Morgunblaðið - 04.07.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2018
Lífrænar
mjólkurvörur
• Engin aukaefni
• Meira af Omega-3
fitusýrum
• Meira er af CLA
fitusýrum sem byggja
upp vöðva og bein
• Ekkert undanrennuduft
• Án manngerðra
transfitusýra
www.biobu.is
Mangó jógúrt
Fimm góðar ástæður til að velja lífræna jógúrt
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Bókunum hjá bókunarvefnum
Booking á Íslandi hefur fjölgað milli
ára. Mesta aukningin hefur orðið í
bókunum frá Spánverjum.
Þessar upplýsingar fengust frá
fulltrúa Booking. Miðað var við
tímabilið frá júní 2016 til maí 2017
og það borið saman við tímabilið frá
júní 2017 til maí 2018.
Booking selur gistingu í íbúðum
jafnt sem hótelum.
Upplýsingar um fjölda bókana
fylgdu ekki með í svarinu. Hins veg-
ar fékkst upplýst hvaða þjóðir bóka
flestar gistinætur með Booking á
Íslandi. Listinn yfir fimm helstu
viðskiptaþjóðirnar breyttist lítið
milli þessara tímabila. Eina breyt-
ingin var að Þýskaland og Bretland
höfðu sætaskipti. Þjóðverjar keyptu
hér fleiri gistinætur en Bretar á síð-
ara tímabilinu, sem skipar þeim í
annað sæti á eftir Bandaríkjunum.
Aukning og samdráttur
Samhliða aukningu í bókunum á
Booking frá Þýskalandi fækkaði
bókunum Þjóðverja á hótelum um
rúm 15% á svipuðu tímabili, sam-
kvæmt talningu Hagstofunnar.
Athygli vekur að fjórða mesta
aukningin í bókunum hjá Booking
var frá Taívan. Á svipuðu tímabili
fjölgaði seldum gistinóttum á hót-
elum til Kínverja um rúm 35%.
Bendir þetta til að vægi Asíu í
ferðaþjónustunni sé að aukast.
Fram kom í Morgunblaðinu í síð-
ustu viku að bókunum hjá bókunar-
vefnum Expedia hefði fjölgað um
rúman fimmtung milli ára. Líkt og
Booking er Expedia ein mest not-
aða bókunarsíða heims.
Hermann Valsson ferðamála-
fræðingur hefur áhyggjur af upp-
gangi bókunarsíðna á kostnað hót-
ela og innlendra fyrirtækja. Hann
áætlar að árið 2015 hafi síðurnar
innheimt 2-4 milljarða í þóknun
vegna bókana. Með hliðsjón af fjölg-
un ferðamanna og hækkandi hlut-
falli þóknunar af heildarverði megi
ætla að þóknunartekjur í ár verði
minnst 4-6 milljarðar. Þeir fjármun-
ir fari úr landi og nýtist ekki við
fjárfestingu í íslensku hugviti í
ferðaþjónustunni.
Með um 80% hlutdeild
Hermann segir Expedia og Book-
ing vera með um 80% hlutdeild í
stafrænni sölu og markaðssetningu
fyrir hótel og gististaði í heiminum.
„Þegar bókunarsíður fyrir hótel
komu fram fyrir rúmum 20 árum
tóku þær 5% þóknun fyrir hverja
bókun. Nú er þóknunin komin í
22%-30%. Hún er mismunandi og
fer eftir stærð hótela og gististaða
sem og fjölda hótela og gististaða
sem eru í viðkomandi hótelkeðjum.“
Nýta sér yfirburðina
Hermann segir hótelin standa
höllum fæti í þessum slag.
„Vegna yfirburða sinna fram yfir
hótelin í stafrænni markaðssetningu
hjá leitarvélum, eins og t.d. Google,
Bing og Yahoo, hafa bókunarsíður í
krafti styrks síns þvingað hótelin til
að greiða þessa himinháu þóknun.
Ef hótelin hafa neitað að greiða
hana hafa leitarvélarnar fært við-
komandi hótel neðar á bókunarsíð-
um sínum. Þannig þvinga þær hót-
elin til að greiða þá þóknun sem
þær krefjast. Hér hafa leitarvélarn-
ar beinlínis tekið hótelin í stafræna
gíslingu,“ segir Hermann.
