Morgunblaðið - 04.07.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.07.2018, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2018 ✝ Njáll Þórðar-son fæddist í Stykkishólmi 7. jan- úar 1974. Hann lést á Landspítalanum 23. júní 2018. Foreldrar hans eru Þórður Viðar Njálsson, f. 22. sept- ember 1951, og Auður Berglind Stefnisdóttir, f. 18. júní 1954. Systkini Þórðar eru Jóhanna Sigríður og Þorgeir Ingi. Foreldrar Þórðar voru Njáll Þorgeirsson og Guð- ríður Þórðardóttir. Systkini Auðar eru Regína, Ingvason, f. 4. ágúst 1933, d. 27. maí 2012, og Elín Kristín Hall- dórsdóttir, f. 11. desember 1938. Systkini Þóru eru Halldór, Ingvi, Lilja og Pétur. Njalli vann við markaðsmál hjá Vífilfelli 1999-2005, hjá Senu 2005-2006, hjá Pennanum 2006- 2007 og þaðan fór hann til Sím- ans og starfaði þar sem vöru- stjóri til dagsins í dag. Njalli var einnig tónlistarmað- ur, byrjaði ungur að spila op- inberlega, samdi tónlist og spil- aði inn á margar plötur. Hann spilaði á hljómborð og var með- limur í hljómsveitunum Vinum vors og blóma, Landi og sonum og Sóldögg. Útför Njalla fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 4. júlí 2018, kl. 13. Þóra, Hrönn, Anna Nína, Fanný, Hug- rún, Runólfur Stefn- ir og Valur Jóhann. Foreldrar Auðar voru Stefnir Run- ólfsson og Jóhanna Methúsalemsdóttir. Njalli hóf sam- band árið 1995 með Þóru Pétursdóttur, f. 21. ágúst 1973, og giftu þau sig 21. september 2013. Njalli og Þóra eiga tvær dætur, Kötlu, f. 22. september 2002, og Yrsu, f. 25. mars 2009. Foreldrar Þóru eru Pétur Elsku Njalli, fallegi drengur- inn okkar og besti vinur, mikið eigum við eftir að sakna sterka og trausta faðmlagsins þíns, en við eigum ljúfar og fallegar minn- ingar um þig sem munu ylja okk- ur endalaust. Góða ferð, elsku vinur, og takk fyrir samveruna. Okkur langar að kveðja þig með þessu fallega ljóði sem lýsir þér svo vel. Þú brostir framan í lífið. Þú brostir framan í okkur. Þú varst með svo heillandi bros. Alltaf þegar þú brostir þá brostu allir. Því brosið var svo smitandi hjá þér. Svo glaðlegt og heillandi. Það var alvöru bros. Nú reynum við að halda áfram að brosa, fyrir þig aðallega. Því þú gafst okkur svo mikið. Því þú kenndir okkur svo mikið. Því þú vildir alltaf að við værum glöð. Við munum aldrei gleyma brosinu þínu, því alltaf þegar við brosum með glöð- um hug, þá hugsum við um brosið þitt. Elsku Þóra, Katla og Yrsa okkar, missir ykkar er svo mikill, megi kærleikurinn umvefja ykk- ur á sorgarstundu og minningin lifa um hann Njalla okkar. Saknaðarkveðja, Mamma og pabbi. Elsku gullið mitt, mikið er sárt að þurfa að kveðja þig. Þessi tvö ár sem þú barðist við þennan vá- gest sem krabbameinið er kennd- irðu okkur öllum svo mikið. Þú barst höfuðið ávallt hátt, þú kvartaðir aldrei. Lífið hélt áfram og lífið var núna. Samband okkar var alla tíð einlægt. Stundum skiptumst við á skilaboðum, í einum þeirra sagðir þú að þetta væri allt vinna og ekkert gerðist sjálfkrafa. Meðan þú værir svo lánsamur að vakna á morgnana og taka þátt í gleðinni, værir þú alsæll. Þú varst svo ein- stakur. Þegar ég lít til baka hugsa ég um gleðina þegar þú fæddist, um fjörugan glókoll í Hólminum sem hreif alla með sér, stolt foreldra sinna. Píanóið hjá ömmu og afa sem heillaði snemma, þú varst ekki hár í lofti þegar þú varst farinn að spila lög á píanóið ömmu þinni til mikillar gleði. Músíkin varð snemma stór partur í lífi þínu og þú varst ekki gamall þegar fyrsta hljómsveitin var stofnuð. Bíladellukarl eins og afi, tækjakall sem gast bókstaf- lega lagað allt sem bilaði, traust- ur og trúr, Yndislegur eiginmaður og fað- ir, þú áttir svo gott hjarta enda var vinahópurinn þinn stór og þú gafst besta faðmlagið. Mikið hefur verið lagt á þína litlu fjölskyldu, Þóru og stelpurn- ar þínar, pabba þinn og mömmu. Þú varst kletturinn þeirra. Missir þeirra er mikill og bið ég að góð- ur Guð vaki yfir þeim og styrki þau í sorginni. Minning þín mun ávallt vera ljós í lífi okkar. