Morgunblaðið - 04.07.2018, Side 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2018
✝ RagnheiðurArnoldsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 11. nóvember
1941. Hún lést að
Boðaþingi 7 þann
24. júní 2018.
Foreldrar
hennar voru Arn-
old Falk Pét-
ursson versl-
unarmaður, f.
22.5. 1909, d.
25.5. 2001, og
Kristjana Hrefna Guð-
mundsdóttir húsmóðir, f. 15.2.
1910, d. 28.10. 2000.
Ragnheiður var næstelst
fimm systkina og eru þau í
aldursröð: Elín, f. 8.10. 1938,
d. 15.4. 2018, Guðmundur Pét-
ur, f. 16.5. 1944, Björn, f. 23.7.
1945, Ásgeir, f. 2.5. 1949, og
óskírður drengur,
f. og d. 9.4. 1952.
Ragnheiður ólst
upp á Selfossi. Hún
starfaði hjá Höfn
Selfoss sem ung
kona þar til að hún
fór sem aupair til
Bandaríkjanna, var
þar í eitt ár. Einn-
ig starfaði hún um
tíma á heilsuhæli í
Danmörku. Síðan
bjó hún í Reykjavík og starf-
aði þar hjá Póstinum og síðar
hjá Bókabúð Lárusar Blöndal í
mörg ár. Eftir það starfaði
hún hjá Búnaðarbankanum
þar til hún lét af störfum
vegna aldurs.
Útförin fer fram frá Sel-
fosskirkju í dag, 4. júlí 2018,
kl. 14.
Ragnheiður Arnoldsdóttir,
Agga móðursystir mín er jörð-
uð í dag.
Í minningunni sem barn þá
var allt svo spennandi í kring-
um Öggu frænku.
Hún var alltaf svo frjáls, var
engum háð, gerði bara það sem
henni sýndist, fór til útlanda
hvenær sem hentaði henni.
Hún átti fallegt heimili sem
samanstóð af framandi munum
sem hún hafði keypt á ferðum
sínum erlendis og fallegum
húsgögnum þar á meðal risa-
stórum appelsínugulum horn-
sófa sem ég gisti ófáar nætur á
sem unglingur. Hún var hrókur
alls fagnaðar og sagði oft
skemmtilegar sögur og oftar en
ekki var það frá dvölum hennar
erlendis. Það besta við þær frá-
sagnir var að hún sjálf byrjaði
alltaf að hlæja frá fyrstu setn-
ingu og gat stundum varla klár-
að söguna fyrir hlátri. Agga
frænka vann lengst af í bestu
bókabúð í heimi hjá móður-
bróður sínum Lárusi Blöndal á
Skólavörðustíg. Þar fékk maður
að skoða allt og lesa spennandi
bækur og blöð. Á unglingsárun-
um voru það auðvitað BRAVO-
blöðin sem skiptu mestu máli
og oftar en ekki kom Agga fær-
andi hendi á Selfoss og var
maður alltaf skrefi á undan hin-
um unglingunum með nýjustu
plakötin í unglingaherberginu.
Það er ekki hægt að hugsa um
Öggu án þess að minnast á bláa
Austin Mini bílinn hennar,
flottasti og minnsti bíll í heimi.
Það var alltaf tilhlökkun þegar
„Míní-inn“ keyrði upp hlaðið
hjá ömmu og afa og Agga var
mætt. Seinna eignaðist hún
litla rauða „Súkku“ sem hún
kallaði stundum „Saumavélina“
af því að vélin í bílnum var svo
lítil og suðandi. Á því tímabili
bjó Agga hjá ömmu og afa á
Selfossi og ég fékk að keyra á
„Saumavélinni“ ásamt Soffíu
vinkonu í mína fyrstu söngtíma
til Diddú alla leið frá Selfossi
inní Mosfellsdal, sama hvernig
viðraði. Þann vetur kom
snjóaksturstrikkið hennar
Öggu vel að notum: „Bara losa
aðeins um takið á stýrinu og
leyfa bílnum að stýra sér sjálf-
um“.
