Morgunblaðið - 06.06.2018, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2018
✝ Soffía Sigurð-ardóttir fædd-
ist 29. apríl 1933 á
Landspítalanum í
Reykjavík. Hún lést
29. maí 2018 á
hjúkrunarheimilinu
Sólvangi.
Hún var dóttir
hjónanna Fjólu
Pálsdóttur hús-
freyju, f. 22.11.
1909, d. 1.8. 2007,
og Sigurðar Eiðssonar sjó-
manns, f. 29.10. 1908, d. 15.11.
1989. Þau bjuggu allan sinn hjú-
skap á Suðurgötu 39 í Hafn-
arfirði. Soffía var elst fimm
systkina, en næstur er Eiður, f.
1.5. 1936, þá Hrafnhildur, f. 2.8.
1937, svo tvíburarnir Páll og
Ragnar, f. 9.11. 1946.
Soffía giftist 2.10. 1952 Mark-
úsi Bergmann Kristinssyni vél-
stjóra, f. 2.10. 1930, d. 21.6. 2008.
Þau bjuggu lengst af í Hafn-
arfirði, þar af lengst á Háabarði
11 og Miðvangi 108 og svo sex ár
á Siglufirði þar sem Markús var
verksmiðjustjóri hjá Síldarverk-
smiðjum ríkisins.
Soffía og Markús eignuðust
sjö dætur, þær eru: 1) Helga
grunnskólakennari, f. 10.3. 1951,
fv. maki Rúnar Ketill Georgsson
hljómlistarmaður, f. 1943, d.
2013, dóttir þeirra er Elfa Björk
Rúnarsdóttir, f. 1978; 2) Fjóla, f.
19.6. 1952, hennar börn eru Kon-
ráð Viðar Konráðsson, f. 1972,
Berglind Soffía Blöndal, f. 1977,
Heidi Runner, f. 1989; 3) Hulda
leikskólakennari, f. 11.6. 1954,
maki Páll Eyvindsson véliðn-
fræðingur, f. 1954, sonur Huldu
frá fyrra hjónabandi er Freyr
Bergsteinsson, f. 1975, synir
Huldu og Páls eru Jón Pálsson, f.
1995, og Sindri Pálsson, f. 1999;
4) Svala læknaritari, f. 18.8.
1955, maki Leifur Jónsson sím-
smiður, f. 1954, d.
2012, börn þeirra
eru Ragnhildur
Leifsdóttir, f. 1976,
d. 1977, Markús
Bergmann Leifs-
son, f. 1980, Sonja
Leifsdóttir, f. 1985;
5) Lilja, f. 2.6. 1962,
synir hennar eru:
Kristinn Berg-
mann, f. 1981,
Andri Hrafn Deal,
f. 1985, Atli Sigurðsson, f. 1998,
d.1998; 6) Árdís tækniteiknari, f.
11.10. 1964, börn hennar eru:
Gunnar Sveinsson, f. 1981, og
Katrín Sveinsdóttir Bates, f.
1991; 7) Sædís sjóntækjafræð-
ingur, f. 9.2. 1975, maki Einar
Friðriksson, f. 1974, börn henn-
ar frá fyrra hjónabandi eru: Al-
exander Orri Rafnsson, f. 1995,
Sveindís Auður Rafnsdóttir, f.
1998, Soffía Erla Rafnsdóttir, f.
2001, Sóley Sara Rafnsdóttir, f.
2003. Langömmubörnin eru orð-
in 18.
Soffía lauk gagnfræðaprófi
frá Flensborgarskóla í Hafn-
arfirði árið 1949. Hún starfaði á
St. Jósepsspítala sem ganga-
stúlka stuttan tíma, síðan tóku
við barneignir og heimilishald
næstu áratugina. Hún vann við
afgreiðslu í sjoppunni á Hval-
eyrarholti um tíma, hún vann í
Norðurstjörnunni í Hafnarfirði í
stuttan tíma, en vann í nokkur ár
á Sólvangi í Hafnarfirði við
umönnun aldraðra en lengst af
vann hún hjá heimaþjónustu á
vegum Hafnarfjarðarbæjar.
Soffía starfaði í fjölda ára innan
Oddfellow-reglunnar í Hafnar-
firði. Soffía var einnig mikil
hannyrðakona.
Útför Soffíu fer fram frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 6.
júní 2018, klukkan 13.
Meira: mbl.is/minningar
Nú er elsku langamma Soffía
dáin.
Hún var alltaf góð við okkur
og það var gaman að koma til
hennar og fá góðu pönnukök-
urnar sem hún bakaði.