Dæmi um slíkt sé þegar Hilton-
og Marriott-hótelkeðjurnar, tvær af
stærstu hótelkeðjum heims, hafi
ætlað að taka slaginn við bókunar-
síðurnar með auglýsingaherferðum.
Hótelin hafi tapað þeim slag.
Selja fleiri hótelbókanir
Bókunum hjá Booking á Íslandi er að fjölga Mesta aukningin frá Spánverjum
Ferðamálafræðingur segir mikið fé fara úr landi í formi þóknunar bókunarvefja
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Konsúlat-hótel Vísbendingar eru um breytt mynstur í bókun gistingar.
Bókanir á gistinóttum á hótelum Heimild: Hagstofa Íslands
1. júní 2016 - 31. maí 2017 1. júní 2017 - 31. maí 2018 Breyting hjá landi milli tímabila
1 Bandaríkin 1.003.442 1 Bandaríkin 1.143.418 13,9%
2 Bretland 801.854 2 Bretland 730.289 -8,9%
3 Þýskaland 448.361 3 Ísland 422.163 -2,7%
4 Ísland 433.780 4 Þýskaland 379.318 -15,4%
5 Kína 164.599 5 Kína 222.516 35,2%
6 Frakkland 144.999 6 Frakkland 148.561 2,5%
7 Önnur Asíulönd 115.535 7 Önnur Asíulönd 129.045 11,7%
8 Svíþjóð 101.500 8 Kanada 97.373 7,5%
9 Holland 95.231 9 Spánn 96.794 11,4%
10 Kanada 90.591 10 Svíþjóð 88.995 -12,3%
Bókanir erlendra ferðamanna á gistingu
Þjóðirnar sem kaupa flestar gistinætur á booking.com
*Frá fyrra tímabili, 1.6.2016-30.6.2017Heimild: Booking.com
Helstu viðskiptaþjóðir Mesta aukningin milli ára*
1. júní 2016 - 30. júní 2017 1. júní 2017 -30. júní 2018 1. júní 2017 - 30. júní 2018
1 Bandaríkin 1 Bandaríkin 1 Spánn
2 Bretland 2 Þýskaland 2 Þýskaland
3 Þýskaland 3 Bretland 3 Bandaríkin
4 Frakkland 4 Frakkland 4 Taívan
5 Spánn 5 Spánn 5 Frakkland
Tólf umsóknir hafa borist vegna
starfs bæjarstjóra Seyðisfjarðar-
kaupstaðar, sem auglýst var 14.
júní sl., en umsóknarfrestur var til
og með 29. júní sl.
Leitað verður til ráðningar-
skrifstofu með áframhaldandi
vinnslu gagna og mat á hæfni um-
sækjenda, segir í frétt um málið á
vef sveitarfélagsins.
Umsækjendur eru í stafrófsröð:
Aðalheiður Borgþórsdóttir, Seyð-
isfirði, Arnbjörg Sveinsdóttir,
Seyðisfirði, Gísli Halldór Hall-
dórsson, Ísafirði, Guðrún Lilja
Magnúsdóttir, Egilsstöðum, Jóhann
Freyr Aðalsteinsson, Ósló, Jón
Kristinn Jónsson, Hafnarfirði,
Kristín Amalía Atladóttir, Egils-
stöðum, Ólafur Hr. Sigurðsson,
Seyðisfirði, Snorri Emilsson, Seyð-
isfirði, Sveinn Enok Jóhannsson,
Reykjanesbæ, Tryggvi Harðarson,
Reykjavík, og Þorvaldur Davíð
Kristjánsson, Reykjavík.
Morgunblaðið/Golli
Seyðisfjörður Margir sýna bæjar-
stjórastöðunni þar áhuga.
Tólf sóttu
um bæjar-
stjórastöðu
Karlmaður hefur verið ákærður
af embætti héraðssaksóknara fyr-
ir að hafa í janúar árið 2015
nauðgað konu með því að hafa í
tvígang, gegn vilja hennar, haft
við hana samræði. Fram kemur í
ákærunni að maðurinn hafi ítrek-
að reynt að rífa niður nærbuxur
konunnar og þrátt fyrir að hún
hafi ítrekað híft þær upp og sagt
nei við manninn hafi hann haft
samræði við hana.