Ég nota þetta trikk ennþá í
dag. Í seinni tíð kom upp sú
hefð að við Kristín frænka fór-
um með Öggu á afmælisdaginn
hennar út að borða og oftar en
ekki var það „smørrebrød med
tilbehør“ á Jómfrúnni. Þá var
spjallað um alla heima og
geima og oftar en ekki skálað í
einhverju freyðandi. Ég er svo
glöð yfir að hafa átt dásamlega
gæðastund með Öggu og
mömmu á síðasta ári en ég
bauð þeim systrum að sjá Bláa
hnöttinn í Borgarleikhúsinu.
Þær voru þá báðar í hjólastól-
um og ég var búin að skipu-
leggja út í ystu æsar hvernig
ég myndi rúlla þeim til skiptis
inní sal til að horfa á sýninguna
og þess á milli að rúlla þeim
inni í forsalinn til að drekka
kaffi og spjalla. Þetta var
þeirra síðasta gæðastund sam-
an því nú eru þær báðar farnar
yfir móðuna miklu, með rétt
um tíu vikna millibili. Mér
hlýnar um hjartarætur að
hugsa til allra minninganna og
góðmennsku Öggu í garð okkar
krakkanna. Hún þreyttist aldr-
ei á að taka systrabörn sín í
fangið svo og syngja fyrir þau
og spjalla.
Ég ósk’ að sautjánþúsund sól-
argeislar
klappi þér á kinn
með sautjánþúsund sólargeisla
happi, vinur minn.
(Úr Bláa hnettinum 2016,
Bergur Þór Ingólfsson)
Ég á eftir að sakna Öggu.
Kristjana Stefánsdóttir.
Elsku Agga okkar.
Þú hefur alltaf verið mik-
ilvægur hluti af lífi okkar
systkinanna. Við eigum svo
margar góðar og notalegar
minningar um þig. Þú varst
alltaf svo mikil barnagæla bæði
við okkur og svo síðar við börn-
in okkar. Okkur er sérstaklega
minnisstæð vísa sem þú fluttir
með leikrænum hætti til að
gleðja óvær börn:
Ennabein, augastein,
nebbatot, munnaop,
hökubás, gilligilligás,
magapot og bossaskot.
Þú varst ömmu og afa svo
góð og við erum þakklát fyrir
það. Það sýndi sig best þegar
þú fluttir til þeirra svo þau
gætu lengur búið í Hrefnutang-
anum þar sem við eigum öll svo
góðar minningar.
Þú sýndir okkur og fjöl-
skyldunni mikinn áhuga. Í
gegnum þig vissum við alltaf
hvað var að gerast í lífi annarra
ættingja og þannig hélstu stór-
fjölskyldunni tengdri.
Við eigum eftir að sakna þín,
elsku Agga.
Megi minning þín lifa.
Viggó, Ásgeir Örn
og Hrefna Lind.
Það voru yfirleitt símtöl einu
sinni í viku, eftir að ég stofnaði
fjölskyldu og spurt um strák-
ana og síðar börnin, hvað væri
að frétta, inni á milli sagði hún
svo hvað væri að frétta af öðr-
um fjölskyldumeðlimum og
frændfólki. Flestar fjölskyldu-
upplýsingar komu í gegnum
hana, og þó að lífssvið stórfjöl-
skyldunnar stækkaði, þá fannst
manni allt vera svo smátt í
sniðum og náið. Hún var sam-
nefnari fjölskyldunnar. Ég
minnist sem lítill drengur gjafa
sem hún gaf mér þegar hún
kom frá „útlöndum“. Hún ferð-
aðist mjög mikið og fór ekki
troðnar slóðir í áfangastöðum.
