Morgunblaðið - 04.07.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 04.07.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2018 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Þunglega hefur gengið að malbika stofnæðar á og í kringum höfuðborg- arsvæðið það sem af er sumri vegna vætutíðar. Framkvæmdastjóri ann- ars af stærstu malbikunarfyrir- tækjum á höfuðborgarsvæðinu segir þetta verstu byrjun á sumri sem hann hafi séð. Dæmi um stóra framkvæmd sem hefur beðið er Ártúnsbrekkan en hún var fræst fyrir nokkrum vikum og beðið er eftir nokkrum góðviðr- isdögum í röð til að hægt sé að mal- bika þá fjölförnu leið. „Við bíðum eftir tveimur til þrem- ur sólarhringum með glampandi sól og þurrki. Svona verk þarf svoleiðis veður,“ segir Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hlaðbæjar Col- as. Hann bætir því við að starfsmenn fyrirtækisins vinni á vöktum allan sólarhringinn og hafi unnið við alls konar búta í sumar til að nýta alla þurra klukkutíma. Stóru verkefnin sitji hins vegar á hakanum og ekkert útlit fyrir að þau verði malbikuð á næstunni. johann@mbl.is Erfitt að malbika í vætunni Morgunblaðið/Hari Malbikað Verktakar að störfum við malbikun í Vonarstræti í Reykjavík.  Verktakar bíða eftir sólinni Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Meginástæða nær óslitins votviðris og kulda á suðvesturhorninu í sum- arbyrjun er stór og djúp lægð yfir Suður-Grænlandi og Labradorhafi sem hefur þær afleiðingar að skot- vindar (e. jetstream) bera til Íslands kalt og rakt loft. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Lægðin hefur legið óvenju sunnar- lega nær óslitið frá því í maí en við- varandi hæð hefur á meðan legið yfir Bretlandi og suðurhluta Skandinav- íu. „Kuldapollurinn tengist einhverj- um afbrigðum sem verið hafa í allri hringrásinni á norðurhveli jarðar. Hann er venjulega norðar og vestar, en ekki svona sunnarlega, og þar að auki er hann dýpri og meiri en áður,“ segir Einar, en deilt er um skýringar á þessum frávikum. „Það er ekki auðvelt að útskýra til- urð hans, það hafa verið alls konar kenningar í gangi um að þetta sé vegna breytinga á skotvindum og bylgjugangi á norðurhveli út af hlýn- un jarðar og minnkandi hafís. Aðal- kenningin gengur út á það að kerfið sé að veikjast, en nú sjáum við að það er aukinn styrkur og pollurinn færist til suðurs,“ segir hann. „Þetta á aftur þátt í því að meginvindurinn, hálofta- vindurinn, sem er knúinn áfram af hitamun, færist til norðurs,“ segir hann. Skotvindar bera með sér raka loftið Sjávarhitafrávik í Labradorhafi og Atlantshafi hafa einnig áhrif hér á landi, en sjór á þessu svæði 14. júní sl. var á bilinu 1,7 til 2,1 gráðum kald- ari en að meðaltali á þessum árstíma. „Kannski á kaldi sjórinn þátt í að magna upp og auka styrk suðvestan- áttarinnar hérna yfir þótt hún sé kannski að uppruna af einhverjum öðrum orsökum,“ segir Einar, en kalt yfirborðið getur virkað sem „ísskáp- ur“ að hans sögn. „Þá þéttist rakinn frekar í lægri lögum og jafnvel þótt það myndist ekki þoka, þá myndast lág þokuský sem suddar og ýrir úr. Þetta hefur verið algengt hér suð- vestanlands það sem af er sumri og jafnvel þótt það rigni ekki mikið er alltaf smávegis sólarleysi og bleyta,“ segir hann. Skotvindar, öðru nafni hálofta- vindar, liggja að jafnaði frá vestri til austurs á norðurhveli vegna snún- ings jarðar. Hæðir og lægðir leiða til þess að straumurinn hlykkjast, en hlykkirnir hafa verið óvenju miklir vegna lægðarinnar yfir Grænlandi. „Yfirleitt er þetta kerfi í þokkalegu jafnvægi og vindarnir fara frá vestri til austurs og lægðirnar með. Nú er eins og þetta hafi ekki verið almenni- lega í fasa og það er nokkuð sem þarfnast frekari skýringa. Í sjálfu sér er ekkert óeðlilegt að fá tímabil, jafn- vel einhverjar vikur, þar sem þetta bylgjukerfi situr í læstri stöðu með tilheyrandi hæðum sem krækjast saman í fastri stöðu og eru í fyrir- stöðu. Það sem er sérstakt núna er hvað þetta hefur staðið í langan tíma,“ segir Einar. Hann nefnir að sumir líti til þess hve lítill hafís hafi verið við Svalbarða og Beringssund. „Menn hafa viljað túlkað þessi ísa- mál þannig að þau