Morgunblaðið - 06.06.2018, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2018
✝ Pétur EinarTraustason
fæddist 6. desem-
ber 1967 í Reykja-
vík. Hann varð
bráðkvaddur á
heimili sínu 28.
maí 2018.
Foreldrar hans
eru Trausti Pét-
ursson og Þórunn
Elísabet Ingva-
dóttir. Pétur átti
tvo yngri bræður, þá Ingva
Brynjar, f. 1969, og Fannar, f.
1984, og eina hálfsystur sam-
mæðra, Eyrúnu Sif Pálmadótt-
ur Kragh, f. 1991. Eiginkona
Péturs er Nanna Sigurðardótt-
ir, f. 1963, og dóttir þeirra er
Þórunn Eir, f. 1998. Fyrir á
Nanna soninn Sig-
urð Frey Krist-
insson, f. 1987,
kona hans er Marý
Karlsdóttir, f.
1982, og eiga þau
fjögur börn.
Pétur var stúd-
ent frá Fjölbrauta-
skólanum í Breið-
holti og með
bakkalárgráðu frá
Southampton Insti-
tute í Englandi. Pétri var
margt til lista lagt og vann
hann ýmis störf til sjós og
lands. Síðustu árin vann hann
sem leigubílstjóri á Hreyfli.
Útför Péturs fer fram frá
Breiðholtskirkju í dag, 6. júní
2018, klukkan 15.
Elsku hjartans Pétur okkar.
Að það skyldi vera þitt ljúfa
stóra hjarta, sem alltaf var gjöf-
ult og á réttum stað, skyldi svo
taka þig frá okkur langt um aldur
fram, er kaldhæðni örlaganna.
Við móðursystkinin þín munum
eftir þér sem sleggju sem ekki lét
sér allt fyrir brjósti brenna og
gekkst í öll verk af heilum hug og
af þeim ofurkrafti sem alltaf ein-
kenndi þig. Við eigum öll stór-
kostlegar minningar um þig frá
því þú varst lítill jarðvöðull sem
æddir í þau verk sem þér fannst
fyrir liggja, hvort sem það var úti
á róluvelli eða heima fyrir. Bros-
mildur, lausnamiðaður lítill gutti
sem stækkaði svo og varð okkur
öllum góður félagi sem var ómiss-
andi í öllum fjölskylduboðum.
Brynjar, móðurbróðir þinn á frá-
bærar minningar um hringferð
sem þið Ingvi bróðir þinn og
Hannes frændi þinn tókuð þátt í
árið 1986. Stórkostlegt ferðalag
og ofsalega gaman hjá ykkur
fjórum og þótt flest færi úrskeið-
is sem hugsast gat, þá jók það
bara á skemmtunina að þínu
mati. Svona átti þetta sko að
vera. Minningarnar þegar þið
Ingvi bróðir þinn, sem voru þá
táningar, komu til okkar Denisar
vestur í Hnífsdal um páska til að
vera með okkur á skíðum hefur
alltaf yljað okkur Denisi um
hjartarætur.
Eva, Erla Aðalheiður og Anna
ásamt Brynjari geymum í hjarta
okkar minningar um góðhjartað-
an, sannan frænda.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Elsku Þórunn, Pálmi, Trausti,
Nanna, Þórunn Eir, Siggi, Ingvi,
Fannar, Eyrún Sif, Alexander
Þór og aðrir aðstandendur. Megi
allir góðir vættir vaka yfir ykkur
og vera ykkur til trausts og halds
á þessari sorgarstundu og á þeim
erfiðu tímum sem framundan
eru.
Eyrún Jóna Ingvadóttir.
Það var okkur öllum mikið
áfall þegar sú fregn barst að Pét-
ur frændi væri dáinn. Þessi stóri
og sterki, glaði og gáskafulli mað-
ur fór allt of fljótt. En við fáum
víst engu ráðið um örlögin og
verðum að sætta okkur við það
sem orðið er.