þetta var á þeim árum þegar
ferðalög voru talsvert mál. Hún
talaði alltaf við mann eins og
fullorðinn mann, þó að maður
væri bara „strákur“, kannski
þess vegna var hún í miklu
uppáhaldi í æsku, svo fylgdu
alltaf einhver góð lífsráð hverju
samtali. Ég bjó hjá henni eina
önn þegar ég var í skóla í
Reykjavík, þá áttaði maður sig
á því hvað hún lifði annasömu
lífi, fór mikið í leikhús og á tón-
leika og átti mikið af vinum.
Samt var fjölskyldan alltaf
númer eitt.
Og þó að hún væri alltaf ein
átti hún hvert einasta bein í
okkur systkinabörnum sínum
og tók fullan þátt í lífi okkar
flestra. Hugurinn fyllist minn-
ingum þegar maður sest niður
og skrifar um Öggu frænku.
Hjálpsemi og æðruleysi eru
mjög ofarlega í huga þegar
hennar er minnst. Þakklæti
fyllir huga minn og eflaust
margra annarra.
Gísli Stefánsson
og fjölskylda.
Ragnheiður Arnoldsdóttir
hefur kvatt okkur eftir erfið
veikindi í rúm tvö ár. Agga,
eins og hún var ávallt kölluð
var mikill gleðigjafi, hláturmild
og skapgóð. Minningarnar eru
margar og skemmtilegar, sem
koma af ferðalögum bæði í
sumarbústaði hér heima og
ferðum á erlenda grund.
Fyrsta ferðin okkar til út-
landa var til Danmerkur í sum-
arhús í Helsingör með vinum
okkar Ester og Steinari með
Njörð tæplega tveggja ára
gamlan og Ragnheiði Krist-
jánsdóttur frænku Öggu. Þarna
dvöldum við í þrjár vikur, höfð-
um bíl og var keyrt um Sjáland
og til Kaupmannahafnar. Í
framhaldi af því fórum við
Agga og Ragnheiður til Gauta-
borgar til að heimsækja Krist-
ínu Brynjólfsdóttur vinkonu
okkar. Þar vorum við í viku.
Þetta var því mánaðar reisa,
mjög skemmtileg í alla staði.
Seinna fórum við Agga saman
til Ítalíu í sólarlandaferð. Í
þeirri ferð var boðið upp á ferð-
ir til San-Marino, Feneyja og
Rómar. Auðvitað fórum við í
þær ferðir. Í Róm var gist í 3-4
nætur. Fararstjórinn hafði lært
listasögu í Róm og sagan varð
þess vegna ljóslifandi fyrir okk-
ur.
Meðal annars var farið í
páfagarð. Er við komum í Vat-
íkanið hafði hans heilagleiki,
páfinn, brugðið sér af bæ og
var að spóka sig í Reykjavík.
Agga fór með okkur í Sam-
kór Selfoss til Bandaríkjanna í
þriggja vikna söngferðalag um
austurströnd USA. Hún hafði
mjög gaman af þeirri ferð eins
og við öll.
Þegar við vorum í New-York
minntist hún þess, er hún var
ung stúlka þar, sem au-pair í
eitt ár hjá góðri fjölskyldu.
Nokkrar stúlkur frá Selfossi
höfðu verið hjá sömu fjölskyldu
áður. Margar gistinætur átti ég
í Efstasundinu hjá Öggu á ár-
unum er við hittumst vina-
hópurinn og fórum þá út til að
líta á mannlífið.
Agga var mjög vönduð
manneskja. Aldrei talaði hún
illa um nokkur mann. Þegar
hún var spurð að því eftir að
hún veiktist hvernig hún hefði
það sagðist hún alltaf bara hafa
það gott. Þó vissum við að hún
væri oft sárþjáð.
Það eru aðeins tveir mánuðir
síðan Elín, systir Öggu, lést.
Blessuð sé minning þeirra
beggja.
Bræðrum þeirra systra og
fjölskyldum, börnum Elínar og
fjölskyldum þeirra vottum við
Sigurður innilega samúð.
