Morgunblaðið - 04.07.2018, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2018
Færustu vís-
indamenn á sviði
loftslagsmála og los-
unar gróður-
húsalofttegunda eru
um það sammála að
jarðrof og skerðing
votlendis séu mjög
stórir áhrifavaldar á
hlýnun hnatthjúpsins.
Þessi hlýnun og
mengun henni sam-
fara ógnar lífríki jarðarinnar og
mun ef fram heldur sem horfir
gera stór landsvæði óbyggileg,
með tilheyrandi búseturöskun og
pólitískum átökum. Um þetta er
ekki deilt, fremur um umfang. Við
höfum ekki mikinn tíma til að
koma í veg fyrir þessi mannlegu
voðaverk og verðum því að beita
öllum þeim ráðum sem við þekkj-
um til að draga úr og/eða hindra
hamfarirnar. Það er aðalatriðið.
Ísland losar liðlega 16 milljón
tonn af CO2-ígildum árlega, sem
veldur mestu gróðurhúsaáhrifun-
um. Rannsóknir sýna að tæplega
þrír fjórðu hlutar þess eða tæp 12
milljón tonn koma úr röskuðu eða
framræstu votlendi. Af þessu
framræsta votlendi eru aðeins um
15% nýtt í ræktun. Framræst land
er þar að auki einnig notað til
beitar. Lengd votlendisskurða sem
grafnir hafa verið hérlendis er
skv. opinberum upplýsingum yfir
34 þúsund kílómetrar. Það jafn-
gildir ummáli jarðarinnar. Jafnvel
þótt síðari rannsóknir myndu sýna
að hér væri ofmat á ferð, þá er
magnið það ógnarlegt að tilfærsla
um einhver fá pró-
sentustig breytir ekki
heildarmyndinni. Að-
alatriðinu. Til saman-
burðar má geta þess
að gróðurhúsaáhrif
samgangna á Íslandi,
án flugumferðar, eru
talin vera um 4%.
Hvers vegna er
votlendið svona
mikilvægt?
Votlendi er forða-
búr. Þar safnast upp
lífrænt efni sökum þess að gróð-
urleifar rotna ekki í vatni vegna
skorts á súrefni. Gróðurinn sem
fellur til árlega brotnar ekki niður
heldur þjappast saman undir vatn-
inu og myndar með tímanum mó-
lag, sem er lífrænt efni sem geym-
ir mikla orku. Þegar votlendi er
ræst fram með skurðum og vatn
sígur úr jarðveginum hefst rotnun.
Niðurbrot þessa lífræna efnis
fer í gang og með aðkomu örvera
losnar koltvísýringur út í and-
rúmsloftið. Gengið er út frá því að
hver skurður þurrki allt að 200
metra út frá sér á báða vegu. Los-
unin getur varað í áratugi og ár-
hundruð eftir að lífræna efnið
myndast. Áratugaathuganir sýna
að meðallækkun framræsts lands
sé u.þ.b. 0,5 cm á ári. Þegar vatni
er aftur hleypt á framræst landið
stöðvast niðurbrotið tiltölulega
hratt, því súrefnið er ekki lengur
til staðar fyrir niðurbrotsörver-
urnar. Þá fara að vísu af stað aðr-
ar mun hægvirkari örverur, sem
geta starfað án súrefnis og losa
metan, sem er virk gróðurhúsa-
lofttegund. Það ferli er þó um þús-
und sinnum meira hægfara. Fyrir
loftslagið er ávinningurinn ótví-
ræður. Höldum því mýrunum
blautum og höfum lífrænu efnin
áfram bundin í jörðu. Aðeins vatn
stöðvar losun.
Deilum ekki um aukaatriðin
Komið hafa fram efasemdir um
að framangreindar tölur, sem
vísindamenn hafa aflað, séu kór-
réttar. Vissulega er brýn þörf á
frekari rannsóknum og eflaust
verða tölurnar nákvæmari þegar
rannsóknum fleygir fram. Til þess
þarf að endurheimta meira vot-
lendi og mæla breytingarnar. Al-
þjóðlegir vísindamenn á sviði lofts-
lagsmála (IPCC) segja þó að
þessar tölur séu nægilega ná-
kvæmar til að geta fullyrt að lang-
mikilvægasta framlag okkar til
loftslagsmála sé að endurheimta
votlendi, stöðva losunina.
Margar þjóðir á norðurhveli
jarðar hafa fyrir allnokkru hafist
handa við það verkefni. Það hníga
fá rök að því að votlendi hérlendis
sé frábrugðið að eiginleikum eða
lúti öðrum lögmálum en votlendi í
löndum á norðlægum slóðum.
Þvert á móti hafa þær þó tak-
mörkuðu samanburðarrannsóknir
sem framkvæmdar hafa verið stutt
þá skoðun, að eiginleikar íslenskra
og t.d. skoskra mýra séu sambæri-
legir. Skotar eru teknir til við að
endurheimta votlendi. Margar aðr-
ar þjóðir hafa stundað þetta til
fjölda ára. Þrátt fyrir mesta fram-
ræslu erum við eftirbátar annarra
við að endurheimta.
Stöðvum og bindum
Þrátt fyrir ónauðsynlegar deilur
um aukaatriði blasa skelfilegar
staðreyndir um mikla losun gróð-
urhúsalofttegunda við okkur Ís-
lendingum. Við megum engan tíma
missa. Í senn þarf að stöðva los-
unina, taka fyrir lekann, jafnframt
verður að binda aðra daglega los-
un. Það gerum við með því að
draga úr notkun jarðefna, endur-
heimta votlendi, græða land og
efla skógrækt. Önnur verkfæri
höfum við ekki.