Við Pétur vorum bræðrabörn
og hann hafði í raun hlutverk
stóra bróður í lífi mínu. Hann var
kletturinn í föðurfjölskyldunni og
alveg frá því að ég var lítil stóð
hann við hlið mér og passaði upp
á mig. Þegar ég svo eignaðist
dóttur mína kom ekki annað til
greina en að hann yrði guðfaðir
hennar. Þau Margrét Fjóla náðu
líka vel saman og hún kveður
hann með söknuði og þakklæti
eins og við hin.
Það er erfitt að hugsa til þess
að Pétur eigi ekki eftir að hóa í
okkur fyrir fjölskyldumót í golfi,
spilakvöld á Skriðustekknum eða
berjaferð norður á Strandir.
Hann var gull af manni, góður og
greiðvikinn og við erum enda-
laust þakklát fyrir að hafa fengið
að hafa hann í lífi okkar.
Fjölskyldunni allri votta ég
mína innilegustu samúð. Megi
Guð og allir englarnir vefja ykkur
vængjum sínum og styrkja í
sorginni.
Björg Pétursdóttir.
Elsku Pétur okkar, stórt skarð
er komið í okkar frændsystkina-
hóp með ótímabæru fráfalli þínu,
kæri frændi. Þú varst dásamleg-
ur karakter og mörg lýsingarorð
koma upp í hugann þegar við
minnumst þín. Þú varst þeim eig-
inleikum gæddur að geta alltaf
séð skondnu hliðarnar á lífinu,
gamansamur, hrókur alls fagnað-
ar, ótrúlega orðheppinn og fljót-
ur að hugsa með hnyttin svör. Ef
þú varst nálægt þá vissi maður að
það yrði ekki leiðinlegt og með
þínum smitandi hlátri og leik-
rænum tilburðum gat maður ekki
annað en hrifist með þér.
Þegar við hugsum til æsku
okkar koma upp góðar minningar
úr Dvergabakkanum og
skemmtilegar sumarbústaða-
ferðir þar sem við lékum okkur
inni og úti, feluleikir, yfir, fallin
spýta, spilað borðspil og ýmislegt
annað brallað saman. Mikill sam-
gangur var með stórfjölskyld-
unni yfir jólahátíðarnar og þær
minningar eru okkur sérstaklega
kærar. Það var alltaf gaman þeg-
ar við hittumst og við erum svo
ótrúlega þakklát fyrir þann kær-
leika sem ríkti á milli okkar, eins
og stór systkinahópur. Á efri ár-
um hittumst við sjaldnar en við
minnumst meðal annars
skemmtilegra spilakvölda heima
hjá ykkur Nönnu og gestrisni
ykkar hjóna var einstök. Þið áttu
það til að gleðja okkur með
óvæntum heimsóknum, meira að
segja til Danaveldis. Gjafmildi
ykkar verður seint fullþökkuð,
elsku Pétur.
Alla tíð vissum við að ef við
þurftum á aðstoð að halda þá yrði
lítið mál að leita til þín enda varst
þú einstaklega hjálpsamur og
klár í svo mörgu og nutum við
frændsystkinin góðs af því.
Hvort sem það var ensk eða ís-
lensk málfræði, tölvumál eða
hvað sem var þá virtist alltaf vera
sjálfsagt mál fyrir þig að hjálpa
öðrum. Þín einstaka hlýja nær-
vera varð til þess að svo auðvelt
var að leita til þín og tala við þig,
eins og stóri bróðir fyrir okkur
öll. Þegar maður hitti þig varst
þú alltaf fyrri til að spyrja hvern-
ig maður hefði það, áhugsamur
um líf okkar og gafst þér tíma til
að spjalla.
