Morgunblaðið - 06.06.2018, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 06.06.2018, Qupperneq 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2018 VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tónlistarhátíðin Eistnaflug verður haldin í Neskaupstað 11.-14. júlí en hún hefur verið haldin þar í bæ allt frá árinu 2005 og hátíðin í ár því sú fjórtánda í röðinni. Hátíðin var illa sótt í fyrra miðað við fyrri ár með um 1.100 gesti í stað þeirra 1.800 sem reiknað var með og olli það tapi upp á 24 milljónir króna. Unnið var að fjárhagslegri endurskipulagn- ingu í kjölfarið og gripið til þess ráðs að selja hluti í í félaginu Milli- fótakonfekti ehf. sem sér um rekst- ur hátíðarinnar. Með þessu, styrkj- um og aðstoð fyrirtækja, hljóm- sveita og íbúa í Neskaupstað, tókst að bjarga hátíðinni. Nýir hluthafar tóku við og Stefán Magnússon, stofnandi og framkvæmdastjóri Eistnaflugs, seldi hlut sinn í félag- inu. Ný stjórn og framkvæmda- stjórn hafa tekið við og nýjustu fréttir eru þær að milljón króna skuld Millifótakonfekts ehf. við bæj- arfélagið hafi verið felld niður. Vantaði fleiri erlenda gesti Fjármálastjóri hátíðarinnar, Magný Rós Sigurðardóttir, og kynningarfulltrúi hennar og bókari, Erna Björk Baldursdóttir, litu við í morgunkaffi í Hádegismóum en Magný starfar sem bókasafnsfræð- ingur á Landsbókasafninu og Erna er vörustjóri hjá Inter Medica sem selur tæknivörur fyrir heilbrigðis- geirann. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvernig það kom til að þær tóku að sér fyrrnefnd störf fyrir há- tíðina. „Ég er búin að vera að vinna við hátíðina í mörg ár sem almennur starfsmaður og í janúar í fyrra kom ég inn til að sjá um peninga- og skipulagsmál og hjálpa til við stjórn- ina. Erna kom inn á svipuðum tíma,“ segir Magný. „Þannig að við komum inn á lokasprettinum fyrir síðustu hátíð og ákváðum að klára þetta, fyrst að þetta fór svona, að hjálpa til við að ná þessu upp,“ bætir hún við. Spurð að því hvað hafi valdið dræmri miðasölu og tapi í fyrra seg- ir Magný að erlendu gestirnir hafi ekki látið sjá sig, gengi krónunnar hafi verið of hátt og komið niður á miðasölu. Ráð hafi verið gert fyrir fleiri gestum en komu á endanum. „Yfirbyggingin var bara of dýr mið- að við það,“ segir Erna. Magný segir að ekki hefði verið hægt að bjarga hátíðinni án velvilja og aðstoðar hljómsveita, fyrirtækja og íbúa í Neskaupstað. Fjöldi hljóm- sveita og fyrirtækja hafi gefið eftir greiðslur og eigendur fasteigna sem leigðar voru fyrir hljómsveitir og starfsfólk hafi gefið skipuleggj- endum þann langa frest sem nauð- synlegur var til að greiða upp skuld- ir. „Væri ekki fyrir það hefði þetta líklega ekki tekist,“ segir Magný. Gamli andinn endurvakinn – Ég heyrði því fleygt að Cava- lera-bræður úr Sepultura hefðu kostað jafnmikið og allir hinir flytj- endurnir til samans? „Nei, nei, þeir kostuðu slatta en það var ekki einhver punktur sem felldi hátíðina,“ svarar Magný og bendir á að tónlistarhátíðir á Íslandi og þungarokkshátíðir víða um heim hafi barist í bökkum í fyrra og margar hverjar farið á hausinn. Magný segir hátíðina ekki haldna í gróðaskyni en þar sem hún hafi end- að í mínus í fyrra hafi skipulag hennar í ár verið ansi mikið hark. En hvaða áhrif hefur þetta hark á dagskrá hátíðarinnar í ár? „Ætli við séum ekki með helmingi minna „budget“ í ár en í fyrra og þá helm- ingi minna líka fyrir erlendar hljóm- sveitir sem er stærsti útgjaldaliður- inn,“ segir Erna. Erlendu sveitirnar séu því færri og valdar sérstaklega og samið við þær með hliðsjón af niðurskurði. Magný og Erna segir hátíðina samt sem áður vandaða og með sama góða andanum og alltaf hafi verið. „Og við ætlum að gera meira, t.d. með útisvæðið og skapa skemmtilegri stemningu, það eru V.I.P. miðar til sölu í fyrsta skipti. Við ætlum að ná gamla andanum aftur,“ segir Erna. – Eruð þið þá að reyna að laða að fjölskyldur í meiri mæli? „Já, fjölskyldum hefur reyndar oftast staðið til boða að koma,“ svar- ar Magný og að meira verði gert fyrir fjölskyldur nú en í fyrra. Börn og unglingar megi nú vera inni til kl. 23 í fylgd með forráðamönnum. Gus Gus leikur fyrir dansi – Hvað er það