hafi áhrif á þessa hringrás. Þau gera það ábyggilega, en það er alveg klárt mál að hring- rásin er bæði sköpuð af kulda yfir norðurhjaranum en líka af hlýindum suður á heittempraða svæðinu í kringum 30. og 40. breiddargráðu. Menn skilja þetta samhengi ekki til fulls og það er dálítið langur vegur að fullum skilningi. Þetta eru samt helstu rannsóknarsviðin þessi árin vegna mögulegra tengsla hlýnandi loftslags við þessa meginhringrás. Bæði varðandi stöðu vestanvindsins, þ.e.a.s. skotvindsins í háloftunum, en eins öldufarsins á honum og hvort öldurnar séu nú meiri,“ segir Einar. „Kuldapollurinn er einhvers konar grundvallarorsök, en hvað mótar hann er erfitt að skýra. Það getur verið samspil margra þátta; hitafrá- vika í lofthjúpnum, hvernig hitaand- stæður eru milli lands og sjávar, sjávarhitafrávika, ísfrávika, hvernig snjór og klaki hafa verið að bráðna á stóru meginlöndunum. Það eru í raun mishitun meginlands og haf- svæða og varmastraumar frá haf- svæðunum ásamt stóru fjallgörðun- um, t.d. Klettafjöllum og Himalajafjöllum, sem móta þetta kerfi frá degi til dags. Hvað er orsök og hvað afleiðing er oft ekki gott að átta sig á, allavega ekki fyrr en eftir á og jafnvel löngu seinna,“ segir hann. Ríkjandi veðurfar í kringum landið í sumar H L L L Hálofta-skotvindur sem fer í kringum norðurhvel jarðar. Hér er gróflega sýnd staðsetning hans hinn 26. júní sl. Ýmis frávik í veðurfari kunna að valda því að meiri sveigjur eða beygjur eru á háloftavindinum sem knúinn er af hitamun heimskautasvæða og heittempraða beltisins í suðri Viðvarandi lágþrýsti- svæði yfir S-Græn- landi og Labradorhafi Vindhraði allt að 140 km/klst.Rakt loft sunnan úr höfum Vindhraði allt að 120 km/klst. Vindhraði allt að 100 km/klst. Viðvarandi háþrýsti- svæði yfir Bretlandseyj- um og Skandinavíu Öflugir háloftavindar í 6-12 km hæð hafa mikil áhrif á veðurfar á jörðu niðri. Hæðin beinir þurru lofti frá suðri yfir Norður-Evrópu. Lægðin yfir S-Grænlandi sendir svalt og rakt loft úr vestri og suðvestri til Íslands. Stór lægð haft mikil áhrif  Stór og viðvarandi kuldapollur yfir Grænlandi leiðir skotvinda yfir Ísland  Vindarnir bera lægðir að Suðvesturlandi  Kaldari sjór hefur áhrif á úrkomuna Rannsókn stendur yfir á algengustu sjúkdóms- valdandi ör- verum í kjöti á íslenskum markaði. Rannsóknin er á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyt- isins og Matvælastofnunar, í samstarfi við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga. Samkvæmt nýlegum evrópskum rann- sóknum er tíðni ESBL/AmpC- myndandi baktería að aukast hratt í ýmsum nytjadýrum í Evrópu og er þetta mikið áhyggjuefni þar sem talið er að þessar fjölónæmu bakteríur geti borist gegnum afurðir í menn. Heil- brigðiseftirlit sveitarfélaga sér um að taka sýni úr innlendu og erlendu kjöti á markaði. Í sýnunum verður leitað að salmonellu í svínakjöti, kampýlóbakter og salmonellu í alifuglakjöti og shiga- toxín-myndandi E. coli (STEC) í nautagripakjöti og kjöti af sauðfé. Tek- in verða 150 sýni úr hverri tegund af kjöti. Kjötrann- sókn hafin  Leitað í sýnum Kjöt Leitað verður að örverum. Lögreglan á Suð- urlandi lokaði gististað í Árnes- sýslu í síðustu viku þegar í ljós kom að rekstrarleyfi stað- arins var útrunnið, skv. samantekt lögreglunnar um helstu verkefni sl. viku. Rekstr- araðila gististað- arins hafi verið gefið færi á að útvega gestum sínum gistingu annars staðar. Lögregluþjónn hafi nú verið ráðinn í hálft starf til að hafa eftirlit með veit- inga- og gististöðum í umdæmi lög- reglunnar á Suðurlandi, því megi bú- ast við fleiri svona tilvikum. Hvetja fólk til að vera með leyfi „Þegar tilvik sem þessi koma upp er lögreglu skylt að stöðva rekstur strax og henni ekki heimilt að veita einhvern frest til að afla tilskilinna leyfa. Því er fullt tilefni til að hvetja þá sem ekki eru með sín mál í lagi til að kippa þeim í liðinn strax, því ljóst er að trúverð- ugleiki gististaðar tapast ef rekstr- araðili þarf að vísa gestum sínum út,“ segir lögreglan. Gististað var lokað  Leyfi til rekstrar staðarins útrunnið Lögreglan Aukið eftirlit.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.