Hún prjónaði handa okkur
lopapeysur, sokka, vettlinga og
húfur og föndraði margt fallegt
handa okkur.
Hún kom alltaf í afmælin
okkar og á alls konar tónleika
og leikrit sem við tókum þátt í.
Mest fannst mér (Aroni) gaman
að hún skyldi geta komið í
ferminguna mína núna 15. apr-
íl. Ég veit að hún skemmti sér
mjög vel, hún sagði mér það
sjálf! Hún föndraði handa mér
fermingarkort sem mér þykir
mjög vænt um og ég mun
geyma.
Minningin um góða lang-
ömmu lifir.
Vertu sæl, elsku amma
Soffa.
Þínir langömmudrengir,
Aron Ben og Daníel Ben.
Soffía
Sigurðardóttir✝ Thomas (Tom)Mikael Ludwig
fæddist í Brooklyn,
New York í Banda-
ríkjunum 17. maí
1941. Hann lést á
Landspítalanum
28. maí 2018.
Foreldrar hans
voru Aloys George
Ludwig viðskipta-
fræðingur, f. 31.
mars 1908, d. 30.
desember 1986, og Georgia
Marie (fædd Vanderveer) Lud-
wig húsfreyja, f. 20. ágúst
1910, d. 14. janúar 2000. Systk-
ini hans eru George Aloys, f.
13. september 1936, d. 4. mars
1968, Charles, f. 14. júní 1944,
Ann Marie, f. 9. febrúar 1948,
og Aloysius, f. 24. janúar 1953,
d. í janúar 2003.
Tom giftist Guðrúnu Þór-
hallsdóttur, f. 7. mars 1940, d.
Chicago 1967. Tom vann í aug-
lýsingadeild Sears Roebuck &
Co. til ársins 1973 þegar hann
fór í garðyrkjumeistaranám og
landslagshönnun í College of
DuPage, Illinois, þar sem hann
útskrifaðist 1976. Það ár fluttu
Tom og Guðrún til Íslands og
byggðu frá grunni garðyrkju-
stöðina Klöpp í Reykholtsdal.
Þar var Tom brautryðjandi í
ræktun margvíslegra tegunda
grænmetis sem ekki höfðu
verið ræktaðar áður á Íslandi
en þykja sjálfsagðar á markaði
í dag. Árið 1986 fluttist fjöl-
skyldan til Reykjavíkur þar
sem Tom gegndi ýmsum
störfum, svo sem við ráðgjöf,
bókhald og sem heimilisfaðir.
Á árunum 1989-1997 vann Tom
sem öryggisvörður en frá
árinu 1997 störfuðu hjónin
bæði sem dagforeldrar til árs-
ins 2005, þegar Guðrún veikt-
ist.
Útför hans fer fram frá
Lindakirkju í dag, 6. júní 2018,
og hefst athöfnin klukkan 11.
4. júlí 2006, hinn 8.
apríl 1967. Tom og
Guðrún eignuðust
þrjú börn, þau eru
1) Margrét, f. 9.
janúar 1968, gift
Björgvini Jósefs-
syni, f. 4. febrúar
1966, eiga þau eitt
barn a) Daða
Hrafn Yu Björg-
vinsson. 2) Brand-
ur Thor, f. 31. júlí
1971, kvæntur Önnu M. Rögn-
valdsdóttur, f. 8. maí 1971,
þeirra börn eru a) Emilía Rún,
f. 21. júlí 1995, b) Alma Liv, f.
6. mars 2002, og c) Tómas
Mikael, f. 10. desember 2004, 3)
Clara Regína, f. 27. júlí 1982.
Tom gegndi herþjónustu frá
1963-1967, lengst af á Íslandi,
og sérhæfði sig í rafeinda-
tæknifræði. Hann kynntist
Guðrúnu 1965 og fluttu þau til
Elsku pabbi. Söknuðurinn er
sár en margs er að minnast. Ég
man bjartsýni, kurteisi, virðingu
og gleði. Ég man líka geðprýði,
réttsýni, tryggð og þrautseigju.
Síðast en ekki síst man ég
traust, víðsýni, umburðarlyndi
og hlýju. Takk fyrir að vera þú.
Góða ferð! Þín dóttir,
Margrét.
Að kveðja nánasta vin sinn í
hinsta skipti er eitt það erfiðasta
sem ég hef þurft að þola.
Að kveðja sambýling sinn, frá
fæðingu, í hinsta sinn er sárara
en orð fá lýst!
