Morgunblaðið - 06.06.2018, Síða 30

Morgunblaðið - 06.06.2018, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2018 Gríman 2018 VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er bókstaflega eins og að fá koss á sálina,“ segir Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona, leikstjóri og leikskáld, sem í gærkvöldi hlaut heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands fyrir ævistarf sitt í þágu sviðslista á Íslandi. Spurð hvort viðurkenningin komi henni á óvart svarar Guðrún því játandi. „Því venjulega eru það nú karlarnir sem fá svona viðurkenningar.“ Í þakkarræðu sinni rifjaði Guðrún upp fjáröflunarstarf starfsfólks Leik- félags Reykjavíkur fyrir nýrri leik- húsbyggingu sem síðar hlaut nafnið Borgarleikhúsið. Minntist hún Áróru Halldórsdóttur leikkonu sem lagði til að settar væru upp gamlar revíur í fjáröflunarskyni, en til að koma mál- um í framkvæmd voru kosnar í nefnd þær Áróra og Guðrún, auk þriggja „flottustu leikara og leikstjóra félags- ins“. Á fyrsta fundi nefndarinnar sögðu mennirnir þrír sig úr nefndinni þar sem þeim fannst það ekki „væn- legt til styrktar nýju leikhúsbygging- unni að fara að safna saman gömlum fimmaurabröndurum frá byrjun ald- arinnar með söngvum og hoppi og híi“, rifjaði Guðrún upp. Fyrir vikið tók Guðrún að sér að leikstýra mið- nætursýningum í Austurbæjarbíói. „Við mokuðum inn peningum fyrir nýju leikhúsbyggingunni. Eitt atriði náði að vera sýnt á öllum sýning- unum, það var þegar Sigurður Karls- son og Róra mín dönsuðu bomsa- deisí,“ sagði Guðrún og tók fram að sér þætti sárt að Áróra skyldi ekki fá að lifa það að Leikfélag Reykjavíkur flutti inn í Borgarleikhúsið. „Þegar ég hitti þig á himnum ætla ég að segja þér frá fallegu verðlaununum sem kynslóðin sem nú blómstrar í nýju leikhúsbyggingunni veitti mér. Ég segi henni að þau séu að gera það svo gott og þau séu ekki búin að gleyma kynslóðinni sem dansaði bomsadeisí svo þau fengju nóg pláss til að veita Reykvíkingum list á heimsmælikvarða,“ sagði Guðrún í gær. Þótti ókvenlegt að leikstýra „Eins og á grönum má sjá var ég með fyrstu konunum hérlendis sem fóru að leikstýra. Mér hefði sennilega aldrei dottið í hug að fara að leikstýra ef ekki hefði verið fyrir þessar revíur, því í fyrsta lagi var ég leikari og í öðru lagi kona,“ segir Guðrún og rifj- ar upp að það hafi ekki gengið snurðulaust að láta taka sig alvarlega sem leikstjóra þegar hún leikstýrði fyrsta verkefninu eftir revíu- frumraunina, en þar var um að ræða Upp með teppið, Sólmundur! sem Guðrún skrifaði um sögu Leikfélags Reykjavíkur og frumsýnt var haustið 1986. „Ég var vön því sem leikari að leik- stjórinn sæti frammi í sal og gæfi skipanir til jafnt leikara og ljósa- og tæknimanna. Ég hélt að það yrði nú eins með mig. Kollegar mínir í stétt leikara tóku mér vel en tæknimenn- irnir tóku hins vegar ekkert mark á skipunum mínum. Í örvæntingu leit- aði ég ráða hjá Helgu Valtýsdóttur sem hvatti mig til að flörta við tækni- mennina. Auðvitað fór ég eftir ábend- ingum minnar bestu vinkonu og það virkaði,“ segir Guðrún og tekur fram að sem betur fer séu tímarnir breytt- ir. „Í dag hafa konur í hópi