Morgunblaðið - 04.07.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.07.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2018 Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Þín eigin skrifborðskæling! Stjórnaðu hitastiginu við vinnustöðina þína. Kælitæki, rakatæki og lofthreinsitæki, allt í einu tæki. Til í hvítu og svörtu. Kynningarverð aðeins kr. 37.227 m.vsk. Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Fjöldi ferðamanna hér á landi sæk- ist í umhverfi sem býr yfir nátt- úrlegum ógnum og áhættuupplifun. Þetta kemur fram í rannsókn Þór- hildar Heimis- dóttur í meistara- ritgerð frá Háskóla Íslands, um áhættuupplif- un ferðamanna vegna eldgosav- ár. Þórhildur segir að í samtölum hennar við ferða- menn hér á landi hafi komið í ljós að hópur ferðamanna komi hingað til lands í leit að hættulegri upp- lifun. „Það eru mjög margir sem koma hingað og vilja upplifa hættu- legar aðstæður, en á öruggan hátt. Þeir vilja upplifa eitthvað sem er hættulegt en að litlar líkur séu á því að eitthvað komi upp á,“ segir Þórhildur og bætir við að það séu einna helst óáþreifanlegar hættur sem fólk sækist eftir. Þá sé afar vinsælt að ganga á eða umhverfis virk eldfjöll. „Það hefur verið afar vinsælt meðal ferðamanna hér á landi að halda í gönguferðir í grennd við eldfjöll. Þar ertu ná- lægt náttúrulegum kröftum og færð þessa einstöku upplifun og frumleika. Á sama tíma ertu í raun ekki í hættu,“ segir Þórhildur. Fólk fylgir ekki viðvörunum „Fólk lætur sig engu varða þó að stöðug eldgosahætta stafi af fjall- inu,“ segir Valgerður Brynjólfs- dóttir, rekstrarstjóri á Hótel Leir- ubakka, sem er í næsta nágrenni við Heklu. Hún tekur undir það sem fram kemur í lokaverkefni Þórhildar varðandi áhættusækni ferðmanna hér á landi. Ferðamenn láta viðvaranir starfsfólks hótelsins lítið á sig fá, en stöðugur straumur er í göngu- ferðir á fjallið. „Þetta virðist vera alveg ótrúleg áhættusækni í fólki. Við höfum verið að vara fólk við þessu í nokkur ár en það virðist engu skipta,“ segir Valgerður og bætir við að fólk haldi ekki ein- ungis í gönguferðir umhverfis fjall- ið heldur séu fjölmargir sem klífi upp á það. „Starfsmenn okkar segja fólki áður en það heldur á fjallið að jarð- fræðingar mæli gegn því að ganga á fjallið. Við látum fólk líka vita af því að það fái um hálftíma viðvörun fyrir gos en það geti tekið upp undir tvær klukkustundir að koma sér niður fjallið,“ segir Valgerður. Vilja upplifa hættulegar aðstæður  Fjöldi ferðamanna kemur hingað til lands í leit að náttúrulegum ógnum og upplifunum  Afar vinsælt að halda í gönguferðir í grennd við virk eldfjöll  Ferðamenn láta viðvaranir sérfræðinga lítið á sig fá Morgunblaðið/RAX Hekla Svo virðist sem hópur ferðamanna hér á landi sækist í hættulegar upplifanir og náttúrulegar ógnir. Þórhildur Heimisdóttir Ánægja ferðamanna með heim- sókn hingað til lands er mjög mikil og svo virð- ist sem þeir séu líklegir til að mæla með Íslandi sem áfangastað. Þetta kemur fram í niðurstöðum Ferðamannapúls- ins fyrir maímánuð. Líkur á að ferðamenn mæli með staðnum er sá þáttur sem mældist hæstur í maí, eða 89,5 stig