Morgunblaðið - 04.07.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2018
Skál fyrır hollustu
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandiritstjóri, segir pólitískan jarð-
skjálfta hafa orðið í Svíþjóð: Þessi
voru upptök skjálftans:
Ný skoð-anakönnun
YouGov vegna þing-
kosninga, sem fram
fara í Svíþjóð 9.
september nk.,
bendir til að Sví-
þjóðardemókratar,
sem hingað til hafa
verið stimplaðir „hægriöfgamenn“,
fái 28,5% fylgi.
Danska vefritið altinget.dk segir
ekki lengur hægt að útiloka að þeir
verði stærsti flokkur Svíþjóðar. Sví-
þjóðardemókratar fengu 5,7% fylgi
í þingkosningunum 2010 og 12,9%
2014.
Ástæðan fyrir uppgangi þeirra
er að sögn altinget útlendinga-
pólitíkin.“
Varasamt er að taka eina könnunof alvarlega. Iðulega kemur
fyrir að einstaka könnun slái út fyr-
ir skekkjumörk. En ekki dugar fyr-
ir hefðbundna flokka að yppta öxl-
um. AfD í Þýskalandi hefur fjór-
faldað styrk sinn á fáum árum.
Þvert á spár hefur ekki skaðað þá
að eiga tugi þingmanna á þingi.
En væri ekki hollt að líta spurullí eiginn barm: Af hverju gerist
þetta í Svíþjóð, Þýskalandi, Ítalíu,
Ungverjalandi, Tékklandi, Póllandi
og víðar og hvað um Ukip, Brexit
og Trump?
Flokkar sem kallaðir voru fas-istar í Danmörku og Noregi
hafa nú mikil áhrif á stefnu ríkis-
stjórna. Annar sem stærsti stuðn-
ingsflokkurinn og hinn í ráðherra-
stólum.
Hafa dómsdagsspár ræst þar?
Styrmir
Gunnarsson
Er þetta einn
skjálfti eða hrina?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 3.7., kl. 18.00
Reykjavík 8 rigning
Bolungarvík 9 súld
Akureyri 11 alskýjað
Nuuk 7 þoka
Þórshöfn 12 skýjað
Ósló 24 heiðskírt
Kaupmannahöfn 23 heiðskírt
Stokkhólmur 22 heiðskírt
Helsinki 13 skúrir
Lúxemborg 26 heiðskírt
Brussel 28 heiðskírt
Dublin 20 heiðskírt
Glasgow 21 léttskýjað
London 25 léttskýjað
París 29 heiðskírt
Amsterdam 22 heiðskírt
Hamborg 23 heiðskírt
Berlín 27 heiðskírt
Vín 26 heiðskírt
Moskva 17 heiðskírt
Algarve 23 léttskýjað
Madríd 29 heiðskírt
Barcelona 29 heiðskírt
Mallorca 29 heiðskírt
Róm 28 heiðskírt
Aþena 31 heiðskírt
Winnipeg 21 alskýjað
Montreal 29 léttskýjað
New York 31 þoka
Chicago 28 léttskýjað
Orlando 31 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
4. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:13 23:53
ÍSAFJÖRÐUR 2:11 25:04
SIGLUFJÖRÐUR 1:48 24:53
DJÚPIVOGUR 2:30 23:34
„Vegalengd hefur ekkert að gera
með bætur í tjónum sem þessum,“
segir Andri Ólafsson, samskipta-
stjóri VÍS, um bil á milli húsbíla á
tjaldsvæðum. Í umfjöllun Morgun-
blaðsins í gær um brunavarnir á
tjaldsvæði í Laugardal lýsti maður
sem býr í húsbíl á svæðinu yfir
áhyggjum sínum af því að of lítið bil
á milli húsbíla, minna en fjórir metr-
ar, á tjaldsvæði gæti orðið til þess að
hann fengi ekkert út úr trygging-
unum ef upp kæmi eldur í húsbíl við
hlið hans bíls sem teygði sig yfir. „Ef
upp kemur eldur í bíl A og það verð-
ur tjón í bíl B vegna þess þá munu
kaskótryggingar bíls B bæta tjón
hans,“ segir Andri en ábyrgðar-
trygging bíls A myndi samt sem áð-
ur ekki ná yfir tjónið. „Það hefur þó
ekkert með vegalengd á milli
bílanna að gera og er alveg óháð því
hvort það séu nokkrir metrar á milli
þeirra eða þeir standi hlið við hlið.
Fjarlægðin skiptir ekki máli og það
er ekkert í skilmálum okkar trygg-
inga um slíkt.“ Samkvæmt Andra
hafa engin mál af þessum toga kom-
ið upp hjá VÍS. Hvorki Sjóvá né TM
gátu veitt upplýsingar um málið.
ragnhildur@mbl.is
Tryggður
óháð bils
milli bíla
Ábyrgðartrygging
næði ekki yfir tjónið
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Umhverfis- og skipulagsráð Vest-
mannaeyja fundaði í gær og lagði
meðal annars til að lundaveiði yrði
leyfð í Vestmannaeyjum frá 10. til
15. ágúst 2018. Fyrir fundinum lágu
álit Bjargveiðifélags Vestmannaeyja
og Náttúrustofu Suðurlands. Þessi
fimm daga veiðitími sem lagður er til
er talsvert styttri en veiðitímabilið
sem leyft er í lögum, en samkvæmt
lögum um lundaveiðar er veiði-
tímabil lunda alla jafna 46 dagar á
bilinu 1. júlí til 15. ágúst. Til sam-
anburðar má þó nefna að aðeins þrír
veiðidagar voru leyfðir árin 2015,
2016 og 2017.
Í tilkynningu umhverfis- og skipu-
lagráðs á fundinum er lögð áhersla á
að þeir dagar sem lundaveiði er
heimiluð séu nýttir til þess að við-
halda menningunni sem fylgir veið-
inni auk úteyjalífsins almennt. Tím-
inn verði jafnframt nýttur til að
viðhalda húsnæðinu á úteyjunum. Í
niðurstöðu ráðsins eru veiðifélög
einnig hvött til að standa vörð um
nytjasvæði sín, ganga fram af hóf-
semi á lundaveiðunum og ráðleggja
félagsmönnum sínum að gera slíkt
hið sama. Lögð er áhersla á mikil-
vægi þess að stýring veiði á lunda í
Vestmannaeyjum taki mið af við-
komu stofnsins ofar öllu öðru.
Lundaveiðitímabil lagt til í Eyjum
Tillaga um lengri veiðitíma en síðustu þrjú ár en styttri en leyft er í lögum
Morgunblaðið/Eggert
Lundar Veiðitímabilið sem lagt var
til á fundinum er fimm daga langt.