Að kveðja föður sinn að eilífu
hefur rifið úr mér hjartað og
tætt það í sundur, óafturkræf
áhrif sem munu fylgja mér til
hinsta dags.
Pabbi var einstakur maður,
þúsundþjalasmiður „par excel-
lence“, gull af manni, traustur
vinur, yndislegur faðir og uppal-
andi, stoð mín og stytta – klett-
urinn minn! Ég er ekki að ýkja.
Í gegnum tíðina hafa ófáir
viljað hann sem sinn eigin. Hon-
um þótti vænt um það.
Hann var ávallt góð fyrir-
mynd og naut virðingar allra
sem hann hittu, hvort sem um
var að ræða ókunnuga, skyld-
menni eða vini mína t.d. Frægt
er orðið þegar mínu lengsta
sambandi lauk og minn fyrrver-
andi sagði þá að verst væri hvað
hann myndi sakna pabba míns
mikið! Ekki mín.
Það er sannarlega lýsandi
dæmi um hve áhrif hans pabba
gripu fólk, hvað hann var mátt-
ugur og dínamískur, með betra
jafnaðargeð en örugglega Dalai
Lama, grínlaust.
Ég hef engan betri vin átt
hingað til en hann pabba minn,
enda var ég með eindæmum
mikil pabbastelpa frá upphafi.
Ég var litli skugginn hans. Með
því er ég alls ekki að segja að
okkur greindi aldrei á, en pabbi
vildi frekar taka umræðuna í
stað þess að sitja á ósögðum orð-
um.
Hann bjó ekki yfir vott af
neinu sem gæti flokkast sem
pirringur. Öll átök voru verkefni
sem þurfti að leysa, og á lífskeiði
pabba voru þau ótalmörg. Og ef
ekkert annað dugði til þá tók
hann það bara á þrjóskunni!
Ég dáðist að föður mínum til
síðasta dags og geri enn.
Elsku pabbi minn.
Ég mun sakna þín til eilífð-
arnóns. Þú varst kletturinn
minn þegar ég þurfti á að halda,
þú varst vinur minn frá því ég
kom fyrst í fangið á þér, þú varst
allt sem einkennir góðan mann,
og meira til.
Það að geta ekki heyrt rödd-
ina þína aftur, sjá þig dunda þér
við hitt og þetta, finna þína hlýju
nálægð, að geta aldrei aftur leit-
að til þín þegar mér líður illa,
hryggir mig meira en nokkur
orð fá lýst.
Lífið án þín er svo tómlegt.
Svo hljóðlátt.
Þegar ég ligg milli svefns og
vöku leita ég að hljóðum frá þér,
andvarpi, blaðaskrjáfi, hnerra ...
Bara einhverju. Síðan vakna ég
og næ áttum. Vegna þessa hugsa
ég oft til lagsins „You Are My
Sunshine“ sem þú söngst svo oft
fyrir mig þegar ég var lítil.
Það er ekki auðvelt að hafa
búið með einhverjum alla sína
tíð og að því ljúki bara á nokkr-
um vikum. Þrátt fyrir einhvern
aðdraganda þá var ég ekki eins
tilbúin og ég hélt. Að þurfa að
halda áfram lífinu, fljótlega á
nýjum stað, án þín, er nærri
óhugsandi!
En lífið heldur víst áfram, og
ef mér eiga að takast ætlunar-
verk mín þarf ég að rífa mig
upp, bretta upp ermarnar og
halda á spöðunum. Lífið er víst
stutt.
Góða nótt, elsku pabbi. Sofðu
rótt.
Bið að heilsa mömmu.
Þín dóttir og örverpi,
Clara Regína.
Í dag kveðjum við kæran mág
okkar og svila, Thomas M. Lud-
wig, Tom eins og hann var alltaf
kallaður.
Fyrstu kynni okkar af Tom
voru þegar hann kom heim til
Kópaskers vorið 1966, þá orðinn
kærasti Guðrúnar og ári seinna
giftu þau sig og stofnuðu heimili
í Bandaríkjunum þar sem þau
eignuðust tvö af sínum þrem
börnum.
Fyrir utan sína föstu vinnu
menntaði Tom sig í garðyrkju-
fræðum í kvöldskóla. Hugur
þeirra beggja stóð til þess að
flytja til Íslands sem þau gerðu
árið 1976 þá var hann 35 ára.
Þau settust að á Kleppjárns-
reykjum í Reykholtsdal þar sem
þau af bjartsýni og dugnaði
byggðu upp frá grunni heimili
og garðyrkjustöð.
