ur fyrirtæki. Hagkvæmni í stað sóunar Hægt og bítandi hefur okkur tekist að vinda ofan af vitleysunni. Kvóta- kerfið lagði grunninn að framsókn sjávarútvegs. Arðbær fyrirtæki hafa verið byggð upp. Hagkvæmni hefur komið í stað sóunar, byggð á skynsamlegu stjórnkerfi fiskveiða – kvótakerfi með framsali. Markviss markaðssókn, aukin gæði og betri nýting hráefnis hefur gert ríkissjóði mögulegt að leggja sérstakar byrð- ar á sjávarútveginn sem keppir við ríkisstyrkta keppinauta. Í heild greiddi sjávarútvegurinn yfir 152 milljarða króna í skatta á árunum 2010 til 2016. Enginn önn- ur atvinnugrein greiðir meira í sameiginlegan sjóð landsmanna. Tekjuskattur, tryggingagjald, kol- efnisgjald, veiðigjald og aflagjald. Ekki er lengur tekist á um hversu mikið eigi að fella gengi krónunnar og rýra kaupmátt launafólks, held- ur hversu þungar álögur eigi að leggja á sjávarútveginn, sem er eina atvinnugreinin sem greiðir sérstakt auðlindagjald. Þegar tekin er ákvörðun um álagningu veiðigjalda – sé það ætl- unin á annað borð að tryggja áfram arðbæran sjávarútveg – verður ekki hjá því komist að taka mið af þeim veruleika sem blasir við sjávarútvegsfyrirtækjum. Jafnvel þeir sem ala á öfund og tortryggni í garð sjávarútvegs komast ekki í kringum staðreyndir. Í skrumi pólitískra deilna verða engin gild rök færð fyrir því að brjóta jafn- ræðisreglu við álagningu veiði- gjalda. Þráhyggja og öfund Það liggur fyrir að á sama tíma og útflutningstekjur sjávarútvegs- ins hafa lækkað verulega hafa veiðigjöld tvöfaldast í krónum talið. Mikilvægir markaðir hafa lokast og launakostnaður hefur hækkað líkt og hjá öðrum atvinnugreinum. Samkeppnisstaða íslenskra sjávar- afurða hefur með öðrum orðum versnað. Í skýrslu Deloitte, sem unnin var fyrir sjávarútvegsráðuneytið, er tal- ið að EBITDA sjávarútvegsins á síðasta ári hafi lækkað um 20-37% frá fyrra ári. Þetta þýðir að EBITDA hefur lækkað um 42-59% á tveimur árum. Menn þurfa að vera vel forhertir að halda því fram að við ákvörðun opinberra gjalda og skatta atvinnulífsins eigi í engu að taka tillit til afkomu fyrirtækj- anna. Allir vita til hvers það leiðir. „Umræðan á Íslandi um kvóta- kerfið er óheilbrigð þráhyggja,“ sagði dr. Þráinn Eggertsson, pró- fessor í hagfræði, í viðtali við Frjálsa verslun árið 2011. Þráinn sem er einn fremsti hagfræðingur heims á sviði stofnanahagfræði, hefur fært rök fyrir því að fisk- veiðistjórnunarkerfið sé merkileg- asta framlag Íslands í skipulags- málum. Þjóðir sem reka ríkis- styrktan sjávarútveg líta til Íslands með öfundaraugum. Ísland er eina landið innan OECD sem ekki held- ur úti umfangsmiklu styrkjakerfi fyrir fiskveiðar og vinnslu. Á með- an aðrar þjóðir eru með sjávar- útveg á opinberu framfæri greiða íslensk fyrirtæki skatta og gjöld til ríkissjóðs. En þessar staðreyndi hafa ekki komið í veg fyrir að reynt sé að ala á öfund og skapa tor- tryggni í garð sjávarútvegs. Pólitískir lukkuriddarar nota þau vopn sem hentar hverju sinni. Arð- greiðslur til hluthafa sjávarútvegs- fyrirtækja eru sagðar óeðlilegar og merki um að fyrirtækin geti vel greitt hærri veiðigjöld – miklu hærri. Þó liggur fyrir að arð- greiðslur í sjávarútvegi eru lægri en gerist og gengur. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru arð- greiðslur sem hlutfall af hagnaði á árunum 2010 til 2016 um 21% hjá fyrirtækjum í sjávarútvegi. Arð- greiðslur í öðrum atvinnugreinum voru 31%. Pétur Hafsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Vísis í Grindavík, sýndi ágætlega fram á hvernig reynt er að rugla umræðuna um arðgreiðslur og veiðigjöld. Í viðtali við Viðskiptablaðið í janúar síðast- liðnum, sagði Pétur Hafsteinn með- al annars: „Veiðigjöldin sem við [Vísir hf.] borgum á einu ári núna, 300 millj- ónir, eru það sama og við höfum borgað okkur í arð á 20 árum.“ Skattlagning og samkeppnishæfni Sá er þetta skrifar hefur ítrekað bent á hve nauðsynlegt það er að huga að samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja þegar teknar eru ákvarðanir um skatta og gjöld. Þetta á við um allar atvinnugreinar. Álögur á fyrirtæki umfram það sem gengur og gerist í helstu sam- keppnislöndum, veikir stöðuna jafnt á erlendum mörkuðum sem inn- lendum. Þessi sannindi eiga að vera öllum ljós. Þegar tekist er á um hvort veiðigjöld eigi að vera hærri eða lægri, verður ekki undan því komist að hafa í huga að helstu keppinautar íslenskra sjávarafurða njóta verndar og ríkisstyrkja, á sama tíma og hagkvæmur rekstur hefur gert okkur kleift að gera til- kall til þess að sjávarútvegur greiði í sameiginlega sjóði okkar. Auðvitað á það ekki að koma á óvart að pólitískir lukkuriddarar vilji umbylta stjórnkerfi fiskveiða og ekki síður stórauka álögur á sjávarútveginn. Það er hins vegar athyglisvert hverjir hafa ákveðið að gerast skjaldsveinar lukkuriddar- anna. Eftir Óla Björn Kárason »Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að stjórn efnahags- mála snérist um rotið kerfi millifærslna og að tryggja rekstur óhag- kvæms sjávarútvegs. Óli Björn Kárason Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Veiðigjöld, þráhyggja og öfund

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.