leikstjóra fulla virðingu og eiga það líka skilið, enda eru margir af okkar bestu leik- stjórum kvenkyns,“ segir Guðrún og rifjar upp að á sínum tíma hafi sam- leikari hvatt hana til að fara ekki að leikstýra þar sem það væri svo ókvenlegt. Guðrún heillaðist ung af leiklistinni og var aðeins átta ára þegar hún stofnaði sitt eigið leikhús þar sem hún lék fyrst fyrir föður sinn og síðan fyrir gesti utan af götu, en æsku- heimilið var til húsa á Laugavegi 2. „Þegar ég var 15 ára ætlaði pabbi að senda mig til Danmerkur í hús- mæðraskóla, en þá tjáði ég honum að ég vildi verða leikari. Hann hvatti mig þá umsvifalaust til að sækja mér menntun í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar. Þegar ég bankaði upp á hjá snillingnum tjáði hann mér að hann tæki ekki nemendur yngri en 19 ára. „Fínt, ég er 19 ára,“ sagði stúlkan og laug sig inn í besta leik- listarskóla sem ég hef sótt, því Lárus var besti kennarinn sem ég hafði bæði hér- og erlendis,“ segir Guðrún sem stundaði nám hjá Lárusi í þrjú ár, lauk í framhaldinu leikaraprófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1956 og frá The Central School of Speach Training and Dramatic Art í London 1958. Að námi loknu hóf Guðrún leikferilinn í Þjóðleikhúsinu, en réð sig sem leikari við Leikfélag Reykjavíkur frá 1959. Samhliða störfum sínum sem leikari leikstýrði hún einnig hjá m.a. Leikfélagi Reykjavíkur, Leikfélagi Akureyrar og RÚV auk þess að sinna skrifum. Tíminn var tækifærið „Ég naut þeirra forréttinda að fá að leika á sviði í 50 ár,“ segir Guðrún sem fagnaði 50 ára leikafmæli sínu með einleiknum Ævintýri í Iðnó 2005 sem Sigrún Edda Björnsdóttir, dótt- ir hennar, leikstýrði og Ragnar Kjartansson, sonur hennar, hannaði leikmynd, en um píanóleik sá Ólafur Björn Ólafsson, barnabarn Lárusar Pálssonar. „Ég hef gaman af því að rifja upp að Ragnar spurði mig hvernig mig langaði helst að koma inn á leiksviðið. Þar kom hann inn á punkt sem hrærði hjarta mitt. Ég sagði honum eins og var að það sem mig hefði alltaf dreymt um væri að fá að koma inn á leiksviðið ofan úr loft- inu sitjandi í rólu. Þetta hafði ég tal- að um við marga leikstjóra, en það var enginn sem sá ástæðu til að láta þetta eftir mér fyrr en þarna,“ segir Guðrún og tekur fram að hún hafi oft velt því fyrir sér hvernig á því standi að ferillinn varð jafn langur og gæfu- ríkur og raun ber vitni. „Með aldrinum hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ég kom heim úr námi frá Englandi á réttum tíma. Það vantaði unga stúlku sem hafði menntunina. Ég geri mér engar grill- ur um að ég hafi átt svona fínan feril vegna þess að ég hafi verið svona rosalega flott leikkona. Ég fékk tæki- færin og tækifærin voru tíminn,“ segir Guðrún og rifjar upp að í skól- anum úti hafi hún fengið þá umsögn kennara að hún væri gamanleikari af guðs náð. „Mér fannst þetta ekkert kompli- ment þá, enda þótti ekki fínt að vera gamanleikari. Ég hélt þessu því leyndu eftir að heim kom. Þegar ég fór síðan að vinna sem leikstjóri gerði ég mér betur grein fyrir því að góðir gamanleikarar eru líka bestu dramatísku leikararnir. Þannig að nú er ég farin að þora að segja frá því