Þar ræktuðu þau ýmiss konar
grænmeti og Tom var fyrstur
manna á Íslandi til að rækta
bufftómata sem urðu fljótt mjög
vinsælir.
Einnig ræktuðu þau sumar-
blóm. Allt þetta krafðist mikillar
vinnu og þrautseigju sem þau
hjón bæði höfðu í miklum mæli.
Í Klöpp var alltaf tekið vel á
móti öllum, sum barna okkar
dvöldu hjá þeim tíma og tíma.
Síðar eftir að þau fluttu til
Reykjavíkur starfaði Tom m.a.
við öryggisgæslu.
Tom kunni vel að meta að
vera sjálfs sín herra og eftir að
Guðrún hafði unnið sem dag-
móðir um skeið hóf hann að
vinna með henni við það, enda
voru þau vön að vinna saman og
gagnkvæm virðing ríkti með
þeim.
Þarna hófst kafli í lífi þeirra
sem færði þeim mikla ánægju og
má með sanni segja að þau urðu
vinsælir dagforeldrar, mörg af
barnabörnum okkar og annarra
ættingja nutu leiðsagnar þeirra
á þessum árum.
Einnig tók hann að sér verk-
efni við að skipuleggja garða og
hjálpaði til við ýmis garðyrkju-
störf.
Þau hjón voru höfðingjar
heim að sækja þar sem vel var
tekið á móti og gleði ríkti, Tom
spilaði á píanóið, var snillingur í
matargerð og kom með ýmsar
spennandi nýjungar.
Eftir að Guðrún féll frá hélt
Tom áfram að rækta sambandið
við okkur fjölskylduna, heim-
sótti okkur öll reglulega og
sýndi okkur einstaka tryggð og
vináttu, hann hafði sérstaklega
góða nærveru og jákvæða sýn á
lífið, var hófstilltur og æðrulaus.
Síðustu mánuði átti hann við
vaxandi veikindi að stríða en
hans gæfa var að börnin hans
studdu hann dyggilega og ekki
síst Clara Regína sem fylgdi
honum hvert fótmál.
Hugur okkar er hjá börnun-
um hans Margréti, Brandi Þór
og Clöru Regínu og þeirra fjöl-
skyldum. Við söknum hans og
þökkum honum samfylgdina.
Hvíl í friði, kæri vinur,
Gunnar, Lillý, Gunnþórunn,
Stefán Örn, Kristveig,
Jens, Þorbergur,
Sigurborg, Guðbjörg og
fjölskyldur.
Thomas M. Ludwig
✝ Lárus Fjeld-sted fæddist í
Reykjavík 26. febr-
úar 1952. Lárus
veiktist skyndilega
28. maí og lést eft-
ir skamma dvöl á
Landspítalanum.
Hann var sonur
hjónanna Ágústar
Fjeldsted, f. 19.11.
1916, d. 1992, og
Jónínu Thoraren-
sen Fjeldsted, f. 22.11. 1916, d.
1958.
Systkini Lárusar eru 1) Vig-
dís Ágústsdóttir, f. 9.6. 1944, d.
Fjeldsted, f. 5.8. 1969, Kjartan
Fjeldsted, f. 27.5. 1978, og Þóra
Fjeldsted, f. 13.10. 1979, og 4)
Ágúst Fjeldsted, f. 23.11. 1953,
d. 1973, sonur Ágúst Fjeldsted,
f. 24.8. 1972.
Árið 1962 flutti Lárus til
dvalar hjá Sesselíu Hreindísi
Sigmundsdóttur á Sólheima í
Grímsnesi. Hann naut þess að
vera þátttakandi í starfsemi
Sólheima, m.a. með tónlistar-
flutningi á blokkflautu, á tón-
leikum og í flutningi leiklistar-
verka. Jafnframt starfaði hann
við framleiðslu Sólheima á
munum úr tré.
Útför Lárusar fer fram frá
Sólheimakirkju, Sólheimum,
Grímsnesi, í dag, 6. júní 2018,
klukkan 15.
2011, börn hennar
Theódór Skúli
Þórðarson, f. 8.3.
1969, Egill Teitur
Eysteinsson, f. 31.3.
1980, Ingibjörg
Vigdísardóttir, f.
9.1. 1982, og Andr-
és Gísli Vigdís-
arson, f. 9.2. 1983,
2) Andrés Fjeld-
sted, f. 25.9. 1945,
börn Elísabet
Fjeldsted, f. 4.12. 1971, og
Grímur Fjeldsted, f. 3.11. 1975,
3) Skúli Thorarensen Fjeldsted,
f. 15.12. 1948, börn Jónína
Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
Með blíðum barnarómi
mitt bænakvak svo hljómi:
Þitt gott barn gef ég veri
og góðan ávöxt beri.