af 100 mögulegum. Þór- hildur segir að þetta sé í takt við eigin rannsóknir. „Fólk er ekki síst að koma sér í þessar hættulegu aðstæður til að segja frá þeim. Það fær mikið út úr því að segja vinum og öðrum frá upplifuninni,“ segir Þórhildur Heimirsdóttir. Fólk vill segja frá ferðinni MÆLT MEÐ ÍSLANDSFÖR Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Gróðurhúsin hafa verið stór hluti af bæjarmyndinni hér og henni ber okkur að viðhalda eins og tök leyfa,“ segir Njörður Sigurðsson, bæjar- fulltrúi í Hvera- gerði. Skömmu fyrir kosningar í vor samþykkti bæjarstjórn Hvergerðinga að gerð yrði úttekt á sögulegu gildi gróðurhúsa í bænum, það er hvort ástæða sé til þess að varð- veita einstök hús, sakir fágæts byggingastíls eða ef þau eru áberandi í bæjarmynd. Máli þessu verður áfram unninn fram- gangur af nýrri bæjarstjórn, en frumkvæðið kemur frá Nirði sem er bæjarfulltrúi bæjarmálafélagsins Okkar Hveragerði. Garðyrkja var lengi snar þáttur í atvinnulífi í Hveragerði og í raun undirstaða byggðar og mannlífs þar. Þar voru starfrækir tugir gróðrarstöðva og þegar best lét voru gróðurhús bæjarins samanlagt um 50 þúsund fermetrar. Fyrir um tuttugu árum fór eitthvað undan að láta og starfskilyrði greinarinnar breyttust til verri vegar. Starfsemi ræktunarstöðvar breyttist og fjöldi gróðurhúsa er nú horfinn, svo sem byggingar sem voru við íbúðargötur í bænum. Líklega eru nú eftir um 10-15 þúsund fermetrar af gróð- urhúsum. Sterkt svipmót „Sum gróðurhúsin voru rifin og mörg eyðilögðust í Suðurlands- skjálftanum 29. maí 2008. Svo taldi mikið þegar gróðrarskálinn Eden brann sumarið 2011. Þar voru alls 5.000 fermetrar undir gleri, sem er um 10% af heildarfermetrum gróð- urhúsa í bænum þegar mest lét. Vissulega er áfram víða stunduð garðyrkja mjög víða hér í Hvera- gerði, sumar stöðvarnar sem eru í starfsemi eru nú í útjaðri bæjarins. En eftir standa gróðurhús víða inni í hverfunum og þau mega ekki öll hverfa, svo sterkt er svipmót þeirra í bænum,“ segir Njörður. Árið 2015 var í deiliskipulagi á svokölluðum Grímsstaðareit, sem er milli gatnanna Þelamerkur og Þórs- merkur, var ákveðið að þar ættu gróðurhús að víkja fyrir íbúðabyggð en Njörður telur að þar hafi verið gerð mistök. Ný gróðurhús verði því aðeins byggð í útjaðri bæjarins. Veitingar og skólastarf „Nútíminn kemur stundum að okkur með hraði og mjög óvænt,“ segir Njörður. „Oft var talað um Hveragerði sem blómabæinn sem er fallegt nafn og ætti að haldast. Garðyrkjan hefur hins vegar að stórum hluta flust til dæmis í upp- sveitir Árnessýslu – en eftir standa hér byggingar sem við þurfum að vernda eftir föngum og finna nýtt hlutverk. Veitingastarfsemi, ferða- þjónusta, skólastarf og fleira slíkt; gömlu gróðurhúsunum má svo sannarlega finna hlutverk til dæmis út frá því varðveislumati sem nú á að fara í.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hveragerði Gömul gróðurhús við götuna Þelamörk í miðjum bænum. Nýrri stöðvar eru í útjaðri bæjarins. Gildi gömlu gróður- húsanna verði metið  Menningarminjar í Hveragerði  Blómabær er breyttur Njörður Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.