Fallega brosið þitt og
skemmtilegi hlátur, jákvæða og
spaugilega viðhorf þitt til lífsins
gerði þig unglegan í útliti og í
anda, eitthvað sem við getum öll
litið til og lært af. Þú varst mjög
líkur honum Ingva afa okkar,
báðir svo hressir og gamansamir
karakterar. Við vitum að elsku afi
hefur tekið vel á móti þér og þið
hlæið saman hvar sem þið eruð
núna. Við vildum óska þess að við
hefðum fleiri stundir saman og
það mun enginn feta í fótspor þín,
elsku Pétur, en við gleðjumst yfir
og erum þakklát fyrir að hafa
haft þig í lífi okkar. Við munum
ávallt halda góðum minningum
um þig á lofti, hlæja og gráta
saman eins oft og tækifæri gefast
til.
Ragnheiður, Hannes, Berg-
lind, Harpa, Edda, Karl, Eva
Rún, Guðlaug, Ingvi Brynj-
ar, Claire, Ragnar Ingi, Jak-
ob og Magnús Már.
Pétur Traustason sá ég fyrst
þegar hann kom með móður sinni
í heimsókn á æskuheimili mitt.
Ég man vel eftir stráknum sem
var kallaður Pési, enda snaggara-
legur drengur sem lét lítið yfir
sér en brosti mikið. Margt
gleymist en ég man vel eftir hon-
um. Fyrir fjórum árum eða 39 ár-
um síðar, kynnist ég Pétri
Traustasyni aftur sem fullorðn-
um manni en fyrir mér sá ég allt-
af litla snaggaralega drenginn.
Þau kynni voru afar ánægjuleg
og gefandi enda var hann alltaf
jákvæður og brosandi. Var það
því alltaf tilhlökkun þegar við
Sallý vorum á leiðinni til Péturs
og Nönnu.
Það var mikið lán fyrir okkur
Sallý að fá að ferðast með þeim til
Grikklands og Þýskalands þar
sem Pétur þekkti sig vel frá fyrri
tíð. Alltaf var Pétur jákvæður og
brosandi og vildi setja sig vel inn í
málin áður en haldið var af stað.
Minninguna um frábær ferðalög
vil ég þakka Pétri, alltaf gaman
og ýmislegt brallað.
Pétur starfaði sem leigubíl-
stjóri á eigin bíl og keyrði mikið
með hópa. Hann hafði metnað til
að láta hlutina ganga vel þó báta-
útgerð fyrir vestan hafi ekki
gengið eins og til stóð. Alltaf
færðist bros yfir mannskapinn
þegar bátaútgerð Péturs bar á
góma og ekki stóð á honum að
brosa og henda gaman að báta-
bröltinu. Pétur var bæði áræðinn
og duglegur enda fjárfesti hann
nýlega í nýjum bíl og gekk rekst-
urinn vel.
Á vordögum sáum við Sallý
auglýsingu um ferð til Egypta-
lands sem heillaði okkur. Ferðin
var á tilboði ef bókað var innan
tilskilins tíma. Höfðum við að
sjálfsögðu samband við Pétur og
Nönnu. Það var ekki spurning,
þau voru strax bæði heilluð og
náðum við að bóka ferðina sem
skyldi farin í október á þessu ári.
Ekki stóð á Pétri að byrja að
setja sig inn í málin og nálgaðist
hann fróðleik og upplýsingar eins
og hans var von og vísa. Nú var
komin mikil tilhlökkun í mann-
skapinn enda framundan skoðun-
arferðir um píramída og forn-
minjar þar sem einstök saga
Egyptalands yrði könnuð undir
leiðsögn fararstjóra. Við hlökk-
uðum ekki síst til þriggja daga
siglingar á Níl og að skoða Þjóð-
minjasafnið í Kairó. Nú var gam-
an, mikið að tala um og gleðin og
brosið hans Péturs á sínum stað.
En skyndilega dró fyrir sólu
þegar Pétur varð bráðkvaddur á
heimili sínu. Hann var aldrei til í
að ræða sín veikindi og að hans
mati ekki hans hlutskipti að
liggja inn á sjúkrahúsi heldur
vildi hann vera heima hjá Nönnu
sinni og Þórunni sem var ljós-
geislinn í lífinu. Alltaf birti yfir
Pétri sem ljómaði þegar Þórunn
dóttir hans barst í tal. Mikið var
hann stoltur þegar hann sagði frá
tónlistarnáminu hjá Þórunni,
enda mjög efnileg og falleg stúlka
sem þau gátu svo sannarlega ver-
ið stolt af. Péturs verður sárt
saknað og kveð ég hann með
þakklæti fyrir allar góðu stund-
irnar.