merkilegasta á dagskránni í ár? „Kreator,“ svara báðar í kór og hlæja. „Það er stærsta nafnið. Svo náðum við Tý núna í lokin og það hafa verið svakalega viðbrögð við því. Þeir hafa ekki spilað hér í tíu ár, það þekkja allir „Orminn langa“ og þeir eru búnir að þróa svolítið tón- listina, orðnir kannski í ætt við Skálmöld í dag,“ segir Erna. Dagská Eistnaflugs liggur fyrir (sjá eistnaflug.is) og fær Gus Gus þann heiður að ljúka hátíðinni á laugardagskvöldi. Sú sveit er víðs fjarri þungarokkinu sem hátíðin er þekktust fyrir. „Stærsti parturinn er þungarokk en við höfum alltaf endað á partíi í lokin. Páll Óskar hefur komið og Retro Stefson þann- ig að það er alltaf partí þar sem allir dansa saman,“ segir Magný og Erna bætir við að ekki sé hægt að hafa há- tíðina eingöngu með málmtónlist vegna miðasölu. Hún sé dræmari þegar einungis sé um eina gerð tón- listar að ræða. Góð fyrir hjartað En hvernig stendur á því að þær Erna og Magný hafa svona mikinn áhuga á þessari tónlist, málminum? „Hún er æðisleg, svo góð fyrir hjart- að,“ segir Magný og Erna segist hafa verið í kringum þessa tónlistar- senu í 25 ár. „Barnsfaðir minn var í nokkrum hljómsveitum og ég fór á alla tónleika sem ég komst á. Það myndaðist vinahópur þá sem ég á ennþá og hann er ástæðan fyrir því að ég byrjaði að fara á Eistnaflug árið 2006. Þetta er bara æðisleg tón- list, það er svo mikill sköpunar- kraftur þarna og margir góðir lista- menn,“ segir Erna. Magný segir vini sína hafa hlustað á þungarokk og þannig hafi hún áttað sig á því hvað þetta væri yndisleg tónlist. „Þetta er svo fullkomin útrás og fólkið sem er að hlusta á þungarokk og spila það er svo gott fólk,“ segir hún. Erna segir að þótt menn séu oft vígalegir á sviði, málaðir í framan með hárið flaksandi og í miklum ham, þá fari þeir heim að faðma kettlingana sína að tónleikum lokn- um. „Þetta er bara leikhús, í raun- inni, uppi á sviði,“ bendir hún á. „Þungarokkið er oft misskilið.“ Svartasti svartmálmur – Nú er þetta þannig tónlist að maður þarf að vera með eyrnatappa til að hljóta ekki heyrnarskaða en hvaða hljómsveit haldið þið að sé lík- legust í ár til að valda slíkum skaða? Magný og Erna hlæja og Erna svarar svo að líklega sé það sænska svartmálmssveitin Watain. „Það er svartasti svartmálmur og þeir verða með eld og leikmuni á sviðinu og alls konar múnderingar. Þetta er þyngsta erlenda hljómsveitin,“ segir Erna, „sem sprengir í þér botnlang- ann.“ Talið berst að öðrum áhrifum sem þungmálmur getur haft á líkamann og segist Magný hafa upplifað fyrstu þungmálmstóna á tónleikum eins og högg í andlitið. Erna segir einhvern hafa líkt þessu við að fá jarðýtu í andlitið sem losi slæmar tilfinningar út og hleypi góðum inn og þær hlæja að þessum mögnuðu lýsingum. „Svo fer maður bara að brosa og líður vel, ég bara brosi út að eyrum,“ segir Erna brosandi og Magný segist fá mikla útrás á tón- leikum. Þrjár konur í Millifótakonfekti – Þetta er dálítið karllægt allt saman, hátíðin kennd við eistu og fyrirtækið sem sér um rekstur hennar heitir Millifótakonfekt. „Já, enda vorum við spurðar, þegar hátíðin var að ganga í gegnum breytingar í fyrra, hvort við vildum breyta nafninu á fyrirtækinu en mér finnst þetta bara svo mikil snilld, að þrjár konur séu að reka fyrirtæki sem heitir Millifótakonfekt!“ segir Magný og hlær innilega, en þriðja konan er Helga Dóra Jóhannes- dóttir og sér um íslenskar hljóm- sveitir og varnings- og miðasölu. „Það fylgir þessu engin mismunun, þetta er bara húmor og mér finnst þetta bara fallegt og skemmtilegt.“ Morgunblaðið/Helgi Snær Sigurðsson Eistnaflugskonur Erna Björk Baldursdóttir og Magný Rós Sigurðardóttir. „Sprengir í þér botnlangann“  Kreator og Týr eru meðal þeirra málmsveita sem koma fram á Eistnaflugi í ár  „Losar slæmar tilfinningar út og hleypir góðum inn,“ segir einn skipuleggjenda um jákvæð áhrif málmsins Vígalegur Einn liðsmanna Watain. Z-brautir & gluggatjöld Opið mán.-fös. 10-18, lau. 11-15 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is | Mælum, sérsmíðum og setjum upp Úrval - gæði - þjónusta Falleg gluggatjöld fyrir falleg heimili ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.