Morgunblaðið - 06.06.2018, Page 31
31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2018
Himnaríki og helvíti eftir Jón Kal-
man Stefánsson og Bjarna Jónsson
í leikstjórn Egils Heiðars Antons
Pálssonar hlaut flest verðlaun
þegar Gríman – íslensku sviðslista-
verðlaunin voru veitt í 16. sinn við
hátíðlega athöfn í Borgarleikhús-
inu í gær. Sýningin var tilnefnd til
tólf verðlauna og hlaut alls sjö,
fyrir leikrit, leikstjórn, leikmynd
Egils Ingibergssonar, búninga
Helgu I. Stefánsdóttur, lýsingu
Þórðar Orra Péturssonar og tón-
list Hjálmars H. Ragnarssonar auk
þess sem sýningin var valin sýning
ársins.
Alls skiptu tíu sýningar með sér
verðlaununum 19 auk þess sem
Guðrún Ásmundsdóttir hlaut
heiðursverðlaun Sviðslista-
sambands Íslands fyrir ævistarf
sitt í þágu sviðslista á Íslandi. Sýn-
ingarnar Crescendo eftir Katrínu
Gunnarsdóttur og Fólk, staðir og
hlutir eftir Duncan Macmillan í
leikstjórn Gísla Arnar Garðars-
sonar hlutu næstflest verðlaun
kvöldsins eða tvenn hvor sýning.
Katrín var verðlaunuð sem dans-
höfundur ársins fyrir Crescendo
auk þess sem Baldvin Þór Magnús-
son var verðlaunaður fyrir hljóð-
mynd. Leikkonurnar Nína Dögg
Filippusdóttir og Sigrún Edda
Björnsdóttir hlutu verðlaun fyrir
bestan leik í Fólk, staðir og hlutir,
Nína Dögg í aðalhlutverki og Sig-
rún Edda í aukahlutverki. Besti
leikari í aðalhlutverki var valinn
Eggert Þorleifsson fyrir túlkun
sína á föðurnum í samnefndu leik-
riti eftir Florian Zeller sem Kristín
Jóhannesdóttir leikstýrði. Besti
leikarinn í aukahlutverki var val-
inn Valur Freyr Einarsson í 1984 í
leikgerð á samnefndri skáldsögu
eftir George Orwell sem Bergur
Þór Ingólfsson leikstýrði.
Söngvari ársins var valinn Krist-
ján Jóhannsson fyrir túlkun sína á
Cavaradossi í óperunni Toscu eftir
Puccini og Þyrí Huld Árnadóttir
valin dansari ársins í danssýning-
unni Hin lánsömu sem Anton
Lachky samdi í samvinnu við dans-
ara verksins. Barnasýning ársins
var valin Í skugga Sveins eftir
Karl Ágúst Úlfsson í leikstjórn
Ágústu Skúladóttur og útvarps-
verk ársins var Fákafen eftir
Kristínu Eiríksdóttur. Dansarinn
Sigurður Andrean Sigurgeirsson
var valinn sproti ársins.
Morgunblaðið/Eggert
Sú besta Himnaríki og helvíti, í sviðsetningu Borgarleikhússins, var valin sýning ársins.
10 sýningar verðlaunaðar
Eggert Þorleifsson og Nína Dögg Filippusdóttir verð-
launuð fyrir leik sinn Kristján Jóhannsson fyrir söng
Gleði Eggert Þorleifsson var leikari ársins fyrir hlutverk sitt í Föðurnum
Fögnuður Verðlaun in leikkona ársins hlaut Nína Dögg Filippusdóttir fyrir
hlutverk sitt í Fólk, staðir og hlutir.
Tenór Söngvari ársins er Kristján Jóhannsson, eftir frammistöðu sína í Tosca.
Kát Þyrí Huld
Árnadóttir fagnaði
sem dansari ársins
fyrir hlutverk sitt
í Hinum lánsömu.
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Mið 6/6 kl. 20:00 49. s Fös 8/6 kl. 20:00 51. s Sun 10/6 kl. 20:00 Lokas.
Fim 7/6 kl. 20:00 50. s Lau 9/6 kl. 20:00 52. s
Allra síðustu sýningar!
Elly (Stóra sviðið)
Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s
Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s
Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s
Sýningar haustið 2018 komnar í sölu.
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Fös 8/6 kl. 20:30 Lokas.
Tilnefnd til sex Grímuverðlauna. Allra síðustu sýningar.
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn Sun 10/6 kl. 19:30 34.sýn Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Svartalogn (Stóra sviðið)
Fös 8/6 kl. 19:30 10.sýn
Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Heiðursverðlaun Sviðslista-
sambands Íslands
Guðrún Ásmundsdóttir
Sýning ársins
Himnaríki og helvíti í sviðsetningu
Borgarleikhússins
Leikrit ársins
Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman
Stefánsson
og Bjarna Jónsson
Leikstjóri ársins
Egill Heiðar Anton Pálsson –
Himnaríki og helvíti
Leikari ársins í aðalhlutverki
Eggert Þorleifsson – Faðirinn
Leikkona ársins í aðalhlutverki
Nína Dögg Filippusdóttir – Fólk,
staðir og hlutir
Leikari ársins í aukahlutverki
Valur Freyr Einarsson – 1984
Leikkona ársins í aukahlutverki
Sigrún Edda Björnsdóttir – Fólk,
staðir og hlutir
Leikmynd ársins
Egill Ingibergsson – Himnaríki og
helvíti
Búningar ársins
Helga I. Stefánsdóttir – Himnaríki
og helvíti
Lýsing ársins
Þórður Orri Pétursson – Himnaríki
og helvíti
Tónlist ársins
Hjálmar H. Ragnarsson – Himnaríki
og helvíti
Hljóðmynd ársins
Baldvin Þór Magnússon –
Crescendo
Söngvari ársins
Kristján Jóhannsson – Tosca
Barnasýning ársins
Í skugga Sveins
Dans- og sviðshreyfingar ársins
Chantelle Carey – Slá í gegn
Dansari ársins
Þyrí Huld Árnadóttir – Hin lánsömu
Danshöfundur ársins
Katrín Gunnarsdóttir – Crescendo
Útvarpsverk ársins
Fákafen eftir Kristínu Eiríksdóttur
Sproti ársins
Sigurður Andrean Sigurgeirsson
Á endanum rötuðu sjö til Himnaríkis og helvítis
HANDHAFAR GRÍMUVERÐLAUNANNA 2018
Sjónarspil Þuríður Blær Jóhannsdóttir í hlutverki sínu sem drengurinn í Himnaríki og helvíti.