Þessi fallegi sálmur eftir Pál
Jónsson var Lárusi Fjeldsted
afar kær.
Hann átti sína fallegu, ein-
lægu barnatrú og naut þess að
syngja sálmana sem sungnir
eru í sunnudagaskólanum, sem
voru honum svo kærir. Þessa
sálma sem Sesselja Hreindís
Sigmundsdóttir, stofnandi Sól-
heima, söng svo oft með heim-
ilisfólkinu. Aldrei fór hann að
sofa fyrr en búið var að biðja
kvöldbænirnar. Vertu Guð faðir
faðir minn í frelsarans Jesú
nafni og Vertu yfir og allt um
kring með eilífri blessun þinni
voru bænir sem starfsfólkið
varð að fara með með honum
helst nokkrum sinnum áður en
hann gekk til hvíldar.
Lárus, eða Lalli eins og hann
var kallaður, kom á Sólheima
fyrst í sumardvöl árið 1961 en
flutti svo á Sólheima sumarið
1962 þá 10 ára gamall. Hann
var einn af börnunum hennar
Sesselju.
Þessari fallegu fjölskyldu
þar sem ríkti eining, kærleikur
og samheldni.
Lalli var mikill tónlistarmað-
ur. Hann lék á blokkflautu og
kunni fjöldann allan af lögum
sem hann gat leikið fyrir vini
sína bæði heima og á vinnustof-
unum. Þegar hann heyrði lag
og þá sérstaklega jólalag gat
hann spilað undir eða sungið
með. Hann kunni fjöldann allan
af lögum.
Lalli var mikill snyrtipinni,
naut þess að klæða sig upp á og
punta við hin ýmsu tækifæri.
Hann vildi hafa reglu á hlut-
unum og rúmið hans var alltaf
vel um búið, herbergið fallegt
og snyrtilegt, svona eins og fínt
hótel.
Hann vann m.a. á trésmíða-
verkstæðinu á Sólheimum þar
sem hann var iðinn við að pússa
og vinna að ýmsum listmunum.
Hann naut þess að vera á
vinnustofunum.
Lárus var mikill skáti og var
virkur þátttakandi í öllu starfi
skátafélags Sólheima. Hann
naut þess að klæða sig í skáta-
búninginn sinn. Hann söng og
gladdist með hinum skátunum.
Það var innilegt og fallegt
samband á milli Þórnýjar Jóns-
dóttur og Lalla. Þau voru par í
mörg ár og bjuggu saman í
Brautarholti og Bláskógum.
Þau nutu þess að sitja saman
og haldast í hendur. Orðin voru
ekki mörg en innileiki og kær-
leikur ríkti þeirra á meðal.
Síðustu æviárin bjó Lalli við
gott atlæti í Bláskógum. Þegar
komið var inn sat hann í hjóla-
stólnum sínum og horfði svo
fallega á mann. Hann laðaði
alla til sín með fallega brosinu
sínu. Það varð ekki komist hjá
því að fara til hans og eiga
gæðastund með honum. Þá
ljómaði allt andlitið eins og sól í
heiði.
Brosið sem náði til augnanna
lýsti upp andlit hans og það
smitaðist út frá honum til ann-
arra.
Þetta bros gaf svo mikinn
kærleika og yl. Það var þetta
fallega bros sem fylgdi manni
út í daginn. Skildi eftir frið og
gleði í hjartanu.
Nú hefur hann Lalli okkar
gengið til fundar við frelsara
sinn.
Hann var einstaklega ljúfur
maður sem sagði ekki mikið en
hafði samt svo mikil áhrif á alla
í kringum sig.
Það hefur verið hoggið djúpt
skarð í hópinn á Sólheimum.
Lalla okkar er sárt saknað.
Hvíl þú friði, elsku kæri góði
vinur.
Ó, hvert fer þú, mitt barnið blítt,
er brosir nú svo milt og hlýtt?
Ó, Guð veit, hvar þín liggur leið,
hann leiði þig um æviskeið.
Fyrir hönd íbúa og starfs-
manna á Sólheimum,
Sveinn Alfreðsson.
Lárus Fjeldsted
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður,
„Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einn-
ig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu
ekki lengri en 3.000 slög. Ekki
er unnt að senda lengri grein.
Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að
senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Ekki er unnt að tengja viðhengi
við síðuna.
Minningargreinar