Morgunblaðið - 04.07.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.07.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2018 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið KEBE Hvíldarstólar Tegundir: Rest og Fox Opið virka dag a 11-18 laugardaga 11-15 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Arnar Þór Ingólfsson Þorgrímur Kári Snævarr Ástandið á fæðingardeild Landspít- alans er alvarlegt að mati Ölmu Möll- er landlæknis. Uppsagnir tólf ljós- mæðra tóku gildi á laugardaginn. Reynt er að flýta útskrift mæðra og nýbura og ljósmæður starfandi ann- ars staðar á spítalanum hafi verið beðnar að hlaupa í skarðið á fæðing- ardeildinni. Rólegt hefur verið á deildinni frá því að uppsagnirnar tóku gildi en staðan er þó þannig að ekkert má út af bregða. Samningsumboð hjá nefnd Alma var meðal þeirra sem sóttu fund velferðarnefndar Alþingis í gærmorgun til að ræða stöðuna sem komin er upp vegna uppsagnanna. Segir hún að hún og aðrir fulltrúar Landspítala komi ekki að samninga- gerð við ljósmæður heldur hafi þetta fyrst og fremst verið upplýsinga- fundur. Á fundinum sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að mönnun á meðgöngu- og sængur- legudeildum væri afar lítil og að spít- alarnir mættu ekki við neinu viðbót- arálagi. Þó sagðist hún sem heilbrigðisráðherra ekki geta gert margt til að leysa deiluna þar sem samningsumboðið lægi hjá samn- inganefnd ríkisins. Í samtali við mbl.is í gærkvöldi lagði Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra áherslu á að laun ljósmæðra hefðu undanfarin ár hækkað með sambærilegum hætti og laun annarra BHM-félaga. Jafnframt hefðu ljós- mæður fengið sérstaka launahækkun árið 2008. Ummæli Bjarna voru í samræmi við skýrslu sem fjármála- ráðuneytið birti í gær á heimasíðu sinni. Bjarni vísaði á bug gagnrýni á hækkanir sem gerðar hefðu verið á hans eigin launum sem alþingis- manns þar sem laun launþega kjara- ráðs hefðu hækkað með sambæri- legum hætti og laun annarra launahópa. „Allir líta á sig sem sérstaka“ „Mér þykir slæmt að vita til þess að þetta ástand veldur mörgum kvíða og áhyggjum,“ sagði Bjarni en bætti við að heilbrigðiskerfið væri með neyðar- áætlun sem nú væri verið að fylgja eft- ir og ætti að tryggja að fæðingar gætu farið fram við eðlilegar aðstæður. Bjarni sagðist ekki geta svarað því hve mikið væri ásættanlegt að hækka laun ljósmæðra. Aðeins væri hægt að miða við kjarabætur á borð við aðra launahópa nema sérstök réttlæting væri fyrir öðru. „Það er saga hins ís- lenska samningamódels að allir líti á sig sem sérstaka og að þeir eigi að hækka meira en aðrir. Þannig höfum við farið í gegnum hverja kjaralotuna á eftir annarri í gegnum tíðina og endað úti í skurði.“ Mega ekki við viðbótarálagi Morgunblaðið/Ásdís Alvarleg staða Vegna uppsagna er nú lítil mönnun á fæðingardeildum.  Landlæknir og heilbrigðisráðherra segja ástandið alvarlegt á fæðingardeildum vegna uppsagna ljósmæðra  Fjármálaráðherra segir kjör ljósmæðra hafa þróast í samræmi við aðra launahópa Kjaradeila ljósmæðra » Uppsagnir 12 ljósmæðra tóku gildi á laugardag. » Yfirvinnubann ljósmæðra mun taka gildi um miðjan júlí. » Heilbrigðisstofnanir í ná- grenni Reykjavíkur geta lítið lagt hönd á plóg til að veita aukna þjónustu í höfuðborginni. » Mönnunin er lítil á fæðingar- deildum og spítalar mega ekki við viðbótarálagi að sögn heil- brigðisráðherra. Síminn hf. braut gegn ákvæði fjöl- miðlalaga sem leggur bann við því að fjölmiðlaveita beini viðskiptum við- skiptamanna sinna að tengdu fjar- skiptafyrirtæki. Þetta kemur fram í ákvörðun Póst- og