opinberlega sem þeir sögðu við mig á sínum tíma í skólanum úti,“ segir Guðrún og tekur fram að sér dytti ekki til hugar að stíga aftur á svið. „Villtir hestar gætu ekki dregið mig inn á leiksvið núna. Þegar maður tekur að sér hlutverk er maður bund- inn fyrst á æfingum og síðan svo lengi sem sýningin er í sýningu. Ég er orðin 82 ára og komin á þann aldur að tíminn er orðinn svo dýrmætur. Það er svo margt sem mig langar að gera að ég vil ekki binda mig. Það sem ég brenn mest fyrir núna er náttúruvernd,“ segir Guðrún og rifj- ar upp að hún hafi verið ein þeirra sem mótmæltu daglega í hádeginu fyrir framan alþingishúsið til að reyna að koma í veg fyrir byggingu Kárahnjúkavirkjunar. „Við vorum ekki með nein læti heldur kurteisleg mótmæli til að biðja landinu griða og hópurinn fór sífellt stækkandi. Því miður fór sem fór. Þá sem nú er valt- að yfir náttúruna og náttúruverndar- sinna.“ Þykir vænst um frú Heiberg Spurð hvaða hlutverk standi upp úr á löngum ferli hugsar Guðrún sig vel um og segir síðan: „Auðvitað eru mörg hlutverk sem mér hefur þótt gaman að leika. Hlutverkið sem er næst hjarta mínu og mér minnis- stæðast er frú Heiberg,“ segir Guð- rún og vísar þar til Johanne Luise Heiberg í leikritinu Úr lífi ánamaðk- anna eftir Per Olov Enquist sem Leikfélag Reykjavíkur sýndi 1983. „Það var stórkostlegt að fá að leika þetta hlutverk. Auðvitað lagðist ég í grúsk og las meðal annars sjálfs- ævisögu hennar, sem var ritskoðuð þegar hún kom út á árunum 1891-92, en þar sakaði hún kennara Konung- lega ballettskólans um að misnota börn,“ segir Guðrún og rifjar upp að Johanne Luise Heiberg hafi verið aðalleikkona Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn á árunum 1826-64, en meðal þeirra sem skrifuðu fyrir hana var H.C. Andersen. „Fyrst þegar ég skoðaði handritið fór um mig hrollur þegar ég sá að eintölin hennar voru stundum upp á fjórar blaðsíður. Ég sá ekki hvernig þessar einræður ættu að geta haldið athygli áhorfenda, en ég komst að því að höfundurinn fer svo djúpt inn í líf þessarar konu og samhljómurinn milli hennar og H.C. Andersens er svo dýrmætur að það er ekki hægt annað en heillast,“ segir Guðrún og rifjar upp að hún hafi á æfinga- tímanum átt leið um Kaupmanna- höfn þar sem Ghita Nørby lék sama hlutverk hjá Konunglega leikhúsinu. „Mig langaði svo að sjá hana, en það var allt löngu uppselt. Ég bar mig illa í miðasölunni og álpaði því út úr mér að ég væri hin íslenska frú Heiberg. Þá buðust mér umsvifa- laust miðar auk þess sem ég var leidd um Hofteatret þar sem ég fékk að standa á sama sviði og Heiberg lék á á sínum tíma og sitja í búnings- herberginu hennar,“ segir Guðrún og tekur fram að sér hafi ávallt þótt skemmtilegast að grúska í raunveru- legu fólki. Aldrei að bíða við símann Í því samhengi má rifja upp að fyr- ir fáeinum misserum var frumflutt óperan Skáldið og biskupsdóttirin þar sem Guðrún samdi líbrettóið og Alexandra Chernyshova tónlistina. „Ég byrjaði að skoða þennan efnivið í samstarfi við Ingu Huld Hákonar- dóttur sagnfræðing fyrir margt löngu. Við ætluðum að skrifa og setja upp leikritið, en fengum enga styrki og gáfumst þá upp, enda höfðum við