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. (Hugrún.) Þín, Jóhanna (Jóa). Elsku Njalli. Það er sárara en orð geta lýst að þurfa að kveðja þig, elsku frændi minn. Alveg frá því að ég man eftir mér hef ég litið upp til þín. Stóri, flotti, fyndni og dug- legi frændi minn sem leyfðir litlu frænku að fylgjast með því sem þú varst að bralla hverju sinni. Hvort sem það var lagaval fyrir geisladiskana ykkar eða segja mér frá ævintýrum ykkar vin- anna í Hólminum. Þú varst virki- lega fyndinn og heillaðir alla með þínu einstaka brosi, húmor og góðmennsku. Þegar þið Þóra eignuðust fyrsta barnið ykkar, hana Kötlu þá var ég svo heppin að fá að passa hana öðru hvoru fyrstu árin. Þessi tími var ynd- islegur, gleðin og ástin á heim- ilinu ykkar var og hefur alla tíð verið svo smitandi og svo ofboðs- lega gott að vera með ykkur fjöl- skyldunni. Þegar við Robbi gift- um okkur þá vissum við strax að við vildum biðja þig um að vera veislustjóri í brúðkaupinu okkar. Ég hringdi skjálfrödduð og spurði þig og að sjálfsögðu sagðir þú: „Já, ekkert mál, við reddum þessu Krissa mín!“ Elsku Njalli, þú gerðir daginn okkar fullkom- inn, við höfum sjaldan hlegið jafn mikið. Frá því að þú greindist með krabbameinið barðist þú eins og hetja, sterkari mann hef ég aldrei hitt. Ég er stolt af þér og allri fjölskyldunni þinni, þið eruð búinn að ganga í gegnum ótrúlega erfiðleika en hafið hald- ið áfram og tekið þátt í partíinu. Elsku Þóra, Katla, Yrsa, Auða og Doddi ég samhryggist ykkur innilega og minning um einstak- an dreng lifir í hjörtum okkar allra. Þín verður sárt saknað, elsku Njalli minn, takk fyrir allt. Þín frænka, Kristín (Krissa). „Hey, ég er til“ var gjarnan svar Njalla við spurningunum, al- gjörlega óháð því hvort um væri að ræða framkvæmd og/eða frá- sögn á hvaða aldursskeiði hann var. Við sem fylgdum honum frá barnæsku minnumst þessa fjör- kálfs frá leikskóla. Heiðarlegur, léttlyndur, jákvæður með mjög fjörugt ímyndunarafl sem við fengum svo oft að njóta. Með ár- unum varð Njalli settlegri út á við en það var mjög stutt í fjör- kálfinn. Frásagnatilburðir hans voru með eindæmum skemmti- legir og lagði hann allt undir með leikrænni tjáningu beint frá hjartanu. Njalli hafði bæði stórt hjarta og hlýjan faðm sem hann leyfði útvöldum óspart að njóta. Það var dásamlegt að heyra sögurnar af fyrstu skrefum hans og Þóru. Drengurinn var hrein- lega á bleiku skýi og þegar döm- urnar þeirra tvær fæddust þá var lífið fullkomnað að eigin sögn. Njalli var staðráðinn í því að lifa lífinu og njóta alls þess besta sem hann og gerði allan tímann með- an hann var í partíinu. Gulli og perlum að safna sér sumir endalaust reyna. Vita ekki að vináttan er verðmætust eðalsteina. Gull á ég ekki að gefa þér og gimsteina ekki neina. En viltu muna að vináttan er verðmætust eðalsteina. (Hjálmar Freysteinsson.) Kvenfélagið Njáll heldur áfram að hittast, hlæja og skrafa. Það er okkar aðalsmerki og því höldum við áfram á meðan við er- um enn í partíinu. Boðskapur þessa litla lags verður áfram hafður að leiðarljósi í félaginu okkar. Elsku Þóra, Katla, Yrsa, Auð- ur, Þórður og Elín, ykkur send- um við okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Minning