Votta ég Nönnu, Þórunni,
Sigga, foreldrum og systkinum
Péturs, mína dýpstu samúð.
Geir Sigurðsson.
Pétur Einar
Traustason
✝ Guðrún Valde-marsdóttir
fæddist í Reykjavík
4. maí 1939. Hún
lést á Ríkisspít-
alanum í Kaup-
mannahöfn 26. maí
2018.
Foreldrar Guð-
rúnar voru Valde-
mar Konráðsson
bifreiðastjóri, f.
4.10. 1911, d. 13.3.
2006, og Magnea Benía Bjarna-
dóttir verkakona, f. 6.9. 1922, d.
1.7. 2007.
Guðrún var í sambúð með
Ólafi Gíslasyni, f. 27.7. 1935, d.
8.7. 2013, og eignuðust þau tvær
dætur: 1) Ásta Ólafsdóttir, f.
27.8. 1957, sambýlismaður
hennar er Rene Jørgensen.
Börn Ástu eru: a) Örn Snorra-
son, f. 4.5. 1975, b) Ólafur
Snorrason, f. 14.11. 1977, d.
26.10. 2015, og c) Kristín
Munkerup, f. 24.2. 1990.
2) Magnea Ingibjörg Ólafs-
dóttir, f. 7.11. 1958. Sonur henn-
ar Magnús Pétur Bjarnason Ob-
inah, f. 9.11. 1979, maki Monica
Nielsen.
Seinni maður Guðrúnar var
þeirra Viktoría Líf og Garðar
Þór, d) Harald Örn, f. 11.8. 1992,
e) Edda Sóley, f. 31.8. 1996, og f)
Helena Dröfn, f. 10.12. 2000.
4) Valdemar Örn Haraldsson,
f. 23.9. 1969, maki Sigrún Guðný
Erlingsdóttir, f. 26.5. 1970. Börn
þeirra eru: a) Þóra Júlía, f. 29.1.
1994, maki Nökkvi Steinarsson,
b) Guðrún, f. 10.5. 1998, c) Val-
dís Benía, f. 28.10. 1999, d) Vikt-
oría Erika, f. 17.8. 2005, e)
Tanja Dagmar, f. 8.9. 2007.
Guðrún fór til Hillerød í
Grundvik Hojskole 16 ára göm-
ul, síðan lá leiðinni heim og hún
hóf sambúð, fyrst með Ólafi og
dætrum þeirra tveim. Eftir að
hún kynntist Haraldi Erni, nam
hún tækniteiknun í Iðnskólanum
í Reykjavík, vann hjá Rafmagns-
veitum ríkisins á Laugavegi
þangað til þau fluttu búferlum
árið 1976 til Kaupmannahafnar
þar sem Guðrún fór í framhalds-
nám. Þar bjó hún allt til ársins
1989 er hún flutti heim til Ís-
lands og hóf störf hjá borgar-
verkfræðingi, þar sem hún vann
allan sinn starfsferil.
Guðrún var virk í félags-
málum, öll árin í Kaupmanna-
höfn söng hún t.d. með Íslend-
ingakórnum, einnig hún var
virk í Kiwanis-hreyfingunni, var
meðal annars fyrsti kvenforseti
hreyfingarinnar á Íslandi.
Útför Guðrúnar fer fram í
dag, 6. júní 2018, frá kapellunni
við Skansevej í Hillerød.
Harald Örn Krist-
jánsson, ketil- og
plötusmiður, f.
28.1. 1937, d. 22.8.
1982, átti hann fyr-
ir einn son, Jón
Baldvin, f. 21.3.