fjarskiptastofn- unar sem birtist á vef hennar í gær. Sýn hf., sem er í eigu Vodafone, og Gagnaveita Reykjavíkur ehf. höfðu kvartað til PFS eftir að Síminn stöðvaði flutning ólínulegs myndefn- is Sjónvarps Símans yfir kerfi Voda- fone frá 1. október 2015. Viðskipta- vinir Símans gátu því einungis notað myndlykla og IPTV-dreifikerfi Sím- ans, sem er á neti Mílu, dótturfélags Símans, til að sækja slíkt efni. PFS hefur lagt níu milljóna kr. stjórnvaldssekt á Símann sem greið- ist í ríkissjóð, en hámarkssektar- heimild er tíu milljónir. Síminn og Míla mótmæltu ákvörðuninni, og kærðu til úrskurðarnefndar, sem staðfesti ákvörðunina. Í tilkynningu frá Sýn ehf. segir m.a. að niðurstaðan sé sigur neyt- enda þar sem PFS taki skýrt fram að Símanum beri að gæta jafnræðis gagnvart öðrum dreifileiðum sjón- varps. Ákvörðunin bendi til að Sím- inn hafi með athæfinu misnotað markaðsráðandi stöðu sína. Sýn ehf. vilji láta kanna réttarstöðu sína í framhaldinu. ernayr@mbl.is Síminn hf. sektaður um níu milljónir vegna lögbrots  Stöðvuðu flutning ólínulegs myndefnis yfir kerfi Vodafone Morgunblaðið/Eggert Síminn Braut lög með því að gæta ekki jafnræðis í dreifingu myndefnis. Drög að frumvarpi um afnám upp- reistar æru hafa verið birt á samradsgatt.island.is, sem ætluð er til eflingar samráði stjórnvalda og al- mennings, skv. vef Stjórnarráðsins. Almenningur getur nú skoðað drögin og sent inn umsögn um frum- varpið í gegnum samráðsgáttina til 30. júlí nk. og eftir það verða allar umsagnir gerðar opinberar. Í drögunum er lagt til að horfið verði frá því að stjórnvöld taki ákvarðanir um uppreista æru, að óflekkað mannorð verði ekki lengur skilyrði fyrir að fá að gegna tiltekn- um störfum eða fyrir kjörgengi til sveitarstjórnar, en skilyrði fyrir að öðlast lögmannsréttindi og ýmis störf og embætti í réttarvörslukerfinu verði gerð strangari. Sigríður Á. Andersen dómsmála- ráðherra segist í svari til blaðamanns bæði hafa viljað afnema úr lögum heimild til veitingar uppreistar æru en um leið tryggja að þeir sem hafa afplánað refsidóma geti snúið aftur til sinna starfa. Leitað um- sagna um uppreist æru  Frumvarpsdrögin á samráðsgátt Næsta víst er að ekki er leiðinlegt að vera þar sem kettlingar eru að leik, en þessir tveir, sem gætu allt eins heitið Snúður og Snælda, hitt- ust á Hraðastöðum í Mosfellsdal í gær. Eitthvað spennandi fangaði at- hygli þeirra í stutta stund og náðu þeir að festast á filmu rétt á meðan. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Snúður og Snælda á meðan allt lék í lyndi Tvö skip fengu þokkalegasta kol- munnaafla í Rósagarðinum út af Suðausturlandi á mánudaginn. „Við ætlum að láta á það reyna hvort eitthvert framhald verður á veið- inni,“ er haft eftir Albert Sveins- syni, skipstjóra á Víkingi AK, á vefsíðu HB Granda í gærkvöldi. Víkingur hefur verið að kol- munnaveiðum austarlega í Síldar- smugunni auk Venusar NS síðustu daga en Venus er nú á leið til Vopnafjarðar með tæplega 1.000 tonna afla. ,,Það hefur verið rólegt yfir veið- unum hjá okkur. Í gær vorum við með 150 tonn eftir langt hol og heildaraflinn hjá okkur er um 870 tonn í sex holum. Það var hins veg- ar líflegra hjá Berki NK og Bjarna Ólafssyni AK í Rósagarðinum í gær og ég hef heyrt að aflinn hafi farið upp í 330 tonn eftir daginn,“ sagði Albert. en auk þessara tveggja skipa er nú Margrét EA komin á svæðið. Makrílveiðar fara að hefjast og urðu skipverjar varir við makríl í kantinum á Stokksnesgrunni. Ágætur kol- munnaafli  Venus á leið til lands með 1.000 tonn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.