Ólöf Erla Halldórsdóttir.
Ragnheiður
Arnoldsdóttir
✝ Magnús Magn-ússon fæddist á
Ísafirði 18. ágúst
1926. Hann lést á
dvalarheimili aldr-
aðra, Hraun-
búðum, í Vest-
mannaeyjum 27.
júní 2018.
Foreldrar hans
voru Magnús Frið-
riksson, skipstjóri á
Ísafirði, ættaður
frá Gjögri, og kona hans, Jóna
Pétursdóttir frá Hlíð í Álftafirði,
verkakona. Eldri bræður hans
voru Lúðvík, Gunnlaugur,
Trausti, Ólafur og Loftur, allir
látnir. Systkini sammæðra, börn
Jónu og Ásgeirs Ásgeirssonar,
vélstjóra á Ísafirði, eru Þórður,
Pétur og Vigdís Ingibjörg.
Magnús Friðriksson drukkn-
aði 28 ára gamall, fimm mán-
uðum áður en Magnús fæddist.
Honum var komið í fóstur til
hjónanna Sigurjóns Þ. Jónsson-
ar, bankastjóra og alþing-
ismanns, og konu hans, Kristínar
Þorvaldsdóttur, á Ísafirði. Þar
ólst hann upp en fluttist með fóst-
urforeldrum sínum á Seltjarn-
arnes 1937.
Magnús giftist 1963 Aðal-
fjörð Skjaldarson. Magnús og Að-
albjörg skildu 1977. Barn Magn-
úsar og Hrefnu Júlíusdóttur frá
Hellissandi er Bjarkey, f. 28. maí
1948. Hún var áður gift Heiðari
Jónssyni og eignuðust þau þrjú
börn, Júlíus Steinar (sonur hans
er Sæmundur Heiðar), Sigríði
Láru og Áslaugu Olgu (dóttir
hennar er Victoría Lára).
Magnús ólst upp á Ísafirði og
Seltjarnarnesi. Eftir skólagöngu
fékkst hann við ýmis störf, var
m.a. á Keflavíkurflugvelli, en
fluttist 1956 til Vestmannaeyja
og vann fyrst í verslun Lofts,
bróður síns, á Þingvöllum. Hann
var sjómaður í nokkur ár, vann í
Ísfélagi Vestmannaeyja, en varð
síðar kokkur í Ísfélaginu og á
Hótel Berg. Eftir eldgosið í Vest-
mannaeyjum 1973 settust Magn-
ús og fjölskyldan að í Hafnarfirði
og var hann þar við ýmisleg störf
þar til þau fluttust til Eyja á ný
1975. Bjuggu þá í húsinu London
og Magnús stundaði smíðavinnu
o.fl. Á seinni árum vann hann við
skiltagerð og ýmis smáverkefni
fyrir fyrirtæki og félög í Vest-
mannaeyjum. Magnús tók virkan
þátt í félagslífi í Eyjum, var heið-
ursfélagi Knattspyrnufélagsins
Týs og Leikfélags Vestmanna-
eyja, vann sem túlkur og móts-
stjóri fyrir Sjóstangaveiðifélagið.
Hann var ágætur teiknari,
söngvari og hagyrðingur.
Útför Magnúsar fer fram frá
Landakirkju í dag, 4. júlí 2018,
og hefst athöfnin kl. 14.
björgu Jóh. Berg-
mundsdóttur, f.
1919, d. 2003, frá
Borgarhól í
Vestmannaeyjum.
Hún var þá ekkja og
sat í búi með sjö
börnum sínum: El-
ínborgu, f. 1940,
Þóru, f. 1942, d.
2013, Aðalbjörgu, f.
1944, Birgi, f. 1946,
d. 1979, Helga, f.
1949, Jóni, f. 1952, og Þuríði, f.
1954.