ekki efni á að eyða svona miklum tíma í þetta launalaust. En út frá þessum heimildum sem Inga Huld dældi í mig skrifaði ég líbrettó óper- unnar löngu síðar um Hallgrím Pét- ursson, prest og sálmaskáld, og vin- áttu hans og Ragnheiðar Brynjólfs- dóttur biskupsdóttur. Áður en hún sór eið sinn, aðeins 21 árs gömul, gaf hann henni fyrsta ein- takið af Passíusálmunum. Það sést í heimildum að þegar Hallgrímur frétti af veikindum Ragnheiðar gekk hann úr Hvalfirði upp í Skálholt til að vera hjá henni síðustu 19 dagana sem hún lifði. Þetta var sönn vinátta,“ segir Guðrún og bætir við: „Að skrifa er það skemmtilegasta sem ég veit og heimildir kveikja í mér – þá fyrst kemst ég á flug,“ segir Guðrún sem rifjar upp að fyrsta leikrit sitt hafi hún skrifað fyrir kirkju, en það var verk um danska prestinn og leik- skáldið Kaj Munk sem tekinn var af lífi af hernámsliði nasista 1944 fyrir sannfæringu sína og trú. Verkið um Kaj Munk skrifaði hún fyrir hvatningu frá Sigurbirni Ein- arssyni biskup, sem langaði til að efla leiklistarstarf í kirkjum. „Leikritið byggði ég á sjálfsævisögu hans og predikunum, sem voru bannaðar í Danmörku á stríðsárunum, en Sigur- björn fékk handritin að ræðum hans frá Argentínu og þýdd á stríðs- árunum.“ Leikritið var frumsýnt í kapellu Hallgrímskirkju í upphafi árs 1987 og í framhaldinu sýnt í Dan- mörku, en fyrir verkið var Guðrún sæmd Kaj Munk-verðlaununum. Spurð hvort hún eigi einhver heil- ræði til handa ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu spor í leiklistinni seg- ir Guðrún: „Eftir að ég kom heim frá Englandi var ég í miklu sambandi við vini mína úr skólanum. Á sama tíma og mér bauðst hvert hlutverkið á fætur öðru sátu þau við símann og biðu eftir að fá hlutverk. Ég hvet fólk til að sitja aldrei við símann og bíða eftir að aðrir uppfylli draumana fyrir það. Mér finnst unga fólkið í dag ótrúlega duglegt að skapa sér sín eigin tækifæri,“ segir Guðrún og rifj- ar upp að sjálf hafi hún ekki notið neinna styrkja þegar Kaj Munk var sett upp. „Þegar ég var búin með handritið sendi ég öllum flottustu leikurunum í bænum, Arnari Jóns- syni þar á meðal, sem ég sá alltaf fyr- ir mér í hlutverki Kajs Munk, hand- rit og óskaði eftir kröftum þeirra. Þau hringdu öll í mig og vildu vera með þrátt fyrir að ég ætti enga pen- inga. Sýningin varð hins vegar svo vinsæl að ég gat greitt þeim öllum.“ „Eins og að fá koss á sálina“  Guðrún Ásmundsdóttir, leikari, leikstjóri og leikskáld, hlýtur heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands  Leikið yfir 130 hlutverk á löngum og farsælum ferli  Tíminn orðinn svo dýrmætur Morgunblaðið/Eggert Gleðistund Guðrún Ásmundsdóttir tók við heiðursverðlaunum Sviðslistasambands Íslands í Borgarleikhúsinu. Morgunblaðið/Kristinn Benedikt Brúðuheimilið Erlingur Gíslason og Guðrún í Brúðu- heimilinu eftir Henrik Ibsen sem sett var upp í Þjóð- leikhúsinu 1973 í leikstjórn Bríetar Héðinsdóttur. Morgunblaðið/Eggert Afmælissýning Guðrún Ásmundsdóttir fagnaði 50 ára leikafmæli árið 2005 með einleik sem dóttir hennar leik- stýrði en yngri sonur hennar hannaði leikmyndina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.