okkar um fallegan og góðan mann lifir í okkar hjörtum um ókomna tíð. Alda og Gísli Páll. Það er erfitt að meðtaka það að æskuvinur minn sé fallinn frá. Njalli var einstaklega góður og traustur vinur. Við vorum ferðafélagar í gegn- um lífið og byrjuðum lífið saman í Stykkishólmi, hlið við hlið. Vink- uðum hvor til annars góða nótt á kvöldin út um gluggann í faðmi foreldra okkar og stunduðum alls kyns prakkarastrik sem þóttu misvel heppnuð. Njalli var hrókur alls fagnaðar í skóla og uppátækjasamur, það var alltaf gaman hjá okkur vin- unum. Það var gott að alast upp úti á landi og fá tækifæri til að spreyta sig á ýmsu. Við byrjuð- um snemma saman í tónlistinni í Lúðrasveit Stykkishólms og fengum að ferðast með henni víða um land og til útlanda. Snemma komu í ljós tónlistarhæfileikar Njalla því hann var einstaklega músíkalskur. Við vörðum miklum tíma í að setja saman hljómsveit- ir og gera alls kyns tilraunir á þessum árum. Hljómsveitarárin í Busunum og síðar Vinum vors og blóma voru einstök og forréttindi að hafa upplifað þau með Njalla. Við sömdum mikið af tónlist og höfðum svo góðan skilning hvor á öðrum að stundum þurfti ekkert að ræða hlutina. Þeir sem hafa verið í hljómsveit á ferðum um landið vita að megnið af tímanum fer í annað en að spila og því er mikilvægt að hafa heilsteypta einstaklinga með þér sem næra sálina. Ef menn voru eitthvað leiðir eftir langa samveru var stutt í einhvern karakter hjá Njalla sem breytti löngum rútu- ferðum í einstaka skemmtun. Því sem honum gat dottið í hug og framkvæmd er eingöngu hægt að lýsa sem snilligáfu. Njalli var á stundum með mjög ákveðnar skoðanir á hlutunum og fylgdi þeim oft fast eftir. Hann átti það til að sýna óbilandi holl- ustu vörum eða fyrirtækjum og varði miklum tíma í að sannfæra vini sína um ágæti þeirra. Þeir sem réðu hann í vinnu gátu ávallt treyst á fullkomna hollustu og framtakssemi. Njalli hafði líka sama viðhorf til vina sinna, varði þá og lofsöng hvar sem hann kom. Það er því ekki að undra að sjá hversu marga hann hefur snert í gegnum lífið og hve marg- ir bera virðingu fyrir minningu hans. Það var mikil lífsreynsla að fylgjast með æðruleysi Njalla í baráttu sinni við veikindin. Alltaf var hann að hvetja alla í kringum þig og spyrja um þeirra hag, en gerði lítið úr sínum raunum. Ég er afar þakklátur fyrir að hafa átt hann sem vin og allar þær ynd- islegu stundir sem við áttum saman. Það verður erfitt að sætta sig við að geta ekki hringt í Njalla og spjallað. Þrátt fyrir að ég hafi búið í út- löndum síðastliðin 15 ár var sam- band okkar alltaf gott. Fjölskyld- ur okkar hafa gert svo margt skemmtilegt saman, sem hefur gefið eiginkonum okkar og dætr- um margar góðar minningar sem munu fylgja okkur inn í framtíð- ina. Njalli lagði alltaf áherslu á að búa til góðar minningar. Við fjölskyldan sendum Þóru, Kötlu, Yrsu og ástvinum öllum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Njalli var einstakur, viðhorf hans, framkoma, háttsemi og hæfileikar voru vitnisburður um það. Við öll, sem þekktum Njalla, höfum misst mikið. Blessuð sé minning Njalla. Þorsteinn Gunnar Ólafsson. Það er hverju fyrirtæki lífs- nauðsynlegt að starfsfólkið sé ekki allt steypt í sama mót. Það var Símanum til mikilla heilla að fá listamanninn Njál Þórðarson til liðs við sig. Það má upplýsa hér að ekki eru allir fundir í Sím- anum skemmtilegir, en önnur lögmál giltu ef Njáll var einn fundarmanna. Hann mætti aldrei til að tjá sig á þurru fagmáli, heldur lýsti hann afstöðu sinni með einstaklega litríkum mynd- líkingum til að vekja okkur sam- starfsfólk