Morgunblaðið - 06.06.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.06.2018, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2018 Raðauglýsingar Raðauglýsingar Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum Öldur III, deiliskipulag. Sveitarstjórn Rangárþings ytra vinnur að gerð deiliskipulags fyrir íbúðarsvæðið Öldur III á Hellu. Fyrir syðsta og vestasta hluta svæðisins er í gildi deiliskipulag staðfest með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. apríl 2008. Vestasti hluti svæðisins hefur verið tekinn undir gámavöll en sú starfsemi er víkjandi. Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir lóðum fyrir einbýlis-, rað- og parhús, á einni til tveimur hæðum. Með gildistöku nýs deiliskipulags er eldra skipulag fellt úr gildi. Lundur og Nes, deiliskipulag. Sveitarstjórn Rangárþings ytra á samráði við stjórn Lundar vinnur að gerð deiliskipulags fyrir Lund, dvalar- og hjúkrunarheimili á Hellu og næsta nágrenni þess. Tillagan tekur til lóða Lundar og Ness 2, lóða við Seltún og nýrra lóða norðan við Lund. Jafnframt eru aðkomur skilgreindar frekar og gert ráð fyrir stækkunarmöguleikum við dvalarheimilið. Nes-útivistarsvæði, deiliskipulag. Sveitarstjórn Rangárþings ytra vinnur að gerð deiliskipulags fyrir útivistarsvæði á Nesi á Hellu. Skip- ulagssvæðið er vestan Þrúðvangs á bökkum Ytri-Rangár. Svæðið hefur verið nýtt til útivistar. Gert er ráð fyrir að sett verði upp áhöld og tæki sem m.a. nýtist börnum, eldri borgurum og almenningi til leikja og útiveru. Innan byggingareits er gamall braggi sem áformað er að endurbyggja/lagfæra. Gert er ráð fyrir bílastæðum við svæðið. Hrólfstaðahellir, deiliskipulag. Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur heimilað gerð deiliskipulags fyrir jörðina Hrólfstaðahellir í Rangárþing ytra. Deiliskipulagið tekur til þriggja lóða fyrir frístundahús og einnar lóðar fyrir íbúðarhús. Aðkoma að svæðinu er um Landveg (26) og síðan um Bjallaveg (272) og næst um Hrólfsstaðhellisveg (2773). Maríuvellir, deiliskipulag. Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur heimilað gerð deiliskipulags fyrir svæði úr Maríuvöllum. Tillagan tekur til byggingareits sem innifelur byggingu íbúðarhúss, bílskúrs og skemmu auk þess að sýnd er aðkoma að umræddum byggingareit. Aðkoma er frá Rangárvallavegi (nr. 264) og um Gilsbakkaveg (nr. 2745). Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Frestur til að skila inn athugasemdum er til 18. júlí 2018 Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is Haraldur Birgir Haraldsson skipulagsfulltrúi. Rangárþing ytra Félagsstarf eldri borgara Árbæjarkirkja Opið hús í safnaðarheimili Árbæjarkirkju kl. 13 til 15. Kaffi á könnunni. Allir velkomnir. Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-16. Söngstund með Helgu. Opið hús, t.d. vist og brids kl. 13-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40- 12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Velkomin. S. 535-2700. Boðinn Handavinnustofa opin frá kl. 9-15. Spjallhópur Magna kl. 15. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10- 10.30. Botsía kl. 10.40-11.20. Spiladagur, frjáls spilamennska kl. 12.30- 15.50. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Garðabær Jónshúsi / félags- og íþróttastarf: 512-1501. Opið í Jóns- húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 14-15.30. Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 8. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl. 13. Gerðuberg Kl. 8.30-16 opin handavinnustofa, kl. 9-12 útskurður, leið- beinandi í fríi, kl. 11.15-11.45 leikfimi Helgu Ben, kl. 12.30-15 Döff Félag heyrnalausra, kl. 13-16 útskurður, leiðbeinandi í fríi, kl. 13-16 félags- vist Gullsmári Ganga kl. 10, postulínsmálun kl. 13, kvennabrids kl. 13. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Botsía kl. 10–11. Opin handavinna kl. 9–14. Hádegismatur kl. 11.30. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, dagblöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30, stólaleikfimi kl. 13.30 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Korpúlfar Gönguhópar kl. 10, gengið frá Borgum. Opið hús frá kl. 13 til 16 í dag í Borgum og alla miðvikudaga í sumar, félagsvist, hann- yrðir af öllum gerðum, gleðilegt spjall og stundum óvæntar uppá-ko- mur. Sjáumst í Borgum á miðvikudögum í sumar. Seltjarnarnes Botsía Salnum Skólabraut kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Skráning hafin í sumar- ferðina sem farin verður miðvikudaginn 11. júlí. Ekið verður um Reykjanesið og komið við á markverðum stöðum. Skráningarblöð liggja frammi á Skólabraut og Eiðismýri. Einnig eru uppl. í síma 8939800 og 8576070. Ath. lágmarksþátttaka 30 manns. Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin. Hádeg- isverður er kl. 11.30-12.15 og handavinnuhópurinn kemur saman kl. 13. Kaffi og meðlæti er selt á vægu verði kl. 14.30–15.30. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu Helenu í síma 568-2586. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Göngu-Hrólfar ganga frá Olís Rauðavatni kl. 10. Ferð í Þjórsárdal þriðjudaginn 12. júní ,farið um helsta virkjanasvæði landsins, brottför frá Stangarhyl kl. 8.30 og ekið sem leið liggur um Hellisheiði, upp Skeið og um Þjórsárdal. Farið í Þjóðveldisbæinn með leiðsögn. Ekið upp fyrir Búrfellsvirkjun. Kaffi- hlaðborð í Árnesi, farið í Þjórsárstofu. Hellisheiðarvirkjun skoðuð. Fararstjóri Sigurður Þórðarson. Félagslíf Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. Ræðumaður Ragnar Gunnarsson. Allir velkomnir. Smáauglýsingar 569 1100 Bækur BÓKBAND Bókasafnarar athugið ! Eggert Ísólfsson bókbandsmeistari tekur að sér allar gerðir hand- bókbands. Upplýsingar í síma 8992121 eða eggert@steinegg.is Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is ÝmislegtBílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald Vantar þig fagmann?         FINNA.is atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.