Nýverið var ýtt úr vör votlend-
isátaki þar sem einstaklingar, fyr-
irtæki, félagasamtök, vísinda- og
fræðafólk, háskólasamfélagið og
náttúruverndarsamtök lögðu sam-
an krafta sína í Votlendissjóðnum,
sem stofnaður var í fyrstu viku
aprílmánaðar. Verndari hans er
forseti Íslands. Þar verður hægt
að styðja fjárhagslega við þetta
samfélagsverkefni og jafna um leið
kolefnisspor einstaklinga og fyrir-
tækja. Við þurfum öll að standa
saman í þjóðarátaki um endur-
heimt votlendis, jafnframt því sem
við eflum landgræðslu og skóg-
rækt. Fyrir afkomendur okkar.
Fyrir móður jörð.
Aðeins vatn stöðvar losun
Eftir Þröst
Ólafsson » Þegar votlendi er
ræst fram með
skurðum og vatn sígur
úr jarðveginum hefst
rotnun. Aðeins vatn
stöðvar þessa losun.
Þröstur Ólafsson
Höfundur er hagfræðingur.
Íslenska kísilsteinefnið
sem slegið hefur í gegn
myndun
Renew
styrkt húðina og gert hana stinnari. geoSilica Renew getur
einnig grynnkað örhrukkur og lagað húðskemmdir af völdum
of mikils sólarljóss. geoSilica Renew er sink- og koparbætt.
Sink og kopar eru lífsnauðsynleg steinefni en rannsóknir*
sýna að þau stuðla að styrkingu nagla og hárs auk þess að
minnka hárlos og klofna enda.
Rannsóknir* sýna að kísill stuðlar að skilvirkari
kollagens í líkamanum. Þannig getur geoSilica
angan,
em lið-
bönd, brjósk og sinar. Mangan á svo ríkan þátt í að viðhalda
eðlilegum beinvexti, s.s myndun brjósks og liðvökva og er
nauðsynlegt heilbrigði tauga og ónæmiskerfis. geoSilica
Repair var sérstaklega hönnuð fyrir liði og bein.
geoSilica Repair inniheldur kísilsteinefni og m
og getur þannig styrkt bein og bandvef svo s
Repair Fyrir liði og beinRenew Fyrir húð, hár og neglur
ans t.d.
Recov-
er dregið úr tíðni meiðsla hjá íþróttafólki og þeim sem stunda
reglulega hreyfingu. geoSilica Recover er magnesíumbætt,
en magnesíum er lífsnauðsynlegt steinefni sem dregur úr
þreytu, gefur aukna orku og styður við eðlilega starfsemi
taugakerfisins.
geoSilica Recover styrkir allan bandvef líkam
brjósk, sinar og liðbönd. Þannig getur geoSilica
Recover Fyrir vöðva og taugar
t verið
eitt al-
gengasta steinefni jarðar. Steinefni gegnamikilvægu hlutverki
í myndun og styrkingu bandvefs. Bandvefur getur t.d. verið
beinvefur, sinar, liðbönd og húð. Kísilsteinefni geoSilica er
unnið úr 100% náttúrulegum jarðhitakísli úr hreinu íslensku
vatni og inniheldur því engin aukaefni.
Kísill er okkur lífsnauðsynlegur og hefur of
kallaður hið gleymda næringarefni og hann er
Kísill íslenskt kísilsteinefni
*http://instituteofmineralresearch.org/mineral-elements
GeoSilica kísilvatnið fæst í Heilsuhúsinu,
öllum helstu apótekum og í Hagkaup Kringlunni,
Hagkaup Smáralind og Hagkaup Garðabæ.
www.geosilica.is
Enginn efast um að Kolbrún Berg-
þórsdóttir sé vel lesin í fornsög-
unum, en hún virðist líka hafa til-
einkað sér marga þá takta sem
einkenndu þá kvenskörunga sem
ósparastir voru á yfirlýsingar og oft-
ast er vitnað til. Nú eggjar hún Guð-
mund Inga Guðbrandsson lögeggjan
að friðlýsa á Ströndum og koma í
veg fyrir Hvalárvirkjun. Eins brýnir
hún VG að standa sig gegn Sjálf-
stæðisflokknum og gefa ekkert eftir.
Þannig getur Kolbrún sagt eins og
Hallgerður „Tröll hafi þína vini“.
Fleira er þekkt úr Njálu sem
skipti sköpum eins og þegar Hildi-
gunnur Starkaðardóttir nauðaði í
Flosa að hefna Höskuldar manns
hennar og hann sagði: „Köld eru
kvenna ráð“. Kannski verður það
hlutskipti kynslóðar Kolbrúnar og
þaðan af yngri að hún vakni upp einn
daginn við að ekki sé neitt rafmagn
afgangs til brýnustu athafna við
tölvu og sjónvarp í 101.
Og þá getur verið að þúsund ára
setning úr Njálu heyrist upp úr
þögninni: „Aukist hafa heldur vand-
ræðin, kerling.“
Ólafur Stefánsson.
Velvakandi Svarað í síma 569-
1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Í fótspor
fornkvenna
Árneshreppur Vötnin á Ófeigs-
fjarðarheiði í Árneshreppi á Strönd-
um eru mörg hver kristaltær.