sitt til umhugsunar. Það góða er að við létum oftar en ekki sannfærast af uppástungum hans. Fjölmargar vel heppnaðar breytingar sem Síminn hefur gert á afþreyingarþjónustu sinni á undanförnum árum eru runnar undan rifjum Njáls. Fröllur eru orð sem ég hafði aldrei heyrt fyrr en Njáll út- skýrði hugmynd sína að auka- þjónustu í sjónvarpi. Fröllur eru franskar kartöflur á hamborg- arastað, sem er auðskiljanlegt um leið og maður veit það. Við gripum hugmynd hans á einni sekúndu og keyptum fröllurnar á staðnum. Njáll talaði alltaf fyrir málstað viðskiptavinarins og vandaði um fyrir okkur á sinn góðlátlega hátt, þegar honum fannst við flækja líf kúnnans að óþörfu. Njáll var tónlistarmaður, skemmtikraftur og fagmaður. Aldrei dauf stund. Hann gat meira að segja útskýrt hörmuleg- an sjúkdóm sinn og örlagadóm á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Þegar við áttum að gráta lét hann okkur hlæja. Bannað að vera lítill í sér, sagði hann. Fyrir hönd Sím- ans viljum við votta fjölskyldu hans hluttekningu. Hans eigin kveðjuorð lýsa þessum æðru- lausa manni best: „Verið góð hvert við annað og hafið gaman í partíinu, það veit enginn hvenær honum verður hent út.“ Orri Hauksson. Nú er góður vinur okkar og samstarfsfélagi haldinn á vit nýrra ævintýra. Njalli átti engan sinn líka og það voru forréttindi að fá að þekkja hann þau ár sem hann starfaði hér hjá Símanum. Hann var með einstaklega fallega nærveru og hafði sérstakt lag á að láta fólki líða vel í kringum sig. Það sem einkenndi hann mest var að hann gat alltaf látið fólk fara að hlæja með hárbeittum húmor, rándýrum fimm- aurabröndurum, eftirhermum og ótrúlegum myndlíkingum sem engum hefði getað dottið í hug nema honum. Þannig tók hann oft upp á því að koma með alls- konar dýrahljóð á fundum sem voru orðnir of stofnanalegir eða skella í frábæra myndlíkingu sem var svo fjarstæðukennd og bjána- leg að það fékk jafnvel hörðustu týpurnar til að frussa kaffi yfir sig af hlátri. Viðhorfið hans var einhvern veginn að hafa alltaf gaman af því sem hann var að gera. Gott dæmi er þegar hann sótti sér prumpu-smáforrit í símann sinn, tengdi hann við kröftugan hátalara sem hann faldi undir borði í einu fundarherberginu. Allan daginn sat hann svo stutt frá herberginu og hló manna hæst að vandræðalegum svip fólks þegar hann lét prump- uhljóðin óma í hátalaranum. Njalli var frábær tónlistar- maður og fengum við vinnufélag- arnir að kynnast því. Á árshátíð- um Símans settist Njalli við flygilinn sem varð um leið vinsæl- asti staðurinn í partíinu þar sem Njalli spilaði hvert lagið á fætur öðru og allir sungu með. En Njalli var ekki bara ein- staklega skemmtilegur vinnu- félagi heldur var hann framúr- skarandi samstarfsmaður sem brann af hjarta og sál fyrir starf- inu sínu og var endalaus upp- spretta hugmynda um hvernig við og Síminn gætum gert hlutina enn betur. Njalli var mikil fyrirmynd í því hvernig á að lifa lífinu og hvernig á að kveðja þetta líf. Þrátt fyrir erfið veikindin horfði hann alltaf jákvæðum augum á lífið og sá spaugilegu hliðarnar á hverju sem var. Honum tókst einhvern veginn að hrífa okkur öll með sér og þannig láta mann halda að hann væri í fínasta lagi. Þetta sýnir best hversu ótrúlega sterk- ur karakter hann var. Þegar hann vissi í hvað stefndi var hann einbeittur í því að njóta þess sem eftir væri með fjölskyldu og vin- um og hnýta alla lausa enda þannig að hann mundi skilja vel við. Það er til marks um hversu frábær einstaklingur hann var að stuttu eftir að hann kvaddi þá settumst við saman og rifjuðum upp sögur af Njalla. Þrátt