Talið er að brot mannsins varði
við 1. mgr. 194 gr. almennra
hegningarlaga, en brot á þeirri
grein getur varðað fangelsi frá
einu ári og upp í 16 ár. Þá fer
konan fram á að maðurinn verði
dæmdur til að greiða henni fjórar
milljónir auk vaxta í miskabætur.
Málið var þingfest í dag, en um
er að ræða lokað þinghald.
Nauðgaði sömu
konunni í tvígang
Erfitt verður fyrir Reykjanesbæ að
koma í veg fyrir að kísilverið í
Helguvík verði ræst að nýju fáist
umhverfismat og samþykki Skipu-
lagsstofnunar, segir Friðjón Ein-
arsson, oddviti Samfylkingarinnar í
Reykjanesbæ. Hann segir yfirlýs-
ingu meirihlutans um að hafna
mengandi stóriðju í Helguvík aðeins
ná til „frekari mengandi iðnaðar“.
Fram kom í umfjöllun Morg-
unblaðsins í gær að til standi að
selja kísilverið og unnið sé að því að
koma starfsemi þess af stað á ný
sem yrði í fyrsta lagi haustið 2020.
Tillaga að matsáætlun greinir með-
al annars frá fyrirhuguðum úrbót-
um á starfsemi verksmiðjunnar.
Í málefnasamningi Samfylkingar,
Framsóknarflokks og Beinnar leið-
ar, sem er til grundvallar meiri-
hlutasamstarfi í bæjarstjórn
Reykjanesbæjar, segir að „fram-
boðin þrjú hafna mengandi stóriðju
í Helguvík og mun nýtt framtíð-
arráð fjalla um starfsemina og leita
lausna svo tryggja megi að atvinnu-
uppbygging í Reykjanesbæ sé
ávallt í sátt við íbúa“.
Spurður hvort þetta merki að
meirihlutinn leggist gegn því að nú-
verandi mannvirki verði nýtt undir
stóriðju svarar Friðjón: „Nei. Við
erum búin að samþykkja að það
komi ekki frekari mengandi iðn-
aður. Við getum ekki tekið til baka
leyfi sem þegar eru fyrir hendi, en
við erum að breyta um kúrs í þessu.
Þarna verði hafsækinn iðnaður og
ekki mengandi stóriðja.“
Friðjón segir þó erfitt að tjá sig í
smáatriðum um málið þar sem eng-
in gögn hafi verið lögð fyrir bæj-
arstjórn ennþá. Hann segir það
ekki gerast fyrr en hafin er vinna
við gerð umhverfismats.
„Við munum standa íbúamegin,
við erum með íbúunum í þessu og
höfum gert Arion banka grein fyrir
því að við erum ekki talsmenn
þeirra að neinu leyti,“ bætir hann
við.
„Starfsleyfið var tekið af þeim og
nú er þetta háð nýju umhverfismati
og samþykki skipulagsstofnunar, og
þeir eru ekki búnir að leggja neitt
fram þar ennþá. Þeir eru bara að
leggja fram matsáætlun um hvað
þeir ætla að gera, en það liggur
ekki fyrir neitt plan,“ segir Friðjón.
Erfitt að koma í veg fyrir að
kísilverið verði ræst að nýju
„Hlutfall
tengifarþega
er að aukast,
hefur verið
að gera það
og við sjáum
að áframhald
verður á
þeirri þró-
un,“ segir
Svanhvít Friðriksdóttir, upplýs-
ingafulltrúi WOW air.
Tengifarþegar nota Keflavík-
urflugvöll sem tengiflugvöll en
ferðast ekki um Ísland.
Fram kom í Morgunblaðinu á
laugardaginn var að farþegum
Icelandair sem hafa viðdvöl á Ís-
landi á leið yfir hafið hefði fjölg-
að jafnt og þétt undanfarin ár og
nokkurn veginn í hlutfalli við
fjölgun farþega. Hlutfallið væri
jafnan 20-30%. Hins vegar væri
áætlað að það yrði 20-25% í ár.
Líkt og hjá WOW air er þetta
hlutfall því að lækka. Það hefur
áhrif á fjölda ferðamanna.
Hlutfallið
er að lækka
VIÐKOMA Á ÍSLANDI