1959, maki Sjöfn
Sigfúsdóttir. Börn
Jóns Baldvins eru:
a) Sigurður Elvar,
f. 5.6. 1979, börn
hans Óliver Baldvin
og Katrín Salka, b) Berglind Ýr
f. 7.11. 1986, maki Finnur Páls-
son, börn þeirra Baltasar Máni
og Tristan Jaki, c) Guðrún Diljá,
f. 31.8. 1990, maki Þórhallur
Ottesen, börnin þeirra Sóldís
Emma, Gabríela Sif, Viggó Orri
og Aron Darri.
Guðrún og Harald eignuðust
tvo drengi, 3) Kristján Konráð
Haraldsson, f. 8.2. 1961, maki
Margrét Einarsdóttir, f. 16.9.
1968. Börn þeirra eru: a) Guð-
rún Arna, f. 4.6. 1981, maki Rós-
anna Andrésdóttir, börn þeirra
Andri Snær, Birkir Ísar og Bríet
Jökla, b) Valgerður Ása, f. 12.1.
1987, maki Ólöf Vala Schram, c)
Einar Ingi, f. 16.1. 1990, maki
Telma Ýr Þórarinsdóttir, börn
Hún lagði af stað glöð í bragði í
heimsókn til dætra sinna og fjöl-
skyldu í Danmörku. – Ég sé hana
fyrir mér í hvíta dressinu í ferm-
ingu Guðnýjar Láru fyrir þremur
vikum, en í gær vantaði hana í af-
mæli fermingarbarnsins. Í fyrsta
sinn kom hún ekki í boðið í Fanna-
foldinni. Það var ekki viljandi, hún
ætlaði að koma. Því miður var það
dauðinn sem aftraði för.
Guðrún Valdemars, vinkona
okkar, vann lengi sem tækniteikn-
ari í borginni við Sundið og þar
lágu leiðir saman á Kaupmanna-
hafnarárum okkar hjónanna. Hún
var virk í félagsmálum Íslendinga
og átti drjúgan þátt í stofnun
Kirkjukórs Kaupmannahafnar,
sem söng í íslensku guðsþjónust-
unum í St. Pálskirkju og raunar
víðar, og stóð fyrir frábærum
árshátíðum í Jónshúsi. Guðrún
hélt utan um kórinn þessi sex ár
sem við áttum samleið í Höfn og
áfram þegar heim var komið til Ís-
lands. Hún safnaði hópnum saman
og við sungum við skírnir og í af-
mælum og hún var aðalhvatamað-
urinn að árlegum heimsóknum
kórfélaga í Prestbakka til að njóta
minninga og samveru.
Guðrún Vald varð fjölskyldu-
vinur og var alltaf með, ómissandi
„frænka“ á minnisstæðum stund-
um og sú sem alltaf mátti treysta á
til aðstoðar, eins og þegar svara
þurfti í símann eftir andlát manns-
ins míns eða þegar verkefnin urðu
of fjölbreytt uppi í Bakkabúi.
Raunar eru dætur hennar frænk-
ur okkar því að langamma þeirra,
Sigurlína Gísladóttir, var systir
móðurafa míns.
Guðrún var minnug með af-
brigðum, rausnarleg og ráðagóð,
vissi allt um kóngafólk og kvik-
myndir og átti stórt safn mynd-
diska.
Hún studdi við áhuga annarra
safnara og eru yngri dótturdætur
mínar þakklátar fyrir allar gjaf-
irnar í þá veru og sonardætur
mínar komu ævinlega í heimsókn
til Guðrúnar Vald í Íslandsferðum
sínum. Hún gladdi þær og unni
þeim, og vinir þeirra víða að úr
heiminum nutu gestrisni og glað-
værðar hennar eins og aðrir gestir
í Stigahlíðinni.
Við nöfnur áttum ótal gæða-
stundir saman í leikhúsi, á tónleik-
um, í bíói, utanlandsferðum og á
heimilum okkar. Hún var oftar en
ekki frumkvöðullinn og dreif í
mörgu skemmtilegu. Þar er víða
skarð fyrir skildi.