Magnús og Aðalbjörg eign-
uðust fyrst Jóhannes Þórarins-
son, f. 2. nóvember 1959, sem
varð kjörbarn Ásu Bergmunds-
dóttur og Þórarins Kristjáns-
sonar á Dalvík. Hann var giftur
Álfheiði Úlfarsdóttur og eiga þau
þrjú börn: Írisi Angelu (sem á
Þorkel Alex og Natalíu), Þórarin
og Ásu. Sambýliskona Jóhann-
esar er Mardís Andersen.
Seinna barn Magnúsar og Að-
albjargar er Elín Helga, f. 16.
september 1963. Fyrri maður
hennar var Þórarinn Axel Jóns-
son; þau eignuðust þrjú börn: El-
ísu (sonur hennar er Þór) og tví-
burana Helenu og Sigurjón.
Eiginmaður Elínar er Fannar Ey-
Í dag kveð ég elsku afa minn
og fæ að minnast hans í nokkrum
orðum.
Afi var mér mikill innblástur
varðandi list. Ég man eftir gamla
húsinu hans þar sem veggirnir
voru allir skreyttir í teikningum
og málverkum eftir hann. Honum
fannst gaman að sýna mér verkin
sín og segja sögur sem tengdust
þeim. Hjálpsamur, fyndinn og
hjartahlýr eru lýsingarorð sem
ég vel fyrir hann. Afi var alltaf til
í að spila ólsen ólsen við okkur
systkinin þegar við vorum í pöss-
un hjá honum og voru það ófáir
grjónagrautarnir sem hann eld-
aði fyrir okkur í hádeginu. Þetta
eru ógleymanlegar minningar
sem hlýja hjarta mínu á þessum
tímum. Ekki má gleyma því að
hann var meistari meistaranna í
fimmaurabröndurum.
Elsku afi M.M. hvílir nú í friði.
Hann mun alltaf eiga stað í hjarta
mínu.
Helena Þórarinsdóttir.
Hann var alltaf kallaður Maggi
Magg. Hann kom inn í líf okkar
rétt eftir 1960. Móðir okkar og
hann höfðu kynnst í Samkomu-
húsinu í Vestmannaeyjum þegar
hællinn á skónum hennar datt af
og valt niður stigann og fyrir fæt-
ur hans. Hann var laghentur og
gerði strax við skóinn og kom
hælnum aftur á sinn stað. Sam-
band hafði myndast. Það var
örugglega ekki auðvelt fyrir MM
að ganga inn í heimili þar sem sjö
fyrirferðarmiklir krakkar voru
fyrir. Hann tók að sér hlutverk
húsbóndans á heimili okkar, fyrst
í Borgarhól, í gosinu í Hafnarfirði
og loks aftur í Eyjum.
Maggi féll vel að anda hússins
og sýndi hinum mörgu gestum
þess, bæði ungum og eldri, áhuga
og natni. Það var spilað flest
kvöld við borðstofuborðið og oft
sátu þar eftirminnilegir karakt-
erar og mikil kátína ríkti, en
mamma bar í þá og okkur krakk-
ana kaffi og bakkelsi. Þetta voru
alþýðlegar menningarhátíðir.
Maggi var geðgóður og líflegur
og naut þess að hafa skemmtilegt
fólk í kringum sig.
Maggi var fjölhæfur og list-
hneigður. Hann talaði og skrifaði
ensku og Norðurlandamál, las
talsvert, bæði íslenskar og er-
lendar bækur. Steinn Steinarr
var uppáhald hans og oft vitnað
til skáldsins. Þegar Kanasjón-
varpið kom til Vestmannaeyja fór
hann í hlutverk þýðandans þann-
ig að við, gestir og vinir okkar
krakkanna, gátum fylgst með og
lifað okkur inn í myndirnar og
þættina, t.d. „Combat“ og „Guns-
moke“. Margir nutu hjálpsemi
hans af þessu tagi, t.d. útlending-
ar sem flæktust til Eyja og erfitt
var að skilja. Hann liðsinnti þeim
og bauð þeim m.a.s. stundum í
mat.
Maggi var heimsmaður í hátt-
um og viðhorfum og hugsaði dá-
lítið öðru vísi en margir í Eyja-
samfélaginu, fordómalaus og
hlustaði á fólk, karla sem konur,
unga sem aldna. Hann var mikil
félagsvera og starfaði í mörgum
félögum í Eyjum. Á heimilinu tók
hann þátt í húsverkum, eldaði
ansi oft og var natinn við yngstu
dótturina. Þetta þótti ekki sjálf-
sagt á þessum tíma. Hann var
jafnaðarmaður að hugsun.
Maggi lék með Leikfélaginu
og gerði stundum leiktjöld. Hann
var allt í öllu á alþjóðlegum sjó-
stangaveiðimótum um hvítasunn-
una. Mest vann hann þó fyrir
Knattspyrnufélagið Tý, ekki síst í
kringum þjóðhátíðir, málaði
skreytti og smíðaði. Fyrir það
fékk hann bæði þakkir og heiður
sem honum þótti vænt um.
Síðustu átta árin dvaldi Maggi
á Hraunbúðum í Vestmannaeyj-
um. Það var ekki auðvelt að koma
honum þangað og kostaði miklar
fortölur því hann vildi ekki vera
innan um gamalt fólk. En þangað
fór hann og hafði ekki verið þar í
marga daga þegar hann tók gleði
sína á ný, enda frábært starfsfólk
á Hraunbúðum. Oft grínaðist
hann með það að við mættum
ekki láta neinn vita af því hvað
honum liði vel á Hraunbúðum,
hann ætti þetta alls ekki skilið.
Við þökkum Magga samfylgd-
ina, og fyrir þær góðu hliðar sem
hann átti og við nutum. Við systk-
inin minnumst hans með gleði.
Blessuð sé minning hans.
Jón Bernódusson
og Þuríður Bernódusdóttir
Magnús
Magnússon
Elsku Klara mín.
Það er svo margt
sem mig langar að
segja en þú ert búin að vera part-
ur af lífi mínu síðan ég kom til
ykkar Ómars bróður austur á
Reyðarfjörð þegar þið voruð gift
og ég orðin móðurlaus aðeins tíu
ára gömul. Ykkar leiðir skildi en
ég og þú héldum alltaf góðu sam-
Klara
Kristinsdóttir
✝ Klara Krist-insdóttir fædd-
ist 26. apríl 1936.
Hún lést 6. júní
2018.
Útför Klöru fór
fram frá Vídal-
ínskirkju 15. júní
2018.
bandi og ég hefði
ekki getað verið
heppnari með þig.
Þú komst mér í
móðurstað og ég hef
alltaf fengið að vera
hluti af þinni fjöl-
skyldu. Eftir að þið
Vignir giftust var ég
alltaf velkomin á
ykkar heimili, hvort
sem það var fyrir
austan á Reyðarfirði
eða á Strikinu í Garðabænum.
Minningarnar um þig eru
margar og mér afar dýrmætar og
ótal margt sem ég get talið upp.
Þú varst alltaf til staðar fyrir mig
elsku Klara og ég gleymi því aldr-
ei þegar ég missti Magnús son
minn hversu fljót þú varst að
koma suður og standa mér við
hlið eins og klettur.
Þú kenndir mér svo ótal margt
í gegnum tíðina, bæði saumaskap
og matargerð, sem ég hef búið að
alla tíð og á ég margar uppskrift-
irnar frá þér. Það kemur oft fyrir
að ég er spurð hvaðan ég hafi
fengið uppskriftir að hinu og
þessu og svarið oftar en ekki „frá
henni Klöru minni, hvar annars
staðar?“ Þú varst einstök í mat-
argerð, bakstri og saumaskap og
allt gott og fallegt sem kom frá
þér.
Ég kveð þig með söknuði og
þakka fyrir allt.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Hvíl í friði elsku Klara.
Þín
Kolbrún Magnúsdóttir.