fyrir sáran söknuðinn skellihlógum við þegar við rifjuðum upp ýmsa vinnustaðahrekki og aðrar frá- bærar minningar um einstakan mann. Hann er því enn að fá fólk til að hlæja þrátt fyrir að hafa kvatt þennan heim. Hans verður sárt saknað hjá okkur vinnufélögum hans hjá Símanum. Við sem eftir sitjum munum halda áfram að ylja okk- ur við minningarnar um einstak- an vin og vinnufélaga og hver veit nema við setjum prumpuvélina aftur af stað og munum þá eflaust frussuhlæja og kannski gráta smá líka. Elsku Þóra, Katla og Yrsa, hugur okkar er hjá ykkur á þess- um erfiðu tímum. Símatilveran verður ekki eins án þín. fyrir hönd vina og vinnufélaga í Vörustýringu, Ása Rún Björnsdóttir. Við köllum okkur „syztur“ hans Njalla og í skemmtilega og skrítna þriggja manna fé- lagsskap okkar var hann ein syzt- irin. Z er höfð til aðgreiningar, reyndar á ekkert okkar systur og okkur fannst liggja beinast við að hafa þetta svona. Félagsskapur okkar varð til hjá Símanum og eftir að við tvær syztur hurfum til annarra starfa styrktust böndin og við ræktuðum nýjan vinskap með Njalla utan vinnunnar. Þessi vinskapur gekk út á innihaldsríkt bull og passlega gáfulega vitleysu þar sem engin umræða var tabú. Við máttum tala um allt og ekk- ert og það sem sagt var, var al- farið á milli syztra. Við fengum áhugaverða innsýn í heim karl- mannsins og Njalli lét sér fátt um finnast þegar við létum allt flakka um hinn spennandi reynsluheim kvenna en á sama tíma sýndi hann málefninu ein- lægan áhuga og djúpan skilning og jafnvel samkennd ef svo bar undir. Njalli var meistari samlíking- anna og notaði þær á óvenjulegan og skondinn hátt til að varpa ljósi á ýmislegt. Hann talaði um lífið sem partíið sem okkur væri boðið í og því eins gott að taka fullan þátt áður en okkur væri hent út. Hann kunni að njóta lífsins. Stundir með Njalla voru alltaf skemmtilegar og við fórum frá þeim syztrafundum endurnærðar og uppfullar af kærleik, jákvæðni og vellíðan gagnvart tilverunni. Við munum seint átta okkur á þeim raunveruleika sem nú blasir miskunnarlaus við, að elsku Njalli hafi kvatt þessa jarðvist. Eftir stendur að við erum ríkar af þeim einstöku minningum sem við eigum í félagsskap hans og munum varðveita alla tíð. Hann talaði á sinn skemmti- lega hátt um frábæru eiginkonu sína, Þóru sem við þökkum fyrir að hafa einnig bundist vinabönd- um. Þá voru yndislegar dætur hans ávallt ofarlega á dagskrá yf- ir umræðuefni hjá syztrum enda var Njalli góður og hlýr pabbi og eiginmaður. Það var gaman að fá innsýn í heimilislíf þeirra og enn- fremur að fá að skyggnast inn í fallega og heiðarlega nálgun hans á uppeldi. Missir fjölskyldu hans er meiri en orð fá lýst og hugur okkar er hjá Þóru, Kötlu og Yrsu. Við sendum þeim mæðgum og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúðarkveðjur. Við vitum að þau bera gæfu til að varðveita fal- legar minningar og búa yfir styrk til að takast á við missinn og sorgina. Við tökum nú Þóru opn- um örmum inn í félagsskapinn með von um að hún þiggi að taka sess Njalla með okkur syztrum. Elísa og Margrét. Eurovision-gleði vorið 2016. Fyrsta partíið okkar í nýja fal- lega húsinu þeirra Njalla og Þóru sem þau voru búin að leggja svo mikla vinnu í að gera upp. Einar og Maja voru þarna líka og börn- in okkar allra. Tilefnið var ærið og algjörlega í anda þeirra Njalla og Þóru – að skapa skemmtilegar minningar. Það tókst sannarlega og við vorum öll ákveðin í að end- urtaka þetta að ári. Njalli eins og oft áður hrókur alls fagnaðar og Njáll Þórðarson Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.