Guðrún var veikari en hún hélt
er hún lagði af stað í síðustu ferð-
ina hérna megin, en blóðtappi í
hjarta varð henni að aldurtila.
Hún hringdi til mín af Ríkisspít-
alanum í Höfn og sagði að blóð-
tappinn væri farinn, en sú aðgerð
dugði ekki. Hún lést á afmælis-
degi Friðriks krónprins án þess að
geta notið hátíðahaldanna í borg-
inni.
Hún sem vissi allt um fjöl-
skyldu drottningar og hafði ætíð
samúð með drottningarmannin-
um.
Mitt í sólskininu komu þrumur
og eldingar með úrhellisrigningu
þegar hún var öll.
Besta vinkona fjölskyldunnar
er horfin og við drúpum höfði. Við
sendum innilegar samúðarkveðj-
ur til barna hennar, ömmu- og
langömmubarnanna mörgu og
annarra aðstandenda og biðjum
þeim blessunar.
Guðrún L. Ásgeirsdóttir.
Guðrún
Valdemarsdóttir
Það eru ekki allir
sem eru svo heppnir
að eiga ekki bara
ömmur heldur ská-
ömmu líka, en það vorum ég og
hin ská-barnabörnin. Ísblómin
sem við höfum fengið í gegnum
tíðina frá Göggu skipta líklega
hundruðum og kílóin af bláberjum
sem hún gaf mér eru óteljandi
enda sá mamma mér ekki fyrir
Guðrún Elín
Klemensdóttir
✝ Guðrún ElínKlemensdóttir
fæddist 26. október
1934. Hún lést 19.
maí 2018.
Útför Guðrúnar
Elínar fór fram 1.
júní 2018.
eins mörgum blá-
berjum og ég átti
skilið fannst Göggu.
Ísblómin og berin
eru þess eðlis að
endast ekki lengi, ég
mun því aldrei aftur
borða ber tínd af
Göggu og þess
vegna er svo dýr-
mætt hvað Gagga
skildi eftir mikið fal-
legt handverk eftir
sig. Eitthvað sem við fjölskyldan
munum eiga og njóta í langan tíma
og minnast Göggu. Besta jólagjöf-
in fyrir tveimur árum var einmitt
rúmteppi gert af Göggu, það var
fullorðinsútgáfa af rúmteppi en
áður hafði ég fengið fallegt
krakkarúmteppi. Rúmteppin eru
einstök og eru ein af mínum eftir-
lætiseigum, minning Göggu mun
ávallt lifa á öllum mínum fram-
tíðarheimilum vegna þeirra, þar
sem þau munu skipa heiðurssess.
Eitt af snyrtiveskjunum sem hún
gerði ferðaðist líka með mér til
Ástralíu, smá gjöf frá Göggu mér
til huggunar hinum megin á hnett-
inum á þessum erfiðu tímum.
Gagga gaf mér ekki bara hluti
heldur líka ást, þolinmæði og at-
hygli. Minningar úr æskunni eru
fullar af minningum um Göggu
sem var alltaf til staðar. Allir ól-
senarnir sem hún var óþreytandi
að spila við mig hvort sem við vor-
um í Brekku eða á Mímisveginum.
Að bardúsa eitthvað saman með
Elínu Ingu og ömmum okkar.
Fagur fiskur í sjó aftur og aftur og
aftur þegar þolinmæði stelpu á
leikskólaaldri á langri bílferð á leið
í bústað var uppurin. Ég held að
hún hafi aldrei skammað mig,
enda var ég eins og fjölskyldan öll
nær gallalaus í hennar augum,
hún var okkar helsti stuðnings-
maður í öllu sem við tókum okkur
fyrir hendur. Núna eru hún og
amma sameinaðar aftur og fjöl-
skyldan gæti ekki óskað sér betri
verndarengla. Elsku Gagga, eða
Gunnella eins og ég þrjóskaðist
við að kalla þig lengi af einhverj-
um ástæðum, ég mun sakna þín.
Kristín Kolka Bjarnadóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar